Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 BÓK VIKUNNAR Bókin Jólakúlur er ofarlega á metsölu- lista. Það eru greinilega margir sem vilja skreyta og prjóna fyr- ir jólin samkvæmt uppskriftum hinna norsku Arne og Carlos. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Það eru alltaf meðmæli með sam-félagi þegar það heiðrar sínahelstu snillinga meðan þeir eru lífs en bíður ekki þar til þeir eru komn- ir undir græna torfu og fer þá í samviskubitskasti að bæta fyrir van- rækslu. Fyrir einhverjum árum hlaut Megas verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Það þótti djarft val en tím- inn hefur leitt í ljós að þetta var framsækin ákvörð- un og viðkomandi dómnefnd til mik- ils sóma. Í ár, á sama tíma og haldið er upp á Dag íslenskrar tungu, kemur út texta- safn Megasar. Þar eru birtir textar hans frá árunum 1966-2011 og með þeim fylgja teikningar eftir Megas og einnig er að finna fjölda mynda af lista- manninum. Þetta er sannarlega vegleg útgáfa. Um leið er rétt að huga að því að ekki er sjálfgefið að bókaforlög leggi í útgáfu eins og þessa. Einmitt þess vegna er útgáfan svo þakkarverð. Hún lýsir djörfung og metnaði og er menn- ingarlega mikilvæg. Megas er einn af okkar fremstu lista- mönnum. Hann er ekki allra en senni- lega eru þeir afar fáir núorðið sem við- urkenna ekki mikilvægi hans sem listamanns. Flettið upp í íslenskum til- vitnanasöfnum frá síðustu árum og það er alveg víst að þar er að finna orð- snilld eftir Megas. Setjið disk með hon- um í tækið og þið áttið ykkur á því að þið eruð að hlusta á einstakan lista- mann. Okkur þykir næsta sjálfsagt að gefin séu út ljóðasöfn helstu þjóðskálda okk- ar og þannig á það auðvitað að vera. En það er ekki alltaf nægilega hugað að snillingunum sem enn eru meðal okkar, spriklandi af lífi og hugmyndaauðgi. Bókaútgáfa er bisness eins og annar rekstur en hún er samt ekki mikils virði ef aldrei er tekin listræn áhætta og ekki hugað að metnaði. Textabók Megasar mun gleðja fjölmarga aðdá- endur hans og lýsir menningarlegum metnaði þeirra sem að henni standa. Orðanna hljóðan AÐ HYLLA MEISTARA Jónas Hallgrímsson V ígroði er önnur bók Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúp- úðgu. Fyrri bókin er Auður sem kom út árið 2009 og var til- nefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Þriðja bókin mun svo líta dags- ins ljós í fyllingu tímans. Vilborg er vinsæll höfundur sem hefur sent frá sér allnokkrar bækur sem eiga það sam- eiginlegt að gerast á fornum tíma. „Ég hef mjög lengi haft áhuga á upphafi Íslands- byggðar,“ segir Vilborg. „Þegar ég ákvað á sínum tíma að láta á það reyna að skrifa bók þá kom ekkert annað til greina en að byrja eins framarlega í Íslandssögunni og mögulegt var þannig að fyrstu tvær bækurnar mínar sem komu út fyrir tæpum 20 árum og kallast Korkusaga gerast um aldamótin 900. Þá kom mér ekki til hugar að hægt væri að fara aftar í Íslandssögunni. Síðan skrifaði ég þrjár bæk- ur sem gerast á kaþólska tímanum, 14. og 15. öld, en sneri þá aftur til baka til Auðar djúp- úðgu og heiðins siðar. Það kemur að ein- hverju leyti til af því að örlögin höguðu því svo að við fjölskyldan fluttum búferlum til Skotlands árið 2005. Þegar ég var að velta fyrir mér söguefni stóð mér nærri að Auður og hennar fólk lagði upp frá Skotlandi og Suðureyjum og eftir að ég ákvað að skrifa um hana ferðaðist ég um þetta svæði og af þeim ferðum spruttu enn fleiri hugmyndir. Sögunni mun svo ljúka á Íslandi í þriðju bók- inni.“ Hefur verið gaman að skrifa þessar bæk- ur? „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Þessum skrifum fylgir mikið grúsk varðandi sagnfræði, heiðinn sið og seiðgaldur, forn- kvæði og þjóðtrú. Ég fór í þjóðfræði í Há- skóla Íslands og í meistararitgerðinni lagðist ég yfir þjóðtrú og þjóðsögur á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og skoðaði hvað er sameig- inlegt í íslenskum þjóðsögnum og skoskum. Þar fann ég ótal minni sem ríma saman sem ég skeytti inn í söguna, bergmál frá fornum tíma. Það má segja að þessar bækur séu af- raksturinn af leit minni að svörum við því hvers konar fólk það var sem lagði upp í þessa óvissuferð yfir hafið að leita óþekkts lands á hjara veraldar, hvernig lífi það lifði, hverju það trúði um veröldina og ekki síst hvers vegna í ósköpunum það var tilbúið til að leggja allt í sölurnar og yfirgefa heima- haga sína.