Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 53
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Evrópsk kvikmyndahátíð, REFF, stendur yfir í Bíó Para- dís alla helgina og verða úr- valskvikmyndir sýndar. Eru það ellefu nýjar og nýlegar myndir auk þriggja eftir gríska leikstjórann Theo Agelopoulos. 2 Allra síðasta sýning verður á Góa og baunagrasinu á Litla sviði Borgarleikhússins á sunnudag klukkan 14. Það eru því síðustu forvöð að upplifa þessa leikhústöfra á sýningu sem er fyrir börn á öllum aldri. Guðjón Dav- íð Karlsson og Þröstur Leó Gunnars- son leikstýra og leika. 4 Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson fjallar á sunnudag kl. 15 um afar áhugaverða myndlistarsýn- ingu í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði. Tómið – Horfin verk Kristins Péturssonar, nefnist hún. 5 Myndlistarmennirnir Davíð Örn Halldórsson og Mar- grét Zóphaníasdóttir taka á móti gestum í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudag. Klukkan 14 leiðir Davíð Örn gesti um litríka sýningu sína „Ilmvatnsáin has minni“, en Margrét verður á sýningu sinni, „Vængjablaki“, þar sem verkin tengjast minningum, milli kl. 13 og 16. 3 Djasstrompetleikarinn og tónskáldið Wadada Leo Smith kemur fram ásamt ís- lenskum hljóðfæraleikurum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudags- kvöldið. Smith er talinn meðal mikil- vægustu sendiboða djassins síðustu áratugi. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Við erum ánægð með að geta boðið upp áþrjá stóra og flotta kvartetta sem erusamdir fyrir þessa hljóðfærasamsetn- ingu,“ segir Vigdís Klara Aradóttir, en hún leikur á sópransaxófón í Íslenska saxófón- kvartettinum. Hún er að tala um efniskrá þeirra á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið, en þeir hefjast klukkan 19.30. Aðrir félagar kvartettsins eru Sigurður Flosason, á altsaxófón, Peter Tompkins sem leikur á tenórsaxófón og Guido Bäumer á barítónsaxófón. Á efnisskránni eru verk eftir frönsku tónskáldin Schmitt og Françaix, og Rússann Glazunov. „Við völdum verk Françaix vegna þess að það er létt og skemmtilegt, gott verk að enda tónleikana á, en svo fæddist hann líka árið 1912, fyrir einni öld,“ segir Vigdís Klara. „Við byrjum hinsvegar á verki Glazunovs, sem er kannski það viðamesta sem til er fyrir saxó- fónkvartett og tekur um hálftíma í flutningi. Það er samið 1932 og er satt best að segja alls ekki nútímalegt en afar klassískt. Okkur finnst verkið bera þess merki að Glazunov hafi tekið mið af strengjakvartettum, það er lítið um þagnir en mikið um langar hendingar og mikið spil. Þetta er þykkur og fallegur vefur.“ Það heyrir til tíðinda að saxófónkvartett komi fram á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins, þar sem gestir eru vanir hefð- bundnum strengjakvartettum. Nýr hljómur fyrir tónleikagesti „Miðað við hefðbundnar efnisskrár klúbbsins þá er þetta frekar óvenjulegt en ég heyri að marg- ir er spenntir að heyra í okkur. Við lítum á þessa tónlist sem klassíska og afar aðgengilega, en sjálfsagt er þetta nýr hljómur fyrir marga tónleikagesti. Svo má segja að saxófónkvartett minni á strengjakvartett, sem er reyndar með þrjú mis- munandi hljóðfæri, en við erum með fjögur. Sópran, alt, tenór og barítón, og það gefur margradda hljóm.“ Íslenski saxófónkvartettinn var stofnaður árið 2006 og leikur venjulega á fjórum til fimm tón- leikum á ári. Vigdís Klara segir að vissulega sé gaman að æfa stundum og leika tónlist einungis með fólki sem deilir þessu sama hljóðfæri. „Svo erum við það heppin að við erum öll ánægð með að leika á þau hljóðfæri sem við er- um með í kvartettinum. Það er ekki alltaf raun- in í öðrum slíkum, stundum vilja kannski allir spila á sópran og enginn á alt, en hjá okkur kom strax upp þessi skipting og enginn hefur efast um hana. Enda gengur vel hjá okkur,“ segir Vigdís Klara. ÍSLENSKI SAXÓFÓNKVARTETTINN LEIKUR Á TÓNLEIKUM KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS Þykkur og fallegur vefur SAXÓFÓNAR VERÐA Í ÖLLUM HLUTVERKUM HJÁ KAMMERMÚSÍK- KLÚBBNUM Í HÖRPU. HORNIN MYNDA MARGRADDA HLJÓM. Kvartettinn. Sigurður Flosason, Peter Tomp- kins, Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer. Ljósmynd/Nökkvi Elíasson Elsa Waage segir mikilvægt að leyfa sér að vera prímadonna á sviðinu, en aldrei eigi að taka það hlutverk með sér heim. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.