Morgunblaðið - 07.12.2012, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012
Tvöfalt kjördæmisþing framsókn-
armanna í Suðvesturkjördæmi verð-
ur haldið á morgun, laugardaginn 8.
desember, kl. 10.00 í Flensborg-
arskólanum í
Hafnarfirði.
Á þinginu velja
framsóknarmenn
í Kópavogi, Hafn-
arfirði, Mos-
fellsbæ, Seltjarn-
arnesi, Garðabæ
og Álftanesi 7
efstu á framboðs-
lista þann sem
boðinn verður
fram við næstu
alþingiskosningar 27. apríl 2013.
Í Suðvesturkjördæmi velja
flokksmenn nýja forystu, sem við
þurfum að bera traust til. Við þurf-
um að auka fylgi okkar um allt land
og við viljum og ætlum okkur að
komast í ríkisstjórn Íslands. Fram-
sóknarmenn vilja berjast fyrir auk-
inni velferð og bættum hag fjöl-
skyldna og fyrirtækja um land allt.
Framsóknarflokkurinn hefur sýnt
það og sannað í gegnum árin að liðs-
menn hans sitja ekki auðum hönd-
um heldur láta verkin tala. Hér
væri hægt að nefna fjölmörg mál
sem flokkurinn hefur barist fyrir
eins og t.d. þegar 12.000 ný störf
sett voru á oddinn, en urðu alls
14.000! Þá hafa framsóknarmenn
tekið mikilvægar ákvarðanir til þess
að landið haldist í byggð, fólk hafi
þar atvinnu og flykkist ekki allt á
suðvesturhornið. Hér má t.d. nefna
verkefni sem staðsett hafa verið á
landsbyggðinni, eins og fæðing-
arorlofssjóð á Hvammstanga,
Greiðslustofu atvinnuleysistrygg-
inga á Skagaströnd, Landmælingar
Íslands á Akranesi, starfsemi
Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs
á Sauðárkróki, Landbúnaðarstofnun
á Selfossi og fleira.
Brýnasta verkefnið sem við
stöndum nú frammi fyrir og þolir
enga bið er skuldavandi heimila og
fyrirtækja í landinu. Framsókn-
armenn kusu sér nýja öfluga for-
ystu 2009 og á yfirstandandi kjör-
tímabili hafa framsóknarmenn
ítrekað lagt til aðgerðir til hjálpar
heimilum og fjölskyldum í landinu.
Stjórnarflokkarnir og stuðnings-
flokkar þeirra hafa hafnað þeim öll-
um fram að þessu. Við getum ekki
lengur setið með hendur í skauti og
beðið eftir því að staða fjölskyldna
versni enn meira. Þess vegna þurfa
framsóknarmenn og allir stuðnings-
menn flokksins að taka höndum
saman og stilla upp góðri forystu í
Suðvesturkjördæmi. Forystu sem
auka mun fylgi flokksins og gefa
honum styrk til góðra verka.
Ég býð mig fram til þess að geta
tekið þátt í að skapa grundvöll að
bættri velferð alls almennings, með
áherslu á skuldaúrvinnslu og at-
vinnu fyrir alla og fjölbreyttari
menntun á sviði á iðn- og tækni-
greina og þarfir atvinnulífsins í
huga. Einnig til að stuðla að enn öfl-
ugari heilbrigðisþjónustu m.a. með
bættum aðbúnaði á nýju hátækni-
sjúkrahúsi.
Ég óska eftir stuðningi í efstu
sæti Framsóknarflokksins í Suð-
vesturkjördæmi, 1. eða 2 sæti
listans, og er tilbúin að takast á við
þau verkefni sem bíða okkar. Ég
hvet kjörmenn til að mæta tím-
anlega á þingið, sem hefst kl. 10.00
árdegis í Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði.
Framsókn til áhrifa 27. apríl
2013.
UNA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR
frambjóðandi í 1.-2. sæti.
Uppeldis- og menntunarfræðingur
og lýðheilsufræðingur frá HÍ.
Framsókn til lausnar skuldavanda
heimila og fyrirtækja
Frá Unu Maríu Óskarsdóttur
Una María
Óskarsdóttir
Fyrir gráti hafa fæstir komið upp
orði né heilli hugsun eftir að upplýst
var að Guðbergur Bergsson hefði
orðið áttræður á
dögunum.
Voðaverk hans
á sviði bókmennta
eru slík að vöxtum
að veldur morg-
unógleði og
svima.
