Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 07.12.2012, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 ✝ (Jónína) HelgaDaníelsdóttir fæddist í Reykja- vík 3. september 1940. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 29. nóv- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Daníel Ell- ert Pétursson, f. 13.6. 1900, d. 14.6. 1977 og Guðlaug Jónína Jóhannesdóttir, f. 18.3. 1910, d. 31.5. 1969. Systkini Helgu eru: Einar, f. 6.9. 1927, d. 8.5. 2001, Vigdís, f. 15.2. 1935, Málfríður Agnes, f. 25.11. 1936, d. 3.2. 2006, Pétur Jóhannes, f. 16.9. 1938, d. 26.5. 1979, Friðgerður Bára, f. 27.11. 1942, d. 23.11. 2006, Örn Sævar, f. 27.11. 1942, Gunn- laugur Guðmundur, f. 15.8. 1945, d. 30.11. 1998, Unnur, f. 19.3. 1947 og Kolbrún, f. 14.9. 1948. Helga giftist Mortan Chr. Holm, f. 27.12. 1937 í Fær- eyjum, 4.8. 1959. Foreldrar hans voru Jens Holm og Sofia Holm sem bæði eru látin. Helga og Mortan bjuggu lengst af í Keflavík og á Suð- dóttir. Börn þeirra eru a) Sig- rún Helga Holm, f. 16.9. 1984, maki Andri Heiðberg. Börn þeirra eru Aron Ingi og Hekla Maren. b) Rúnar Freyr Holm, f. 16.5. 1988. c) Kristrún Ýr Holm, f. 18.7. 1995. 5) Unnur Agnes Holm, f. 26.5. 1966, maki Vikar Freyr Oddsson. Börn þeirra eru a) Sunneva Holm Vikarsdóttir, f. 18.2. 1988, maki Sigurbjörn Þrast- arson, dóttir hans er Sigurrós. b) Sylvía Holm Vikarsdóttir, f. 8.9. 1990. c) Styrmir Vik- arsson, f. 24.5. 1997. Helga fæddist á Bræðraborgarstígnum og fluttist barnung með fjölskyld- unni að Skúlagötu 76. Þar ólst hún upp í alþýðlegri verka- mannafjölskyldu sem bjó þröngt eins og var á þessum tíma, í tveggja herbergja verkamannaíbúð. Syst- kinahópurinn var stór, alls tíu börn, og þrátt fyrir veraldlegu þrengslin var hjartarúmið þeim mun stærra. Helga var sannkölluð hvunndagshetja og vann hin ýmsu störf á starfs- ævi sinni, síðast á Hæfing- arstöðinni í Keflavík og á Kaffi Flóru í Grasagarðinum. Hún varð að hætta vinnu vegna sjúkdóms síns árið 2004. Útför Helgu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. desember 2012, og hefst at- höfnin kl. 11. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. ureyri við Súg- andafjörð. Þau skildu á vordögum 1999. Börn þeirra eru 1) Jóhannes Már Gunnarsson, f. 2.9. 1956, maki Óskar Þór Ósk- arsson. Dóttir Jó- hannesar er Eva Lind, f. 28.7. 1977, maki Björgvin Arnarsson, dætur þeirra eru Rebekka Ellen, El- ísabet Emma, Bríet Saga og Ír- is Elma. 2) Jens Daníel Holm, f. 25.11. 1959. 3) Jónína Daní- ella Holm, f. 9.12. 1961, maki Vignir Bergmann. Börn þeirra eru a) Mortan Holm Gíslason, f. 9.11. 1979, maki Inga Lára Helgadóttir, sonur þeirra er Sæþór Helgi Mortansson. b) Daníella Holm Gísladóttir, f. 16.1. 1984, maki Eiríkur A. Björgvinsson. c) Una María Bergmann, f. 25.3. 1991. d) Ari Páll Vignisson Bergmann, f. 10.5. 1992. Sonur Vignis er Magnús Kári Bergmann, f. 11.5. 1975, maki Drífa Magn- úsdóttir, þau eiga tvær dætur. 4) Örn Sævar Holm, f. 22.1. 1963, maki Bryndís Knúts- Við virðum ei manninn fyrir að fá fé eða rós úr hnefa. Og hrós fyrir allt sem hann ekki var. Menn ótal blekkingar vefa. Því einungis virðingu okkar fær sá, sem eitthvað hefur að gefa. (Gunnar Dal) Komið er að leiðarlokum, mamma mín er gengin inn í Sumarlandið. Þekki ég hana rétt mun hún örugglega vera reiðubúin að taka til hendinni þar. Hún sat nú sjaldnast auðum höndum, blessunin. Alltaf hefur verið ys og þys í kringum hana mömmu, hún kunni svo sannar- lega við sig í slíkum aðstæðum. Gleði, glettni, stríðni og umfram allt, ekki taka sig of hátíðlega. Hnyttin í tilsvörum var hún og hafði mikinn húmor, sérstaklega fyrir sjálfri sér. Við dánarbeð mömmu varð maður heldur betur var við hvernig auðmýkt og lítillæti vinna saman. Auðmýkt vegna yf- irvofandi andláts sem var óum- flýjanlegt og uppgjöfin, sýna skilning á lífinu sjálfu, að sleppa tökunum og upplifa létti. Ekki er hægt annað en að drúpa höfði yf- ir slíkum skilningi á aðtæðum sínum. Mamma var rétt orðin 72 ára og glímdi við langvinna lungna- þembu síðustu tólf ár sem óneit- anlega hafði áhrif á lífsgæði hennar og sérstaklega síðustu tvö árin. Lífsgæði eru fólgin í góðri heilsu og hverjum manni dýrmætari en ekki alltaf sjálf- gefin. Lengi skal manninn reyna. Heyrnina missti mamma árið 1987. Það varð henni skiljanlega erfitt og þá fyrst reyndi á, hver er vinur í raun. En ótrúleg lagni hennar við að lesa af vörum kom öllum á óvart. Ömmubörnin létu ekki heyrnarleysið aftra sér við að spjalla við hana og stóð ég mig oft að því að undrast þetta tjáningarform en þau skildu öll hvert annað, það skipti mestu. Mamma var góð amma og langamma. Kona, sem var rétt rúmlega 25 ára og þegar orðin fimm barna móðir, vann örugglega ekki létt- asta verkefnið. Hún gerði sitt besta og snyrtimennskan spegl- aðist í hverju horni heimilisins. Á æskuárunum var alltaf nýbakað um helgar og montin vorum við af frostingstertunum, svo mjög að maður kenndi í brjóst um þá sem fengu sultubrauð með sunnudagskaffinu. Engum er það auðvelt að kveðja ástvin, sama á hvaða aldri við erum, en að kveðja í sátt er okkur auðveldara. Takk, mamma mín, fyrir mig og mína, blessuð sé minning þín. Svo vitnað sé í Móður Teresu, Það er auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra er svo sannarlega endalaust. Systkini mömmu hafa alla tíð verið mjög samheldin, alltaf var líf og fjör í kringum þau. Viddý, Öddi, Unna og Kolla, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Steini lækni mömmu og Sól- eyju hjúkrunarfræðingi á Borg- arspítalanum eru færðar sér- stakar þakkir fyrir hlýju og vinarþel mömmu til handa. Allt starfsfólk Líknardeildarinnar í Kópavogi fær einnig alúðarþakk- ir fyrir einstaka hlýju og vin- semd allt til enda. Full lotningar lýt ég höfði í virðingarskyni fyrir fagmennsku og mannkærleika allra starfsmanna þar sem hlúa að þjáðum á dánarbeði. Hafið öll þökk fyrir. Jónína Holm. Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar, Helgu Daníelsdóttur, sem lést þann 29. nóvember síðastliðinn. Hún tengdamóðir mín var ynd- isleg kona sem mér þótti ákaf- lega vænt um. Hún var fórnfús og ósérhlífin með hjarta úr gulli, alltaf var hún tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst inn á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna að Sætúni 4, Suðureyri við Súgandafjörð, hálfkvíðin að fara að hitta for- eldra tilvonandi mannsins míns. Sá kvíði reyndist óþarfur þar sem vel var tekið á móti þessari ungu stúlku að sunnan sem átti eftir að eignast góða vinkonu, hana Helgu. Helga hafði unun af handavinnu ýmiskonar og saumaskap og eru ófáar flíkur til eftir hana sem hún hefur saumað á