Morgunblaðið - Sunnudagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 51
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 jafnan rétt félagsmanna. Aldurs- takmörkunin á Íslandi er 25-45 ár en liggi forsamþykki fyrir þá getur það gilt til fimmtugs. Oftast er miðað við þann sem yngri er þegar pör eða hjón sækja um ættleiðingu. Nýlega afgreiddar um- sóknir sem bárust 2006 Undafarin ár hefur dregið mjög úr ættleiðingum frá Kína til Íslands sem er þó enn það land sem flestir ættleiða frá. Kristinn segir að margt spili þar inn í eins og það að fjárhagur almennings í Kína er að vænkast og því fleiri Kínverjar sem eiga kost á því að eiga fleiri en eitt barn, ættleiðingar innan Kína hafa aukist og fjöldi umsókna í Kína frá öðrum löndum hefur að sama skapi aukist síðustu ár. Bið- listinn eftir að ættleiða barn frá Kína hefur því lengst verulega. Þegar sú ákvörðun hefur verið tek- in að ættleiða barn getur biðin ver- ið löng og ströng. Nú nýlega voru afgreiddar umsóknir í Kína sem voru mótteknar í október 2006. Það má samt geta þess að sólar- hringur er stysti biðtími hjá Ís- lenskri ættleiðingu. Í því tilfelli var fjölskylda að sækja um að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Sólarhring eftir að umsóknin barst til Kína var barninu úthlutað ís- lenskum foreldrum og þremur mánuðum eftir að foreldarnir fengu tilkynningu um að barnið væri þeirra lögðu þau í ferð til Kína til að ná í barnið. Hægt er að flýta örlítið fyrir bið- inni með því að samþykkja að ætt- leiða barn með skilgreindar þarfir. „Fólk tekur þá yfirleitt meðvitaða ákvörðun um að það ætli að ætt- leiða barn með skilgreindar þarfir. Börn hafa vissulega ólíkar þarfir og fylla foreldrarnir út ákveðinn lista og merkja við hvað þeir treysta sér í að takast á við. Þetta er afar mikilvægt af því að þetta snýst alltaf um að fjöl- skyldan sé tilbúin í þetta verkefni sem hún er að ráðast í. Það vilja allir að fjölskyldan taki upplýsta afstöðu af því að það skiptir svo miklu máli að barnið sé velkomið og samþykkt eins og það er. Þeg- ar möguleiki er að ættleiða barn með skilgreindar þarfir getur fólk fengið viðtal hjá Gesti Pálssyni barnalækni. Sá maður er eigin- lega í guðatölu hjá okkur í félag- inu en hann hefur tekið á móti öllum ættleiddum börnum sem hafa komið til landsins frá árinu 1981. Mikið af hans starfi fyrir okkur gerir hann í sjálfboðavinnu og ef einhver ætti að fá fálkaorð- una þá er það hann. Gestur er fé- laginu til ráðgjafar um hvort ráð- legt sé að halda áfram með tiltekna ættleiðingu, en sú ákvörðun er ávallt tekin með hag barnsins að leiðarljósi,“ segir Kristinn. Fallegur málaflokkur sem á sína skuggahlið Fyrir ekki svo mörgum árum gat fólk valið á milli þess að leita á eigin forsendum út fyrir landstein- ana til þess að ættleiða barn eða að gera það í gegnum milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Það hefur nú verið tekið fyrir sjálfstæðar ættleiðingar og eingöngu hægt að fara í gegnum viðurkennt félag, en hvers vegna? „Í ættleiðingarferl- inu er hagur barnsins alltaf í fyrir- rúmi og þess vegna var tekið fyrir sjálfstæðar ættleiðingar. Í þeim tilfellum var erfiðara að fylgjast með ferlinu og barninu og þeirri skilmerkilegu reglu að peningar eigi ekki að spila neina rullu. Með því að ættleiða í gegnum félög er verið að reyna eins og mögulegt er að koma í veg fyrir sölu á börn- um. Þessi málaflokkur er óskap- lega fallegur, það er verið að finna fjölskyldur fyrir munaðarlaus börn. Það er samt skuggahlið á þessum málaflokki sem má ekki gleyma því hún er eins hræðileg og mögulega getur orðið,“ svarar Kristinn. Morgunblaðið/Kristín Valdemar Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐURVIÐ ÆTTLEIÐINGU Tékkland Kostnaður á Íslandi 340.500 kr. Kostnaður í Tékklandi 0 kr. Annar kostnaður 1.540.850 kr. Samtals áætlaður heildarkostnaður: 1.881.350 kr. Indland Kostnaður á Íslandi 340.500 kr. Kostnaður í Indlandi 413.000 kr. Annar kostnaður 2.290.850 kr. Samtals áætlaður heildarkostnaður: 3.044.350 kr. Kína Kostnaður á Íslandi 340.500 kr. Kostnaður í Kína 804.060 kr. Annar kostnaður 1.740.850 kr. Samtals áætlaður heildarkostnaður: 2.885.410 kr. Sundurliðun Fastur kostnaður á Íslandi: Félagsgjöld (5.500 kr.), staðfestingargjald (75.000 kr.), viðbragðssjóður (16.500 kr.), viðhald ættleiðingarsambands (37.000 kr.), umsóknargjald (155.000 kr.), ættleiðingargjald (46.000 kr.) Önnur gjöld á Íslandi: Kostnaður við að skipta um land er 50.000 kr. (gjald sem fer í að greiða kostnað við að hefja nýtt umsóknarferli) og að skrá sig á sérþarfalista 30.000 kr. (gjald sem fer í að dekka vöktun á listanum og að greiða sérstak aðgangsgjald að listanum.) Kostnaður í löndunum, breytilegt milli landa hvort og hvað þarf að greiða fyrir: Greiðslur til landsins, greiðslur til