Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Nafn sjómannsins sem er saknað 2. Jaðrar við ástarbréf til Íslands 3. 27 féllu í skotárás í Bandaríkjum 4. Gylfi segir sig úr Samfylkingunni  Faust í uppsetningu Vesturports og Borgarleikhússins fær heldur nei- kvæða dóma í dagblaðinu New York Times en verkið var sýnt í vikunni á leiklistarhátíðinni BAM í New York. Leiklistargagnrýnandinn Claudia La Rocco segir m.a. að það sé orðið full- fyrirsjáanlegt í samtímaleikhúsi að taka sígilt verk og skipta magn- þrungnu innihaldi þess út fyrir hvers- dagslegar brellur. Gagnrýnandi NY Times ekki hrifinn  Fimm rokk- hljómsveitir sem voru upp á sitt besta á níunda áratugnum hér á landi en eru ekki starfandi í dag, halda tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Þetta eru hljómsveitirnar Bone China, Dead Sea Apple, Dos Pilas, In Bloom og Quicksand Jesus. Húsið verður opnað kl. 21. Uppvakningar á Gamla Gauknum  Söngkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir verður með fata- markað á morgun, 16. desember, í Miðstræti 12 við Skálholtsstíg, kl. 15-17. Svala hefur ekki eingöngu vakið athygli sem söng- kona tríósins Steed Lord á und- anförnum árum heldur einnig fyrir frumlegan fatastíl. Svala Björgvinsdóttir með fatamarkað FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s, en 18-23 á SA-landi og syðst. Víða él, en snjókoma um tíma á A-verðu landinu. Þurrt að kalla á SV- og V-landi. Frost 0 til 5 stig. Á sunnudag Gengur í norðaustan 10-20 m/s, hvassast á A-verðu landinu. Bjart með köflum á SV- og V-landi, annars él. Talsverð snjókoma NA-til um kvöldið. Frost 0 til 6 stig. Á mánudag Austan- og norðaustanátt og snjókoma eða slydda, en rigning við A-strönd- ina. Úrkomulítið á SV-landi. Hiti kringum frostmark. „Við getum varla farið inn í leikjafrí við betri aðstæður eftir að hafa unnið fimm leiki í röð,“ segir Ásbjörn Frið- riksson, leikstjórnandi FH, sem er leikmaður 12. umferðar í handbolt- anum hjá Morgunblaðinu. Hann er fyrir stuttu kominn til félagsins á ný frá Svíþjóð og segir að sigurgangan sé ekki sér að þakka en margt hafi smollið saman hjá liðinu. » 2-3 Segir sigurgönguna ekki sér að þakka Sundgarpurinn Anton Sveinn McKee úr sundfélag- inu Ægi bætti í gær tíu ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi á HM í Istanbúl. Markmið Antons Sveins var að bæta sinn persónu- lega árangur og synda undir 3 mínútum og 50 sekúndum. Að bæta Íslandsmetið var bara bónus. Markmiðið ekki að bæta metið Aron Jóhannsson, sóknarmaður danska knattspyrnuliðsins AGF og markahæsti leikmaður úr- valsdeildarinnar þar í landi, stendur frammi fyrir því að velja um hvort hann eigi að gefa kost á sér í landslið Ís- lands eða Bandaríkj- anna. Umræðan hef- ur verið dálítið skrýtin. Sjá nánar viðhorfsgrein Víðis Sigurðssonar í íþróttablaðinu. »2 Skrýtin umræða um Aron Jóhannsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Störf flugfreyja og flugþjóna hafa ævinlega heillað margt ungt fólk og engin breyting virðist vera á því. Icelandair auglýsti í lok nóvember eftir fólki til starfa um borð í flug- vélum félagsins og ekki var að sök- um að spyrja. Alls bárust um 1.400 umsóknir og verða um 60 manns ráðnir að loknu ströngu ráðningar- ferli. Næsta sumar verða alls starfandi