Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 37
streymið til að stöðva fall á hluta- bréfum í félaginu. Hvort heldur það er raunin eða ekki, hafa þessar deil- ur orðið til þess að vekja spurn- ingar um framtíðartekjumöguleika Facebook. Facebook lifir á auglýs- ingum, og ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir mun það selja fyrir fimm milljarða dollara á þessu ári. En vandamálið sem Facebook glím- ir við er að það er ekki sérlega góð- ur auglýsingamiðill. Á Facebook er fólk fyrst og fremst til að „hitta annað fólk“ og auglýsingar bæta engu við þá reynslu. Þetta er ein- mitt vandamálið sem Facebook seg- ist hafa verið að reyna að mæta með nýlegum breytingum á algó- ritma og nýlegri breytingu sem felst í að bjóða upp á sérstaka tíma- línu hjá notendum þar sem einungis birtast fyrirtæki með Facebook- síður. +/- Google+ Á meðan Facebook hefur reynt að byggja viðskiptamódel sitt á að selja auglýsingar þá hefur Google nálgast samfélagsmiðla öðruvísi með Google+. Þó Google hafi áður reynt að skapa samfélagsmiðil með Go- ogle Buzz, sem var skammlíft, þá virðist sem Google+ sé lífvænlegra þegar til lengri tíma er litið. Við- skiptamódel Google byggist ekki á að selja auglýsingar á samfélags- miðlum, heldur að selja auglýsingar í kringum leit. Og í raun er engar seldar auglýsingar að finna á Go- ogle+, heldur lítur fyrirtækið svo á að samfélagsmiðillinn sé fyrst og fremst til þess að styrkja auglýs- ingasöluna í kringum leitina. Google snýr þannig tekjumódelinu á haus, og notar Google+ fyrst og fremst sem stoð fyrir leitina, sem er hin eiginlega söluvara Google. Þannig notar Google upplýsingarnar sem þú deilir til að bæta leitarniður- stöður og sérsníða þær fyrir not- endur eftir fremsta megni. Það mun skipta miklu máli fyrir Google+ til lengri tíma litið að þjónustan er ekki háð auglýsingatekjum, heldur fremur að auglýsingatekjurnar séu háðar þjónustunni. Google hefur einnig tekist mjög vel til með að samþætta Google+ við aðra hluta vistkerfis Google, svo sem dagatalið, Google Drive og Picasa, sem gerir það að verkum að Google+ virkar eins og eðlileg framlenging á öðrum vörum Google. Þá er þjónustan mjög vel samþætt við Google Chrome sem er vinsælasti netvafri í heimi. En það mikilvægasta fyrir framtíð Google+ er þó mögulega Android-stýrikerfið. Netumferð um síma er í stöðugum vexti og Google framleiðir Android, mest notaða símastýrikerfi í heimi. Google hefur tekist mikið betur til við að gera notkun Google+ ánægjulega í sím- um en Facebook, sem hefur átt í stökustu vandræðum með að gera þjónustuna þægilega í síma- og töfluforritum. Veður geta fljótt skipast í lofti þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar. Myspace er til vitnis um það. Þegar til lengri tíma er litið virðist sem Google+ sé miklu betur í sveit sett til þess að vera leiðandi sam- félagsmiðill en Facebook. AFP *Það mun skipta miklu máli fyrirGoogle+ til lengri tíma litið að þjón-ustan er ekki háð auglýsingatekjum, heldur fremur að auglýsingatekjurnar séu háðar þjónustunni. 18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Leikstjórinn Aaron Sorkin (The West Wing, The Social Network) vinnur nú að handriti að ævisögulegri mynd um Steve Jobs. Sorkin sagði frá því í vikunni að myndin yrði byggð í kringum þrjú hálftíma atriði sem öll gerast í rauntíma. Atriðin munu lýsa andartökunum fyrir þrjár af stærstu kynningum Jobs: fyrstu upprunalegu Macin- tosh-vélina, fyrstu NeXT-tölvuna, og fyrsta iPodinn árið 1990. Sorkin hefur ekki enn skipað í hlutverk í myndinni, en Ashton Kutcher mun leika Jobs í annarri mynd um Jobs sem væntanleg er á næsta ári. Áður hefur Noah Wyle farið með hlutverk Jobs í mynd- inni The Pirates of Silicon Valley. ÆVISAGA JOBS Á HVÍTA TJALDIÐ Sorkin vinnur að kvikmynd um Steve Jobs AFP Andartökunum fyrir stórar kynningar Jobs verður lýst í myndinni. Kinwins er nýtt símaforrit sem hefur verið hannað og þróað á Íslandi. Kinwins er í senn bæði hvatningarleikur og samfélags- miðill sem gerir notendum kleift að safna stigum með því að deila því hvað þeir eru að gera. Þú færð stig fyrir að ljúka hvers- dagslegum verkefnum, tiltekt, líkamsrækt eða afmælisveislum, og deilir því með fjöl- skyldu og vinum. Að sögn framleiðenda er forritinu ætlað að stuðla að heilbrigðara lífi og fá notendur til að eyða meiri tíma í uppbyggilega hluti. NÝTT ÍSLENSKT SÍMAFORRIT Kinwins - lífið er leikur einn Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Ótrúlega skarpur skjár með allt að 2880 x 1800 pixla upplausn. 29% betri skerpa og enn minni glampi. Örþunn hönnun. MacBook Pro með Retina skjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.