Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Side 20
*Heilsa og hreyfingHelga Kristín Ingólfsdóttir dansari úr Dans dans dans stundar karate af kappi samhliða ballett »22
R
étt er að taka fram í byrjun að fólk sem þjáist af alvarlegum einkennum
skammdegisþunglyndis ætti tafarlaust að hafa samband við lækni. Alvarleg ein-
kenni eru meðal annars mikil depurð og svartsýni sem þarfnast oft meðhöndlunar
með lyfjameðferð og rannsóknir hafa sýnt að reglubundin ljósameðferð getur stund-
um ráðið bót á sjúkdómnum.
Hins vegar finna margir fyrir vægum einkennum; þreytu, sleni og einbeitingarleysi. Önnur
einkenni geta verið bráðlyndi, félagsfælni, kvíði og áhyggjur, mikil löngun í kolvetnisríka
fæðu og sætindi og aukin líkamsþyngd getur bent til að viðkomandi þjáist af skamm-
degisþunglyndi. Algengt er að einkennin geri fyrst vart við sig í október eða nóv-
ember og ástandið getur varað í allt að átta mánuði.
Til eru ýmis ráð sem þeir sem verða eilítið blúsaðir yfir vetrartímann
geta nýtt. Grunnatriðin eru góð hreyfing og holl og næringarrík
fæða. Sumir kaupa sér lampa sem er sérstaklega til þess gerður
að blekkja heilann og koma efnabúskap í réttar skorður. Vægari ein-
kenni má einnig tækla með nokkrum einföldum ráð-
um sem hægt er að koma inn í daglegar lífsvenjur.
Samvera við sína nánustu, hugleiðsla, að fara ekki
of seint að sofa og inntaka D-vítamíns er meðal
þess sem getur gert gagn. Þessar tillögur eru
allar byggðar á virtum rannsóknum á
vetrarþunglyndi og því sem gagnast
getur í baráttu gegn því.
D-vítaím
Fæða sem inniheldur mikið D-vítamín er til
að mynda feitur fiskur og eggjarauður. D-
vítamín getur hjálpað til við að minnka ein-
kenni skammdegisþunga.
Morgunblaðið/Eggert
Ljós
Ljósameðferð getur virkað á vægt skamm-
degisþunglyndi. Hér á landi er það meðal
annars Pfaff á Grensásvegi sem selur slíka
lampa, til dæmis þennan frá Beurtl, en hann
kostar 28.900 kr.
Hlátur
Gamanmynd er gulli betri þegar örlítill blús
sækir að. Einnig heimasíður á borð við
baggalutur.is. Margir hafa farið í gegnum erf-
iða tíma síðustu árin með því að lesa bagga-
lutur.is rétt fyrir svefninn.
Svefn
Góður og mátulegur svefn er eitt af grunn-
atriðum góðrar andlegar heilsu. Þá skiptir
víst líka máli hvenær farið er að sofa. Það
getur munað miklu hvort fólk fer að sofa fyr-
ir eða eftir miðnætti; munar þá jafnvel hvort
lagst er til hvílu tíu mínútur í tólf eða tíu mín-
útur yfir.
Regluleg hreyfing
Fyrir nokkrum árum
leiddu rannsóknir í
ljós að góð hreyf-
ing getur unnið á
vægum einkennum
skammdegisþunglyndis.
Er þá gott að miða við
að taka ágætlega á því,
svo að fólk svitni, en
geti þó haldið uppi sam-
ræðum. Ekki þarf langan
tíma en gott er að hafa
hreyfinguna reglulega og í
kringum hálftíma, nokkr-
um sinnum í viku.
Hollur matur
Eitt af einkennum
skammdeg-
isþunglyndis er
löngun í kolvetn-
isríka fæðu.
Gott er að hafa
þetta í huga þeg-
ar haldið er í
bakaríið og huga
að því að fara frekar
og kaupa fisk, grænmeti
og hollari mat í næstu matvöruverslun. Miklu
skiptir í baráttu gegn hvers kyns geðrænum
vandamálum að borða reglulega og holla
fæðu. Hætt er við að líðan versni ef mál-
tíðum er sleppt.
Hlúð að einhverju(m)
Eitt af einkennum depurðar
er að hæfni til að annast
aðra er minni. Afskiptaleysi er al-
gengt, bæði gagnvart gæludýrum
sem og ástvinum. Hins vegar getur
það reynst vel, sérstaklega fyrir
einstæðinga, að hafa eitthvað til að
hlúa að. Það þarf ekki að vera
hundur heldur getur einfaldlega
verið falleg stofuplanta, sem getur
verið áskorun að halda í lífinu yfir
myrkustu mánuðina.
Dagbók
Mörgum gagnast vel að halda dag-
bók ef vanlíðunar gætir. Þannig er
þunglyndum oft ráðlagt að
prófa að skrifa niður hvernig
þeim líður en viss útrás og
yfirsýn getur verið í því
fólgin að koma líðan sinni í orð.
Morgunblaðið/Ásdís
SKAMMDEGIÐ GETUR TEKIÐ SINN TOLL
Ráð við
vægum blús
VINNA MÁ GEGN VÆGUM EINKENNUM VETRARDEPURÐAR Á ÝMSA
VEGU EN ÞAR SKIPTIR MIKLU MÁLI AÐ TEMJA SÉR HOLLA LÍFSHÆTTI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Hugleiðsla
Að hugleiða er meðal þess sem
nýlega hefur sýnt sig að hefur góð
áhrif á andlega líðan og dregur úr
einkennum vetrarþunglyndis.