elskulegu barnabörnin sín sem henni þótti óendanlega vænt um og var svo stolt af. Elsku Helga, ég mun svo sannarlega varðveita og passa handverkin sem liggja eftir þig hjá mér. Dætur mínar tvær eiga sína kjóla og slár og sonur minn jakkaföt og frakka, yndislegar flíkur með fullt af fal- legum minningum sem tengjast þeim. Helga mín var mikill húm- oristi sem sá oft spaugilegu hlið- arnar á lífinu og tilverunni. Hún var snögg að svara fyrir sig og hafði sterkar skoðanir ef því var að skipta, átti stundum til að rjúka upp en var jafnóðum fljót að jafna sig. Helga var mikil veislukona og hafði gaman af að bjóða fólki heim til sín og var ég oft hissa á hve snögg og snör hún var að framkalla heilu veislurnar hvort sem um matarboð var að ræða eða kökuveislu, alltaf var mín með fullt hús af alls konar kræsingum sem alltaf voru mat- armiklar og ljúffengar. Þegar ég læt hugann reika til þess tíma þegar ég kynntist þér, elsku Helga, þessum orkubolta sem þú varst, þá er svo margt gott og fallegt sem ég gæti talið upp hér af okkar ljúfu og góðu kynnum en það væri efni í heila bók. Takk, elsku vinkona mín, fyrir hvað þú varst yndisleg amma, langamma og tengdamamma. Ég mun varðveita minningu um duglega og óeigingjarna konu og góða vinkonu. Guð geymi þig og varðveiti. Þér við viljum þakkir færa þegar leiðir okkar skilja nú. Fyrir milda móðir blíðu mesta sem veittir þú. Fyrir störf þín stríð og þrautir er stormar lífsins sóttu að. Fyrir allt sem gafst að gæðum geymt og munað verður það. (Höf. ók.) Þín tengdadóttir, Bryndís. Elsku yndislega amma okkar. Þú auðgaðir líf okkar svo miklu meira en þú nokkurn tím- ann vissir. Með brosi þínu lýstir þú upp allt í kringum þig, hvert sem þú fórst enda alltaf stutt í hláturinn og grínið. Þú hafðir svo stórt og hlýtt hjarta og varst ávallt til taks, sama hvað. Fólk sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd eða stjórnast af rödd síns hjarta er einstakt. Einstak- ur eða einstök er orð sem á við um þá, sem eru dáðir og dýr- mætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. Einstök er orð sem lýsir þér best. Allt það sem við gerðum, allar stundirnar sem við áttum saman, eru yndislegar minningar sem einkennast af gleði og hamingju. Við vildum að allir ættu ömmu eins og þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku amma. Þú snertir hjörtu svo margra og þín verður sárt saknað. Við erum svo lán- söm að hafa átt allan þennan tíma með þér. Ljós þitt mun ávallt skína í minningunni og lýsa um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku amma okkar. Við elskum þig. Sigrún Helga Holm, Rúnar Freyr Holm og Kristrún Ýr Holm. Hæ, elsku amma. Sú stund hefur nú runnið upp að þú ert ekki lengur hjá okkur. Orð geta ekki lýst því hversu mikið ég mun sakna þín. Þú varst ekki bara amma mín, held- ur varstu einnig besti vinur minn. Alltaf gat ég komið og grátið við öxl þína og alltaf gat ég mig á þig reitt. Ég veit ég má ekki vera sjálfselsk en ég mun sakna þín svo mikið, amma. Nú mun enginn taka á móti mér í dyragættinni þegar ég kem í heimsókn né spila með mér öll spilin sem þú kenndir mér. En ég veit að þú ert á góðum stað þar sem þér líður vel og fylgist með okkur. Þú ert bara einni bæn í burtu og minning þín mun lifa í gegnum okkur og okkar börn og barnabörn. Ég get ekki beðið