Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Varðskipið Óðinn sem liggur við bryggju að Grandagarði 8, við Sjóminjasafnið Víkina, er vettvangur sýningar átta ungra myndlistar- manna sem verður opnuð á laugardag kl. 15 til 17. Sýninguna kalla listamennirnir Marvaða og hafa þeir lagt undir sig þyrluskýli skipsins. Öll verkin eiga það sameiginlegt að tengjast hafinu á einn eða annan hátt. Sæfararnir sem taka þátt í Marvaða eru þau Ásta Fanney Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Gunnar Jónsson, Guðlaug Mía Ey- þórsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Sigmann Þórðar- son og Sigurður Þórir Ámundason. Bjóða þau gestum að fjölmenna á opnunina. SÝNA VERKIN Í VARÐSKIPI MARVAÐI Í ÓÐNI Myndlistarmenn sýna í Óðni í Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Golli Prófessor Dýragóður er aðalpersóna þessa norræna loftslagssöngleiks fyrir börn. Leikritið Prófessor Dýragóður var frumsýnt í Norræna húsinu í vikunni og verða þar tvær sýningar á laugardag, klukkan 14 og 16. „Prófessor Dýragóður“ er aðalpersónan í þessum dansk-sænska loftslagssöngleik QUASI leikhópsins, sem hefur verið á leik- ferðalagi í Reykjavík síðustu vikur. Ásamt börnum frá Íslandi og tveimur öðrum Norð- urlöndum, hefur leikhópurinn skapað sam- norræna leiksýningu sem börnin geta skilið. Markmiðið með verkinu er að fjalla um umhverfisvandamál og hættur sem steðja að loftslaginu. Vigdís Finnbogadóttir er verndari verkefnsins en frítt er á sýningarnar. SAMNORRÆNT LEIKVERK BARNALEIKUR Bandaríski höfundurinn Louise Erdrich, sem er af indjánaættum, hreppti í vikunni National Book Award í flokki skáldsagna, fyrir The Round House. Sagan fjallar um óréttlæti sem viðgengst á verndar- svæðum fyrir frumbyggja landsins. Í flokki bóka almenns eðlis sigraði Kather- ine Boo fyrir Behind the Beautiful For- evers: Life, Death, and Hope in a Mumbai Undercity, sem fjallar um erfiða lífsbaráttu fátækra í skugga lúxushótela í borginni Mumbai. Þá hlaut William Alexand- er verðlaun fyrir bestu bókina fyrir unga les- endur, fyrir Goblin Secrets. National Book Award eru veitt árlega höf- undum sem hafa bandarískt ríkisfang og eru þau meðal virtustu bókmenntaverðlauna hins enskumælandi heims. ERDRICH HREPPIR VERÐLAUN UM ÓRÉTTLÆTI Louise Erdrich Ný grafíkverk verða ásýningu Ríkharðs Valt-ingojers myndlistar- manns sem verður opnuð í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhús- inu, laugardag klukkan 16. Á sýningunni verða bæði litógrafí- ur og mezzótintur sem Rík- harður sýndi á einkasýningu í Vínarborg í sumar sem leið en hún hlaut fyrirtaks viðtökur. „Þetta er einskonar óbeint framhald af sýningu sem ég var með hér árið 2009,“ sagði Rík- harður þar sem hann var að hengja verkin upp í gær. Hann segir myndheiminn þó hafa þróast mikið. „Þetta er nú lauslega tengt náttúrunni, en hún er þarna bakvið sem útgagngspunktur.“ Ríkharður segist hafa unnið verkin að hluta til fyrir sýninguna sem hann opnaði í Vínarborg í vor. „Galleríeigandinn sá mynd eftir mig á fésbókinni og hafði sam- band, hann vildi sjá meira og svo vildi hann sýningu strax!