Morgunblaðið - 07.12.2012, Side 1

Morgunblaðið - 07.12.2012, Side 1
F Ö S T U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  287. tölublað  100. árgangur  KRISTÍN HELGA FÓR UNG Í HUNDANA KATRÍNU LÍÐUR MUN BETUR Í HUGANUM HEIM SÓLÓBREIÐSKÍFA MEÐ MAGNA ÚTSKRIFUÐ 25 HUGARÁSTAND 46GRÍMSÆVINTÝRI 44 Einstaklingur greiðir sérstakt gjald ef hann greiðir með korti annars banka í útibúum Landsbankans eða Arion banka. Gjaldið er 200 kr. í tilfelli Landsbankans en 110 kr. í tilfelli Arion banka. Gjald sem þetta er ekki tekið hjá Íslandsbanka. Í svari frá Landsbankanum kemur fram að um nýtt gjald sé að ræða sem ekki hafi verið innheimt fyrr en nú. Jafnframt segir að þetta sé liður í að innheimta fyr- ir hluta af þeirri þjónustu sem veitt er. Kostnaður sé við bankaþjónustu eins og aðra þjónustu, hinsvegar hafi bankinn ekki rukkað fyrir þennan þátt fyrr en nú. Slík gjaldtaka tíðkist víða erlendis. Svipuð svör gefur Arion banki Morgunblaðinu, kostnaður fylgi ýmsum þáttum þjónustunnar sem veitt er. Fyrir skemmstu hófu allir bankarnir sambærilega gjaldtöku fyrir þjónustu hraðbanka, þ.e. greiddar eru 95-150 kr. aukalega (mismunandi eftir bönkum) ef við- skiptavinur notar kort frá öðr- um banka en rekur viðkom- andi hraðbanka. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, hafði ekki heyrt af hinni nýju gjaldtöku þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Hann segir að í starfi sínu leggi sam- tökin áherslu á upplýsingagjöf til neytenda, þeir séu upplýstir og meðvitaðir um allan auka- kostnað í viðskiptum sínum. Hann segir samtökin leggja áherslu á að gjaldtaka, t.d. fjármálafyrirtækja, sé í samræmi við þann kostnað sem verði til vegna þjónustu. Ekki megi ná inn peningum umfram eðlileg- an kostnað. »4 Leggja á nýtt kortagjald  Tveir bankar rukka fyrir notkun debetkorta Ekki vantar ákveðnina hjá fótboltastelpunum í 7. flokki hjá Fjölni í Grafarvogi og meðan þær gefa ekkert eftir á æfingum þarf ekki að kvíða framtíðinni hjá „stelpunum okkar“ á þessum vettvangi. Morgunblaðið/Kristinn Snemma beygist krókurinn Fjör í Egilshöll hjá stelpunum í 7. flokki Fjölnis Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Því er ekki að neita að til mín hafa leitað menn sem bjóða kvóta smærri útgerða til sölu. Að baki liggur að menn eru að leita að útleið úr rekstrinum vegna gjörbreyttrar rekstrarstöðu. Útgerðin borgar sig ekki lengur. Veiðigjöldin eru meginástæðan, samfara lækk- andi afurðaverði, og við það bætist óvissa vegna nýja kvótafrum- varpsins sem er eftir að af- greiða,“ segir Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK Seafood á Sauðárkróki. „Með stóraukinni skattlagningu er rekstrargrundvöllurinn miklu veikari en áð- ur var. Það er ljóst að farið er að þrengja verulega að útgerðum sem eru eingöngu í veiðum,“ segir Jón Eðvald og tekur fram að hann hafi ekki tekið neinu kauptilboðanna. Gjöldin velja hvaða fyrirtæki lifa „Ég held að það sé skoðun talsvert margra að það sé best að hætta útgerð. Veiðigjöldin miðast við meðaltal. Fyrirtækin eru ólík og því er viðbúið að þær grisjist eitthvað útgerð- irnar. Rekstrargrundvöllurinn er að veikjast svo mikið að það mun setja þrýsting á að veikja gengi krónunnar og þar með rýra kjör almennings,“ segir Jón Eðvald. Rætt er við nokkra útgerðarmenn á Snæ- fellsnesi í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra er Guðmundur Smári Guðmundsson í Grundarfirði en hann segir mörg fjölskyldu- fyrirtæki nú verðlaus vegna gjaldanna. Vilja hætta útgerð  Litlar útgerðir reyna að selja kvóta Auknar birgðir » Vegna sölu- tregðu á mörkuðum safnast birgðir upp og greiðslufrestur hefur lengst. M Rekstur útgerða í uppnámi » 6 Forsvarsmenn Icelandair hafa skrif- að undir viljayfirlýsingu um pöntun á tólf nýjum flugvélum frá Boeing með kauprétti á tólf til viðbótar. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál en heildarverðmæti flugvélanna tólf samkvæmt listaverði Boeing er um 1,2 milljarðar bandaríkjadala, eða um 150 milljarðar króna. „Við erum ekki í þessum fjárfest- ingum af því að við þurftum að end- urnýja flugflotann, heldur horfum við á þetta sem sóknarfæri,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. »18 Sóknar- hugur hjá Icelandair Boeing Icelandair bætir í flotann.  Tólf Boeing-vélar metnar á 150 ma.kr. „Það er ekkert sem bendir til þess fyr- irfram að nýr Landspítali sem er á teikni- borðinu fari ekki fram úr kostnaðar- áætlun,“ segir Þórður Víkingur Friðgeirs- son, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur unnið að rannsóknum á opinberum framkvæmd- um. Hann er í hópi þeirra fræðimanna sem hafa gagnrýnt vinnubrögðin við nýja Land- spítalann. Hann segir vinnubrögðin líkust þeim sem tíðkuðust fyrir 50 árum. »12 Landspítalinn Munu áætlanir standast? Líkur á framúr- keyrslu spítalans Girnilegar uppskriftir á www.jolamjolk.is dagar til jóla 17  365 miðlar ehf. undirrituðu ný- verið samning um kaup á midi.is af Straumi fjárfestingabanka hf. „Það var gengið frá þessu alveg nýlega, með fyrirvara um samþykki Sam- keppniseftirlitsins, og málinu kom- ið þangað,“ segir Ari Edwald, for- stjóri 365. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði að ekki væri um háar upphæðir að ræða. Ari segir engar breytingar fyr- irhugaðar á starfsemi midi.is en kaupin geri 365, sem auglýs- ingasala, kleift að auka þjónustu sína og breikka vöruframboðið. 365 miðlar ehf. festa kaup á midi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.