Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 4
BAKSVIÐ
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Ef einstaklingur gengur inn í
Landsbankann eða Arion banka og
greiðir þar inn á reikning með
korti frá öðrum en bankanum sem
hann er staddur í er viðkomandi
rukkaður aukalega. Gjaldið er 200
kr. hjá Landsbankanum en 110 kr.
hjá Arion banka. Gjaldið er fast
þ.e. gjaldtakan er óháð upphæð-
inni sem greidd er með kortinu.
Hjá Landsbankanum fengust
þær upplýsingar að um nýtt gjald
væri að ræða. Í svari Landsbank-
ans segir að þetta sé liður í að inn-
heimta fyrir hluta af þeirri þjón-
ustu sem veitt er.
Í svari frá Arion banka kemur
fram að gjaldið sé óháð því hvort
greitt sé með korti frá Arion eða
öðrum banka. Rök fyrir slíkri
gjaldtöku eru þau sömu og hjá
Landsbankanum, kostnaður fylgi
hinum ýmsu þáttum þjónustunnar.
Í svari frá Arion banka kom fram
að hægt væri að framkvæma milli-
færslu milli banka endurgjalds-
laust væri um „þekkta viðtakendur
að ræða.“
Fyrir skemmstu greindi Morg-
unblaðið frá sambærilegri gjald-
töku er varðar hraðbanka, þ.e.
greiddar eru 95-150 kr. aukalega
(mismunandi eftir bönkum) ef við-
skiptavinur notar kort frá öðrum
banka en rekur viðkomandi hrað-
banka. Allir stóru bankarnir þrír
rukka aukalega fyrir slíka þjón-
ustu. Hjá Landsbankanum fengust
þær upplýsingar að í samanburð-
arlöndunum væri sambærileg
gjaldtaka vegna þjónustu hrað-
banka 350-700 kr.
Tíðkast erlendis
Í svari Landsbankans segir að
eðlilegt sé að þjónusta innan bank-
anna kosti meira þegar manns-
höndin komi nærri en þegar hrað-
bankar annist þjónustuna. Banki
sé þjónustufyrirtæki og öll þjón-
usta kosti þó að ekki hafi tíðkast
hérlendis að rukka fyrir hana. „Við
höfum tekið upp mjög vægt gjald
sem ætlað er að standa undir
litlum hluta af kostnaði við slíka
þjónustu þegar hún er veitt við-
skiptavinum annarra banka, rétt
eins og tíðkast um allan heim. Til
þessa hefur þjónustan í raun verið
niðurgreidd af viðskiptavinum
Landsbankans,“ segir í svari frá
Landsbankanum. Þá segir að
kostnaður liggi í því t.d. að vera
með starfsfólk, reka húsnæði og
liggja með seðlasjóð. Kostnaður
fylgi því einnig að halda uppi hrað-
bönkum með tilheyrandi viðhaldi,
endurnýjun og seðlaflutningum.
Ekki tilfellið hjá Íslandsbanka
Hjá Íslandsbanka fengust þær
upplýsingar að sérstakt gjald væri
ekki innheimt þó að greitt væri
með korti annars banka í útibúum
Íslandsbanka.
Til samanburðar má nefna að
miðað við verðskrár bankanna
greiða viðskiptavinir bankanna 13-
15 kr. fyrir hverja færslu þegar
þeir nota debetkort sín í versl-
unum landsins.
Aukagjald ef greitt er með
korti frá öðrum banka
Landsbankinn og Arion banki rukka fyrir gjaldið en ekki Íslandsbanki
Morgunblaðið/Kristinn
Gjald Landsbankinn segir gjaldið sem hann innheimtir af viðskiptavinum annarra banka tíðkast víða erlendis.
Banki Hér má sjá kvittun frá Landsbank-
anum fyrir greiðslu, 200 kr. álag.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak-
anna, hafði ekki heyrt af þessari nýju gjaldtöku Lands-
bankans. „Það sem við leggjum áherslu á er upplýs-
ingagjöf, svo fólk geti tekið ákvörðun um að hætta við
eða halda áfram. Í hraðbönkunum er viðskiptavinur t.d.
upplýstur um gjaldtöku og fær kost á að hætta við,“
segir Jóhannes. „Stundum liggja skýringar fyrir, en í
mörgum tilvikum leitum við skýringa. Við áskiljum okk-
ur rétt til að leita eftir rökum fyrir gjaldtöku og leita
skýringa. Einnig áskiljum við okkur rétt til að gagnrýna
ef upplýsingagjöf er ekki í lagi,“ segir Jóhannes og tek-
ur fram að samtökin muni kanna hina nýju gjaldtöku.
