Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Félag íslenskra hljómlistarmanna fagn- ar í ár 80 ára afmæli en félagið hefur verið helsta vopn í hags- munabaráttu hljómlist- armanna frá upphafi. Margs er að minnast og fjölmargt hefur gerst þessa áratugi sem styrkt hefur stöðu þeirra í því samfélagi sem við lifum í í dag. Það byrjaði smátt í upphafi þegar 14 ein- staklingar söfnuðust saman á Kirkjutorgi 4 og stofnuðu Félag ís- lenzkra hljóðfæraleikara. Lög voru skrifuð, samþykkt, stjórn kosin og fyrsta tillaga félagsins leit dagsins ljós en hún hljóðaði svona: Vegna þess hvað útlendingar hafa tekið mikla vinnu frá íslenzk- um, bannar félagið hér með með- limum sínum að spila á móti út- lendingum nema fyrir fullt gjald samkv. gjaldskrá félagsins. Fleira var ekki gert og fundi slitið. Síðan þetta var samþykkt hefur mikið vatn runnið til sjávar og tón- listarlíf þjóðarinnar tekið það stór- stígum framförum að kalla mætti stökkbreytingu. Því er fyrst fyrir að þakka að við höfum borið gæfu til, allt frá stofnun Tónlistarskól- ans í Reykjavík 1930, að byggja hér upp öflugt skólastarf á sviði tónlistar. Nýir skólar bættust við í kjölfarið. Í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri voru stofn- aðir skólar sem mót- uðu umhverfi sitt strax í upphafi. En það varð fyrst með löggjöf um fjárhags- legan stuðning við tónlistarskóla árið 1975 að byltingin hófst og hefur staðið yfir síðan. Í dag eru 84 tónlistarskólar í landinu og fimmtán þúsund nemendur stunda þar nám. Margir hæfir kennarar og hljóð- færaleikarar eru þátttakendur í þessu öfluga uppbyggingarstarfi. Við höfum einnig notið þeirrar gæfu að hingað til landsins hafa komið góðir hljómlistarmenn alls staðar að sem hafa miðlað til okk- ar af þekkingu sinni og færni og þannig auðgað tónlistarlíf þjóð- arinnar. Í 80 ára sögu stétt- arfélags hljómlistarmanna, FÍH, hefur menntun hljómlistarmanna ávallt verið í fyrsta sæti samhliða kjarabaráttu. Með það í huga hef- ur FÍH starfað í gegnum tíðina. Félagið stofnaði Hljómlistarskóla FÍH árið 1956 en hann starfaði því miður ekki lengur en í eitt ár vegna fjárskorts. 24 árum síðar stofnaði félagið á ný tónlistarskóla sem í dag er ein af öflugustu menntastofnunum landsins. Með stofnun Tónlistarskóla FÍH undir- strikaði félagið sinn faglega metn- að sem hefur einkennt starfsemi þess fram til dagsins í dag. Í 80 ára sögu Félags íslenskra hljómlistarmanna hafa skipst á skin og skúrir. Margir sigrar hafa unnist og mörg helstu baráttu- málin komist í höfn. Eitt helsta baráttumál FÍH í gegnum tíðina var bygging tónlistarhúss. Hinn 13. maí 2011 opnuðust dyrnar að Hörpu, tónlistarhúsinu okkar, sem við höfum barist fyrir í marga ára- tugi. Með opnun Hörpu felst mikil viðurkenning til handa hljómlist- arfólki þessa lands. Harpa er ekki venjulegt tónlistarhús. Harpa er ævintýraheimur og þar gerast tón- listarleg ævintýri á hverjum degi. Alls hafa sótt tónleika 382.570 gestir og 1.650.000 gestir hafa lagt leið sína niður á hafnarbakka til að skoða húsið. Aldrei hafa jafn- margir miðar verið seldir á tón- leika hér á landi á einu ári og yf- irleitt uppselt á alla tónleika. Sinfóníuhljómsveit Íslands sem var stofnuð 1950 þurfti að starfa í 60 ár við ófullnægjandi aðstæður en hefur nú fengið drauminn upp- fylltan. Hljómsveitin er einn helsti máttarstólpi íslensks tónlistarlífs og nýtur virðingar hérlendis sem erlendis fyrir góðan flutning nýrr- ar sem sígildrar tónlistar. Með byggingu Hörpu fékk hljómsveitin loksins starfsumhverfi sem henni hentar og sæmir. En Harpa opn- aði ekki eingöngu dyr sínar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands því okkar frábæru hljómlistarmenn á sviði hryntónlistar hafa stigið á svið í þessu glæsilega húsi, troð- fyllt salina og vakið aðdáun með flutningi sínum. Þá hefur Stórsveit Reykjavíkur fengið æfingar- og tónleikaaðstöðu inni í Hörpu. Harpa er tónlistarhús á heims- mælikvarða sem hefur tekið tón- listinni opnum örmum. Harpa kall- ar nú á listamenn víðsvegar að úr heiminum og nú síðast Berlínar Fílaharmóníuna sem undirstrikaði töfra hússins enn frekar með stór- kostlegum tónleikum fyrir troð- fullu húsi. Á þessu rúma eina og hálfa ári frá opnun Hörpu hefur tónlistarlíf þjóðarinnar færst skör- inni hærra og um leið er sam- félagið ríkara af verðmætum sem telja ekki í krónum eða aurum heldur lífsgæðum. Harpa er ævintýraheimur og þar gerast ævintýri á hverjum degi Eftir Björn Theódór Árnason » Í dag eru 84 tónlistarskólar í landinu og fimmtán þúsund nemendur stunda þar nám. Björn Th. Árnason Höfundur er formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. einstakt eitthvað alveg S ó l o n í B a n k a s t r æ t i 7 e r s a m s t a r f s a ð i l i G a l l e r í L i s t . Þ a r s ý n i r Ú l f a r Ö r n o l í u m á l v e r k t i l l o k a d e s e m b e r .i r s s t r f s a i l i a l l e r í L i s t . Þ a r s ý n i r Ú l f a r Ö r n o l í u m á l v e r k t i l l o k a d e s e m b e r . Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Gallerí List Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.gallerilist.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.