Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012
varpsþáttum landsins og systkinin
finna fyrir stuðningi í kringum sig.
„Ég get samt alveg ennþá farið í
bæinn án þess að vera með hatt
og sólgleraugu,“ upplýsir Þorbjörn.
Þau gera sér grein fyrir því að
þátttaka í Útsvari getur mögulega
leitt til frægðar og frama. „Það
sást í prófkjörum um síðustu
helgi,“ segir Anna Kristín.
„Einmitt,“ bætir Rebekka við,
„hver veit hvað við gerum eftir
fjögur ár!“
„Tali nú hver fyrir sig,“ segir
systir hennar.
Bakland systkinanna er traust
og hafa ættingjar verið duglegir að
mæta í sjónvarpssal til að hvetja
þau til dáða. „Við fáum góða
hvatningu. Sumir eru heldur ekk-
ert feimnir við að láta okkur vita
hvað hefði mátt betur fara,“ segir
Þorbjörn hlæjandi. „Öðrum finnst
við fullafslöppuð gagnvart þessu
verkefni.“
Spurð hvort foreldrar þeirra séu
ekki að fara á taugum yfir útsend-
ingunum hlæja systkinin í kór.
„Það er nú kannski fullmikið sagt,“
segir Þorbjörn, „en þau fylgjast
með.“
Nú er útsvar, það er sá hluti
tekjuskatts sem rennur til sveitar-
félagsins, óvíða lægra en á Sel-
tjarnarnesi. Spurð hvort það hafi
einhverja þýðingu í keppninni
skella systkinin kurteislega upp úr.
Þykir spurningin augljóslega skrýt-
in. Sem hún er.
„Ekki veit ég það,“ segir Þor-
björn, „en Grindavík ætlar að
lækka útsvarið og þeir unnu í
fyrra.“
Bókvitið í askana látið
Þorbjörn verður fyrstur til svars
þegar spurt er hvað valdi vinsæld-
um spurningaþátta hjá þessari
þjóð. „Eru menn ekki bara að
sannfæra sig um að bókvitið sé í
askana látið?“
Hann brosir.
Anna Kristín tilgreinir smæð
þjóðfélagsins, góðar líkur séu á
því að þekkja einhvern í öðru
hvoru liðinu, jafnvel báðum, og
svo standi fólk með sínu sveitarfé-
lagi. „Síðan situr fólk auðvitað
heima og reynir sig við spurning-
arnar. Hver hefur ekki gaman af
því?“
Þau viðurkenna að auðveldara
sé að muna svörin heima í sófa
en í beinni útsendingu sjónvarps.
Þorbjörn segir reynsluna þó vinna
með keppendum, menn plumi sig
yfirleitt betur í aðstæðum þeim
mun oftar sem þeir eru í þeim.
„Æ, ég læt það nú vera,“ segir
Rebekka. „Ég verð alltaf jafn-
stressuð þegar spurningarnar
byrja.“
Eitt af því sem Þorbjörn hefur
lært af biturri reynslu er að bíða
ekki of lengi með að hlaupa í
bjölluspurningunum, en í þeim
hluta keppninnar þarf fulltrúi
hvers liðs að hlaupa eins og fætur
toga til að ná svarréttinum. „Svo
er líka betra að vera ekki á
spariskónum.“
Til að byrja með hljóp Þorbjörn
aldrei af stað fyrr en hann var
orðinn viss um svarið en þá gat
það hins vegar verið of seint,
þannig að nú er stundum tekin
áhætta. Það er bara partur af
spennunni.
Íslendingasögurnar
viðkvæmar
Spurð um styrk og veikleika liðs-
ins svarar Þorbjörn með spurn-
ingu á móti: „Heldurðu að við för-
um að gefa það upp?“
Það væri líklega ekki taktískt.
Systrum hans þykir þó óhætt
að upplýsa að tóneyra þeirra sé
ekkert alltof skarpt.