“ segir Ríkharður og hlær. „Núna er ég spenntur að sjá hvernig Íslendingar taka þessum verkum. Þeim verður eflaust vel tekið en hvað sjá Ís- lendingar í þeim? Mér þykir það forvitnilegt eftir að hafa upplifað viðtökur Austurríkismanna sem hafa engin tengsl við viðfangsefnið. Ég vissi ekkert hvernig viðtökurnar yrðu þar úti en svo gekk mjög vel. Verkin slógu í gegn og ólíklegasta fólk keypti myndir.“ Ríkharður er austurrískur að uppruna en fæddur á Ítalíu árið 1935. Hann fluttist til Íslands árið 1960 og er einn af frumkvöðlum grafíklistar hér á landi; kenndi lengi við grafíkdeild MHÍ og Listahá- skólann. Eftir hann hætti kennslu reisti hann sér fullkomið grafík- verkstæði á Stöðvarfirði, Grafíksetrið, þar sem hann hefur unnið nær óslitið að list sinni frá árinu 2007. Ríkharður er heiðursfélagi í Ís- lenskri grafík. HEIÐURSFÉLAGI SÝNIR GRAFÍKVERK Vildi strax fá verk á sýningu Náttúran er útgangspunktur nýrra verka Ríkharðs á sýningunni. Ríkharður vinnur að litógrafíu. RÍKHARÐUR VALTINGOJER SÝNIR NÝ VERK Í SAL ÍSLENSKRAR GRAFÍKUR. ÞEIM VAR VEL TEKIÐ Í VÍN. Menning É g verð að viðurkenna að þessar góðu viðtökur hér heima komu mér ánægjulega á óvart. Viðbrögð áhorfenda í framklappinu á sýn- ingum voru svo sterk að þau snertu mig djúpt,“ segir Elsa Waage óperu- söngkona þegar hún er innt eftir lofsam- legum dómum gagnrýnenda og kröftugu klappi sýningargesta fyrir túlkun sína á Azu- cenu í Il trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni, en lokasýning uppfærslunnar fer fram nú um helgina og þar mun Alina Dubik syngja hlutverkið. „Ég hef ekki sungið hér heima í mörg ár svo ég var taugaspenntari en ella, enda alltaf meiri væntingar þegar söngvarar sem verið hafa lengi erlendis koma heim að syngja. Mig langaði líka til að gera eitthvað extra flott,“ segir Elsa og bætir við að raunar hafi aldrei verið á planinu hjá sér að syngja hlutverk Azucenu. Þegar blaðamaður hváir yfir þessari yfirlýsingu útskýrir Elsa: „Ég hef alltaf fókú- serað á mig sem kontraalt og sungið efnis- skrá sem er fyrir lægra raddsvið. Þetta hlut- verk er ekki bara krefjandi leiklega séð heldur mjög krefjandi raddlega þar sem það krefst bæði mikillar hæðar og dýptar. Þegar ég fór að æfa hlutverkið fyrir fyrirsönginn þá fann ég að þetta átti vel við mig. Mér fannst ögrandi og hvetjandi að fá að takast á við þetta hlutverk á íslensku sviði,“ segir Elsa og tekur fram að hún þakki öllum þeim sem hvöttu hana til að syngja fyrir. Stolt af landinu sínu Spurð hvað sé framundan hjá sér svarar Elsa: „Ég stend á ákveðnum tímamótum og veit ekki alveg hvað bíður mín.“ Þar vísar Elsa til þeirra breytinga sem orðið hafa á högum hennar á allra síðustu misserum. Elsa flutti heim til Íslands haustið 2011 eftir nærri þrjátíu ára búsetu erlendis, fyrst við nám í Hollandi og Bandaríkjunum, en síðan nám og störf á Ítalíu, en þar kynntist hún eiginmanni sínum, Emilio de Rossi, sem jafnframt var helsti umboðsmaður Elsu í nærri tuttugu ár. „Ég missti manninn minn árið 2009 eftir erfið og langvarandi veikindi,“ segir Elsa og bend- ir á að hún hafi meðan hann var veikur af- þakkað söngverkefni bæði úti og hérlendis. „Þegar maður þarf að afbóka og afþakka tón- leika og sönghlutverk þá fær maður kannski svolítið slæmt orð á sig og svo fara tilboðin að hætta að berast í sama mæli og fyrr,“ seg- ir Elsa. „Þegar maðurinn minn dó var dóttir okkar ekki nema þrettán ára gömul og ég gat því ekki tekið að mér verkefni fjarri heimahög- unum. Ég ákvað því að kúpla mig alveg út og flutti heim til Íslands til að vera nær stórfjöl- skyldunni,“ segir Elsa og bætir við: „Um leið og maður kemur heim þá dettur maður auð- veldlega inn í það að vinna þrefalt.