Það var að von-
um að fjölmiðlar
færu af stað til að
kanna þetta mál
og á tiltölulega skömmum tíma var
Guðbergur kallaður inn á teppið hjá
helstu fréttastofum hérlendis og þó-
nokkuð mörgum á Spáni og í Þýska-
landi.
Fæstir höfðu gleymt honum að
hafa ekki gefið Íslendingum flugvöll-
inn í borginni Á-alla-kanta á Spáni til
bjargar vonlausu, bjargarlausu og
gjaldþrota föðurlandi sínu.
En þeir fengu skjótt um annað að
hugsa þar sem var áttræðisafmælið.
Og til að bæta gráu ofan á svart
kom út ný skáldsaga eftir hann eins
og til að toppa og dauðrota hið fyrr-
nefnda: Hin eilífa þrá.
Það var ábúðarmikill og grafalvar-
legur spyrill í Kastljósi sem minnti
Guðberg á hið augljósa að ekki næðu
allir svo háum aldri og opnaði þar á
það sem hefði átt að vera Guðbergi
kærkomið tækifæri til að sýna sanna
iðran sem svo sjálfsögð hefði verið og
biðja íslenska þjóð afsökunar á því að
hafa náð svo háum aldri.
Nei, því var ekki að heilsa og mátti
kenna í svip forherðingu fremur en
nokkuð annað og nú hefur þessi mað-
ur enn frjálsar hendur til að sá ill-
gresi sínu í formi þessara hræðilegu
bókmennta sinna um ókomin ár.
Vinahópur undirritaðs saman-
stendur af sveitalubbum, einfeldn-
ingum og opinberum vitleysingum.
Flestir hafa þeir keypt sér þessa
voðalegu bók Hin eilífa þrá og sést
best á því hversu bókmenntasmekk-
ur þessa fólks er gjörsamlega úti á
túni.
Þetta sannaðist ennfrekar þegar
Kiljan fjallaði um bók þessa þar sem
gagnrýnendur voru sammála um að
Guðbergur væri veruleikafirrtur og
virtist stjórnandi þáttarins afar þakk-
látur álitsgjöfum fyrir þá niðurstöðu.
Þar fauk jólalesningin og fjárfest-
ingin!
Auðvitað var það skensið eitt að
Grindavíkurbær hefði heiðrað Guð-
berg þegar ljóst er að hann sem allir
aðrir á hans aldri ættu að sæta sekt-
um sem nemur milljón fyrir hvert ár
umfram þessi áttatíu.
Þetta er skattstofn sem gæti nýst
óljúgfróðum og óvitlausum sveit-
arstjórnum vel á komandi árum og
sjálfsagt að sexfalda hann við fyrsta
tækifæri.
GUÐNI BJÖRGÓLFSSON,
kennari.
Guðbergur á óræðum aldri
Frá Guðna Björgólfssyni
Guðni Björgólfsson
Snörp orðaskipti
urðu í Kastljósinu þann
3. desember milli Ólínu
Þorvarðardóttur þing-
konu og Svans Svans-
sonar læknis. Ástæðan
var að fjórar þingkon-
ur hafa lagt fram
þingsályktunartillögu
um niðurfellingu á
virðisaukaskatti og
greiðslum til græðara.
Fróðlegt var að heyra hve lækn-
irinn var mikið á móti þingsályktun-
artillögunni, þótt Ólína útskýrði að í
henni fælist að heilbrigðisráðherra
yrði falið að stofna þverfaglega
nefnd til að kanna réttmæti nið-
urfellingar gjalda hjá græðurum.
Svanur fór mörgum neikvæðum orð-
um um störf græðara almennt.
Með aukinni menntun og vitn-
eskju almennings um afdrifaríkar af-
leiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ
fleiri aðilar hafnað hefðbundnum
vestrænum lækningum og kosið
óhefðbundnari leiðir. Fólk breytir
mataræði, tekur inn vítamín og
fæðubótarefni, nýtir sér áhrifaríkar
meðferðir eins og t.d. hómópatíu, kí-
rópraktík, osteópatíu, höfuð-beina-
og spjaldhryggjarmeðferð, svæða-
meðferð, bowen-tækni, lífljóseinda-
meðferð. Einnig hugrækt, jóga og
heilun. Allt eru þetta
aðferðir sem byggja
upp og bæta heilsu án
niðurbrjótandi auka-
verkana sem oftar en
ekki fylgja í kjölfar inn-
töku lyfja.
