Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjóla- og göngustígur milli Mos- fellsbæjar og Reykjavíkur var form- lega tekinn í notkun í gær. Vega- gerðin, Mosfellsbær og Reykja- víkurborg stóðu að framkvæmdum við hann undanfarna mánuði. Stígurinn er 1.600 m langur frá núverandi stígsenda við athafna- svæði Skógræktar Mosfellsbæjar við Hamrahlíð að gönguleið við akst- ursrampa að versluninni Bauhaus í Höllum. Þaðan liggur stígurinn áfram og svo undir Vesturlandsveg- inn við Úlfarsá, að Víkurvegi, framhjá Álfasteininum sem er fyrir ofan Keldur og niður á Stórhöfða. Miklar framkvæmdir Verkið var boðið út í lok maí sem leið og var verktakafélagið Glaumur ehf. hlutskarpast. VSÓ sá um hönn- un, Róbert G. Eyjólfsson var verk- efnisstjóri vegna framkvæmda en Davíð Baldursson verkefnisstjóri vegna undirbúnings og hönnunar. Sett var upp göngubrú, jarðvegs- skipti námu 4.500 rúmmetrum og malbikaðir voru um fimm þúsund fermetrar. Gengið var frá ræsum og 38 ljósstólpar settir upp. Að sögn þeirra sem að framkvæmdinni stóðu var stígurinn lagður í gegnum skóg- ræktarsvæðið í sátt við Skógrækt- arfélagið og að þess beiðni voru tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður náttúrulega. Gróð- urþekja sem var færð úr stígstæðinu var endurnýtt á fláum við stíginn. Í sumar gengu Reykjavíkurborg og Vegagerðin frá samningi um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Með samningnum er skilgreint hvaða leiðir heyri til grunnkerfis og skiptist kostnaður við framkvæmdir til helminga á þeim leiðum. Kostnaður við til- greindar framkvæmdir er áætlaður um tveir milljarðar króna, en þær hafa ekki verið endanlega tímasett- ar. Stígarnir sem samkomulagið nær til eru allir hluti af skipulögðu stofn- stígakerfi Reykjavíkurborgar og í samræmi við hjólreiðaáætlun Reykjavíkur. Heildarkostnaður framkvæmda nú nam um 60 millj- ónum króna sem deilist á verkkaupa. Morgunblaðið/RAX Á stígnum Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Jón Gnarr borg- arstjóri fóru fyrir hópi hjólreiðamanna á stígnum eftir að þeir opnuðu hann formlega í gær. Stígur milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar  Verkefni Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna Mynd/VSO Hjóla- og göngustígur Yfirlitsmynd af stígnum sem er meðfram Vestur- landsvegi frá Bauhaus að Skógrækt Mosfellsbæjar við Hamrahlíð. Samninganefnd Íslands á ráð- stefnu Alþjóðaflugmálastofnunar- innar um loftferðasamninga, sem lauk í vikunni, gerði átta loftferða- samninga við önnur ríki. Ráðstefnan fór fram í Jeddah, Sádi-Arabíu. Markmið hennar var að skapa aðildarríkjum stofnunar- innar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loft- ferðasamninga. Samninganefnd Íslands gerði samninga við Brúnei, Búrkína Fasó, Jemen, Nýja-Sjáland, Sene- gal, Seychelles-eyjar, Síerra Leóne og Úrúgvæ. Að sögn utanríkis- ráðuneytisins nálgast fjöldi samn- inga sem Ísland hefur gert við önnur ríki að vera 70 talsins. Jafn- framt voru undirritaðar vilja- yfirlýsingar um gerð loftferða- samninga við sex önnur ríki: Bangladess, Botsvana, Fílabeins- ströndina, Gíneu, Kambódíu og Nígeríu. Íslensku samninganefndinni var við lokaathöfn ráðstefnunnar veitt sérstök viðurkenning fyrir að hafa náð mestum árangri á ráðstefn- unni. Sendinefndina skipuðu Krist- ján Andri Stefánsson sendiherra, sem jafnframt var formaður, Karl Alvarsson lögfræðingur og Pétur Einarsson, fv. flugmálastjóri. Ísland gerði átta loftferðasamninga Orsök þess að fisvélin TF-303 brot- lenti hinn 20. október síðastliðinn er að hægri vængur vélarinnar ofreis í beygju og flugvélin fór í kjölfarið í spuna til jarðar. Tveir létust í slysinu. Talið er að flugvélin hafi verið í 200- 300 feta hæð þegar flugmaður missti stjórn á henni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu rannsóknar- nefndar flugslysa. TF-303 hafði skömmu fyrir slysið staðist nýskráningarskoðun hjá Fisfélaginu Sléttunni og fengið flughæfnis- skírteini. Á meðan mennirnir tveir voru að undirbúa flugtak í aðdraganda slyss- ins var kennsluflugvél frá Keflavík- urflugvelli í biðflugi yfir Sléttunni. Það vakti athygli flugmanns kennsluvélarinnar að TF-303 notaði stærstan hluta flugbrautarinnar í flugtakið og einnig vakti athygli að fisvélin virtist fljúga hægt og lágt eft- ir það. Flugmaður kennsluvélarinnar hóf að taka myndband af flugi TF-303 skömmu eftir flugtak hennar. Fisvél- in hækkaði flugið en var enn í mjög lítilli hæð og flaug jafnvel hægar en áður. Í beygju TF-303 í vesturátt tók flugmaður kennsluvélarinnar eftir því að beygjuhalli fisvélarinnar jókst og á endanum féll hún á hægri væng og snerist til jarðar með nefið á undan. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðaskýrslu en rannsókn á slysinu er ekki lokið. heimirs@mbl.is Fisvélin sem fórst ofreis í beygju  Flugmaður varð vitni að slysinu Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Verslunin okkar er komin í jólabúning og er sneisafull af glæsilegum vörum. Fjöldi tækja á sérstöku jólaverði. Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Jólaverð: 5.500 kr. stgr. Gufustrokjárn BOSCH Jólaverð: 27.900 kr. stgr. Ryksuga SIEMENS Jólaverð: 8.300 kr. stgr. Kaffivél SIEMENS Jólaverð: 14.500 kr. stgr. Gólflampi STAVANGER Jólaverð: Matvinnsluvél BOSCH 10.900 kr. stgr. Jólaverð: Rakatæki ANTON 19.900 kr. stgr. Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Mjólk er góð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.