Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 59
18.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Greiður festa við kryppu á hálsi. (11) 8. Kaupmaður fái arð af herbergjum. (10) 10. Ljóð um bardaga og hluta af orði. (7) 11. Frelsun frá annarri ráðningu á krossgátu. (10) 12. Hjálp kletti. (5) 13. Geislaskammtur í Suður-Asíu í grænmeti. (6) 14. Starfskraftur er fyrir mas. (5) 16. 999 baka sláturfélagi eitt tæki. (9) 19. Fugl á körlum. (10) 21. Kona lést hjá lánasjóði með hljóðfæri. (8) 22. Fimm aðskilin út af dýri. (8) 25. Handavinna með málmprjón. (8) 27. Í hiki ekki alveg hvítar verða hugsandi. (8) 29. Að ríða á rósum á tímabili. (10) 30. Uppgötva ullarhnoðra á líkamshlutanum. (6) 32. Leið vel með sár. (5) 33. Drekkur á ferðalögum sama hvernig það er séð. (6) 34. Fræk sniðgengur ræfil. (6) 35. Stakkst einhver að sögn á grjót. (10) LÓÐRÉTT 2. Er færeyskt þing að verða fyrir stríðni? (6) 3. Hundrað þúsund krónum hendið í íþróttinni. (10) 4. Gaus ryk upp og þyrlaðist við að hreinsa það. (7) 5. Beittu gor einhvern veginn úr íláti. (9) 6. Dýraríki haldi á manni sem gegnir hlutverki. (8) 7. Ber á fyrirtækjum. (6) 9. Soldán færist til við bugðu í athöfn. (7) 10. Elskar land út af vinnu. (7) 14. Skip með u-lag í ætlun. (8) 15. Stærð á undan ferðalagi. (9) 17. Heilla daga sull fyrir fornan. (10) 18. Alhæfastur getur orðið sá sem fær mest. (10) 20. Tífaldur grátur í skemmtigarði. (6) 21. Við lok mánaðar Suður-Afríkubúar sáu geimverur. (8) 23. Vaggandi kryddjurt sýni loftskipti. (8) 24. Bær bak við fleka sem lokar dyragætt. (9) 26. Merðust með dufti fyrir mjúka hræru. (8) 28. Starti opnum skurðum. (7) 31. Kindur, bandvefsstrengur og andlitin. (5) Skipta má skákmönnum í sexflokka,“ skrifar Júrí Averbakhí endurminningum sínum, Center stage and behind the scenes. Í fyrsta flokki nefnir hann „drápar- ana“. Þetta eru menn á borð við Alj- ekín, Botvinnik, Kortsnoj og Fischer. Það einkennir þessa einstaklinga að þeir hafa verið afskiptir í æsku – hafa t.d. alist upp án föður og virðast haldnir „ödipusarduld“. Í flokki nr. 2 eru „baráttumennirnir“. Viðureignin er barátta þar sem öllu skiptir að ein- beita sér að fullu. Í þessum flokki eru menn á borð við Lasker, Tal og Kasp- arov. Í þriðja flokki eru „hinir sönnu íþróttamenn“. Skákin er keppnis- grein sem lýtur sínum eigin lög- málum. Þegar leik er lokið eru slíkir einstaklingar yfirleitt hversdagsgæfir og prúðir en þeir gefa ekki þumlung eftir á „keppnisvellinum“. Capa- blanca, Euwe, Keres, Smyslov og Spasskí tilheyra þessum flokki. Í fjórða flokki eru „leikmennirnir“. Þeir hafa oft hæfileika í öðrum keppnisgreinum. „Leikmennirnir“ eru oft hjátrúarfullir og taka tapi illa og þegar það gerist er óheppni yf- irleitt um að kenna. Karpov og Pet- rosjan tilheyra þessum flokki. Í fimmta flokki koma svo „listamenn- irnir“ og í þeim sjötta „landkönn- uðir“. Hin „listrænu tilþrif“ mega sín oft lítils gagnvart keppnishörku hinna. Júrí Averbakh, sem er fæddur 1922, setur sig í hóp „landkönnuða“. Hann hefur útsýn yfir alla skáksög- una – ekki aðeins sem öflugur stór- meistari og Sovétmeistari árið 1954, heldur einnig sem forseti sovéska skáksambandsins til margra ára, skákdómari, ritstjóri, blaðamaður, aðstoðarmaður fjögurra heimsmeist- ara: Botvinniks, Spasskís, Tals og Petrosjans. Stórkostlegur fræðimað- ur sem skrifaði mikinn bálk um enda- töfl. Eitt afbrigði Kóngsindversku varnarinnar ber nafn hans og um það skrifaði Margeir Pétursson bók sem fékk góða dóma. Áhugamönnum um sagnfræði skákarinnar þykir áreiðanlega fengur í ýmsu því sem Averbakh ritar um: Heimsmeistarinn Botvinnik óskar eftir leyfi til að byggja sumarhús á eftirsóttu svæði í grennd við Moskvu. Neitun berst undirrituð af Bería, hin- um illræmda innanríkisráðherra. Botvinnik sendir inn aðra beiðni og nú til Stalíns sem undirritar skipun þess efnis að Botvinnik skuli fá skika lands á þessu svæði og byggingarefni. Antwerpen 1955: Averbakh fær ekki hamið 18 ára pilt, Boris Spasskí, sem kominn er til Belgíu til þess að verða heimsmeistari unglinga. Í við- urvist sendiherra Sovétríkjanna gengur bunan út úr Spasskí um það sem aflaga fer í Sovét. „Yfirfrakki“ sem sendur hefur verið með Spasskí til Belgíu og reynist eins og ævinlega vera KGB-maður, tilkynnir Aver- bakh að hann muni skila skýrslu um framgöngu Spasskís, sem Averbakh veit að þýðir ævilanga útskúfun. Averbakh tekst að fresta skýrslugjöf og síðar að láta málið niður falla. Nokkru síðar teflir Averbakh kostu- legt æfingaeinvígi við Botvinnik heimsmeistara en eftir millisvæða- mótið í Portoroz 1958 gengur hann til liðs við undramanninn Tal, Botvinnik til sárrar gremju. Averbakh fjallar um Bobby Fischer, kosningar á FIDE-þingum, Kortsnoj, einvígi Karpovs og Kasparovs, fall Sovétríkj- anna, hégómaskap, svindl, og tor- tryggni. Júrí Averbakh stendur álengdar sem hinn mikli heiðurs- maður og stækkar þá skákburði sem hann kemur nærri. Og hann kemur „þurr innan úr rigningunni“. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Á bak við tjöldin með Averbakh Averbakh er litrík persóna og landkönnuður í skákinni. Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 18. nóvember rennur út á hádegi 23. nóvember. Nafn vinnings- hafa er birt í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins 25. nóvember. Vinningshafi krossgátunnar 11. nóvember er Óskar H. Ólafs- son, Dalengi 2, Selfossi. Hann hlýtur í verðlaun bókina Skáld eftir Einar Kárason. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.