Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 HEIMURINN KÍNA PEKING Xi Jinping tók opinberlega við stöðu leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins af Hu Jintao á 18. flokksþingi hans. Ný sjö manna fastanefnd stjórnmálaráðs flokksins var kynnt í lok þess. Í ræðu á þinginu sagði Xi að „gríðarlegar áskoranir“ biðu stjórnvalda. SIERRA LEONE FREETOWN Íbúar Sierra Leone ganga í dag, laugardag, þriðja sinni að kjörborðinu eftir að blóðugri 11 ára borgarastyrjöld lauk 2002. Líklegt er talið að Ernest Koroma forseti beri sigur úr býtum, en Julius Maada Bio, sem leiddi herforingjastjórn í landinu fyrir aldamót, muni veita honum harða samkeppni. Litið er á kosningarnar sem prófstein á lýðræði í landinu. BRASILÍA BRASILÍA Hæstiréttur Brasilíu dæmdi Jose Dirceu, starfsmannastjóra í stjórn Luiz Inacios Lulas da Silvas, í tæplega 11 ára fangelsi fyrir þátt hans í ráðabruggi um að kaupa atkvæði á þingi. Dirceu var fundinn sekur í október. Hann ætlar að áfrýja dómnum og segir að „stjórnkerfið“ í landinu sé að refsa sér fyrir að hafa verið vinstrisinnaður uppreisnarmaður fyrir fjórum áratugum. BRETLAND LONDON George Entwistle sagði af sér stöðu yfirmanns breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir aðeins átta vikur í starfi vegna fréttar þar sem stjórnmálamaður var ranglega bendlaður við barnamisnotkun. Ákvörðun um að sýna ekki þátt, sem hefði afhjúpað að Jimmy Savile, sem var sjónvarpskynnir hjá stöðinni um árabil, misnotaði börn, hefur valdið BBC álitshnekki. Beiðni FBI um aðgang að einkatölvupósti Davids Petra- eusar er ein af 34.614 gmail- netföngum, sem ríkisstjórnir og einkaaðilar fóru fram á að- gang að á milli janúar og júní 2012. Samkvæmt grein í blaðinu The New Yorker voru Bandaríkjamenn lang- atkvæðamestir. Þeir báðu um aðgang að 16.281 netfangi. Póstur, sem geymdur er í svokölluðu netskýi, nýtur minni verndar en póstur á harða drifinu í heimatölvunni sam- kvæmt bandarískum lögum. Vart er hægt að tala um einkabréf lengur. David Petraeus þótti hinnflekklausi leiðtogi, hers-höfðinginn, sem varð yfir- maður bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA, eftir að hafa leitt heri bandamanna í Írak og Afganistan. Á föstudag fyrir viku féll hetjan af stalli sínum. Þá sagði Petraeus af sér og viðurkenndi að hafa haldið fram hjá konu sinni. Málið átti sér nokkurn aðdrag- anda og er efni í vænan reyfara með flókinni fléttu. Petraeus hefur greint vinum sín- um frá því að sjö mánaða samband sitt við Paulu Broadwell hafi hafist í nóvember 2011, skömmu eftir að hann gekk úr hernum til að taka við stjórn CIA. Hann er sextugur, hún fertug. Þau hittust fyrst þegar hann flutti fyrirlestur í Harvard- háskóla 2006 þar sem hún var við nám. Hann bauð henni að hjálpa henni við námið. Tveimur árum síðar tók hún hann á orðinu. Bæði stunda líkamsrækt af kappi. Þau fóru út að hlaupa og þegar hún hafði betur á endasprettinum var samkomulag um að hún fengi að skrifa ævisögu hans innsiglað. Ekki er hins vegar komið fram hvað fékk Broadwell til þess að senda hershöfðingjanum John Al- len tölvupóst í maí til þess að vara hann við Jill Kelley, sem í frétta- skýringum er lýst sem áberandi samkvæmisljóni í Tampa í Flórída. Allen átti í vændum að verða næsti yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins, en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur slegið útnefningunni á frest vegna málsins. Hjá Allen fundust þús- undir tölvupósta til Kelley, 30 þús- und síður í allt, sem ýmist eru sagðir hafa verið „óviðeigandi“ eða fullir af „daðri“. Afdrifaríkar hótanir Broadwell sendi umræddri Kelley einnig tölvupósta með hótunum í júní og júlí, gagnrýndi að hún væri í slagtogi við Petraeus og Al- len og spurði hana hvort maðurinn hennar vissi af því. Þeir póstar reyndust afdrifaríkir. Kelley fór með þá til vinar síns, Frederick Humphries, sem starfar hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við hryðjuverkarann- sóknir. Síðar sá hún eftir því og hugðist draga málið til baka, en þá var það of seint. FBI rannsakaði tölvupósta Broadwell og komst að því að hún hafði skipst á ástar- bréfum við Petraeus auk þess sem hún var með trúnaðarskjöl. Fjórum mánuðum síðar virðist FBI hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rætt við þá, sem hlut áttu að máli, að öryggi hefði ekki verið stefnt í hættu og glæpsamlegt athæfi hefði ekki átt sér stað og því þyrfti ekki að fara með málið lengra. Þá tók Humphries til sinna mála. Hann fékk á tilfinninguna að FBI væri að þæfa málið af póli- tískum ástæðum, enda stutt í kosningar. Hann kom upplýsingum til Erics Cantors, leiðtoga repú- blikana í fulltrúadeildinni 27. októ- ber. Cantor lét Robert Mueller, yfirmann FBI vita af áhyggjum sínum vegna málsins 31. október. Töfin er útskýrð með fellibylnum Sandy, en fréttaskýrendur velta fyrir sér hvers vegna hann lét John Boehner, forseta þingsins, og aðra forustumenn repúblikana ekki vita. Petraeus var hins vegar orðið ljóst að málinu yrði ekki haldið leyndu mikið lengur og að ráði James Clapper, yfirmanns leyni- þjónustumála hjá Obama, sagði hann af sér tveimur dögum eftir kosningar, sagði hegðun sína óaf- sakanlega og dómgreind brugðið. Petraeus hefur verið kvæntur Holly Petraeus í 38 ár og eiga þau tvö uppkomin börn. Hann hafði ávallt verið fyrirmynd í hernum, þótt metnaðargirni hans og kapp- semi hafi farið fyrir brjóstið á ein- hverjum. Það er eðlilegt að falli hans sé slegið upp, en tildrög þessa máls eru ekkert síður at- hygli verð. Petraeus er í raun fórnarlamb þess eftirlitskerfis, sem hann fór fyrir í starfi sínu hjá CIA. Broadwell og Petraeus munu hafa gert ýmislegt til að gera sam- skipti sín órekjanleg. Ekki er ljóst hvaða heimildum FBI beitti til að skoða pósta þeirra, en eftir hryðjuverkin 11. september 2001 hafa heimildir verið rýmkaðar það mikið að lítið þarf til. Petraeus virðist hafa fest í netinu, sem var búið til í því skyni að stöðva hryðjuverkamenn. Petraeus festist í eigin njósnaneti FRAMHJÁHALD OG TÖLVUPÓSTAR URÐU HERFORINGJANUM DAVID PETRAEUS, FYRRVERANDI YFIRMANNI CIA MEÐ GLÆSTAN FERIL, AÐ FALLI. ER EFTIRLITSRÍKIÐ FARIÐ AÐ BORÐA BÖRNIN SÍN? FBI gerir húsleit hjá Paulu Broadwell. ENGIN EINKAMÁL David Petraeus stillir sér upp með Paulu Broadwell í Afganistan. Broadwell skrifaði ævisögu Petraeusar. Ástarsamband þeirra og tölvupóstar urðu til þess að Petraeus sagði af sér stöðu yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. AFP *Hreinskilnasta og frjálsasta afurð mannshugansog mannshjartans er ástarbréfið. Mark TwainAlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.