Morgunblaðið - 14.12.2012, Page 27

Morgunblaðið - 14.12.2012, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Jólasprell Þeir voru kátir krakkarnir í Krikaskóla í Mosfellsbæ sem fengu jólasvein í heimsókn í gær en hann kom akandi á strætisvagni. Strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins hafa nú verið skreyttir með jólateikningum frá leikskólabörnum. Dregið hefur verið úr hópi þeirra leikskóla sem sendu inn teikningar og mun einn leikskóli í hverju sveitarfélagi fá heimsókn frá sveinka. RAX Fyrrverandi fjár- málaráðherra og nú- verandi atvinnu- og nýsköpunarráðherra ritar reglulega grein- ar um það sem hann telur vera glæsilegan árangur í ríkisfjár- málum. Nýjasta greinin í þessari röð birtist í Fréttablaðinu í fyrradag (12. des. 2012). Þar er sem fyrr miklast af ár- angri liðinna ára og eina ferðina enn boðuð „tímamót í glímunni við halla- rekstur ríkissjóðs“. Sem betur fer þurfa landsmenn ekki að búa við túlkun Steingríms Sigfússonar á hagtölum um ríkis- reksturinn. Þessi gögn liggja fyrir í greinargóðu formi í útgáfum og á heimasíðu Hagstofu Íslands. Vænt- anlega endurspegla þessi gögn þann veruleika sem Steingrímur biður um að í heiðri sé hafður í grein sinni. Hins vegar bregður svo við að sú saga sem þessi gögn segja er ekki í góðu samræmi við túlkun Stein- gríms. Veruleikinn Allan stjórnartíma núverandi ríkisstjórnar, frá 2009 og fram á þennan dag, hefur ríkissjóður verið rekinn með mjög miklum halla. Þessi ferill er rakinn í mynd 1 sem er meðfylgjandi. Þar kemur fram að fyrstu tvö stjórnarár ríkisstjórn- arinnar, 2009 og 2010, var hallinn langt yfir 100 milljörðum hvort ár eða 8-9% af vergri landsframleiðslu (sbr. mynd 2). Öfugt við það sem Steingrímur gefur í skyn í línuritinu í grein sinni er það ekki svo að hall- inn hafi minnkað á árinu 2010, fyrsta heila árinu í hans ráðherratíð. Þvert á móti hækkaði hann um 20 millj- arða kr. eða um meira en 1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Halli ríkissjóðs sem hlutfall af VLF óx sömuleiðis úr 8,3% í 9,4% (sbr. mynd 2). Frá árinu 2011 hefur hallinn vissulega farið lækkandi. Sú lækkun hefur hins vegar verið fjarska hæg- fara. Árið 2011 var hallinn á rekstri ríkissjóðs t.d. yfir 90 milljarðar kr. og næstum 6% af VLF (myndir 1 og 2). Jafnvel á yfirstandandi ári, fjórða árinu frá hruni, mælist hallinn fyrstu þrjá ársfjórðungana um 35 milljarðar kr. og stefnir í yfir 50 milljarða á árinu í heild eða um 3% af VLF. samkvæmt fyrrgreindum gögnum Hagstofunnar er nánar lýst í mynd 3. Eins og sjá má hefur skulda- staðan vaxið hröðum skrefum og nam í árslok 2011 yfir 55% af VLF. Vegna hallarekstrar ríkissjóðs á árinu 2012 hafa þessar skuldir enn aukist. Rétt er að taka það skýrt fram að í þessum tölum vantar ýms- ar þekktar skuldbindingar rík- issjóðs, m.a. vegna lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og ábyrgða á sjóðum og stofnunum, t.a.m. Íbúða- lánasjóðs. Þessi mikla hækkun í hreinni skuldastöðu ríkissjóðs er mikið áhyggjuefni af a.m.k. þremur ástæð- um. Í fyrsta lagi fylgir henni vaxta- kostnaður upp á tugi milljarða sem rýrir getu ríkissjóðs til að sinna mik- ilvægum málefnum samfélagsins, þar með töldum velferðarmálum í framtíðinni. Í öðru lagi bætast hinar auknu ríkisskuldir ofan á mjög erfiða skuldastöðu þjóðarinnar í heild. Þær veikja lánstraust þjóðarinnar út á við og hækka þar með vaxtakröfuna á Ísland erlendis. Skuldasöfnun ís- lenska ríkisins er að áliti sérfræð- inga ein af helstu ástæðunum fyrir því að alþjóðleg matsfyrirtæki hafa ekki fengist til að hækka mat sitt á lánshæfi Íslands og skuldatrygg- ingarálagið á ríkissjóð erlendis hef- ur sorglega lítið lækkað. Í þriðja lagi er þessi mikla skulda- söfnun ríkisins bein ógn við getu þjóðarinnar til að komast með sæmi- lega heilli há út úr þeirri fjárhags- kreppu sem hún hefur verið í. Áætl- un sú um endurreisn íslensks efnahags sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn og ríkisstjórnin