Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Samningur um þróunarsamstarf vegna uppbyggingar nýsköpunarseturs og vísindagarðs hefur verið undirritað milli Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands, Seed Forum Iceland og SIVA (þróunarfélag Noregs). SIVA mun til- nefna leiðandi aðila í norska nýsköp- unarumhverfinu til þess að verða Ís- lendingum innan handar við mótun á hugmyndum um nýsköpunarsetur og vísindagarða og leiðir til fjármögnunar. Eyþór Ívar Jónsson, forstjóri Klaks, sagði í samtali við mbl.is að SIVA hefði mikla reynslu á þessu sviði. Sjá nánar á mbl.is Þróa vísindagarð ● Icelandair og rússneska flugfélagið Transaero undirbúa að hefja áætl- unarflug milli Íslands og Rússlands á árinu 2013. Icelandair áætlar að hefja flug til Pétursborgar í byrjun júní og fljúga tvisvar í viku. Transaero ætlar að byrja að fljúga milli Moskvu og Keflavíkur næsta vor, einnig tvisvar í viku. Transaero er næst- stærsta flugfélag Rússlands. Það rekur rúmlega níutíu flugvélar og flýgur til hátt á annað hundrað áfangastaða í Rússlandi og öðrum löndum. Árið 2011 flutti félagið yfir 8 milljónir farþega. Áætlunarflug milli Íslands og Rússlands FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Erlendir kröfuhafar hafa í auknum mæli sett inn sérstakt ákvæði um fyr- irframgreiðslu skulda í lánasamninga í því augnamiði að reyna að hraða út- greiðslu gjaldeyris á grundvelli und- anþágu frá fjármagnshöftum. Tals- verður hvati hefur í kjölfarið myndast hjá kröfuhöfum að selja krónueignir mjög hratt í skiptum fyrir gjaldeyri. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er þessi þróun ekki síst rakin til þess að erlendir kröfuhafar óttast nú þann möguleika, í tengslum við mögu- lega nauðasamninga föllnu bankanna, að þeir fái ekki að flytja úr landi gjald- eyri sem fellur þeim í skaut vegna gjaldeyriskrafna á innlenda aðila. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Seðlabanki Íslands hins vegar ekki veitt neinar stefnu- markandi undanþágur á grundvelli slíks fyrirframgreiðsluákvæðis þegar lausafjárstaða fyrirtækis fer yfir til- tekin mörk, svonefnt fjársópsákvæði (e. cash sweep), enda sé ekki um að ræða samningsbundnar afborganir af skuldabréfi sem eru undanþegnar fjármagnshöftum. Seðlabankinn get- ur þó veitt sérstaka undanþágu í þessu samhengi – en aðeins að því gefnu að fyrirframgreiðslur raski ekki stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Ekki undanþága frá höftum Rétt eins og Viðskiptablað Morg- unblaðsins greindi frá á fimmtudag- inn þá stöðvaði Seðlabankinn 10,15 milljóna evra afborgun, jafnvirði 1,7 milljarða króna, af evruláni ALMC, móðurfélags Straums fjárfestingar- banka, sem var á gjalddaga 20. nóv- ember. Seðlabankinn hefur ennfrem- ur sett ALMC það skilyrði, til að félagið fái aftur heimild til að greiða af evruláninu, að það selji eignir á mark- aði að andvirði 25,6 milljónir evra, jafnvirði ríflega 4,2 milljarða króna, í skiptum fyrir krónur. Það er sú upp- hæð sem ALMC, sem er með um milljarð evra í eignastýringu, hefur skipt í evrur með þessum hætti frá samþykkt lánasamnings sem ALMC gerði við þýska bankann Deutsche Bank 16. mars á þessu ári. Fram kemur í bréfi sem ALMC sendi til kröfuhafa 21. nóvember sl., sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, að það hafi verið skilningur fé- lagsins að greiðslan hafi verið heimil samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Svo virðist sem það sé túlkun ALMC að á grundvelli fjársópsákvæðisins hafi myndast greiðsluskylda til kröfu- hafa og því um að ræða samnings- bundna afborgun sem sé undanþegin fjármagnshöftum. Seðlabankinn er þó á öðru máli og telur að slík fyr- irframgreiðsla geti