Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 9
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Týndir bangsar og fundnir á Fésbók Fésbókin til margra hluta nytsamleg þótt margt sé líka bullað á þeim vettvangi. Síð- an Týndir bangsar hefur sannað ágæti sitt undanfarið og einhverjir þessara dýrmætu vina barnanna komið í leitirnar eftir að hafa orðið viðskila. Síðan er stofnuð fyrr á þessu ári, ætluð fólki sem hefur týnt eða fundið bangsa. Langflest íslensk börn eiga líklega „bangsa“ – sem getur reyndar allt eins ver- ið ísbjörn, hundur eða eitthvert annað dýr en vináttan er jafnan ósvikin. Skemmtilegt er að renna yfir síðuna. „Tumi týndist í Stykkishólmi seinustu helgi. Ef einhver hefur rekist á hann má sá hinn sami endilega hafa sam- band við mig,“ skrifar kona þann 14. október og birtir mynd af Tuma. Strax daginn eftir skrif- ar sama kona: „Tumi er fundinn. Hann var í Borgarnesi, nú bíður hann í góðu yfrlæti eftir að kom- ast heim í Breiðholtið. Ég hugsa að hann verði settur í útgöngubann í framhaldinu.“ Sumir þessara góðvina barnanna finnast fljótt, aðrir seint og sumir eflaust alls ekki. Nýleg færsla af síðunni: „Sonur okkar týndi þessum bangsa í Kringlunni á föstu- daginn 09.11. milli klukkan 14.00-15.30. Hann hefur mikið tilfinningalegt gildi og hann var alltaf með hann. Bangsinn sem er ísbjörn er aðeins tætt- ari en á myndinni þar sem trýnið er orðið svolítið sjúskað þar sem strákurinn hafði skipt snuð- inu út fyrir bangsann. Ef þið hafið einhverjar upplýs- ingar megið þið endilega láta vita. Hans er sárt saknað.“ Ljóst að á umræddu heimili bíður einhver spenntur eftir ís- birninum sínum. „Rakst á þennan fína kisa ut- an við Nóatún í Grafarholti, hann bíður núna við kassann eftir vininum sem týndi honum,“ skrifar kona 27. október. Sá virðist ekki enn hafa komist í hendur eiganda síns, a.m.k. hefur enginn lýst yfir ánægju með færsluna. „Þessi múmínbangsi týndist fyrir um ári og enn vonumst við til að rekast á hann einhvers staðar,“ segir undir mynd sem birt var á þriðjudaginn. Würth Iceland – football & fun-knattspyrnumótið verður haldið í Egilshöll í dag, laugardag. Mótið hefst kl. 9 um morguninn og lýkur um miðjan dag. Keppt verður í fimm flokkum; karlaflokki 30 ára og eldri, 40 ára og eldri og svo 50 ára og eldri og einnig í flokkum kvenna 25 ára og eldri og 35 ára og eldri. Gert er ráð fyrir nokkrum erlendum liðum á mótið í ár; frá Norðurlöndum, Englandi og Bandaríkjunum. Mótið samanstendur af þremur atriðum; kynningu, knattspyrnumótinu sjálfu og svo lokahófi. Aldrei er meira undir en þegar öldungar koma saman og spyrna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Öldungar spyrna Ljúfir harmonikkutónar og stundumákaflega tregafullir eru áberandi íLeigumorðingjanum. Nokkrir tónlist- armenn eru á sviðinu lungann úr leikritinu, tvær konur mest áberandi enda lengi fram- arlega á sviðinu og taka þátt í leiknum. Önn- ur þeirra er aðeins fimmtán ára – Eva Mar- grét Árnadóttir frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal. Eva hefur nóg að gera því harm- onikkan er fráleitt eina áhugamálið. „Það var bara hringt í formann Félags harmonikkunnenda í Eyjafirði og beðið um að fá einhvern ungan, og formaðurinn hafði samband við mig,“ segir Eva þegar spurt er hvernig það kom til að hún varð fyrir valinu. Hún kveðst reyndar ekki vera í umræddu fé- lagi, „ekki ennþá, en ég enda þar örugglega. Formaðurinn er oft búinn að biðja mig.“ Eva hefur spilað á harmonikku síðan hún var í 2. bekk grunnskóla, hátt í áratug. Mörg áhugamál Leigumorðinginn verður sýndur út nóv- ember, þannig að Eva er upptekin öll föstu- dags- og laugardagskvöld, og líklegt er að aukasýningum verði bætt við einhverja fimmtudaga og sunnudaga. En hún hefur gríðarlega gaman af og sér ekki eftir tím- anum. „Mér finnst mjög gaman að takast á við ný verkefni,“ segir hún og upplýsir blaðamann um æfingar í fótbolta og badmin- ton með ungmennafélagi sveitarinnar á Þela- mörk, sem hún stundar af krafti, taekwondo sem hún æfði um tíma, og um skíða- og brettaáhugann, auk þess sem hún æfir líka fótbolta með Þór á Akureyri. „Svo er ég far- in að spila á klarinett!