Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Qupperneq 23
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Heilsa og hreyfing Sífellt fleiri stunda stífar æfingar oft í viku. Ósjaldan heyrast sögur frá fólki sem ekki stundar afreksíþróttir en æfir engu að síður 5-8 sinnum í viku. Því fylgja gjarnan stífir vöðvar og þreyta. Sumar æfingar eru þess eðlis að vöðvar súrna og þurfa þeir því nokkra stund til þess að jafna sig. Ein leið til þess að fá frískleikann í líkamann er að stunda jóga. Jógaæf- ingar henta fyrirtaks vel sem mót- vægi við stífar æfingar sem reyna á liðamót. Þannig eiga t.d. margir hlauparar og fólk í boltaíþróttum eftir að uppgötva hvað slíkar æfingar gera mikið fyrir ferskleika vöðvanna. Áhersla á öndun samhliða teygjuæf- ingum gerir það að verkum að súr- efnisríkt blóð flæðir um líkamann. Eftir jógatíma finnst mörgum sem þeir hafi yngst um nokkur ár. Svo er jóga góð leið til þess að losa um spennu sem safnast upp í amstri dagsins. JÓGAÆFINGAR TIL AÐ JAFNA SIG Margir finna sig í hitanum í hot jóga þar sem salurinn er upphitaður. Morgunblaðið/Ómar Ertu ekki að jóga? Vítamín eru holl. Um það verður ekki deilt. En öllu má ofgera og sum vítamín geta reynst hættuleg í of miklu magni. Vítamín skiptast í vatns- leysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vatnsleys- anlegra vítamína teljast B-vítamínin, sem eru átta alls, og C-vítamín. A-, D-, E- og K-vítamín eru hins vegar fituleysanleg. Þessi grundvallar- munur á vítamínflokkunum tveimur hefur mikið að segja ef við fáum of mikið af einhverju vítamíni. Sé vítamínið vatnsleysanlegt skilst umfram- magnið út með þvagi og afleiðingarnar eru að mestu skaðlausar. Sé vítam- ínið aftur á móti fituleysanlegt safnast það fyrir í líkamanum, einkum í lifr- inni, og getur haft mjög skaðleg áhrif. Svo segir á vef doktor.is. Hafa ber í huga að æskilegast er að fá vítamín úr fæðunni og viðbætt vítamín er flest- um óþarft. OF MIKIL VÍTAMÍNNEYSLA GETUR VERIÐ SKAÐLEG Viðbætt vítamín er oft óþarft. Morgunblaðið/Sverrir Öllu má ofgera Flestir þeir sem hafa vanið sig á slæmar neysluvenjur eiga það til að raða í sig ruslfæði á kvöldin þegar þeir slaka loks á eftir erfiðan dag. Hvað sem tautar og raular eru margir ekki tilbúnir að losa sig við þá lífsins lystisemd að slökkva á heilanum og borða fyrir framan sjónvarpið. Þannig koma aukakíló- in, eða hvað? Ef þú hættir að plata þig og sættir þig við það að þú ert að fara að maula á kvöldin getur þú ákveðið þig fyrirfram hvað fer ofan í þig þegar blóðsykurinn fellur. Þannig getur þú fækkað og jafnvel hætt alveg skyndiferðum út í sjoppu. Vendu þig á nýjar venjur út frá öðrum verri. Ákveddu kvöld- snakkið fyrirfram. VENDU ÞIG Á BETRI ÓSIÐI Veldu kvöldsnakkið fyrirfram. Morgunblaðið/Sverrir Ákveddu kvöldsnakkið M ikil vitundarvakning hefur orðið hjá fólki hvað varðar hugleiðslu, að sögn Þóris Barðdals, sem stýrir Lótushúsinu ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Olsen. Á árum áður hafi margir haft fordóma gagnvart henni en nú sé öldin önnur. Rúmlega 6.000 manns hafi nýtt sér námskeið á vegum Lótushússins á undanförnum árum. Þar eru haldin gjaldfrjáls hugleiðslu- og hugræktar- námskeið með reglulegu millibili allan ársins hring. „Hugleiðsla hefur mjög margþætt áhrif á líf fólks. Hún vekur mann til meðvitundar um manns eigið sjálf. Flestir í dag eru mjög ómeðvitaðir um sjálfan sig, ómeðvitaðir um eigin hugsanir, líðan og hvert þeir stefna,“ segir Þórir. Að sögn hans eru til margs konar tegundir af hug- leiðslu. Í Lótushúsi er kennt Raja Yoga sem snýst um að ná tökum á eigin hugsunum. ,,Þessu má líkja við bílpróf. Maður þarf að vita hvenær á að bremsa, gíra sig niður og stýra. Maður öðlast skilning á sjálfum sér samhliða iðkuninni,“ segir Þórir. Þórir sinnir starfi sínu hjá Lótushúsinu af hugsjón og vill boða vellíðan hugleiðslunnar. „Öll námskeið hjá okkur eru full. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil. Margir líta á líkamsrækt sem eðlilegan hlut og sumir eru að átta sig á því að jafnframt er mikilvægt að sinna huganum,“ segir Þórir. Hann tekur íþróttamenn sem dæmi. „Flestar íþróttagreinar snúast um það hvernig þú hugsar. Það eru ekki endilega líkamsburðir sem skipta mestu, heldur hugarfarið sem ræður því hvaða íþróttamaður nær árangri. Þegar maður hefur vald yfir hugsunum og tilfinningum þá er maður líka á vissan hátt kominn með stjórn á sínum örlögum og velgengni. Það er ofboðslega margt sem kemur með hugleiðslunni og með hjálp hennar má greina á milli þess sem skiptir máli og hvað er óþarfi. Það er mjög mikilvægt að greina þar í sundur svo fólk sé ekki að hlaupa eftir vindi, heldur stefnir á eitthvað mark,“ segir Þórir. „Allt líf þitt fer fram í gegnum hugann. Ef þig langar til að mynda að verða forseti Íslands, þá fer það í gegnum hugann,“ segir Þórir. Þessir ungu menn hugleiða á Lækjartorgi. Vitundarvakning hefur orðið í hugleiðslu á undaförnum árum. Morgunblaðið/Ómar HUGLEIÐSLAN FÆRIR ÞÉR ÖRLÖGIN Í EIGIN HENDUR Að ná tökum á eigin hugsunum UM 6.000 MANNS HAFA FARIÐ Í LÓTUSHÚS Á UNDANFÖRNUM ÁRUM TIL AÐ LÆRA HUGLEIÐSLU. ÞAR ER FÓLKI KENNT AÐ NÁ STJÓRN Á SÍNUM HUGSUNUM OG GREINA HVAÐ SKIPTIR MÁLI OG HVAÐ ER ÓÞARFI Í LÍFINU. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.