Morgunblaðið - 14.12.2012, Page 16

Morgunblaðið - 14.12.2012, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við erum alfarið á móti þessum breytingum,“ sagði Grétar H. Guð- mundsson, formaður Landssam- bands vörubifreiðaeigenda og öku- kennari, um ákvæði frumvarps til nýrra umferðarlaga varðandi aukin ökuréttindi. Verði þau að lögum munu atvinnubílstjórar stórra vöru- og fólksflutningabíla þurfa að fara á 35 stunda endurmenntunarnám- skeið á fimm ára fresti til að við- halda réttindum sínum. Eiga ekki við hér á landi Grétar sagði að sér þættu auknar kröfur sem á að innleiða samkvæmt Evróputilskipun ekki eiga alfarið við hér. Hann benti á að fjöldi ís- lenskra ökumanna væri með aukin ökuréttindi af einhverju tagi. Verði frumvarpið að lögum væri í raun verið að taka atvinnuréttindi af fjölda ökumanna. „Samkvæmt 75 grein stjórnar- skrárinnar má ekki setja atvinnu- frelsi skorður nema almannahags- munir krefjist þess,“ sagði Grétar. „Ég get ekki séð hvaða almennings- hagsmunir knýja á um þessa breyt- ingu.“ Grétar sagði að úti í Evrópu færi endurmenntun atvinnubílstjóra mikið fram á lokuðum æfingasvæð- um. Þannig svæði eru ekki til hér á landi. „Í bóklega náminu þarna úti er verið að kenna atvinnubílstjórum hvernig á að fylla út pappíra þegar farið er yfir landamæri. Það kemur aldrei til með að skipta máli hér. Þeir læra líka um viðskiptaumhverf- ið og um samkeppni við vöruflutn- inga með járnbrautarlestum og ann- að slíkt. Það á lítið við hér. Það er bara lítill hópur atvinnubílstjóra sem fer héðan á hverju ári til Evr- ópu vegna vinnu. Hvers vegna þurfa þá allir aðrir atvinnubílstjórar á Ís- landi að fara í 35 tíma endurmennt- un til þess að þessir menn hafi rétt- indi úti í Evrópu,“ spurði Grétar. Hann kvaðst ekki hafa séð námskrá fyrirhugaðra námskeiða hér en geta nokkuð áttað sig á námsefninu með því að lesa Evróputilskipunina. Fáum fyrst evrópska vegi „Þar er til dæmis fjallað um stað- setningu bílsins á vegi og hvernig við nýtum vegina í akstrinum. Sam- kvæmt Evrópureglum eiga vegir að uppfylla ákveðin skilyrði en þeir gera það ekki á Íslandi. Íslenskir at- vinnubílstjórar verða að fullnýta vegina, sérstaklega þegar tveir vörubílar mætast. Nú þarf að taka upp reglur um ökuréttindi sam- kvæmt tilskipun en það er ekki hægt að skaffa okkur vegi sam- kvæmt Evrópureglum! Eigum við ekki bara að fá fyrst vegi sam- kvæmt Evrópustöðlum og fara svo í námskeiðin,“ spurði Grétar. Hann kvaðst sjálfur hafa verið ökukennari árum saman og ekki hafa neitt á móti endurmenntun. „Manni finnst þetta vera fullstórt skref varðandi endurmenntunarkröfuna. Ég held að við þurfum ekkert að kokgleypa þessar Evrópureglur.“ Í Landssambandi vörubifreiða- eigenda eru um 100 félagsmenn og eru margir þeirra einyrkjar sem gera út sína eigin vörubíla. Grétar sagði að það mundi hafa gríðarlegan kostnað í för með sér yrði frumvarp til umferðarlaga samþykkt eins og það liggur fyrir þingi. „Menn eru að tala um að endur- menntunarnámskeiðið muni kosta um 150 þúsund krónur. Það þýðir 15 milljónir á fimm ára fresti fyrir okkur í landssambandinu. Þetta er ein vinnuvika í hvert skipti fyrir hvern atvinnubílstjóra og því fara tvö heilsársstörf í námskeiðssetu bara í félaginu okkar. Námskeiðin verða væntanlega haldin á þéttbýl- ustu stöðunum. Þá eiga menn sem ekki eiga þar heima eftir að koma sér þangað og halda sér uppi í viku. Allur sá kostnaður bætist við. Þetta verður gríðarlega aukinn kostnaður sem fer út í verðlagið.