Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012
Þ
að er lögð áhersla á að velja fyrir
kjötgæðum og frjósemi og mjólk-
urlagni dætra. Svo er alltaf haft í
huga líka að vernda litafjölbreytn-
ina og bjóða upp á forystuhrúta,“
segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem hafði
umsjón með útgáfu Hrútaskrár 2012-2013,
sem kom út á miðvikudag. Síðan þá hefur
síminn vart stoppað hjá búnaðarmiðstöðvum
þangað sem bændur hringja í gríð og erg til
að panta eintak. Skráin er gefin út í 2.800 ein-
tökum og er líklega eitt vinsælasta lesefni
sauðfjárbænda og áhugamanna um íslenska
sauðfjárrækt um þessar mundir. Guðmundur
segir að skráin sé í hefðbundnu formi þetta
árið.
Sæðingastöðvar gegna lykilhlutverki fyrir
kynbótastarf í landinu. Þangað eru valdir
bestu kynbótahrútarnir hverju sinni út frá því
hvernig afkvæmi þeirra koma út og eru tölu-
verðar rannsóknir fylgjandi slíku starfi.
„Eitt af markmiðunum hjá okkur er að
vernda og viðhalda sérstökum eiginleikum. Þó
við viljum kannski ekki vera að breiða þá út
mikið, n en að viðhalda því. Láta þetta ekki
hverfa úr stofninum,“ segir Guðmundur um
val hrúta inn á stöðina.
Ný ræktunarstefna samþykkt í vor
Ný ræktunarstefna fyrir íslenska sauðfjár-
rækt var samþykkt síðasta vor. Þar segir að
áhersla sé lögð á að varðveita sérkenni og
framrækta mikilvæga eiginleika fyrir sjálf-
bæra og hagkvæma sauðfjárframleiðslu, en
auk þess: „Stöðugt þarf að bæta alla helstu
framleiðslueiginleika, þ.e. frjósemi, afurða-
semi, kjöt- og ullargæði. Mikilvægt er að
rækta jafnt hyrnt sem kollótt fé, viðhalda skal
öllum litaafbrigðum og sérkennum öðrum svo
sem forystuhæfileikum, frjósemiserfðavísum
og ferhyrndu fé. Sérstaka áherslu skal leggja
á heilbrigði stofnsins og endingu gripa.“
Sauðfjársæðingar hafa verið stundaðar hér
á landi í rúma hálfa öld og hafa um langt ára-
bil verið gefnar út veglegar hrútaskrár þar
sem má finna ítarlegar upplýsingar um þá
hrúta sem í boði eru. Mikilvægi hennar sést
glöggt á öllum þeim auglýsingum sem eru í
skránni enda góð leið til að ná til bænda.
Byggt á nokkru vísindastarfi
Þó það hljómi léttvægt fyrir marga þá er
hrútaskráin lykilgagn fyrir sauðfjárrækt-
endur. Í henni má ekki bara finna mynd af
hrútum, nöfn þeirra og ættir. Þar má einnig
finna ítarlega lýsingu á viðkomandi hrút sem
byggist á töluverðu vísindastarfi. Auk þess má
finna einstaklingsdóma hans, en hrútar eru
sem einstaklingar stigaðir, oftast sem lömb og
svo veturgamlir. Þá eru þeim gefnar níu ein-
kunnir, þar sem 10,0 er hæsta einkunn átta
eiginleika, en 20,0 hæsta einkunn fyrir læra-
hold. Það er þó ekki síður mikilvægt fyrir
bændur að miða við reiknað kynbótamat við-
komandi hrúts þegar þeir velja sér erfðaefni.
