Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012
M
ikið vildi ég vera
í jólaboðunum
ykkar!“ sagði
Sigmar Guð-
mundsson, annar
stjórnandi spurningaþáttarins Út-
svars í Ríkissjónvarpinu, sposkur
á svip, meðan systkinin af Sel-
tjarnarnesinu, Þorbjörn, Anna
Kristín og Rebekka Jónsbörn,
rökræddu svarið við einni spurn-
ingunni í viðureigninni gegn Vest-
mannaeyingum í síðasta mánuði.
Rekistefna var við borðið, syst-
kinin ósammála og málamiðlun
varla í augsýn. Allt fór þó vel að
lokum.
Spurð hvort þau búi að ákveð-
inni hernaðaráætlun við þessar að-
stæður hrista systkinin höfuðið.
„Nei, sá ræður sem er vissastur í
sinni sök,“ segir Þorbjörn.
„Ekki alltaf, góði,“ flýtir Re-
bekka sér að segja en í téðum
þætti virtu eldri systkinin tvö svar
hennar við einni spurningunni að
vettugi. Það reyndist rétt svar.
„Hún mun seint gleyma því,“
ljúka Þorbjörn og Anna Kristín
sundur einum rómi – og skella
upp úr.
„Enda ástæðulaust,“ segir Re-
bekka. „Ég á inni hjá ykkur.“
Systkinin eru samankomin á
heimili foreldra sinna, Jóns Sig-
urðssonar, fyrrverandi ráðherra og
bankastjóra, og Laufeyjar Þor-
bjarnardóttur bókavarðar. Ekki
kom til greina að mæta Morgun-
blaðinu annars staðar en á heima-
velli, á Seltjarnarnesinu.
Þegar spurt er hvort um æsku-
heimilið sé að ræða er Rebekka
fljót til svars: „Já.“ Anna Kristín
bætir þó við að þau Þorbjörn og
fjórða systkinið, Sigurður Þór,
hafi verið orðin stálpuð þegar flutt
var inn. Rebekka er sumsé ör-
verpið, tólf árum yngri en Anna
Kristín og sextán árum yngri en
Þorbjörn. Fjölskylda þeirra hefur
búið á Seltjarnarnesi frá því 1970
og öll gengu þau bæði í Mýrar-
húsa- og Valhúsaskóla.
Starfsvettvangur þeirra er fjöl-
breyttur; Þorbjörn vinnur í utan-
ríkisráðuneytinu, Anna Kristín er
fréttamaður á Ríkisútvarpinu og
Rebekka fatahönnuður með eigið
fyrirtæki, REY.
Hugsaði strax
til systkinanna
Systkinin tóku fyrst þátt saman í
Útsvarinu í fyrra. Unnu í fyrstu
umferð en lutu í borð í þeirri
næstu. Sigur þeirra gegn Vest-
mannaeyingum nú í haust var
öruggur. „Já, það gekk vel um
daginn,“ segir Anna Kristín, „en
Samsvarandi systkini
EKKI ER ALGENGT AÐ HEILT LIÐ Í SPURNINGAKEPPNI SAMANSTANDI AF SYSTKINUM. ÞVÍ HAFA ÁHORFENDUR ÚTSVARSINS Í RÍKIS-
SJÓNVARPINU ÞÓ FENGIÐ AÐ KYNNAST Í FYRRA OG AFTUR NÚ EN SYSTKININ ÞORBJÖRN, ANNA KRISTÍN OG REBEKKA JÓNSBÖRN
HAFA VAKIÐ ATHYGLI FYRIR VASKA FRAMGÖNGU OG LÍFLEGA FRAMKOMU FYRIR HÖND SELTJARNARNESS Í KEPPNINNI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Viðtal