“ Þar vísar Elsa til þess að síðan hún kom heim hefur hún kennt söng hjá Fjölmennt, unnið sem leiðsögumaður að sumarlagi, haldið master- klassa hjá Listaháskóla Íslands jafnframt því að taka söngnemendur í einkatíma. „Ég var að vinna sem leiðsögumaður sl. sumar samhliða því sem ég var að undirbúa hlutverk Azucenu. Það gaf mér mjög mikið að ferðast um landið mitt og ég var svo stolt að sýna það útlendingum. Reyndar hefði ég líka mikinn áhuga á að stýra menningarferðum fyrir Íslendinga til Ítalíu.“ Azucena lykill að nýjum tækifærum Spurð um söngkennsluna segist Elsa lengi framan af ferli sínum alls ekki hafa viljað kenna. „Kennslan er svo krefjandi vegna þess að til að vera góður kennari þarftu að gefa mjög mikið af þér og þegar maður þarf að vera á miklu ferðalagi vegna verkefna og fyrirsöngs þá er ekki rými fyrir kennslu. En núna þegar ég hef betri tíma þá finnst mér kennslan mjög skemmtileg og nærandi. Mér finnst ég læra svo mikið af nemendum, af því að þeir hafa allir mismunandi þarfir. Ég er stöðugt að uppgötva nýja hluti í tengslum við röddina í kennslunni,“ segir Elsa og tekur fram að hún búi vel að þeirri leiðsögn sem hún fékk hjá Michael Trimble, söngkennara sínum í New York, á sín- um tíma. „Hann reyndist mér mjög vel og ég nýti mjög mikið af hans tækni við kennslu í dag.“ Ekki er hægt að sleppa Elsu án þess að for- vitnast hvað sé framundan hjá henni á óperu- sviðinu. „Mér finnst mjög gaman að syngja óp- erur, en nýt þess líka að syngja konserta, hvort heldur eru ljóðatónleikar eða trúarleg tónlist. Það er hins vegar ekki hægt að lifa af því að vera óperusöngkona á Íslandi. Ég held reyndar að með því að syngja Azucenu hafi ákveðnar dyr opnast. Það eru ekki mjög margar raddir sem geta sungið þetta hlutverk vegna þess hversu raddlega krefjandi það er. Mér finnst þetta hlutverk vera lykill að ákveðnum mögu- leikum og vona að það geti nýst mér sem ákveðinn stökkpallur aftur inn í óperuheiminn erlendis,“ segir Elsa og bætir við: „Ég er svo heppin að djúpar raddir eins og mín verða yfir- leitt betri með aldrinum meðan maður heldur heilsu og kröftum. Ég þarf ekki að vera ung og saklaus til að syngja Azucenu í Il trovatore, Ul- ricu í Grímuballinu eða Quickly í Falstaff. Mér finnst ég núna algjörlega tilbúin til að takast á við þessi krefjandi hlutverk af fullum krafti,“ segir Elsa að lokum. ÓPERUSÖNGKONAN ELSA WAAGE SEGIST STANDA Á TÍMAMÓTUM Í LÍFI SÍNU OG FERLI „Veit ekki hvað bíður mín“ ELSU WAAGE LANGAÐI TIL AÐ SKILA HLUTVERKI AZUCENU MEÐ GLÆSIBRAG ÞEGAR HÚN SNERI AFTUR Á ÍS- LENSKT ÓPERUSVIÐ EFTIR LANGA FJARVERU. GÓÐAR VIÐTÖKUR LÉTU SVO SANNARLEGA EKKI Á SÉR STANDA. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Elsa í hlutverki sínu sem Azucena. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.