“ Bækur þínar hafa verið vinsælar og það á einnig við um þessar sögur af Auði. Færðu sterk viðbrögð við þeim? „Já, ég finn mjög mikinn áhuga meðal fólks á lífi landnámskynslóðarinnar. Ég hef hitt marga sem tala um Auði sem formóður sína af miklu stolti, enda eru eftirmælin um hana í fornsögunum slík að það fer ekki á milli mála að hún var afar sérstök kona og leiðtogi síns fólks. Þetta hef ég upplifað sérstaklega sterkt í Dölunum en ekki bara þar heldur víða um landið. Íslendingar tengjast landnámsfólki eigin heimabyggða sterkum böndum. Ég hef líka fengið spurningar sem gefa til kynna að fólk áttar sig ekki alltaf á því hvenær ég er að skálda og hvenær ég nota heimildir og þá finnst mér að mér hafi tekist vel upp.“ Þér hlýtur að þykja vænt um Auði, sögu- hetju þína. „Ég neita því ekki að mér er afar hlýtt til hennar. En þótt Auður sé aðalpersóna Víg- roða og bindi bókina saman þá er ég einnig að segja örlagasögur fólks sem er tengt henni, bæði barna og fullorðinna. Eitt af því sem heillar mig þegar ég fletti fornum ritum eru viðurnefni. Í Landnámu úir og grúir af meinlegum uppnefnum. Þá verða strax til myndir í huga mér og ég spyr: Hvernig fékk fólk þessi uppnefni? Ég er alin upp í litlu sjávarplássi vestur á fjörðum þar sem flestallir höfðu viðurnefni. Oft gat verið kaldhæðin saga á bak við þau og stundum var um að ræða hreinasta einelti. Í Vígroða segi ég frá drengnum Katli fíflska, síðar land- námsmanni á Síðu, og hvernig hann fékk við- urnefnið fyrir stríðni frænda sinna. Mér fannst mjög áhugavert að glíma við það að sýna heiminn út frá sjónarhóli barnsins á þessum tíma og einnig hvernig krafan um heiður og hugrekki setti öllum strangar skorður, jafnt körlum og konum sem börn- um.“ VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR HEFUR LENGI HAFT ÁHUGA Á UPPHAFI ÍSLANDSBYGGÐAR Bergmál frá fornum tíma „Ég hef líka fengið spurningar sem gefa til kynna að fólk áttar sig ekki alltaf á því hvenær ég er að skálda og hvenær ég nota heimildir og þá finnst mér að mér hafi tekist vel upp.“ Morgunblaðið/Kristinn VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR SENDIR FRÁ SÉR VÍGROÐA SEM ER ÖNNUR BÓKIN Í ÞRÍLEIK UM AUÐI DJÚPÚÐGU. Hugstæðust af öllum sögupersónum heimsbókmenntanna er bjallan Gregor Samsa í sögu Kafka um Hamskiptin. Það eru fáir höf- undar jafnáleitnir og Kafka, raunar gagnlegir lesendum við daglegt líf, hina daglega greiningu á mannlegu samfélagi. En þær bækur sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér eru bækur séra Friðriks Eggerz í Akureyjum, Úr fylgsnum fyrri aldar. Þetta er sjálfsævisöguleg ættarsaga, mjög birkilensk á köflum eins og all- ar sjálfsævisögur eru í sinni sjálfsupphafningu, vorkunn og heimsádeilu. En um leið er dregið frá tjald inn í horfinn heim með hreinskilni og frá- sagnarmáta sem á sér vart sinn líka hjá samtímamönnum prestsins. Sagan er full af barna- legu pexi um jarðahundruð og ættarsilfur sem gerir að verkum að aðeins fáir útvaldir komast í gegnum ósköpin. Milli þessa er svo smurt dísætu kremi af óborganlegu fylleríi, draugagangi og groddaleg- um mannlýsingum. Af síðari tíma rithöfundum íslenskum kemst enginn framar Þór- bergi Þórðarsyni og hann er með undarlegum hætti skemmtileg- astur þegar hann er líkt og Friðrik Eggerz svolítið langdreginn og leiðinlegur. Í UPPÁHALDI BJARNI HARÐARSON BÓKSALI Bjarni Harðarson heldur mikið upp á bækur séra Friðriks Eggerz í Akureyjum, Úr fylgsnum fyrri aldar. Árvakur/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.