Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 15
skapa betri heim. Núna erum við að vinna að því hvernig eigi að fæða heiminn í framtíðinni. Í maí síðastliðnum héldu Alþjóðasamtök matreiðslumanna þing í Suður- Kóreu þar sem félagsmenn voru hvattir til að íhuga þessi mál. Í að- draganda þingsins fór ég til Ólafs Ragnars Grímssonar og spurði hann hvort hann væri tilbúinn að gera þriggja mínútna myndband með hvatningu sem ég myndi sýna á þinginu. Ég spurði Ólaf Ragnar hvort hann gæti hringt í Al Gore og beðið hann um að gera slíkt hið sama. Ólafur Ragnar tók upp sím- ann og viku seinna fékk ég mynd- band frá Al Gore. Stuttu seinna fékk ég myndband frá Ólafi Ragn- ari þar sem hann hvetur mat- reiðslumenn að halda áfram á þess- ari braut. Það er ekki verið að skipa mat- reiðslumönnum fyrir því það er misjafnt hvað hægt er að gera eftir menningarheimum en við viljum að þeir sem vinna með mat á hverjum einasta degi séu meðvitaðir um að það er fólk úti í heimi sem er svangt. Þess vegna eigum við að bera virðingu fyrir hráefnum og henda minna. Við sömdum yfirlýs- ingu og fengum alla félagsmenn okkar til að skrifa undir hana og vorum með pallborðsumræður um málið. Markmið okkar er að halda áfram að koma þeim málstað til matreiðslumanna að ef allir gera eitthvað smávegis verður árangur- inn nokkuð mikill þegar á heildina er litið. Árið 2015 verður EXPO, heims- sýningin, í Mílanó. Eitt þema þar verður: Feed the Planet, Energy for Life og þar koma samtökin mjög við sögu. Ríkisstjórnir um allan heim hafa áhyggjur af því hvernig þær eigi að fæða þjóð sína í framtíðinni. Stjórnmálamenn koma með tillögur og halda ræður á ráðstefnum en tala ekki við fólk- ið sem vinnur við mat alla daga. Einn daginn sagði ég við sjálfan mig að nú ættum við í samtök- unum að sýna að við værum tilbú- in að hjálpa ríkisstjórnum í hvaða landi sem er. Markmiðið ætti að vera að vekja félagsmenn okkar til vitundar um að í dag fer einn milljarður jarðarbúa svangur í rúmið á hverju einasta kvöldi og 20.000 manns deyja úr hungri á dag. Á sama tíma er einn milljarð- ur manna sem eru í yfirvigt. Við vitum að það er nóg til af mat í heiminum, en við hendum of mikl- um mat. Skiptingin er ekki réttlát. Við stefnum að því að fá árið 2015 helstu matreiðslumenn heims til Mílanó til að setjast niður með hópi stjórnmálamanna og segja einfaldlega við þá: Við erum hér til að bjóða fram aðstoð okkar. Hvað getum við gert? Við ætlum ekki að segja stjórnmálamönn- unum hvað þeir eigi að gera en við viljum að þeir finni að við í sam- tökunum erum tilbúin að taka á okkur ábyrgð og fá leiðbeiningar frá þeim. Margir hafa lagt þessu máli lið og komið að verkefninu, til dæmis Jamie Oliver Foundations. Nýlega var ég í Dubai í klukkutíma sjón- varpsviðtali og þátturinn var til- einkaður samtökunum og Feed the Planet. Áætlað var að 20-30 millj- ónir hefðu horft á þáttinn í beinni útsendingu. Þannig að það er áhugi hjá matreiðslumönnum, fjöl- miðlum, stjórnmálamönnum og al- menningi. Tilgangur samtakanna er að vekja fólk til umhugsunar. Við teljum að ef matreiðslumenn, stjórnmálamenn og fræðimenn setjist niður til að ræða og kryfja málin þá fæðist réttu lausnirnar.“ Og þú hefur sannarlega mætt velvilja íslenskra stjórnmálamanna og forsetans. „Eitt það skermmtilegasta sem ég hef upplifað í þessu starfi er já- kvæðni ráðamanna. Hvort sem ég hef talað við Geir Haarde, Guðna Ágústsson, Steingrím J. Sigfússon Össur Skarphéðinsson eða Ólaf Ragnar Grímsson þá hef ég ætíð fengið hvatningu. Það hvernig fólk lítur á landið sitt er algjörlega óháð stjórnmálum. Mér finnst gaman að tala við Össur þegar hann er upprifinn og hvetur mig til að halda áfram og segir: Gott fyrir Ísland! Ég hef svo átt ákaflega góð samskipti við forsetann. Hann er ótrúlegur einstaklingur og alltaf jákvæður. Mín skoðun er sú að eitt af embættisverkum hvers for- seta sé að hvetja fólk til dáða. Ekki má heldur gleyma að hér eru gríðarleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja koma vöru sinni á framfæri á erlendri grund og ekki síður tækifæri til að koma landi og þjóð á framfæri. Ég verð einnig að minnast á þann frábæra stuðning sem fé- lagar í veitingabransanum veita mér og sömuleiðis konan mín og fjölskylda, það væri erfitt að standa í þessu án þeirra.“ Gissur „Að mörgu leyti er ævintýralegt að vera fulltrúi 10 milljóna kokka í 93 löndum og ferðast til ólíkra menningarheima.“ Morgunblaðið/RAX 18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 3 7 4 ÞESSI TÍMI ER EINSTAKUR Arion banki býður foreldrum í fæðingarorlofi að lækka greiðslubyrði íbúðalána um allt að helming. Hjá mörgum verða breytingar á ráðstöfunartekjum við töku fæðingarorlofs. Því viljum við koma til móts við foreldra og gefa þeim kost á að fresta hluta af greiðslum íbúðalána sinna. Með þessu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að taka fullt fæðingarorlof og njóta þess til fullnustu. Hafðu samband við þjónusturáðgjafa okkar í næsta útibúi Arion banka eða í síma 444 7000 og kynntu þér möguleika þína.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.