eftir því að segja börnun- um mínum frá þér og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Allar aukareglurnar sem þú bjóst til í spilum mun ég halda áfram að nota og brosa í hvert sinn sem þær koma upp. Þú varst besta amma sem nokkur manneskja gat hugsað sér og ég mun aldrei gleyma öllum stundunum sem við áttum saman. Ég elska þig. Kveðja, Daníella Holm Gísladóttir. Elsku besta amma Helga. Þú varst mér svo miklu meira en bara amma, þú varst ein af mínum bestu vinkonum. Það var ekkert sem ég gat ekki sagt þér og ég vissi alltaf að þú myndir aldrei dæma mig og alltaf vera til staðar fyrir mig og hjálpa mér ef ég einhvern tímann þyrfti á þér að halda. Það var fátt sem ömmuknús gat ekki lagað og mun ég sakna þess mest af öllu að fá ekki að knúsa þig aftur. Þú varst líka fyrst til að hrósa fyrir vel unnin verk og varst alltaf svo innilega þakklát þegar við gerðum eitt- hvað fyrir þig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og fyrir allt sem ég lærði af þér. Án þín væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Mér þykir svo ótrúlega vænt um þig og ég sakna þín svo mik- ið, en ég veit að þér líður betur núna. Ég elska þig alltaf, elsku engillinn minn. „Sjáustum“ eins og þú sagðir alltaf þegar þú kvaddir. Þín, Sunneva Holm. Elsku amma mín, ég mun alltaf hugsa með hlýju í hjarta og bros á vör til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þú varst amman sem all- ir vildu eiga, alltaf hress og kát og alltaf til í spil, þó tapsárari manneskju væri vart hægt að finna. Þú fannst samt ráð við því og samdir jafnóðum allskonar reglur sem hentuðu hverju sinni. Ég veit ekki hversu margar út- gáfur af rommí ég hef spilað við þig og ekki má gleyma aukakast- inu góða í yatzy. Held við séum öll sammála um að það sé nú al- veg ágætis regla. Við frænkurn- ar fórum líka oft með þér í ísbílt- úra og alltaf var hlustað á Froska og Fiðrildi. Þegar ég fór svo í Kvennó þá varð ég tíður gestur á Sléttuveginum þar sem við sátum saman við prjónaskap og spjölluðum um daginn og veg- inn. Það var alltaf hægt að treysta þér fyrir öllum leyndar- málum og leita til þín ef mann vantaði ráð. Elsku amma, ég á svo ótalmargar minningar sem ég geymi hjá mér og hugga mig við og er þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman. Ég elska þig og sakna. Þín, Una María. Stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn, eru gleðitár Guðs, sem hann felldi, er hann grét í fyrsta sinn. Honum fannst ekkert af öllu yndi sér veita né ró og allt vera hégómi og heimska á himni, jörð og sjó. Svo var það á niðdimmri nóttu, að niðri á jörð hann sá, hvar fagnandi hin fyrsta móðir frumburð sinn horfði á. Og þá fór Guð að gráta af gleði; nú fann hann það við ást hinnar ungu móður, að allt var fullkomnað. En gleðitár Guðs, sem hann felldi, er grét hann í fyrsta sinn, eru stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn. Davíð Stefánsson Til ömmu með þakklæti fyrir allt. Ari Páll. Jónína Helga Daníelsdóttir Þegar ég var 11- 12 ára gamall var ég sendur í skóla að Jaðri þar sem maður sem heitir Björgvin og var skólastjóri skólans og kona hans, Margrét Kristins- dóttir, réðu ríkjum. Í skólanum voru eingöngu drengir og ein dama, það var Edda dóttir þeirra hjóna, og var ég þar heilan vetur. Eitt skiptið kom Margrét