Nýir tímar
Í þessum stutta
Kastljóssþætti kom
greinilega fram
hræðsla læknisins við
nýjar leiðir í heilbrigð-
isþjónustu og greinilegt áhugaleysi
virtist vera fyrir að kynna sér kosti
nýrra meðferða. En tillit þarf að taka
til fjölda Íslendinga sem óska þess að
læknar og meðferðaraðilar vinni
saman án fordóma. Þá getur hver
einstaklingur valið þá meðferð sem
hann kýs.
F.h. stjórnar Heilsuhringsins.
Hvað hræðast
læknar?
Eftir Ingibjörgu
Sigfúsdóttur
Ingibjörg Sigfúsdóttir
»En tillit þarf að
taka til fjölda
Íslendinga sem óska
þess að læknar og
meðferðaraðilar vinni
saman án fordóma.
Höfundur er formaður
Heilsuhringsins.is
Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna (UNI-
CEF) heldur Dag
rauða nefsins í fimmta
skiptið á Íslandi í dag
með skemmti- og söfn-
unarþætti sem sýndur
verður í opinni dag-
skrá á Stöð 2 í kvöld.
Hugmyndin að baki
deginum er einföld: Að
nota grín og gleði til að
koma mikilvægum
skilaboðum um dauðans alvöru á
framfæri.
Aðalmarkmið Dags rauða nefsins
er að hvetja landsmenn til að ganga
til liðs við UNICEF og gerast
heimsforeldrar. Að vera foreldri er
líklega eitt gleðilegasta og mest gef-
andi hlutverk sem okkur hlotnast í
lífinu. Því fylgir einnig mikil ábyrgð;
að elska og vernda barn sem er
varnarlaust, að leiðbeina og hafa
áhrif til góðs; styðja í blíðu og stríðu
á vegferðinni um veröld sem stund-
um er viðsjárverð.
Heimsforeldrar hafa þessu sama
hlutverki að gegna – en á heimsvísu.
Með mánaðarlegum stuðningi sínum
vinna mörg þúsund
heimsforeldrar á Ís-
landi í samstarfi við
UNICEF að því að
styðja milljónir varn-
arlausra barna víða um
heiminn. Slík gjöf er
mikill gleðigjafi, bæði
þeim sem þiggur og
þeim sem gefur.
Það er afar dýrmætt
að geta sagt góðar
fréttir af starfi sem
snýst um réttindi, vel-
ferð og aukinn jöfnuð
meðal barna heimsins.
UNICEF hefur náð umtalsverðum
árangri á liðnum árum. Verkefnin
eru þó áfram ærin; fjármálakreppa
heimsins með hækkandi mat-
vælaverði bitnar mest á fátækustu
börnunum sem fjölgar ört, samhliða
þeim miklu þjóðflutningum sem víða
eiga sér stað úr sveit í sívaxandi fá-
tækrahverfi stórborganna. Lofts-
lagsbreytingar hafa einnig mest
áhrif á þá sem eru varnarlausastir,
því þær leiða til uppskerubrests,
flóða og uppflosnunar, sem oft reyn-
ast undanfari neyðarástands auk
þess að grafa undan lífsmöguleikum
fólks til lengri tíma.
Næsti milljarður nýrra jarðarbúa
verður enn á barnsaldri árið 2025
þegar mannkynið verður að lík-
indum 8 milljarðar. Nærri 90% þess-
ara nýju heimsborgara verða börn
sem búa í þeim hlutum heimsins sem
skilgreindir eru sem þróunarlönd.
Verkefnið sem UNICEF mun beita
sér fyrir er að styðja áfram aukinn
jöfnuð og sjálfbæra þróun á öllum
sviðum svo börn hvarvetna megi
nýta rétt sinn til farsæls lífs.
Með Degi rauða nefsins er UNI-
CEF að benda á þá gleði sem felst í
því að gefa og hvað samtakamáttur
einstaklinga getur lyft miklu grett-
istaki til góðs. Við vonum því að þú
látir ekki þitt eftir liggja og að þú
ákveðir í dag að ganga til liðs við
breiðfylkingu íslenskra heimsfor-
eldra.
Grín og gleði í dauðans alvöru
Eftir Svanhildi
Konráðsdóttur
Svanhildur
Konráðsdóttir
» Aðalmarkmið Dags
rauða nefsins er
að hvetja landsmenn
til að ganga til liðs við
UNICEF og gerast
heimsforeldrar.
Höfundur er formaður stjórnar
UNICEF á Íslandi.
Bréf til blaðsins
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook
Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi
veitingastaðurinn
caruso kynnir
kósýkvöld með eyfa
4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin-
sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli
tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og
syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan
matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar
á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar.
Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember
Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember