Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 40

Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 40
40 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hin kunna leikkona Ólafía Hrönn Jónsdóttir er fimmtug í dag,fædd 7. desember árið 1962. Hún stendur í ströngu þessadagana enda mikið að gera í leikhúsinu. Hún fer með hlut- verk í jólasýningu Þjóðleikhússins, Macbeth, sem verður frumsýnd annan í jólum. Æfingar á verkinu standa nú yfir. Þá leikur Ólafía Hrönn í Dýrunum í Hálsaskógi og verkunum Tveggja þjónn og Ástin. Þrátt fyrir annir nær Ólafía Hrönn að halda upp á afmælið með stæl. „Ég er svo heppin að ég er í fríi þetta kvöld, það er engin sýn- ing, svo ég ætla að halda veislu. Ég býð fólkinu sem ég er alltaf að vinna með og vinum og ættingjum. Vinkona mín hún Eyja er rekstr- arstjóri afmælisins,“ segir Ólafía Hrönn. Hún ætlaði ekki að halda upp á afmælið sitt en var svo gert tilboð sem hún gat ekki hafnað. „Tinna og Ari sem vinna í Þjóðleikhúsinu komu með tilboð sem ég gat ekki hafnað. Þau voru mjög góð við mig en ég má ekki segja hvað tilboðið er. Svo eru tveir menn líka sem komu sterkir inn, þeir Örn Árna og Baldur Trausti en þeir mönuðu mig til að halda upp á afmælið mitt.“ Ólafía Hrönn hefur yfirleitt haldið upp á tuga-afmælin sín en lítið gert þess á milli. Hún er ánægð með að eiga afmæli í desember. „Þetta er allavega betra en að eiga afmæli á sumrin, þá kemst fólk ekki í veislur. Svona snemma í desembermánuði er fólk í miklum veislugír.“ ingveldur@mbl.is Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona er 50 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisstuð Ólafía Hrönn Jónsdóttir fékk oft jólaskraut í afmæl- isgjöf þegar hún var yngri en ekki lengur og er hún fegin því. Mönuð til að halda upp á afmælið G uðmundur fæddist í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Hann lauk prófi frá Far- mannadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík 1966 og sótti námskeið í verkstjórn og vinnu- hagræðingu. Guðmundur var háseti á fiskiskip- um, flutningaskipum, varðskipum og um nokkurra ára skeið stýrimaður á vitaskipinu Árvakri. Hann var starfs- maður Sjómannafélags Reykjavíkur 1972-91, sat í stjórn þess frá 1972, var formaður félagsins 1978-94, sat í stjórn Sjómannasambands Íslands 1976-92 og í miðstjórn ASÍ 1984-92. Guðmundur hefur setið í fjölda nefnda um hagsmuna- og velferð- armál sjómanna. Hann er stjórn- arformaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og Hrafnistuheimilanna. Guðmundur var varaborgarfulltrúi 1982-94, formaður hafnarstjórnar Guðmundur Hallvarðsson, fyrrv. alþingismaður – 70 ára Barnabörn Frá skírnarveislu Péturs Hrafns nú í haust. Frá vinstri: Sandra Rós og fyrir framan hana er Katrín Lind, þá Hólmfríður María (amma Mæja) sem heldur á Pétri Hrafni, Karen Ósk og fyrir framan hana er Sóley María. Lítur sáttur um öxl Nýstúdent Guðmundur og Hólmfríður með elsta barnabarninu, Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, sem er nemi í Bandaríkjunum og efnilegur golfleikari. 90 ára Hulda Guðjónsdóttir frá Þórshöfn, nú á Eir í Reykjavík, er níræð í dag. Eiginmaður Huldu var Daníel Gunnlaugsson frá Eiði á Langanesi. Börn þeirra eru, talið f.v., Þorbjörg, látin, Guðrún (Minný), látin, Völundur og Ísabella. Myndin er tekin uppúr 1950. Hulda dvelur á Eir á afmælisdaginn. Árnað heilla Akureyri Sigrún fæddist 22. mars kl 18.14. Hún vó 4.400 g og var 57 cm löng. Foreldrar hennar eru Halldís Gríma Halldórsdóttir og Björgvin Óli Árnason. Nýir borgarar Reykjavík Herdís Helga fæddist 14. mars. Hún vó 4.168 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Arnar Heið- arsson og Herborg Hulda Sím- onardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.