Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 41
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Lítið lát hefur verið á önn-um hjá Hildi allt frá því aðhún kynnti Xanadu-fata-og aukahlutalínu sína á Reykjavík Fashion Festival, RFF, síðastliðið vor. Sumrinu varði hún m.a. að hluta til í New York þar sem hún hannaði búninga fyrir Cedar Lake- dansflokkinn. „Listrænn stjórnandi verk- efnisins var Edda Guðmundsdóttir. Hún hafði komið á sýninguna mína á RFF í vor, þar sem ég notaðist m.a. við dansara, og bað mig að hanna búninga fyrir þetta verkefni í kjölfarið,“ segir Hildur. Segir hún vinnuna ytra hafa verið mikið ævintýri og skemmtilegt. Aukahlutir úr fyrrnefndri Xana- du-línu hönnuðarins komu nú ný- verið í verslanir en þeir fást m.a. í Kiosk, Kronkron og hinu nýja hönnunarhúsi ATMO. Sam- anstendur línan einkum af háls- menum, eyrnalokkum og arm- böndum en allir eru hlutirnir framleiddir hér á landi. Einvala lið sér um hekl sem og stafræna prentun og leysiútskurð skreyt- inga fylgihlutanna. Í samstarfi við Sögu Sig. ljós- myndara og Ísak Frey förðunar- fræðing vann Hildur myndaþátt með fyrrnefndri hönnun í London síðastliðið haust, en þau í þríeyk- inu eru góðir vinir og hafa unnið að ófáum verkefnum saman. Fengu þau fjölda hæfileikafólks til liðs við sig við gerð þáttarins, jafnt listafólk til að sitja fyrir sem og flottan stílista, David Motta, til að sjá um heildarútlitið. Afraksturinn má sjá á meðfylgj- andi myndum. Varðandi hvað sé framundan segist Hildur hafa ýmis járn í eld- inum. Vinnur hún þessa dagana m.a. að teiknun myndaþáttar með íslenskum fyrirsætum auk þess að hanna plötuumslög fyrir tónlistar- menn. Þá er hugmyndavinnan fyrir næstu tískusýningu hennar einnig komin á fullt og því að mörgu að hyggja. HANNAÐI BÚNINGA Á DANSFLOKK Xanadu-aukahlut- irnir í verslanir HÖNNUÐURINN HILDUR YEOMAN HEFUR Í MÖRG HORN AÐ LÍTA. XANADU-FYLGIHLUTALÍNA HENNAR KOM NÝ- VERIÐ Í VERSLANIR AUK ÞESS SEM HÚN HANNAÐI SL. SUMAR M.A. BÚNINGA Á DANSFLOKK Í NEW YORK. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hildur Yeoman Ljósmynd/Jeaneen Lund Skeifunni 8 | sími 588 0640 | Kringlunni | sími 588 0660 | casa.is Bourgie lampar Hönnuður: Ferruccio Laviani Glær 45.000 Svartur 45.000 Off white 59.900 Silfur 69.900 Gull (þarf að sérpanta) 139.900 Bourgie lamparnir eru komnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.