Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 42

Morgunblaðið - 07.12.2012, Page 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2012 Hugmyndavefurinn Betri Reykja-vík er samráðsvettvangur á net- inu þar sem íbúar borgarinnar geta sett fram hugmyndir sínar um mál- efni í sambandi við þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar. x x x Samkvæmt frétt á vef borgarinnartaka íbúar virkan þátt í eftirliti með götulýsingu í Reykjavík. Fram kemur að í ár hafi verið unnið á nokkrum stöðum í framhaldi af ósk- um um endurbætur sem íbúar settu á hugmyndavefinn Betri Reykjavík. Í því sambandi er bent á að götu- lýsing hafi verið bætt á göngu- og hjólastíg í Elliðaárvogi, á göngu- og hjólastíg bak við Korpuskóla, á göngu- og hjólastíg við Rimaskóla, á göngu- og hjólastíg í Grundarhverfi, á gönguleiðum yfir Langholtsveg og Sundlaugaveg og á göngu- og hjóla- stíg norðvestan við Skautahöllina í Laugardal. x x x Víkverji er ánægður með þessarframkvæmdir. Hann gerir sér grein fyrir því að víða þarf að taka til hendi en vonar að ákveðin hverfi verði ekki útundan vegna þess að íbúarnir veki ekki athygli á stöðu mála. x x x Við Rauðavatn býr enginn en þarer vinsælt útivistarsvæði. Helsta vandamálið er að borgin sinn- ir göngustígunum ekki neitt. Þar er engin lýsing og undanfarna daga hefur verið stórhættulegt að ganga á hálum göngustígunum sem hafa aldrei séð sand eða salt frá borginni. Jafnvel mannbroddar hafa ekki dug- að göngufólkinu, sem vill helst ekki missa dag úr úti í náttúrunni. Það er kannski ekki beint for- gangsverkefni að setja upp lýsingu á þessu svæði en ekki er til of mikils mælst að óska eftir því að göngustíg- arnir séu ruddir, þegar á þarf að halda og sand- eða saltbornir, þegar staða þeirra er eins og hún er nú. Í hinum enda bæjarins er einnig vinsælt útivistarsvæði og Víkverji spyr sem fyrr: Hvenær á að setja upp lýsingu á göngu- og hjólastíg- unum við Ægisíðu? víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.) eftir Jim Unger „ÞVÍ MIÐUR ER MYND AF ÞÉR VIÐ SKÓGAFOSS EKKI ÞAÐ SAMA OG SKILRÍKI MEÐ MYND.“ HermannÍ klípu „ÞEIR ÆTTU AÐ KOMA AFTUR FLJÓTLEGA.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að líða illa yfir að þurfa að fara án hennar. Brottfarir VIÐBÚINN AÐ SKJÓTA AF- GÖNGUNUM! ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ ENDURVINNA. HLAUPASKÓR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. Sigurinn er alltaf sætari ef þú þarft að hafa fyrir honum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að freistast til að kaupa ein- hverja munaðarvöru fyrir heimilið. Gefðu þér tíma til að treysta fjölskylduböndin. Þú forð- ast í lengstu lög að taka ákvörðun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er margt sem gengur þér í haginn þessa dagana. Bara að þú hefðir nægan tíma til þess að einbeita þér að einu verkefni í einu. Sá dagur kemur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert þekkt/ur fyrir frábæra kímni- gáfu. Vangaveltur um hvar þú sért staddur/ stödd í lífinu gefur þér drifkraft. Fram- kvæmdu allt sem virðist skemmtilegt og ánægjulegt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Stöðugt mat þitt á því hvað þú getir fengið út úr hlutunum kemur í veg fyrir að þú tengist fólki. Tíminn mun leiða í ljós hvað stenst og hvað ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þeg- ar menn eru ekki á eitt sáttir. Taktu vítam- ínin þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að gera sparnaðaráætlun til að tryggja framtíð þína. Notaðu orðið ómögu- legt eins lítið og þú getur, eða helst alls ekki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Aðrir hafa áhuga á þér og gera þig að miðdepli í samræðum með spurn- ingum og almennri athygli. Ævisögur hafa alltaf heillað þig, þú ættir að lesa eitthvað í jólafríinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ákaflega gefandi að eiga sálufélaga sem skilur þig og þekkir allar þín- ar þarfir. Þú lætur undan relli krakkanna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Til þín kann að verða leitað um forustu fyrir ákveðnum hópi. Sinntu vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. Hreyfingin hefur setið á hakanum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Börn gætu orðið til þess að auka mjög á skyldur þínar. Vanræktu ekki þinn innri mann, heldur gefðu þér tíma til að sinna andlegum þörfum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst erfitt að sætta þig við þær væntingar, sem þér finnst fólk gera til þín. Sýndu göfuglyndi, þú munt ekki iðrast þess síðar. Móti hækkandi sól nefnist ritsem Árelía Eydís Guðmunds- dóttir skrifaði og endurútgefið er á þessu ári. En undirtitillinn er: „Lærðu að virkja kraft vonar og heppni í lífi þínu.“ Á upphafssíðu er að finna bónorðsbréf í bundnu máli sem Kristján Guðmundsson skrifar til Árelíu Jóhannesdóttur árið 1945, en það ber sömu yfirskrift og bókin og hefur greinilega borið tilætl- aðan árangur: Móti hækkandi sól, móti himinsins vídd, vil ég halda með þér, ástin mín. Þegar grundirnar anga í góðviðrisblæ, þegar glóey á tindana skín. Þá ótrauður held ég á ævinnar braut, um ókunnar slóðir með þér. Ég vil gefa þér alla mína gleði og sorg, ég vil gráta og hlæja með þér. Ég vil ganga með þér þó að gatan sé þröng, yfir grýtta og órudda slóð. Þú ert gæfa mín öll, þú ert geisli sem skín, þú ert gleðinnar indæla fljóð. Ég vil helga þér allt sem er háleitt og blítt, hverja hugsun, þá besta er ég á. Ég vil syngja til þín öll mín sólfögru ljóð, hverja saklausa ást hverja þrá. Í augum þér sé ég hið sólbjarta vor, er sál mín er alltaf að þrá. Í örmum þér hníg ég í algleymis blund, við yndisleg brjóstin þín smá. Er fjarlægðin skilur mig frá þér um stund, getur framtíðin helst úr því bætt. Ég orna mér best við þá eldheitu glóð sem ástin til þín getur glætt. Ármann Þorgrímsson er á allt öðrum nótum er hann yrkir limru í léttum dúr en með alvarlegum und- irtóni: Þó öllu til andskotans töpum við yfir þeim sannleika göpum að allt sé hér best og auðlegðin mest, við erum svo náskyldir öpum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af hækkandi sól, öpum og bónorðsbréfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.