barnaheimilisins, skráningargjald, yfirlýsingar og vottorð, þýðingarkostnaður, lögfræðikostnaður, staðfestingargjald, dómsgjald. Annar kostnaður, breytilegur milli landa: Skjalaþýðing, vottorð, námskeið, eftirfylgniskýrslur, ferðalagið sjálft og uppihald, ættleiðingargjald, sálfræðimat, vegabréfsáritun. Tógó Kostnaður á Íslandi 340.500 kr. Kostnaður í Tógó 140.998 kr. Annar kostnaður 2.340.850 kr. Samtals áætlaður heildarkostnaður: 2.822.348 kr. Kólumbía Kostnaður á Íslandi 340.500 kr. Kostnaður í Kólumbíu 429.000 kr. Annar kostnaður 2.650.850 kr. Samtals áætlaður heildarkostnaður: 3.420.350 kr. Þær Matthildur og Karólína Ágústsdætur eru báðar ættleiddar frá Kína. Matthildur árið 2005 og Karólína 2009. Foreldrar þeirra eru Ágúst Guðmundsson og Kristín Valdemarsdóttir. Faðir hennar sóttihana til Indónesíuþegar hún var að-eins þriggja vikna gömul. Það var árið 1982 og hefur ættleiðingarferlið tekið stakkaskiptum á þessum þrjátíu árum. „Það er ljótt að segja það en það má eiginlega segja að það hafi verið sett frímerki á börnin og þau send í burtu. Það var engin áhersla lögð á tengsla- myndun við uppruna- landið,“ segir Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, hér- aðsdómslögmaður, þegar hún rifjar upp sögu sína. Vigdís er í dag í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og þessi málaflokkur er henni einkar hugleikinn. Hún á tvær dætur, tveggja og átta ára, og segist ekki útiloka þann möguleika að ættleiða barn líka. „Mér finnst allt svo vel heppnað hvað varðar mig og mína fjölskyldu þó að við höfum ekki haft tækifæri til eftirfylgnisþjónustu í þá daga,“ segir Vigdís. Hún tók sér nýlega ársleyfi frá vinnu sem lögmaður og leggur nú stund á nám í alþjóðlegu sakamálaréttarfari í Bretlandi. Eina dökka barnið í bekknum Foreldrar Vigdísar voru ekki mikið að ræða það við hana að hún væri ættleidd en það var heldur enginn feluleikur á heimilinu. „Foreldrar mínir voru alltaf með myndaalbúm frá ferðinni tiltækt. Þó að það hafi aldrei verið beint talað um þetta þá vissi ég auðvitað alltaf að ég væri ættleidd. Að alast upp sem dökkt barn á Íslandi á þessum tíma var sérstakt, ég var alltaf eini krakkinn í bekknum með dökka húð. Það er meira að segja ennþá þannig í dag. Það eru ekki margir sem eru með dökka húð sem starfa í lögmennsku á Íslandi,“ seg- ir Vigdís. Hún rifjar upp eitt eftirminnilegt atvik sem gerðist í bakaríi þegar hún var sjö ára. „Konan sem afgreiddi okkur sagði við mömmu að henni fyndist við alveg svakalega líkar. Mér fannst þetta rosalega skrítið af því að ég er ekkert lík mömmu minni af augljósum ástæðum. En hún meinti meira fasið og persónuleikann og það skildi ég seinna,“ segir Vigdís Viðmótið hefur breyst með árunum Neikvæð orð í garð Vigdísar féllu stundum út af litarhætt- inum og sárnaði henni það auðvitað mikið. „Það getur verið erfitt fyrir marga að upplifa svona útilokun, sérstaklega ef stuðningurinn heima fyrir er ekki nægilega mikill. En auðvit- að hefur þetta breyst með árunum og í íslenskum bekkjum í dag eru mörg börn frá ólíkum löndum. Öll ættleidd börn verða á einhverjum tímapunkti meðvituð um að þau skera sig úr samfélaginu og þá þarf barnið stuðning sem hvetur til sterkari sjálfsmyndar.“ Eins og hjá flestum börnum sem hafa verið ættleidd kom að þeim tímapunkti hjá Vigdísi að hún vildi ræða uppruna sinn. Þá var hún orðin 16 ára og byrjuð í menntaskóla. „Ég nefndi þetta við pabba og það var ekkert mál. Hann sagði líka við mig að hann hefði alveg eins átt von á þessu en ég fullvissaði foreldra mína um að það var engin afneitun í gangi af minni hálfu gagnvart þeim. Tenging við Indónesíu segir Vigdís að sé óneitanlega til staðar. „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á asískum mat, alveg frá því að ég var pínulítil. Ég vildi aldrei kartöflur, ég vildi alltaf hrísgrjón. Kannski er þetta í blóðinu, ég veit það ekki,“ segir Vigdís og hlær. Kom frá Indónesíu fyrir 30 árum Vigdís Ósk segir ekki útilokað að hún muni ættleiða sjálf þó að hún eigi tvær dætur í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Gerð af titli:
Flokkur:
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
740
Gefið út:
2012-í dag
Myndað til:
22.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Morgunblaðið - Sunnudagur tók við af blaði með titlinum SunnudagsMogginn sem kom út á tímabilinu október 2009 til október 2012. Er án árgangs- og tölublaðsmerkingar. Eftir 29. apríl 2015 hætti aukablaðið Atvinna að fylgja með Morgunblaðinu - Sunnudag og fylgdi þess í stað með Morgunblaðinu á laugardögum.
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað: 18. nóvember (18.11.2012)
https://timarit.is/issue/370521

Tengja á þessa síðu: 51
https://timarit.is/page/6033598

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. nóvember (18.11.2012)

Aðgerðir: