Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is Við prentum alla regnbogans liti. Við bjóðum upp á alla almenna prentun, ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband og umsjón með prentgripum. Pixel er alhliða prentþjónusta með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði. Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd. Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum pix (pictures) og el (element) Nafnspjöld, bréfsefni og umslög! Eins og við mátti búast er forseti Bandaríkjanna í efsta sæti á nýjum lista tímaritsins Forbes yfir valdamestu menn heims og á eftir honum koma þekktir menn á borð við kanslara Þýskalands og páfa kaþólsku kirkjunnar. Á listanum eru þó einnig óvænt nöfn. Þeirra á meðal er Joaquin Guzman Loera, öðru nafni „El Chapo, auð- kýfingur í Mexíkó og leiðtogi glæpasamtaka sem Forbes segir að skipuleggi umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Hann er í 63. sæti á listanum. Við valið hafði Forbes fjögur viðmið í huga: fjölda þeirra sem völd viðkomandi manna ná til, fjármunina sem þeir ráða yfir, hvort þeir hafi áhrif á mörgum svið- um og hvort þeir beiti völdum sínum. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, er í 16. sæti á listanum vegna þess að hann stjórnar stórri borg, sem er mjög mikilvæg í fjármálalífinu, er sjálfur auðkýf- ingur, fjölmiðlajöfur og hefur lagt mikið af mörkum til mannúðarmála og góðgerðarstarfsemi. Á listanum er 71 nafn, það er eitt á hverjar 100 millj- ónir íbúa jarðar. Þetta er annað árið í röð sem Barack Obama Bandaríkjaforseti trónir efstur á listanum. Á meðal þeirra sem féllu af listanum er Hu Jintao, forseti Kína, sem var í öðru sæti á síðasta ári en er ekki á listan- um nú vegna þess að hann lætur af embætti á næsta ári. Forbes segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé í öðru sæti vegna þess að hún sé valdamest í Evrópu- sambandinu og geti haft úrslitaáhrif á örlög evrunnar. bogi@mbl.is Heimild: Forbes 3 5 15 13 14 92 1 Barack Obama forseti Bandaríkjanna 2AngelaMerkel kanslari Þýskalands 3Vladímír Pútín forseti Rússlands 4 Bill Gates stjórnarformaður, Bill & Melinda Gates stofnunin 5 Benedikt XVI páfi kaþólsku kirkjunnar 6 Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna 7Abdullah bin Abdul Aziz al Saud konungur Sádi-Arabíu 8Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu 9 Xi Jinping aðalritari kínverska kommúnistaflokksins 10David Cameron forsætisráðherra Bretlands 11Carlos SlimHelu & fjölskylda heiðursformaður AmericaMovil 12 Sonia Gandhi forseti indverska þjóðþingsins 13 Li Keqiang aðstoðarforsætisráðherra Kína 14 Francois Hollande forseti Frakklands 15Warren Buffett forstjóri Berkshire Hathaway Valdamestumenn heimsins Listi bandaríska tímaritsins Forbes fyrir árið 2012 16Michael Bloomberg borgarstjóri NewYork 17Michael Duke forstjóri Wal-Mart 18Dilma Rousseff forseti Brasilíu 19Manmohan Singh forsætisráðherra Indlands 20 Sergey Brin meðstofnandi Google Larry Page forstjóri ogmeðstofnandi Google 4 81016 18 20 19 12 7 1 611 17 Stjórnmál Fjármál/viðskipti Trúmál Mannúðarmál Glæpaforingi meðal valdamestu manna Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa eytt sem svarar 168 milljörðum króna í hönnun og smíði langdrægra eld- flauga í ár og 5,2 milljörðum króna til viðbótar í risastórar styttur og myndir af leiðtogum landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkis- stjórnar Suður-Kóreu. Jafnvirði 1,2 milljarða króna var eytt í nýjar styttur á sex stöðum af Kim Il-Sung, fyrsta leiðtoga komm- únistaríkisins, og arftaka hans, Kim Jong-Il. Um fjórum milljörðum var eytt í stór veggmálverk af leiðtog- unum tveimur á um það bil 400 stöð- um í landinu. Tæp milljón manna hefur dáið úr hungri í Norður-Kóreu frá síðasta áratug aldarinnar sem leið og millj- ónir manna þjást enn af vannæringu vegna viðvarandi matvælaskorts í landinu. bogi@mbl.is AFP Fjáraustur Norður-Kóreumenn á flugeldasýningu í Pjongjang í tilefni af því að nýjar styttur af Kim Il-Sung og Kim Jong-Il voru afhjúpaðar. Eyddu milljörðum í styttur og myndir af leiðtogunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.