Morgunblaðið - 14.12.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 14.12.2012, Síða 1
 Bjór frá Ölv- isholti, er nefn- ist Lava, hefur slegið í gegn á erlendum mörkuðum og hefur brugg- húsið ekki und- an að framleiða og senda út. Mest er eftir- spurnin í Bandaríkjunum og Svíþjóð en einnig í Kan- ada, Danmörku og Noregi. Útflutn- ingur á bjór er orðinn um þriðj- ungur af heildarframleiðslu Ölvisholts, en framleiðslugeta brugghússins er um 300 tonn af bjór á ári. Það jafnast á við um eina milljón bjórflaskna. Eftirspurnin eftir Lava jókst enn meir í sumar eftir að bjórinn var í fagtímaritinu Draft Magazine valinn í hóp 25 áhugaverðustu nýrra tegunda á markaðnum í Bandaríkjunum í ár. Stóð valið þar um átta þúsund teg- undir. bjb@mbl.is »4 Bjórinn Lava selst grimmt erlendis Öl Lava er ramm- sterkur og dökkur. F Ö S T U D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  294. tölublað  100. árgangur  HVER FLÍK TÁKNAR HEIMSÁLFU MIKIÐ UM AÐ VERA Í JÓLASKÓGUM EIN STÆRSTA BJÖRGUN ÍSLANDSSÖGUNNAR FÓLK SÆKIR TRÉ Í SKÓGINN 18 BÓK OG DISKUR ÞORSTEINS J. 44RAKEL HANNAR 10 Endurskoðun samninga » Endurskoðun kjarasamninga ASÍ og SA þarf að ljúka fyrir 20. janúar. Áætlað er að samninga- nefndir hittist á mánudaginn. » Launþegar fá 3,25% hækk- un launa hinn 1. febrúar, ef kjarasamningar verða fram- lengdir. Helgi Bjarnason Baldur Arnarson „Það er klárt mál frá okkar hendi að það er ekkert til okkar að sækja. Fyr- irtækin eru ekki í stakk búin til að taka á sig meiri launahækkanir,“ seg- ir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Formenn að- ildarfélaga Alþýðusambands Íslands ákváðu á fundi í gær að krefjast meiri launahækkana við endurskoðun kjarasamninga í upphafi næsta árs en gert er ráð fyrir. „Við lítum svo á að forsendur kjara- samninga séu brostnar, þó að allar líkur séu á að hin almenna kaupmátt- arviðmiðun standist. Verðbólgu- og gengisforsendur samninganna hafa hins vegar brostið. Í því felst að fyr- irtæki í landinu og sveitarfélög og rík- ið hafa leyst úr sínum vanda með því að hækka verð á vörum og þjónustu umfram það sem við gerðum ráð fyr- ir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um rökstuðning fyrir kröfum ASÍ um launahækkanir umfram það sem gert er ráð fyrir. Hann telur þá hækkun ekki duga til að verja kaup- mátt launþega. Vilmundur bendir á að kaupmáttur launa hafi aukist um- talsvert frá síðustu kjarasamningum. Það skipti mestu máli. Vilmundur telur eðlilegt að ASÍ snúi sér til ríkisstjórnarinnar með þau mál sem hún hafi svikið. „Það var niðurstaða okkar á fundinum í dag að við ættum ekkert vantalað við þessa ríkisstjórn,“ segir Gylfi og bætir því við að búið sé að reyna það til þrautar. „Tími ríkisstjórnarinnar kom og fór.“ »14 Ekkert til okkar að sækja  ASÍ krefst meiri kauphækkana  Segist ekkert eiga vantalað við ríkisstjórnina  Formaður SA segir fyrirtækin ekki geta tekið á sig meiri launahækkanir Morgunblaðið/Golli Sungið á fundi Fulltrúar stjórn- lagaráðs koma saman í fyrsta sinn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er engin ástæða til þess að fara af hjörunum ef menn telja að ályktun Alþingis sé ekki umboð til handa stjórnlagaráði til þess að vinna þá vinnu sem ráðið vann og var falið. Í öðru lagi tók forseti Alþingis við til- lögum stjórnlagaráðs og lagði þær fram hér á Alþingi sem skýrslu sem vísað var til stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar í fyrrahaust,“ segir Álf- heiður Ingadóttir, þingmaður VG. Tilefnið er þau ummæli Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, í Morgunblaðinu í gær, að stjórnlagaráð hafi verið umboðs- laust. Indriði H. Indriðason, dósent í stjórnmálafræði við University of California, Riverside, er meðal þeirra sem hafa gefið umsögn um stjórnlagafrumvarpið en hann gagn- rýnir að stjórnlagaráð skuli ekki rökstyðja tillögur að breytingum sínum á stjórnarskránni. »12 Fari ekki „af hjörunum“  Þingmaður VG segir stjórnlagaráð hafa fullt umboð Nú þegar sólin er hvað lægst á lofti er eins gott að perur í ljósastaurum sem vísa okkur veginn í svartasta skammdeginu séu í lagi og skipt sé strax um þær perur sem bila. Skammt er þess að bíða að dag fari að lengja að nýju en nú þarf að treysta á götulýsingu stóran hluta dagsins. Tryggir lýsingu í svartasta skammdeginu Morgunblaðið/Golli  Sirkushátíðin VOL.CAN.O verður haldin í Vatnsmýrinni 4.- 14. júlí 2013 og verður á henni boðið upp á sýn- ingar fyrir alla fjölskylduna. Norræna húsið stendur að hátíð- inni í samstarfi við Cirkus Cirkör frá Svíþjóð og Cirkus Xanti frá Noregi. Fjögur sirkustjöld verða reist við Norræna húsið og boðið verður upp á sýn- ingar fyrir alla fjölskylduna. »48 Sirkusþorp mun rísa í Vatnsmýrinni „Hattakona“ í Cirkus Cirkör.  Tónlistarsala fyrir jólin er á góðu róli að sögn framkvæmda- stjóra Skífunnar. Tónlistarmaður- inn Ásgeir Trausti ber höf- uð og herðar yfir aðra en því er spáð að sala á plötu hans, Dýrð í dauðaþögn, muni fara yfir 20 þúsund eintaka markið fyrir áramót en ólíklegt þykir að nokkur önnur plata nái 10 þúsund eintaka markinu. Bóksala fer vel af stað en aðal- jólavertíðin er enn framundan. Ís- lenskar skáldsögur og handbækur eru eftirsóttastar í jólapakkan. »4 Tónlist og bækur í jólapakkann Ásgeir Trausti Þvörusleikir kemur í kvöld www.jolamjolk.is dagar til jóla 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.