“ bætir Eva við eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Eftir að ég tók grunnpróf á harmonikkuna í fyrra langaði mig líka að læra á blásturshljóðfæri.“ Dreg- ur klarinettuna svo fram og leikur eitt lag. Ingvi Vaclav kennir við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og ber hún honum afar vel sög- una. „Ég var fyrst ein í um það bil þrjú ár, þá bættist önnur við og eftir það fórum við og spiluðum fyrir hvern einasta bekk. Þá bættust nemendur í hópinn og Vaclav fór líka að kenna á saxófón og klarinettu.“ Tvær bestu vinkonur Evu Margrétar spila einnig á hljóðfæri og þær hafa meira að segja leikið saman í hljómsveit ásamt þeirri fjórðu. Þar var spilað á píanó, fiðlu, harm- onikku og horn. Eva Margrét hefur greinilega yfrið nóg að gera og hefur ekki mikinn tíma til að fara í fjós um þessar mundir. „Tíminn fer aðallega í að læra þegar ég er ekki í einhverju öðru,“ segir hún og á við æfingur eða uppákomar í tengslum við íþróttirnar og tónlistina. Móðir hennar, Borghildur Freysdóttir, er ánægð með gang mála. „Það er mikilvægt að læra að skipuleggja sig og gott tækifæri til þess þegar krakkar hafa svona mikið að gera. Við erum líka mjög ánægð með öll áhugamálin þó að við þurfum mikið að keyra hana hingað og þangað. Við sjáum í sjálfu sér ekkert eftir því.“ Brottfall úr íþróttum og tónlist er algengt á unglingsárum en Borghildur segir aldrei hafa komið leiða í Evu. „Maður þurfti reynd- ar aðeins að ýta á hana til að hún æfði sig fyrri part vetrar einu sinni, en hún komst yf- ir það. Færnin jókst svo með æfingunni og fljótlega var hún aftur farin að spila enda- laust,“ segir Borghildur og lýsir þeirri skoð- un sinni að börn sem hafi jafn mikið að gera og Eva Margrét geti fundið nauðsynlegan innri frið þegar þau setjast niður með hljóð- færið. „Það er gaman að sjá, þegar Eva hef- ur verið að spila einhvers staðar, sérstaklega fyrir eldra fólk, hve hún verður ánægð. Eins og hjá öðrum þarf stundum að hafa fyrir því að koma sér af stað en hún ljómar alltaf á eftir.“ Borghildur segir að á meðan fólk hafi börnin hjá sér eigi það að fylgja þeim eftir í því sem þau taka sér fyrir hendur. „Þú getur ímyndað þér ævintýrið að fá að taka þátt í þeim galdri sem það er að setja upp svona leikrit,“ segir hún og hefur ekki síður gaman af en dóttirin. Leiklistin hefur lengi loðað við heimilið og fjölskyldufaðirinn, Árni Arn- steinsson, hefur tekið þátt í mörgum sýn- ingum. Ein sú eftirminnilegasta er Með fullri reisn, sem Leikfélag Hörgdæla sýndi í fyrra við gríðarlegir vinsældir, þar sem bændur úr sveitinni komu býsna léttklæddir fram. Spilar á hverjum morgni Eva telur ekki líklegt að hún leggi leiklistina fyrir sig, þrátt fyrir ævintýrið hjá LA og leiklistarferil föðurins. Segist frekar reikna með að einbeita sér að tónlistinni. Ekki líður sá dagur að hún leiki ekki á hljóðfærið sitt. „Ég spila alltaf á morgnana áður en ég fer í skólann. Þá hef ég mestan tíma og mesta viljann til þess. Ég nenni ekki alltaf að æfa mig seinna um daginn, en geri það samt auð- vitað oft,“ segir Eva. Borghildur fer í fjós á hverjum morgni eins og aðrir kúabændur. „Ég sé Evu úr mjólkurhúsinu þar sem hún situr í stofunni og spilar og flýti mér alltaf inn til að geta hlustað. Harmonikkuhljóðið er svo fallegt og snertir hverja taug.“ FIMMTÁN ÁRA HARMONIKKULEIKARI Í LEIGUMORÐINGJANUM Gaman að glíma við ný verkefni Eva Margrét æfir sig á nikkuna í stofunni heima í Stóra-Dunhaga. Nóg er framundan, bæði í íþróttum og tónlist, í skólanum og leikhúsinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson EVA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, FIMM- TÁN ÁRA HARMONIKKULEIKARI, ER ÁBERANDI Í LEIGUMORÐINGJAN- UM, SEM NÚ ER Á FJÖLUNUM HJÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is *Flýti mér alltaf úrfjósi til að getahlustað á hana. Harm- onikkuhljóðið er svo fal- legt og snertir hverja taug

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.