„Það sem maður veit er alltaf
auðvelt,“ segir Þorbjörn um styrk
liðsins og bætir við að þau eigi
sér enga uppáhaldsflokka spurn-
inga. Rebekka segir þó viðkvæmt
mál klúðri þau spurningum úr Ís-
lendingasögunum eða íslenskum
bókmenntum almennt. „Já, þá
fáum við skammir,“ staðfestir
Anna Kristín.
Systkinin eru á einu máli um
að þátttakan í Útsvari hafi verið
bráðskemmtileg lífsreynsla og
Þorbjörn segir þau ekki sjá eftir
neinu. Anna Kristín kinkar kolli
en Rebekka slær varnagla: „Ekki
ennþá!“
Systkinin klár í slaginn í sjón-
varpssal 19. október síðastlið-
inn: Þorbjörn, Rebekka og
Anna Kristín Jónsbörn.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
29
33
MUCK BOOT YARD
GEGNINGASKÓR
Stærðir 36–48.
Svartir.
11.990 KR.
FULLT VERÐ 14.990 KR.
FRÁ 15%
AFSLÁT
TUR
AF ÖLLU
M
SKÓM
TIL AÐ GANGA Á
ALLIR ÞURFA EITTHVAÐ
VIKING STÍGVÉL
ICEFIGHTER
Omni-heat. Stærðir 38–48.
Svört.
11.990 KR.
FULLT VERÐ 14.990 KR.
VIKING KADETT
GÚMMÍSTÍGVÉL
Stærðir 41–46.
Blá.
7.490 KR.
FULLT VERÐ 8.990 KR.
Jónsbörn andvörpuðu einum rómi þegar í ljós kom að
flokkurinn sem þau höfðu valið í valflokkaþætti Útsvars
og bar nafnið „Ísfólkið“ hverfðist í raun og veru um sam-
nefndan bókaflokk sem naut feikilegra vinsælda hér á
landi og víðar fyrir margt löngu. Þau höfðu augljóslega
vonast eftir öðru.
Þá komu spurningarnar. Fyrst var spurt um höfund
bókanna. Systkinin voru með það á hreinu: Margit Sand-
emo. Næst var spurt um ættföður Ísfólksins. Það vissu
þau líka: Þengill hinn illi. Loks var spurt hvað bækurnar
væru margar. Ýmsar hugmyndir komu þá fram en syst-
kinin sættust á endanum á tillögu Önnu Kristínar: 47. Það
reyndist rétt.
Systkinunum brá talsvert við þetta enda taldi Anna
Kristín sig vera að skjóta í myrkri. Var hún spurð í þaula
um áhuga sinn á Ísfólkinu í lok þáttar, Sigmari Guðmunds-
syni og Brynju Þorgeirsdóttur, stjórnendum Útsvars, þótti
með ólíkindum að hún gæti verið svona heppin.
„Ég vissi þetta ekki,“ segir Anna Kristín. „Mig minnir að
ég hafi lesið tvær eða þrjár bækur um Ísfólkið fyrir löngu
en ég er enginn aðdáandi bókanna. Eftir á að hyggja hlýt
ég þó einhvern tíma að hafa heyrt þessa tölu, 47, hún
fest í minninu og mér tekist að kalla hana fram þarna.“
Þorbjörn kveðst hvorki þekkja haus né sporð á bóka-
flokknum en hins vegar hafi verið töluvert um hann rætt í
fyrra þegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir ákvað að
nefna viðtalsþætti sína í sjónvarpi þessu sama nafni. „Þá
komu þessi nöfn fram, Margit Sandemo og Þengill hinn illi
og eflaust 47 líka. Þetta hefur greinilega sogast inn.“
Já, vegir þekkingarinnar eru órannsakanlegir!
STÓRA ÍSFÓLKS-MÁLIÐ
* Mér finnstkeppendur upptil hópa vera alveg
ótrúlega vel að sér.