“ Vörubílstjórar ósáttir við hertar kröfur Morgunblaðið/Júlíus Atvinnubílstjórar Krafist verður endurmenntunar á fimm ára fresti.  Spyr eftir veg- um samkvæmt Evrópustöðlum Atvinnuréttindi bílstjóra » Samkvæmt frumvarpi til umferðarlaga verður sett í lög að ökumenn sem stjórna öku- tækjum í C1-, C-, D1- og D- flokki til farþega- og farmflutn- inga í atvinnuskyni, skuli gang- ast undir endurmenntun á fimm ára fresti. Robert T. Kristjanson, fiskimaður á Gimli, Tammy Axelsson, fram- kvæmdastjóri Safns íslenskrar menningarfleifðar á Nýja Íslandi, og Tanis Grimolfson, fyrrverandi sveitarstjórnarkona í Riverton, voru sæmd afmælisorðu Elísabetar II. Englandsdrottningar við hátíð- lega athöfn á safninu á Gimli í Kan- ada um helgina. Í ár eru 60 ár síðan Elísabet II. komst til valda. Tímamótanna hef- ur verið minnst með ýmsum hætti og í Kanada hafa 60.000 manns ver- ið sæmdir sérstakri orðu drottning- arinnar, sem var útbúin af þessu til- efni, The Queen Elizabeth II Diamond Jubilee Medal. 20.000 manns í kanadíska hern- um hafa verið heiðraðir með þess- um hætti, 20.000 manns í öryggis- og björgunarstörfum eins og slökkviliðsmenn og lögreglumenn og 20.000 venjulegir borgarar, sem hafa lagt sitt af mörkum í samfélag- inu. steinthor@mbl.is Ljósmynd/Bill Buckels Orðuhafar Tammy Axelsson, Tanis Grimolfson, Dinah Ceplis og Robert T. Kristjanson. Öll nema Dinah Ceplis eru af íslenskum ættum. Fengu drottningar- orðuna í Kanada Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Ein- ari Marteinssyni, fyrrverandi leið- toga Vítisengla, 150.000 kr. í skaða- bætur vegna miska sem hann varð fyrir vegna símahlustunar fyrir þremur árum. Einar hélt því fram fyrir dómstól- um að símahlustunin hefði verið ólögleg og að of langur tími hefði lið- ið frá því hann var handtekinn eða fékk réttarstöðu sakbornings þar til hann fékk vitneskju um að hann nyti ekki lengur slíkrar réttarstöðu. Hann krafðist einnar milljónar króna í bætur. Tekið skal fram að hann var aldrei handtekinn í tengslum við málið. Síminn hleraður í mánuð Fram kemur í dómi héraðsdóms, að gögn málsins beri með sér að sími Einars hafi verið hleraður frá 27. febrúar 2009 til og með 26. mars 2009. Samkvæmt kröfugerð lögreglu fyrir héraðsdómi vegna símahlust- unar voru auk fleiri brota til rann- sóknar ætluð brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldur inn- flutningur á fíkniefnum, en sam- kvæmt ákvæðinu varðar brot gegn því allt að 12 ára fangelsi. Í dómnum kemur fram að Einar hafi aldrei verið handtekinn vegna málsins og hann hafi fyrst fengið vitneskju um símahlustun, og þar með að hann hefði haft réttarstöðu sakbornings, í maí 2011. Honum var svo í október sama ár til- kynnt um niðurfellingu málsins. Símahlustuninni var hætt þann 20. mars 2009, þrátt fyrir að heimild héraðsdóms væri ekki útrunnin þar sem talið var að hlustunin hefði ekki varpað skýrara ljósi á ætlaða brota- starfsemi stefnanda eða styrkt grun um aðild hans að innflutningi fíkni- efna. Dómarinn mat það sem svo að símahlustunin hefði valdið Einari miska. Einnig bæri að líta til þess að hann var sakaður um alvarleg afbrot og að ekki hefðu verið rök til að draga tilkynningu til Einars um að símahlustun væri hætt. Gjafsóknarkostnaður Einars, 910.191 kr., greiðist úr ríkissjóði. Dæmdar bætur fyrir símhlerun  Síminn hleraður í mánuð árið 2009 Einar Marteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.