Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 G issur Guðmundsson matreiðslumeistari er forseti Alþjóða- samtaka matreiðslumeistara. Hann var fyrst kjörinn árið 2008 og síðan endurkjörinn á þessu ári. „Að mörgu leyti er ævintýralegt að vera fulltrúi 10 milljóna kokka í 93 löndum og ferðast til ólíkra menn- ingarheima, en ég er á ferðalögum um 200 daga á ári,“ segir Gissur. „Á síðustu fjórum árum hef ég lært ótrúlega margt sem á eftir að nýtast mér vel til framtíðar. Ég segi stundum að daginn sem mað- ur hættir að læra sé kominn tími til að hætta.“ Lagði allt í kosninga- baráttuna Áður en við víkjum að starfi sam- takanna, segðu mér þá frá uppruna þínum. „Ég er fæddur Súgfirðingur, al- inn upp í pínulitlu þorpi þar sem hlýjast og best var að vera í eld- húsinu hjá mömmu. Ég var átta ára þegar ég ákvað að verða kokk- ur og ég breytti aldrei þeim áform- um mínum. Þegar ég var sextán ára gamall í Reykjavík barðist ég fyrir því að komast á samning sem var erfitt á þeim tíma en mér tókst það. Ég hef aldrei íhugað annan starfsvettvang. Ég er í einstaklega skemmtilegu fagi sem er krefjandi og erfitt en um leið mjög gefandi.“ Var á sínum tíma erfitt fyrir þig sem matreiðslumann frá litlu landi að fara í framboð til forseta Al- þjóðasamtaka matreiðslumeistara? „Ég hafði setið í stjórninni frá 2004 og þekkti því starf samtak- anna ansi vel og hafði brennandi áhuga á að beita mér enn frekar. Á þessum tíma rak ég veitingastaðinn Tvo fiska. Þegar ég tók ákvörðun árið 2007 um að bjóða mig fram til forseta samtakanna ákvað ég að leggja allt mitt í kosningabaráttuna og ná embættinu og seldi veitinga- staðinn. Starf forseta Alþjóða- samtakanna er ekki launað þannig að ég var að bjóða mig fram í 100 prósent sjálfboðastarf. Ríkis- stjórnin sýndi mér velvilja, sömu- leiðis Matvæla-og veitingasamband Íslands og Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti, var ávallt tilbúinn að hvetja mig. Hann sagði þá og segir enn að gríðarlega mikilvægt sé fyr- ir Ísland að hafa fólk í forystu- störfum um allan heim. Mótframboðið var frá Singapúr en ég var kosinn með tveimur þriðju atkvæða. Þetta þótti merki- legt því í 85 ára sögu samtakanna var þetta í fyrsta sinn sem svo lítið land var kosið til forystustarfa og ég var yngsti forseti frá upphafi. Reglur samtakanna eru þannig að forseti má taka með sér tvo menn, varaforseta og ritara. Hilmar B. Jónsson er varaforseti og Helgi Einarsson ritari og við störfum saman sem ein liðsheild. Í maí síð- astliðnum var ég endurkosinn til næstu fjögurra ára eftir að mót- framboð frá Suður-Afríku var dregið til baka þremur mánuðum fyrir kosningar þegar ljóst var að stuðningur við það var lítill. Ég og samstarfsmenn mínir vorum síðan kosnir með öllum greiddum at- kvæðum. Eitt af kosningaloforðum mínum var að opna skrifstofu í París, mat- arborg heimsins, en samtökin höfðu ekki áður átt fasta skrifstofu. Í janúar 2009 opnuðum við fyrstu skrifstofu okkar í sendiráði Íslands í París og síðastliðið sumar fluttum við í skrifstofu hjá Rungis- markaðnum í París sem er stærsti matvælamarkaður í heimi en for- stöðumenn hans báðu okkur að koma til sín. Starf samtakanna er umfangsmikið og ég legg áherslu á að hugsa um litlu löndin og að þau hafi jafn mikið vægi innan samtak- anna og stærri löndin.“ Matreiðslumenn veita aðstoð Innan Alþjóðasamtaka matreiðslu- meistara er merkilegur félags- skapur, Matreiðslumenn án landa- mæra. Segðu mér frá því framtaki. „Matreiðslumenn hafa ávallt ver- ið tilbúnir að leggja fram aðstoð sína þegar neyð og hætta steðjar að. Heppilegast er að þessi starf- semi fari fram í nafni sérstakra samtaka og við erum að taka fyrstu skrefin í þá átt. Samtökin voru stofnuð í París 2010. Það má segja að það sé táknrænt að fjár- málaráðuneytið í Frakklandi veitti aðstoð við stofnun samtakanna því fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka var fyrir þrjátíu árum einn af stofnendum Lækna án landa- mæra. Ef okkur tekst á þrjátíu ár- um að ná sama árangri og Læknar án landamæra hafa náð þá hefur okkur tekist ætlunarverkið. Það er ekki hægt að búast við að starfið í byrjun sé dans á rósum en það að eitthvað smávegis sé gert hér og annað þar skiptir allt máli í heild- armyndinni.“ Hefur þú farið á svæði þar sem er matarskortur? „Já, ég fór til Suður-Afríku ásamt 230 kokkum alls staðar að úr heiminum. Við vorum í Soweto þar sem við elduðum fyrir börn. Það starf snerist ekki bara um að gefa börnum mat, heldur einnig um þá upplifun manns að það eru ekki allir eins heppnir og maður sjálfur. Það var stórmerkilegt að sjá hversu glöð og ánægð börnin í Soweto voru að sjá okkur. Þau þekktu ekkert annað en umhverfi sitt og fólkið sem þar er og fannst ævintýralegt að sjá okkur þarna. Þegar við fórum heim streymdu tárin niður kinnarnar á okkur. Þegar maður kemur heim úr ferð eins og þessari þá hugsar maður allt öðruvísi en áður og ber meiri virðingu fyrir umhverfinu og líf- inu.“ Ótrúlegur Ólafur Ragnar Þannig að samtökin vinna að því að gera heiminn aðeins betri? „Já, svo sannarlega viljum við Matreiðslu- menn vilja skapa betri heim GISSUR GUÐMUNDSSON ER FORSETI ALÞJÓÐASAM- TAKA MATREIÐSLUMEISTARA. HANNVINNUR AÐ ÞVÍ AÐ MATREIÐSLUMENN EIGI FUND MEÐ STJÓRNMÁLA- MÖNNUM HEIMS TIL AÐ RÆÐA HVERNIG EIGI AÐ FÆÐA ÞJÓÐIR Í FRAMTÍÐINNI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is *Ég spurði Ólaf Ragnar hvort hanngæti hringt í Al Gore og beðið hannum að gera slíkt hið sama. Ólafur Ragnar tók upp símann og viku seinna fékk ég myndband frá Al Gore. Stuttu seinna fékk ég myndband frá Ólafi Ragnari þar sem hann hvetur matreiðslumenn að halda áfram á þessari braut. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.