aldrei – nema í til- fellum þar sem fyrir liggur sérstök undanþága Seðlabankans – verið undanþegin fjármagnshöftum. Fá ekki að borga með evrum Í öðru bréfi frá ALMC, dagsett 22. nóvember, er vísað til þess að félaginu hafi verið heimilt í sumar að skipta krónum í evrur til að greiða kröfu- höfum á grundvelli fjársópsákvæðis- ins í samræmi við lánasamningsins við Deutsche Bank. Heimildir Morg- unblaðsins herma að sú staðreynd að Seðlabankinn hefur nú skikkað ALMC til að vinda ofan af fyrri gjald- eyrisviðskiptum sínum, að fjárhæð 25,6 milljónir evra, sýni aftur á móti að framkvæmd þeirra hafi ekki verið í samræmi við þær forsendur sem lágu að baki því að ALMC fékk upphaflega sérstaka undanþágu frá Seðlabank- anum. Þegar ALMC var tilkynnt af Seðla- bankanum 20. nóvember að félagið fengi ekki að skipta krónum í evrur til að greiða fyrrnefnda afborgun af evr- uláni sagðist ALMC í staðinn ætla að nota evrur í sama tilgangi. Því var hins vegar einnig hafnað af Seðla- bankanum. Samkvæmt heimildum þykir slíkt til marks um hversu alvar- legum augum Seðlabankinn lítur mál- ið. Stjórnendur ALMC vildu ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið fyrr í vikunni en í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í fyrradag er staðfest að það hafi ekki greitt afborgunina í kjöl- far samskipta við Seðlabankann. Unnið sé að skjótri lausn þessara mála og segist ALMC hafa til þess fullan stuðning lánveitenda.. Kröfuhafar reyna að fá út- greiðslu gjaldeyris hraðað  Seðlabankinn leyfði ALMC ekki að greiða afborgun af evruláni með evrum Höft ALMC fékk ekki að skipta krónum í evrur til að borga af evruláni. Seðlabankinn heimilaði ennfremur ekki að nota evrur í sama tilgangi. Leita allra leiða » Erlendir kröfuhafar reyna að nýta sér ákvæði um fyrirfram- greiðslu skulda til að fá undan- þágu frá höftum. » Seðlabankinn hefur ekki veitt neinar slíkar stefnumark- andi undanþágur. » Kröfuhafar óttast afleið- ingar mögulegra nauðasamn- inga. » ALMC ekki heimilað að greiða 1,7 milljarða afborgun af evruláni með evrum.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.,- ,/0.-- +,1.+0 ,,.+,2 ,,.2+ +1.11 +0-.34 +.3/10 +40.43 +-3.+ +,-.3- ,/2.+- +,1.3+ ,,.+14 ,,.25- +1.403 +0-.45 +.3+,5 +42.30 +-3.3- ,,5.,-13 +,-.1- ,/2.-- +,1.14 ,,.,32 ,,.32, +1.44 +05.03 +.3+5+ +43.++ +--./, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Heildarafli íslenskra skipa í nýliðn- um nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,4% minni en í nóvember 2011. Það sem af er árinu hefur afl- inn aukist um 12,1% miðað við sama tímabil 2011, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 90.558 tonnum í nóvember 2012 samanborið við 103.976 tonn í nóvember 2011, segir í frétt á vef Hagstofu Íslands. Botnfiskafli dróst saman um rúm 6.400 tonn frá nóvember 2011 og nam um 37.800 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 19.500 tonn, sem er tæpum 1.900 tonnum minni afli en á fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 4.300 tonnum sem er tæplega 1.400 tonnum minni afli en í nóvember 2011. Karfaaflinn dróst saman um rúm 2.200 tonn samanborið við nóv- ember 2011 og nam tæpum 5.100 tonnum. Tæp 4.800 tonn veiddust af ufsa sem er um 200 tonna samdrátt- ur frá nóvember 2011. Afli uppsjávartegunda nam rúm- um 50.800 tonnum. Rúmum 48.900 tonnum var landað af síld í nóvem- bermánuði, samanborið við tæp 50.500 tonn í nóvember 2011. Morgunblaðið/Ómar Sjávarfang Mikill samdráttur varð í fiskveiðum í nóvember eða 17,4%. Þrátt fyrir það hefur afli á fyrstu ellefu mánuðum ársins aukist um 12,1%. Aflaaukningin á árinu mælist 12,1%  17,4% minni afli í nóvember í ár Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.