Jóhannes telur að ekkert sé við því að segja þegar nýtt gjald er tekið
upp vegna þjónustu, að því gefnu að um sé að ræða gjaldtöku fyrir kostn-
aði sem viðkomandi fjármálafyrirtæki verður sannarlega fyrir. „Hins-
vegar gjöldum við varhug við því ef verið er að ná inn peningum umfram
eðlilegan kostnað sem bankinn verður fyrir. Við segjum einfaldlega að ef
einhver er að fá þjónustu hvort sem það er hjá fjáramálafyrirtæki eða
öðrum þá sé það eðlilegt að viðkomandi greiði fyrir þá þjónustu eðlilegt
afgjald, í stað þess að kostnaðurinn leggist á alla,“ segir Jóhannes. „Það
verður þá að vera eðlileg upphæð sem rukkað er fyrir og í samræmi við
þann kostnað sem verður til vegna þjónustunnar.“
Gjaldtaka bankanna endur-
spegli kostnað vegna viðskipta
NEYTENDASAMTÖKIN ÁVALLT Á VERÐI
Jóhannes
Gunnarsson
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar
Fjárframlag ríkisins til Fornleifa-
sjóðs fyrir árið 2013 er 700 þúsund
krónum lægra en fyrir árið 2012,
jafnvel þótt í nýjum lögum um menn-
ingarminjar sé sjóðnum ætlað mun
stærra hlutverk en áður.
Þetta kemur fram í sameiginlegri
ályktun fagfélaga fornleifafræðinga
en þar segir m.a. að Fornleifasjóður
hafi á undanförnum árum verið
helsti styrktarsjóður fornleifarann-
sókna á Íslandi. Félögin segja það
grundvallaratriði að stjórnvöld auki
fjármagn í sjóðinn til samræmis við
nýtt og aukið hlutverk hans.
Ármann Guðmundsson, formaður
Fornleifafræðingafélags Íslands,
segir fornleifafræðinga svartsýna á
horfurnar í faginu á næstu árum og
bendir á að raunar sé ástandið enn
verra en tölur um minnkandi fram-
lög hins opinbera bendi til, þar sem
stærsti hluti þeirra fjármuna sem
eitt sinn runnu til geirans hafi verið
vegna stórra þjónusturannsókna í
kringum stórframkvæmdir, sem nú
séu nánast engar.
„Langtum best væri að taka öll
verkefni sem eru á fjárlögum og
setja inn í sterkan Fornleifasjóð, því
það er fagnefnd sem veitir úr honum.
En þá gefur augaleið að Fornleifa-
sjóður þarf að vera mun sterkari,“
segir Ármann. Lægri fjárframlög til
fornleifafræði muni óhjákvæmilega
leiða til verri minjavörslu í landinu.
Fornleifafræðingar svart-
sýnir á horfurnar í faginu
Vilja öll verkefni og hærri fjárframlög til Fornleifasjóðs
Niðurskurður í forn-
leifarannsóknum
heildarframlög 2007-2013
í milljónum kr.
‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13
10
9,
50
12
2,
20
87
,6
0
49
,4
5
49
,1
0
45
,9
0
32
,2
0
Hæstiréttur sýknaði í gær Sigurþór
Arnarsson af ákæru í svonefndu
Vegasmáli. Sigurþór var sýknaður í
héraðsdómi árið 1998 en sakfelldur í
Hæstarétti árið eftir. Hæstiréttur
féllst á beiðni Sigurþórs um endur-
upptöku málsins í sumar en í dóm-
inum segir m.a. að Sigurþór hafi
staðfastlega neitað sök og ákæru-
valdinu ekki tekist að setja fram
sönnunargögn til stuðnings sakfell-
ingu. Að sögn lögmanns Sigurþórs
er verið að skoða hvort skaðabóta-
mál verði höfðað á hendur ríkinu.
Málið var höfðað í júlí 1997 á
hendur Sigurþóri og öðrum manni.
Þeim var gefið að sök að hafa spark-
að í höfuð manns þar sem hann lá á
gólfi veitingahússins Vegas, í kjölfar
þess að Sigurþór greiddi manninum
höfuðhögg með þeim afleiðingum að
hann féll í gólfið. Maðurinn lést af
völdum heilablæðingar sólarhring
eftir atvikið.
Héraðsdómur sýknaði þá Sigur-
þór af ákærunni en Hæstiréttur sak-
felldi hann og dæmdi í tveggja ára
og þriggja mánaða fangelsi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sýknað í
Vegasmáli
Íhugar skaðabóta-
mál á hendur ríkinu
Dómnefnd, sem metið hefur um-
sækjendur um embætti setts hæsta-
réttardómara sem auglýst var 2.
október sl., hefur lokið störfum og
skilað innanríkisráðuneytinu nið-
urstöðu sinni. Fimm sóttu um emb-
ættið og er það niðurstaða dóm-
nefndar að þrír séu hæfastir
umsækjenda til að hljóta setningu í
embættið, þ.e. Ása Ólafsdóttir, lekt-
or við lagadeild HÍ, Ingveldur Ein-
arsdóttir, dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, og Þorgeir Ingi Njáls-
son, dómstjóri Héraðsdóms Reykja-
ness. Aðrir umsækjendur voru dr.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor
við lagadeild HÍ, og Arnfríður Ein-
arsdóttir, dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur. Dómnefndina skipuðu
Eiríkur Tómasson, Allan V. Magn-
ússon, Guðrún Agnarsdóttir, Guð-
rún Björk Bjarnadóttir og Skarp-
héðinn Þórisson.
Þrír taldir
hæfastir