komu sér saman um í nóvember 2008 byggðist á tveimur meginstoðum; (i) mynd- arlegum hagvexti og (ii) aðhaldi í ríkisrekstri og hallalausum ríkis- rekstri innan fárra ára. Þetta var í áætluninni taldið forsenda fyrir því að Ísland kæmist út úr skuldakrepp- unni. Hagvöxtur hefur því miður reynst mun hægari en að var stefnt í þessari áætlun. Eins og rakið hefur verið hefur einnig verulega skort á að markmiðunum í ríkisfjármálum hafi verið náð. Lokaorð Hinn mikli hallarekstur ríkissjóðs undanfarin fjögur ár felur í sér verulega ógn við efnahagslega vel- ferð íslensku þjóðarinnar á komandi árum. Framvinda frumvarps til fjár- laga fyrir árið 2013 á Alþingi og reynslan af fjárlögum undanfarandi ár bendir því miður ekki til þess að nú séu að verða þau tímamót í glím- unni við hallarekstur ríkissjóðs sem Steingrímur Sigfússon hefur kynnt. Þvert á móti bendir allt til þess að þessi síðustu fjárlög núverandi ríkis- stjórnar muni skerða enn frekar það svigrúm sem þjóðin hefur til að losa sig úr skuldafjötrum og skapa hér velferð á varanlegum grunni. Öfugt við það sem gefið er í skyn í grein Steingríms eru þessar hallatölur ríkissjóðs há- ar í samanburði við það sem tíðkast í öðrum Evrópuríkjum. Að með- altali frá árinu 2009 til 2011 (eða áætlunar 2012) eru þær talsvert yfir meðallagi Evr- ópuríkjanna (OECD, Economic Outlook 2012). Það er heldur ekki rétt sem fullyrt er í grein Steingríms að „hvergi í okkar heimshluta þar sem ríkissjóðir hafi lent í vanda vegna efnahagskreppu [hafi] náðst viðlíka árangur síðast- liðið ár eins og á Íslandi“. Sam- kvæmt hagtölum frá OECD (Econo- mic Outlook 2012) mun t.d. afkoma ríkissjóðs Írlands batna mun meira frá 2011 til 2012 en ríkissjóðs Ís- lands. Allmörg önnur lönd eru talin munu ná „viðlíka“ árangri. Leiktöld fjárlaga Það er eftirtektarvert að frá árinu 2010 hafa fjárlög undantekning- arlaust gert ráð fyrir miklu minni halla á rekstri ríkissjóðs en í raun hefur orðið. Þessu er lýst í mynd 1, þar sem halli á rekstri ríkissjóðs samkvæmt fjárlögunum er sýndur við hliðina á rauntölunum. Eins og sjá má er munurinn ærinn – hallinn er oft meiri en tvöföld áætlun fjár- laga – og skiptir tugum milljarða og nokkrum hundraðshlutum af VLF. Spurnin er hvað valdi. Nærtækt er að túlka þetta sem aðhaldsleysi í framkvæmd fjárlaga, sem er ekki í samræmi við þá mynd sem Stein- grímur vil fá okkur til að trúa. Það er einnig hugsanlegt að þetta van- mat á hallanum sé gert viljandi til að blekkja löggjafann og almenna kjós- endur. Hver sem ástæðan er má ljóst vera að svona mikil frávik eru stjórnarfarslega skaðleg og geta seint talist til fyrirmyndar í ríkis- rekstri. Hættulegur hallarekstur Það sem af er stjórnartíma núver- andi ríkisstjórnar, þ.e. frá árinu 2009 og út þriðja ársfjórðung 2012, nemur samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs mældur á verðlagi hvers árs um 400 milljörðum króna (Hag- stofan, Þjóðhagsreikningar 2012:3 og 2012:15). Þessi uppsafnaði halli hefur eðli málsins samkvæmt bæst við mjög alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs. Þróun hinnar hreinu skuldastöðu sem hlutfalls af VLF Eftir Ragnar Árnason »Hinn mikli halla- rekstur ríkissjóðs undanfarin fjögur ár felur í sér verulega ógn við efnahagslega velferð íslensku þjóðarinnar á komandi árum. Ragnar Árnason Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Sannleikurinn um ríkisfjármálin Rekstrarhalli ríkissjóðs Milljarðar króna, verðlag hvers árs. 2012 áætlað 180,0 160,0 140,0 120,0 100,0 80,0 60,0 40,0 20,0 0,0 2009 2010 2011 2012 Rekstrarhalli ríkissjóðs Halli skv. fjárlögum Halli á rekstri ríkissjóðs Sem hundraðshluti af VLF (2012 áætlað) 10.0% 9,0% 8,0% 7.0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2009 2010 2011 2012 Hreinar skuldir ríkissjóðs Sem hundtaðshluti VLF 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0% -10,0% 2007 2008 2009 2010 2011 Tafla 1 Tafla 2 Tafla 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.