Þar eru reiknuð út stig út frá ætternisupplýs-
ingum, sláturupplýsingum og fleiru og er
meðaltalið 100 stig. Reiknaðir eru fimm þætt-
ir, gerð afkvæma í einkstaklingsdómi þar sem
bakvöðvi, fitulag og lögun bakvöðva skiptir
máli, fita þar sem markmiðið er að fituþykkt
á síðu sé ekki mikil og er mælt á slátur-
lömbum, kjötgæði almennt þar sem stuðst er
við sláturupplýsingar. Auk þessa eru gefin
stig fyrir frjósemi dætra og mjólkurlagni
þeirra. Margir hrútar eru teknir inn á stöð í
kjölfar sérstakrar afkvæmarannsóknar þar
sem gerðar eru ítarlegar mælingar á öllum af-
kvæmum hrútsins árið áður.
Púki, Skugga-Sveinn og Grámann
Nöfn íslenskra hrúta eru mjög mismunandi og
sjalfsagt litlar reglur þar um. Í skránni má
finna ýmis nöfn eins og Púka, Skugga-Svein
og Grámann. Auk þess eru þar nöfn eins og
Jökull, Birkir og Snævar, sem við könnumst
öll við. Við lestur hrútaskrárinnar má glögg-
lega sjá að tíska í nöfnum virðist ekki hafa
náð til sauðkindarinnar, enda heita engir hrút-
ar þar sama nafni.
Telur nægan erfðabreytileika
„Þetta þynnist rosalega fljótt út. Ættliðabilið
er svo stutt að við sjáum að margir geta rakið
ættir sínar til Garps og Læks og þó að það sé
ekkert langt síðan þeir voru þá eru þeir að
verða tiltölulega fjarskyldir. Þeir eru orðnir
langaafar og langalangaafar þannig að þetta
gengur svo hratt að við erum fljótir að fjar-
lægjast aftur svona vinsæla hrúta. En við
þurfum samt að hafa varann á okkur varðandi
skyldleika,“ segir Guðmundur spurður að því
hvort erfðafjölbreytileikinn sé nægur í hrúta-
hópnum á stöðvunum.
Þegar talið berst almennt að sauðkindinni
og mikilvægi öflugs ræktunarstarfs segir Guð-
mundur í gamansömum tón að lokum: „Hún
stjórnar landinu. Þú sérð að þinghald er
ennþá miðað við sauðkindina. Það hefst eftir
réttir og því lýkur fyrir sauðburð.“
Það má búast við að fjör sé framundan
á hrútasæðingastöðvum landsins sem
munu afgreiða hrútasæði í um 30.000
ær á tímabilinu 1. til 21. desember.
HRÚTASKRÁIN 2012-2013
Hafa verk að vinna
HRÚTASKRÁIN ER KOMIN ÚR PRENTUN OG ÓÐUM Á LEIÐ TIL SAUÐFJÁRBÆNDA LANDSINS ÞAR SEM HÚN ER
ALLTAF VEL LESIN, ENDA MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Í RÆKTUNARSTARFI. FRAMUNDAN ER ANNATÍMI HJÁ HRÚTUM
LANDSINS OG HÉR FJALLAR SUNNUDAGSBLAÐIÐ UM SAUÐFJÁRSÆÐINGAR FRÁ ÝMSUM SJÓNARHORNUM.
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is
*Sæðingastöðvar gegnalykilhlutverki fyrirkynbótastarf í landinu.
Þangað eru valdir bestu
kynbótahrútarnir hverju
sinni út frá því hvernig
afkvæmi þeirra koma út
og eru töluverðar rann-
sóknir fylgjandi slíku
starfi.
Ærin Þoka frá Smyrlabjörgum í Suðursveit
fæddist árið 1950 og vakti mikla athygli fyrir
afburða frjósemi. Ofurfrjósemisgen er
gjarnan kennt við hana og í daglegu tali nefnt
Þokugenið. Með rannsóknum hefur verið
sýnt fram á að frjósemisgen erfist, en slík
gen finnast einnig í nokkrum öðrum sauð-
fjárstofnum, meðal annars í finnska land-
stofninum og í hinum rússneska Romanov-
fjárstofni sem báðir eru stuttrófustofnar
eins og íslenski sauðfjárstofninn. Sama gen
er einnig kennt við ána Lóu frá Hafrafells-
tungu í Öxarfirði sem einnig var afburða
frjósöm.