um 700 flugfreyjur og flugþjónar í flota Icelandair og hafa aldrei verið fleiri, að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Allir salir í Háskólabíói Um 1.100 manns mæta í næstu viku í fyrsta próf í ráðningarferlinu og verður tungumálakunnátta og al- menn þekking þá könnuð. Væntan- lega verða allir salir Háskólabíós notaðir undir prófið. Um 300 manns uppfylltu ekki þau skilyrði sem sett voru í auglýsingunni. Kynjaskiptingin í hópnum er þannig að konur eru í miklum meiri- hluta eða um 85%. Skilyrði var að umsækjendur væru á aldrinum 21- 35 ára og með því næst að jafna ald- ursdreifingu í heildarhópnum. Guðjón segir að mjög margir með- al umsækjenda séu með háskóla- gráðu. Hann nefnir að lögfræðingar og hjúkrunarfræðingar hafi verið áberandi þegar störf um borð í flug- vélunum voru auglýst fyrir tveimur árum. Þá voru 40 manns ráðnir, en umsækjendur voru litlu færri núna. Spennandi tækifæri Þeir sem best standa sig í prófinu í næstu viku fara í framhaldinu í við- töl, munnleg tungumálapróf og fleiri verkefni verða lögð fyrir þau. Þegar búið verður að velja þá 60 sem fá vinnu hjá Icelandair fara þau á átta vikna námskeið næsta vor. Mikil áhersla er lögð á öryggismál á slík- um námskeiðum, enda eru flug- freyjur og -þjónar fyrst og fremst öryggisfulltrúar, að sögn Guðjóns, þó svo að viðskiptavinir verði fyrst og fremst varir við þjónustuhlut- verkið. Aðspurður hvers vegna þessi störf séu svona eftirsótt segir hann að þau henti mörgu ungu fólki vel. „Þetta er draumastarf margra, sem finnst þetta bæði skemmtilegt og áhuga- vert. Það virðist vera lítið vandamál að skipuleggja lífið í kringum vaktir og fá síðan spennandi tækifæri á ferðum út í heim,“ segir Guðjón. Um 1.400 manns vilja í flugið Ljósmynd/Siggi Anton Ánægja Það var ástæða til að gleðjast þegar Icelandair útskrifaði síðast hóp flugfreyja og flugþjóna fyrir tveimur árum. 60 manns bætast við í vor.  700 flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair næsta sumar  Margir með háskólapróf „Auðvitað sakna ég margs sem ég gat gert með- an ég hafði löppina. Einu sinni gat ég laumast í fótbolta á hækjunum, en geri það ekki lengur.“ Það er átján ára Vestmanneyingur, Gunnar Karl Haraldsson, sem hefur orðið, en frá barn- æsku hefur hann glímt við erfiðan taugasjúk- dóm. Ferðir hans á sjúkrahús eru margar og að- gerðir á fótum, mjöðm og hrygg eru fleiri en hann hefur tölu á. Í janúarmánuði var vinstri fót- ur tekinn af við hné. Hann tekur erfiðleikunum með ótrúlegu jafn- aðargeði. Er virkur í starfi Íþróttabandalags Vestmannaeyja, einlægur stuðningsmaður Liverpool í enska boltanum og varaformaður nemendafélags framhaldsskólans í Eyjum. Hann kemur fljótlega til Reykjavíkur til að láta yfirfara gervifótinn. „Þetta er ekki alveg einfalt því mjöðmin vinstra megin er í köku,“ segir Gunnar Karl. „Kúlan er komin upp fyrir skálina og er bara á fleygiferð fram og aftur. Þegar ég labba með gervifótinn er ég með belti utan um mjaðmirnar til að styðja við mjöðmina og ég þarf alltaf að nota hækjur.“ aij@mbl.is »30-31 Aðgerðirnar orðnar fleiri en hann hefur tölu á Morgunblaðið/Sigurgeir Við tölvu Gunnar Karl hefur áhuga á fjölmiðlun og líklegt að hann læri eitthvað í þeim fræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.