Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 27
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880
Days svefnsófi 99.900
Þ
að rennur skyndilega upp fyrir manni ljós að
það er kúnst að velja ljós við hæfi, sérstaklega
í ljósi úrvalsins. Ljósið sem við sjáum er eðlis-
fræðilega rafsegulbylgjur innan ákveðins tíðni-
sviðs og er þá oftast átt við það tíðnisvið sem manns-
augað greinir og það er mikilvægt fyrir mannsálina.
Það er því einnig mikilvægt að velja falleg ljós í kring-
um okkur og lýsingu til að tendra yfir vetrarmánuðina.
Hangandi ljós að koma inn aftur
Það er ekki aðeins ljósið sjálft sem þarf að hafa í huga
heldur einnig lýsingin eins og Ragnheiður Sverris-
dóttir innanhússarkitekt bendir á. „Lýsing skiptir
mjög miklu máli fyrir útlit á rými og það er mjög al-
gengt að innanhússarkitektar og lýsingarhönnuðir
vinni saman. Það er mjög vinsælt nú að nota óbeina
lýsingu og svo stemningslýsingu eins og hangandi ljós
eða gólflampa. Hangandi ljós eru nú mjög vinsæl eftir
að hafa nær horfið af sjónarsviðinu um tíma og það
sama má segja um gólflampana. Ljósaframboð í versl-
unum er mjög mikið, allt frá þeim ljósum sem fást í
IKEA og til hönnunarljósa. Einnig hafa íslenskir
hönnuðir verið að gera spennandi hluti í hönnun ljósa.“
Reynir Örn Jóhannesson, lýsingarhönnuður hjá
Verkís, segir að það sé af sem áður var að ljós séu
bara ljós. „Fólk spáir meira í það hvernig ljós það vill
hafa heima hjá sér og þá ekki eingöngu útlitið á lamp-
anum heldur einnig ljóseiginleikann. Glóperan er nán-
ast horfin af sjónarsviðinu, halógenperan heldur sér en
nú eru komnir ljóstvistar (LED) með köldu og hlýju,
hvítu ljósi og breytir um liti, jafnvel í sama ljósgjaf-
Handverk Demo loftljós er íslensk
hönnun og framleiðsla. Fæst í Epal
og Aurum og kostar 67.000 kr.
ÓLÍK LJÓS GETA HENTAÐ FYRIR ÓLÍK RÝMI INNAN VEGGJA HEIMILISINS.
Unnur H. Jóhannsdóttir
23 HUGMYNDIR AÐ LÖMPUM OG LJÓSUM Í LOFT OG Á VEGGI
Dýrðleg! Saloon
flowers 9 skerma
ljósakróna úr
ILVU, 49.900 kr.
Hlýlegt Það er eitt-
hvað sem er svo hlýlegt
við viðinn eins og þetta
Pilke 28 loftljós úr Epal,
64.700 kr.
Frísklegt
X light loftljós
frá Bauhaus á
10.320 kr.
Öðruvísi Þessi krómhúðaða Onsjo
ljósakróna eftir Siggu Heimis er ekk-
ert nema draumur í dós. 11.990 kr.,
IKEA.
Skemmti-
legur Tví-
höfða Ray
gólflampi úr
krómi, fæst í
Bauhaus og
kostar 9.495
kr.anum. Ljóstvistar koma sterkt inn sem
arftakar sparperunnar og halógenljósa í
framtíðinni en því miður eru ljóstvistarnir enn of
kostnaðarsamir. Það er einnig hægt að fá ljóstvista í
lengjum hvort sem það er í metratali eða í einingum,
bæði fyrir úti- og innilýsingu. Fólk hefur marga mögu-
leika á lýsingu og ljósmagni sem á við innbú þess og
bætir vellíðan,“ segir Reynir og bætir við að að ýmsu
sé að huga við val á ljósi.
Lýsing taki mið af innbúinu
„Fólk þarf að hafa í huga að velja hentugustu og bestu
lýsinguna fyrir hvert herbergi á heimilinu. Eldhús þarf
góða vinnulýsingu og baðherbergi góða lýsingu við
spegilinn. Svefnherbergi þurfa gott ljós við fataskápinn
og lesljós við rúmið, þar koma LED-lampar t.d. vel til
greina. Gangar þurfa lýsingu sem dreifir sér vel, hvort
sem það er vegg- eða loftljós,“ segir Reynir.
Í stofum gildir að skapa réttu stemminguna og
láta lýsinguna taka mið af innbúinu, en Reynir
segir að fyrir dökkt innbú ætti t.d. að velja
borð- og gólflampa sem gefa góða lýsingu en
fyrir ljóst innbú sé hægt að nota dekkri
skerma, sem ljós nær ekki að flæða eins vel úr.
„Það er endalaust hægt að leika sér með ljósin,“
segir hann að lokum.
Benda má á að Ljóstæknifélag Íslands gaf út frítt
rit sem heitir „Góð lýsing á heimilinu“ og hægt er að
nálgast á slóðinni www.ljosfelag.is.
En hvernig svo sem ljósið á að vera þá er ljóst
að úrvalið er nóg.
Tignarlegur
Fork gólflampi
sem er væntan-
legur í Lúmex.
Skínandi Það
skín af Cott-
age loftljós-
inu, sem er úr
áli, og kostar
6.995 kr. í
ILVU.
Rýmið lýst upp
Ógeðslega töff
Dexter gólflampi,
24.995 kr. ILVA.