Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 S tyrmir Gunnarsson hefur skrifað eft- irtektarverða bók um átök innan Sjálfstæðisflokksins. Ekki er vafi á að bókin bætir og breikkar skilning manna á einum þætti stjórnmálasögu samtímans. Fram að þessu hafa við- brögð við bókinni snúist um höfundinn og stöðu hans, ekki síst frá fjölmiðlalegum sérvitringum, eins og óefnislegt tuð og truflandi og óuppdregið frammíkall í Kastljósi var dæmi um. Einnig hafa þeir sem eru persónulegir óvildarmenn Styrmis látið bókina til sín taka, án þess að gera henni sjálfir nein skil. Það er ótrúlega utangátta og barnalegt þegar slíkir þykjast sjá mikil tíðindi í þeim ríku upplýsingum sem Styrm- ir byggir á og frásögnum af persónulegum samtölum við áhrifamenn, sem hafi þó ekki birst svo að segja samstundis á síðum Morgunblaðsins. Í því hafi falist svik við lesendur blaðsins og hinn helga anda blaða- mennskunnar. Hefðu þeir ritstjórar blaðsins, sem tími bókar Styrmis tekur til, birt fréttir af sínu fyrsta trún- aðarsamtali hefði þetta vandamál verið úr sögunni því enginn annar hefði viljað eiga slík samtöl við þess háttar menn. En hvað með að Styrmir hafi „viður- kennt“ og „afhjúpað“ þennan þátt? Því hefur verið slegið upp. Nú í mörg ár hafa stórir þættir dagbóka starfsbróður Styrmis, Matthíasar Johannessen, verið aðgengilegir á netinu og þar er sagt frá aragrúa slíkra trúnaðarsamtala, sem MJ telur augljóslega að tíminn hafi létt af trúnaði. Þar er upplifun Matthíasar af slíkum samtölum og sumt af því kann að koma þeim sem í hlut áttu spánskt fyrir sjónir. En þetta er allt fyrir löngu birt og Styrmir var því ekki að afhjúpa neitt eða viðurkenna neitt í þeim efnum. En segja má að hann hafi óviljandi afhjúpað aulagang þess frétta- manns sem í hlut átti. En sú afhjúpun var heldur ekki stórtíðindi fyrir þá sem fylgjast með. Hvers vegna þessi trúnaðarsamtöl við ritstjóra? Af hverju áttu svo margir menn trúnaðarsamtöl við ritstjóra Morgunblaðsins og eiga raunar slík samtöl enn? Ástæður þess eru jafnmargar og mennirnir sem í hlut eiga. En þótt ritstjórar eigi í hlut eiga þessi samtöl þó ekki endilega neitt erindi inn í blað eða á vef. Vissulega breytast mörg þeirra eða efnisinnihald í birt efni, frétt eða viðtöl. En viðmælendurnir eiga þó einatt önnur erindi. Iðulega kemur fólk á fund rit- stjóra vegna þess að það hefur aðra sýn á skrif og fréttir blaðsins en þeir sem skrifa þær eða ritstýra. Þarna koma menn við sögu úr öllum flokkum landsins og flokksleysingjar og menn sem vilja ræða allt annað en stjórnmál og karp sem þeim tengist. Erlendir sendiherrar koma til að tala máli sinna þjóða og hags- muna þeirra. Þeir leita sumir eftir viðhorfum til sjón- armiða sem komið hafa fram í samtölum við stjórn- málamenn, nafngreindra eða ónafngreindra eftir atvikum. Einstaklingar koma vegna þess að þeir telja að fréttaflutningur hafi höggvið nærri einstaklingi, einum eða fleirum, sem þeir bera fyrir brjósti. Þetta gerist þótt fréttaflutningurinn hafi verið algjörlega sambærilegur við það sem tíðkast af öðrum sem verða tilefni frétta. Þegar umfjöllun snertir einhvern sem manni er kær eða hlýtt til er horft öðruvísi á frétta- Merkileg bók og ómerkileg viðbrögð *Ritstjóri eða fréttahaukur verðurmörgum sinnum hæfari til aðsinna sínu starfi vegna þess trúnaðar sem hann nýtur og þess trúnaðar sem hann sýnir, þegar það á við. Upplýsingarnar koma flestar að not- um í starfi hans og flestar miklu fyrr en síðar. Reykjavíkurbréf 16.11.12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.