Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 57
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 „Vera Hertzsch sker sig ekki úr. En það er einmitt þess vegna sem saga hennar verð- skuldar að vera sögð. Hún er ekki undan- tekningin heldur regl- an,“ segir Jón Ólafs- son á einum stað í hinni merkilegu bók sinni um Veru Hertzsch og líf kvenna í Gúlagi Sovétsins. Þetta er sérlega vel skrifað og vandlega unnið verk og gríðarlega áhrifamikið. Grimm örlög Veru Hertzsch Dr. Gunni hefur ástríðu fyrir popptónlist og er einmitt rétti maðurinn til að skrifa sögu íslenskrar popptónlistar. Stuð vors lands heitir bókin þar sem dr. Gunni rekur sögu dægurtónlistar allt frá 19. öld þegar dans var litinn hornauga og fram til nútímans.Hann segir sögu frægra söngvara og hljóm- sveita. Þetta eru sögur af draumum sem rættust en einnig sögur af brostnum draumum. Sukksögur eru svo að sjálfsögðu á sínum stað og sumar allsvakalegar. Kaflaheiti eru bráðskemmtileg: Dansað út úr torfkofunum – Rómantík er ekki væmni – Hvað er þessu fólki heilagt!? – Bara burstaklipptur vitleysingur. Rúmlega 1000 myndir prýða bók sem all- ir poppunnendur hljóta að þrá að eignast. Dr. Gunni skrifar fjörugan og afslappan texta og áhugi hans á umfjöllunarefninu er nánast smitandi. Þetta er hin besta bók í alla staði – og bæði fróðleg og skemmtileg. Það er enginn vandi að komast í stuð með dr. Gunna. DR. GUNNI Í EKTA STUÐI REKUR SKRAUTLEGA POPPSÖGU ÍSLANDS Stuð vors lands er full af fjöri og fróðleik. Ripleys 2013 – ótrúlegt en satt - Stuðandi staðreyndir er einkar áhuga- verð bók fyrir forvitin ungmenni sem vilja kynnast því furðulega í tilverunni. Og það er víst af nógu að taka þegar kemur að furðum tilverunnar. Þarna er að finna frá- sagnir af dularfullum verum og stór- skrýtnu fólki. Sumt sem þarna er sýnt virðist ótrúlegt en er samt satt. Það er alkunna að of stór hópur drengja kærir sig lítið um að lesa bækur og eru líklegir til að andvarpa þegar þeir opna jólapakka og sjá bók. Þetta er ein- mitt bókin fyrir þennan hóp. Hún er sneisafull af myndum sem augað festist við og í framhaldi er ekki annað hægt en að lesa textann. Ripley’s er full af furðum. ÓTRÚLEGAR FURÐUR TILVER- UNNAR Í MÁLI OG MYNDUM Aðalpersónan í nýrri skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Und- antekningunni, er skiljanlega í miklu uppnámi því eiginmaður hennar til ellefu ára er kominn út úr skápnum og hefur yfirgef- ið hana og unga tvíbura þeirra og er fluttur inn til elskhugans. Nágrannakonan Perla, sem er dvergur, hjúpskaparráðgjafi og leigupenni fyrir vinsælan glæpa- sagnahöfund, tekur að sér að gefa aðalpersónunni ráð. Hér er á ferð fallega skrifuð og seiðandi skáldsaga um ást og missi, skáldskapinn og sköp- unarkraftinn. Falleg og seið- andi skáldsaga frá Auði Övu Mikil gæði í jólabókaflóði ÁHUGAVERÐAR BÆKUR ÓHÆTT ER AÐ SEGJA AÐ BÓKAORMAR HAFI ÚR NÓGU AÐ VELJA ÞESSI JÓLIN ÞVÍ ÚRVALIÐ HEFUR SJALDAN VERIÐ MEIRA OG GÆÐIN ERU MIKIL. ÞÆR BÆKUR SEM MÆLT ER MEÐ ÞESSA VIKUNA ERU ÓLÍKAR EN EIGA ÞAÐ SAMEIGIN- LEGT AÐ VERA AFAR VEL SKRIFAÐAR OG VERU- LEGA MINNISSTÆÐAR. Í Farandskuggum sem komu út í fyrra sagði Úlfar Þormóðsson sögu móður sinnar. Í Boxaranum bregður hann upp sterkum og eftirminnilegum myndum af föður sínum og ættingjum. Þetta er saga af litríku og breysku fólki sem flest háði harða lífsbaráttu. Bókin er skrifuð í öguðum og knöppum stíl sem hæfir efninu einkar vel og er sneisafull af minnisstæðum atvikum. Bók sem kröfuharðir les- endur eiga ekki að láta framhjá sér fara. Allavega er ljóst að lesturinn mun ekki valda þeim vonbrigðum. Minnisstæð saga af breyskum föður Metsöluhöfundur Íslands, Arnaldur Indriðason, er ekki vanur að bregðast væntingum lesenda sinna og gerir það heldur ekki í Reykjavíkur- nóttum sem fjalla um fyrsta mál Erlendar í lög- reglunni. Arnaldur á ekki í neinum vandræðum með að endurskapa Reykjavík ársins 1974 og alls kyns hliðarsögur er varða störf lögreglunnar og líf útigangsmanna gæða bókina dýpt og taka jafnvel athyglina frá sjálfri ráðgátunni um dularfullt dauðsfall og mannshvarf. Arnaldur bregst ekki * Því gáfaðri sem maður er því fleirifrumlega menn finnur hann. Venjulegtfólk sér engan mun á fólki. Blaise Pascal BÓKSALA 4.NÓV.-10.NÓV Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur 1 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 2 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney 3 Reykjavíkurnætur (kilja)Arnaldur Indriðason 4 HáriðSaga Sig ljósmyndir & Theodóra Mjöll 5 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 6 Fimmtíu gráir skuggarE.I. Jones 7 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 8 Frábært hárÍris Sveinsdóttir 9 JólakúlurArne Nerjordet & Carlos Zachrison 10 HrafnsaugaKjartanYngvi Björnsson & Snæbjörn Brynjarsson Metsölulisti1.jan.-10.nóv. 1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 3 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 4 Fimmtíu gráir skuggarE.I. Jones 5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 6 Eldar kviknaSuzanne Collins 7 HungurleikarnirSuzanne Collins 8 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg 9 SnjókarlinnJo Nesbø 10 HermiskaðiSuzanne Collins MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Sínum gjöfum er hver líkastur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.