Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 13
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Hrútaskráin í ár er með hefðbundnu sniði og gefin út sameiginlega fyrir báðar sæðinga- stöðvarnar. Á Suðurlandi er boðið upp á 23 hrúta, þar af einn forystuhrút, sex kollótta hvíta og sextán hyrnda. Af þeim eru fjórir mislitir en aðrir hvítir. Á Vesturlandi eru 22 hrútar í boði fyrir sauðfjárræktendur. Af þeim er einn forystuhrútur og sjö kollóttir, allir hvítir ut- an einn. Fjórtán hyrndir hrútar eru á stöðinni á Vesturlandi, mórauður, svartur og tólf hvítir. Til þess að hrútur sé tekinn til notkunar á sauðfjársæðingastöð þarf hann að hafa sannað sig sem kynbótahrútur í heimahjörð og er það ferli nokkuð vísindalegt og ekki nærri allir hrútar eiga kost á að komast á sæðingastöð. Hér verða tekin nokkur dæmi um hrúta út frá mismunandi eiginleikum sem þeir hafa yf- ir að ráða og þykja góðir til ræktunar. Lítil fita og gott kjötmat Stakkur frá Kirkjubóli er á Suðurlandi. Hann er arf- hreinn hvítur á lit og undan honum koma því ein- ungis hvít lömb, jafnvel þó móðirin sé mislit. Hann er tveggja vetra gamall og með 117 í heildareinkunn kynbótamats, sem er nokkuð há meðaleinkunn. Þar af hefur hann 143 fyrir fitu, sem þýðir að hann gefur mjög fitulítil lömb og samræmist það ræktunar- stefnu landsins. Hann er einnig með háa einkunn fyrir mjólkurlagni, sem byggist að mestu á reynsl- unni af móður hans. Þá voru sláturlömb undan honum að meðaltali 17,4 kg og einkunn fyrir gerð kjötskrokka 10,1, sem telst mjög hátt. Með frjósemisgenið Þristur frá Steinum 2 í Stafholtstungum er einnig arfhreinn hvítur og er á stöðinni á Vesturlandi. Hann er fjögurra vetra, kominn af sæðingahrútum í báðar ættir og í fimmta lið frá Læk frá Lækjarhúsum, sem var afar eftirsóttur og mikið notaður á sínum tíma um allt land. Þristur býr yfir öflugum frjósemis- erfðavísi [Þokugeninu] sem skilar sér í mun meiri frjósemi en almennt gerist. Hann er með 114 í ein- kunn fyrir frjósemi kynbótamats. Þó hann keppi ekki við bestu hrúta landsins um kjötgæði afkvæma þá munu dætur hans vera frjósamar og góðar afurðaær samkvæmt umsögn í skránni. Gefur alla sauðfjárliti Í ræktunarmarkmiðum fagráðs í sauðfjárrækt segir að stefna skuli að því að viðhalda litafjölbreytileika í fjárstofninum. Blakkur frá Álftavatni á Snæfellsnesi er hrútur sem gefur alla litaflóru íslenska fjárstofns- ins. Hann er á stöðinni á Suðurlandi. Blakkur er und- an Kveik frá Hesti sem var gríðarvinsæll kynbóta- hrútur. Blakkur er með um 120 stig fyrir gerð, fitu og kjötgæði, sem verður að teljast mjög gott og fyrir frjósemi hefur hann 111 stig. Hann hlaut 85 stig [af 100] í einstaklingsdómi sem lambhrútur. Úr afkvæmarannsókn á stöð Strengur frá Árbæ í Reykhólasveit kom nýr inn á sæðingastöðina á Vesturlandi í haust. Hann er koll- óttur og ræktaður úr rótgrónum kollóttum stofni á Árbæ. Gerð var afkvæmarannsókn á honum í ár á Heydalsá í Strandasýslu og skilaði sú rannsókn frá- bærum árangri þar sem meðaleinkunn hans fyrir kjötgæði var 10,1 og fita 7,5. Miðgildiseinkunn fyrir kjötgæði er 8. Meðalfallþungi dilka eftir hann var 18,8 kg sem er tveimur kílóum yfir landsmeðaltali. Gríðarleg mjólkurlagni Kjarkur frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum er með hæstu kynbótaeinkunn