Lögð er áhersla á að viðhalda þessum eig-
inleikum í fjárstofninum og það gert meðal
annars með tilstuðlan sæðingastöðvanna
þar sem leitast er við að bjóða upp á hrúta
sem búa yfir frjósemisgeninu. Ekki er óal-
gengt að ær með ofurfrjósemisgen beri
allt að fimm til sex lömbum, en þau eru þó
ekki að jafnaði stór. Algengara er að þær séu
þrí- og fjórlemdar ár eftir ár.
Í ræktunarmarkmiðum fagráðs í sauð-
fjárrækt er stefnt að því að ær eigi ekki færri
en tvo lömb á ári, en í dag vantar ennþá
nokkuð upp á að það markmið náist.
Þokugenið spilar því stórt hlutverk fyrir
það markmið sauðfjárbænda að auka afurðir
sínar með frjósamari ám.
HVAÐ ER ÞOKUGENIÐ?
Íslenski sauðfjárstofninn er svokallaður stuttrófustofn. Slíkt fé er að
finna víða í Norður-Evrópu, en þó telur hann einungis um 900.000 fjár
og þar af eru um 470.000 hér á landi og um 70.000 í Færeyjum. Finnski
landstofninn er stuttrófustofn og Romanov-fjárstofninn í Rússlandi
telst til hans einnig. Á Grænlandi er íslenskt sauðfé og sama er í
Bandaríkjunum sem flutt var út á tíunda áratug síðustu aldar.
Hér á landi eru fjögur afbrigði af stofninum. Aðalafbrigðin eru hyrnt
fé með tvö horn og kollótt fé. Auk þess er til ferhyrnt afbrigði, sem að
sögn dr. Ólafs Dýrmundssonar, hjá Bændasamtökum Íslands fyrir-
finnst einungis hérlendis og á eyjunum Mön og Orkneyjum, en auk þess
eru einhverjar kindur af þeim stofnum víðar á Bretlandseyjum. Hann
telur um sama stofn að ræða í grunninn og líklegt að féð hafi komið með
landnámsmönnum þaðan hingað til lands í upphafi.
Forystufé finnst hvergi í heiminum nema hérlendis
Ólafur segir að forystuafbrigði íslenska fjárstofnsins sé hvergi að finna í
heiminum nema hér og að um 1.000 ær séu til hreinræktaðar af honum.
Hann segir sannað að forystufé sé í raun sérstakur fjárstofn. Með til-
raunum hafi sérhegðun þess og sérkenni sannast. Forystufé þótti mjög
gagnlegt áður fyrr þegar fé var beitt á útjörð allt árið þar sem það hefur
mjög næmt veðurskyn og skynjar hættur betur en annað fé. Forystufé
leitar yfirleitt fremst í fjárhjörð og leiðir fjárhópinn. Það hefur annað
skynbragð en hefðbundið fé og er næmara á umhverfið. Ólafur segir
mikilvægt að varðveita stofninn og skylt samkvæmt alþjóðasamningum.
Hann segir einstakt að Íslendingum hafi tekist að rækta upp mjög
öflugan kjötframleiðslustofn úr íslenska fjárstofninum án þess að fá ut-
anaðkomandi erfðaefni. Þess horfi erlendir fjárræktendur mjög til sem
vilji rækta upp sauðfjárkyn sem eru af litlum stofnum þar sem hætta
getur skapast af skyldleikarækt. Þá sé íslenska ullin einstök og skiptist í
tvö lög, tog og þel, og hún sé mjög vinsæl utan landsteinanna.
Einstök afbrigði sauðfjár af stutt-
rófukyni finnast hér á landi
Forystuhrúturinn Flórgoði frá Hafrafellstungu í Öxarfirði sem er til notk-
unar á Suðurlandi í haust. Hann er ungur en með mikla forystuhæfileika.
Ljósmynd/Sauðfjársæðingastöðvarnar