Kristinsdóttir ✝ Margrét Krist-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. mars 1930. Hún lést 24. nóvember 2012. Útför Margrétar fór fram frá Jófríð- arstaðarkirkju í Hafnarfirði 3. des- ember 2012. Björgvin að máli við okkur drengina og spurði hann okkur hver myndi taka við af sér við lestur kvöldsög- unnar. Þeir bekkj- arbræður mínir vildu að ég gerði það og spurði hann þá hvers vegna þeir vildu mig. Jú, vegna þess að ég læsi svo svo vel að ég léki per- sónurnar í þeim bókum sem mér voru fengnar í hendur. Þá kom frú Margrét og sagði að stutt væri í matinn og báðu strákarnir mig um að lesa þangað til hann kæmi. Ég vil fá að senda Eddu dóttur þeirra hjóna mínar inni- legustu samúðarkveðjur og líka til fjölskyldunnar, og bið guð að vera með þeim. Kristinn G. Guðmundsson. Nú er Guð búinn að taka til sín engil, engillinn ber nafnið Margrét Kristinsdóttir og hún var langamma mín. Amma Gréta hefur alla mína tíð búið á Reykjavíkursvæðinu langt frá minni fjölskyldu. Mér þótti allt- af gaman að hitta ömmu vegna þess að hún tók alltaf svo vel á móti öllum og fannst gaman að fá heimsóknir. Ég tel mig hafa verið heppna að fá að fara oft í pössun til hennar þegar ég var yngri á meðan foreldrar mínir sinntu sínum erindum í höfuð- borginni. Frá því að ég var pínulítil hef ég aldrei verið fyr- ir hávaða og þess vegna þótti mér alltaf notalegt að vera hjá ömmu. Heima hjá ömmu var alltaf hlýtt, rólegt og ég fann fyrir miklu öryggi meðal engl- anna sem voru hjá henni. Amma bjó seinasta hluta ævi sinnar á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu þar sem mamma mín er forstöðukona. Við vorum mjög heppin að fá ömmu nær okkur og gátum eytt fleiri stundum með henni, þó ég vildi að þær hefðu verið fleiri. Nokkru eftir að hún flutti á Lund þá byrjaði ég að vinna þar í aðhlynningu. Mér fannst svo gaman að geta eytt fleiri stundum með ömmu og ég þjónaði henni að sjálf- sögðu eins og drottningu. Á morgnana þegar ég kom inn til hennar að kíkja á hana þá varð hún svo glöð og ég fékk alltaf svo hlýjar móttökur. Amma trúði á óhefðbundnar lækningar og lærði meðal ann- ars reiki. Í sumar vann ég mik- ið og þá var gott að koma inn til ömmu, setjast hjá henni og róa mig aðeins niður. Eitt skiptið var ég mjög þreytt og amma lagði höndina sína á öxl- ina mína. Við sátum í dágóða stund og horfðum á sjónvarpið og ég fann hvernig vöðvarnir í líkamanum slökknuðu allir. Ég vissi að amma sendi þessa strauma til mín og ef ég hefði verið lengur hjá henni þá hefði ég sofnað. Amma sendi okkur barnabarnabörnum sínum og öllum fjölskyldumeðlimum ljós. Þegar ég var stressuð fyrir próf eða einhver var veikur þá sendi hún ljós til okkar allra. Ég hef aldrei skilið hvernig það virkar en þegar amma sendir ljós þá veit ég að hún sendir ljós og finn fyrir friði. Núna í próflestri veit ég að amma sendir mér ljós og þess vegna kveiki ég á kertum til þess að sanna það. Núna veit ég að amma er komin upp til himna til systkina sinna, foreldra og vina. Ég vildi að ég hefði getað haft hana lengur hjá okkur en ég get því miður engu ráðið um það. Það er skrítið að geta ekki kíkt lengur til ömmu Grétu á Lundi. Hvíldu í friði, elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín. Þín langömmudóttir, Karen Eva. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.