allra núverandi sæðinga- stöðva fyrir mjólkurlagni, en sá eiginleiki er reikn- aður út frá ætternisupplýsingum sem byggja á sláturmati lamba dætra hans. Kjarkur er undan Kveik frá Hesti og í móðurætt má finna sæð- ingahrúta langt aftur í ættir. Hann hefur 117 stig í kynbótamati, þar af 121 fyrir mjólkurlagni og 113 fyrir frjósemi. Hann er hvítur en erfir bæði svartan og gráan lit. Ull hans er nokkuð gulleit en meðal- bakvöðvi lambhrúta sem komu undan honum til dóms í haust er 29,9 millimetrar, sem má teljast mjög gott. Kjarkur er á sæðingastöðinni á Vesturlandi og er talinn einn besti alhliða hrúturinn samkvæmt umsögn. Með góðan bakvöðva Í ár bjóða báðar stöðvarnar upp á mórauða hrúta. Á Suðurlandi er það Gumi frá Borgarfelli í Skaftár- tungu. Kynbótamat hans er 115 stig. Fyrir gerð af- kvæma fær hann þó ekki nema 98 stig, en 118 fyrir frjósemi, 115 fyrir mjólkurlagni og 121 stig fyrir fitu. Gumi er á Suðurlandi og gefur alla grunnliti ef þeir finnast í móðurætt lambanna. Hann mældist sem lambhrútur með 33 millimetra bakvöðva og fékk 5,0 fyrir lögun sem er hæsta einkunn sem gefin er. HVAÐA EIGINLEIKA HAFA ÞEIR? Stakkur frá Kirkubóli. Þristur frá Steinum 2. Blakkur frá Álftavatni. Strengur frá Árbæ. Kjarkur frá Ytri-Skógum. Gumi frá Borgarfelli. Fjölbreyttir hrútar Morgunblaðið/Jim Smart Sauðfjársæðingar voru fyrst stundaðar af ein- hverju marki hérlendis upp úr 1960. Í dag eru tvær stöðvar í landinu, á Suðurlandi og Vesturlandi, sem afgreiða ferskt sæði daglega frá 1. desember til 21. desember, en auk þess afhenda stöðvarnar frosið sæði sem meðal annars er selt til Bandaríkjanna til kynbóta á íslenska sauðfjárstofninum þar. Í landinu öllu eru um 470.000 ær og samkvæmt upplýsingum frá Bún- aðarsambandi Suðurlands er reiknað með að um 30.000 ær verði sæddar í ár, ýmist með fersku eða frosnu sæði. Grunnverð á sæðisskammti í eina á er um 650 krónur en gefnir eru magn- afslættir. Stöðvarnar afhenda sæði um allt land og senda það með bílferðum eða flugi þangað sem þörf er. Guðmundur Jóhannesson, hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands, segir að þaðan séu sendir skammtar til Akureyrar og Egilsstaða með flugi mjög reglubundið og að sauðfjáreig- endur leggi á sig mörg hundruð kílómetra ferða- lag til að ná í kynbótaerfðaefni fyrir sauðfjárbú sín. Dr. Ólafur Dýrmundsson, hjá Bænda- samtökum Íslands, segir að útgáfa á ítarlegri hrútaskrá þekkist ekki nema hér og í Noregi. Hann segir Íslendinga mjög öfluga þegar kemur að sauðfjársæðingum og að einungis Frakkar standi framar hvað þetta atriði varðar. Vandasamt verk Það fylgir því töluverð vinna að sæða ær, enda nauðsynlegt að ærin sé blæsma, eins og það kall- ast, þegar sætt er. Til þess að tryggja að svo sé þarf annaðhvort að nota samstillingar með hormónum eða nota hrúta til þess að leita að ám í hjörðinni og taka þær svo frá. Misjafnt er með árangur úr sæðingum og einhver hluti sem að jafnaði gengur upp [lembist ekki]. Þá er hreinlæti ekki síður mikilvægur þáttur og ekkert stress má vera í fjárhúsinu þegar sætt er þar sem það getur komið í veg fyrir að ærin haldi. Rétt hitastig er mjög mikilvægt til að sæðisfrumurnar lifi þangað til að notkun kemur. 30.000 ær sæddar á hverju ári að jafnaði Ljósmynd/Halla Eygló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.