Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 34
*Græjur og tækniRisar samfélagsmiðlanna Facebook og Google+ keppa bæði um notendur og auglýsendur »36
H
ann ólst upp á Laugalandi í Eyjafirði og fékk strax áhuga á ýmsum tækjum.
„Pabbi eignaðist fyrsta snjósleðann þegar ég var 10 ára; það var Massey Fergu-
son, 21 hestafl og þótti rosalegt tæki,“ segir Finnur og hlær en kraftmesti sleðinn
sem hann á er um 340 hestöfl.
Þegar Finnur eignaðist svo fyrstu skellinöðruna 12 ára varð ekki aftur snúið. „Ég er
stundum spurður að því hvernig ég tími að eiga allt þetta, en hef svarað því til að græjurnar
séu mitt brennivín. Sumir eru fullir niðri í bæ allar helgar en ég hef aldrei nennt því,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
„Ég hef alltaf haft gaman af góðum græjum, alveg sama hvað það er,“ segir hann. Dæmi
um það er að finna hér á síðunni.
Um tugur vina hefur haldið hópinn frá því innan við tvítugt og brallar mikið saman. „Við
vorum stundum kallaðir órólega deildin af þeim eldri,“ segir Finnur og vísar til fortíðarinnar.
„Þeim fannst við vera glannar – sem hefur örugglega verið rétt á sínum tíma – en maður er
orðinn rólegri núna.“
Finnur keppti árum saman á vélsleða og torfæruhjóli og hampaði Íslandsbikar ótal sinnum.
Nú er keppnisferillinn að baki en hann nýtur þess alltaf jafn mikið að þeysa um.
Þegar spurt er hvað sé skemmtilegast af öllu þessu, stendur ekki á svarinu: „Að vera á
sleðanum. Það stendur algjörlega upp úr. Frelsið er svo mikið og fegurðin oft ólýsanleg þeg-
ar komið er upp til fjalla. Svo er félagsskapurinn líka mjög góður.“
Hann nýtur þess líka að sigla. „Ég
átti lengi litla báta með utanborðs-
mótor en keypti alvöru sjóbát með
V 8 innanborðsmótor fyrir nokkrum
árum. Ég sigli mikið með krakkana
og allir hafa gaman af.“
VÉLSLEÐAR
Finnur á nú tvo „alvöru“ vélsleða. Þessi er Arc-
tic Cat M8 Turbo og er 240 hestöfl. Hinn heitir
M 1000 Turbo og er hvorki meira né minna en
340 hestöfl. Finnur er mikið á ferðinni á sleð-
unum og segir það skemmtilegast af áhuga-
málunum. „Ég er nánast fæddur og uppalinn á
sleða,“ segir hann.
TORFÆRUHJÓL
KTM SX 144 enduro torfæruhjól. „Þetta er frekar lítið hjól, lík-
lega 28 hestöfl,“ segir Finnur. „Þegar maður eldist verður maður
að hafa vit á því að fá sér minni hjól en áður; það er svo erfitt að
keyra stóru hjólin ef maður er ekki í toppformi og slysahættan
meiri.“ Finnur fer iðulega í eins eða tveggja daga ferðir ásamt vin-
um sínum upp til fjalla eða inn á hálendið.
SNJÓFLÓÐAÝLIR
Lítið og nett en lífsnauðsynlegt tæki á
þeim svæðum þar sem hætta er á snjó-
flóðum. Álíka stórt og farsími. Finnur
var í hópi vélsleðamanna í Hlíðarfjalli
þegar snjóflóð varð þar fyrir nokkrum
árum. Einn grófst í flóðinu en fannst
fljótt, þökk sú ýlinum. „Við vorum bún-
ir að miða hann út eftir eina mínútu og
grafa hann úr snjónum eftir tíu mínútur.
Tækið sagði okkur nákvæmlega hvar hann
var, hve langt frá og á hve miklu dýpi. Tæk-
ið virkar eins og gps staðsetningartæki og
er mjög nákvæmt.“
SNJÓFLÓÐAPOKI
ABS loftpúðapoki. Ef sá sem ber
pokann verður var við eða lendir
í snjóflóði getur hann kippt í
handfang, sem liggur vinstra
megin í brjósthæð. „Þá springur
gashylki sem blæs út líknarbelg á
bakinu. Hann springur út úr pok-
anum og maðurinn flýtur upp úr
flóðinu. Þetta er eins og björg-
unarvesti,“ segir Finnur.
HASE BÁTUR
430 hestafla níu manna
bátur sem Finnur segist aðal-
lega nota til þess að skoða sig
um. Hann hefur siglt út í
Grímsey, Flatey og í fyrrasumar
fór hann í fyrsta skipti til Vest-
mannaeyja. Ók þá eldsnemma
á sunnudagsmorgni frá Akur-
eyri í Landeyjahöfn og sigldi
þaðan á þjóðhátíð. Hafði aldrei
komið til Eyja áður og segir
hafa verið tilkomumikið að
koma siglandi. Báturinn er með
V 8 innanborðsmótor. Finnur
hefur átt bátinn í hálft annað ár.
Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson
FINNUR MARGT SEM HEILLAR
Græjurnar eru
mitt brennivín
BLAZER HERRIFFILL
Finnur á þennan stóra, ameríska Blazer
herriffil, sem er 308 kal. Þetta er hrein-
dýrariffillinn hans, auk þess sem hann
tekur að sér að skjóta
sel þegar þess gerist
þörf. Erlendis er slík-
ur gripur mikið notaður í stríði, segir
Finnur. „Þetta er alvöru tæki,“ segir hann.
Riffilinn eignaðist Finnur fyrir
fimm árum.
FINNUR AÐALBJÖRNSSON, VERKTAKI Á AKUREYRI, ER ÞEKKTUR
GRÆJUKARL; HANN FER OFT TIL FJALLA Á KRAFTMIKLUM VÉLSLEÐUM,
ÞEYSIR UM Á TORFÆRUHJÓLI OG Á LÍKA FORLÁTA BÁT.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is