Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 ✝ Jón Páll Páls-son fæddist í Svínafelli í Öræfum 10. mars 1929. Hann andaðist á Klausturhólum, dvalarheimili aldr- aðra á Kirkjubæj- arklaustri, 8. des- ember 2012. Jón átti heima í Svínafelli til full- orðinsára. For- eldrar hans voru Halldóra Sig- urðardóttir frá Hofsnesi, f. 4. ágúst 1893, d. 18. ágúst 1978 og Páll Pálsson uppalinn í Svína- felli, f. 4. febrúar 1889, d. 11. apríl 1954. Systir Jóns Páls var Sigrún Pálsdóttir, f. 7. apríl 1926, d. 27. júní 2004. Hennar maður var Þorsteinn Jóhanns- son frá Hnappavöllun, f. 7. sept. Björg, í sambúð með Rögnvaldi Má Guðbjörnssyni. 4) Halldór, f. 2. október 1957. Jón bjó lengi vel félagsbúi með Sigrúnu systur sinni og Þorsteini uns synir þeirra tóku við. Þá fór Jón að vinna í Reykjavík, fyrst um sinn ein- ungis yfir vetrarmánuðina en var þá alltaf heima frá vori og fram yfir sláturtíð, ýmist í bú- verkum, vegavinnu o.fl. Í Reykjavík vann hann á nokkr- um stöðum, s.s. hjá Jóni Lofts- syni, í Ísbirninum, stundum hjá byggingaverktökum en lengst vann hann hjá Málmsteypu Þor- gríms Jónssonar, fyrst einungis á veturna en í fullu starfi í ná- lægt 20 ár og bjó þá í eigin íbúð í Hraunbænum. Síðustu æviárin var hann til heimilis á Klaust- urhólum, dvalarheimili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri. Útför Jóns Páls fer fram frá Hofskirkju í dag, 15. desember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. 1918, d. 26. sept. 1998. Jón var ókvæntur og barn- laus. Börn Sigrúnar og Þorsteins: 1) Guðjón, f. 13. mars 1949, d. 13. okt. 2010. 2) Jóhann, f. 9. apríl 1952, kvæntur Hafdísi Sigrúnu Roysdótt- ur, f. 14. janúar 1959. Þeirra börn: Þorsteinn, í sambúð með Hebu Björgu Þórhallsdóttur; Svanhvít Helga og Sigurður Pétur. 3) Pál- ína, f. 29. janúar 1955, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 3. febrúar 1954. Þeirra dætur: Sigrún Svafa, gift Skúla Frey Brynjólfssyni, þau eiga þrjú börn, Guðjón Stein, Silju Kolbrúnu og Bryndísi Ólínu; Dóra Guðrún og Steinunn Jón hefur alltaf verið einn af fjölskyldu okkar en hann bjó lengi vel félagsbúi með foreldrum okk- ar systkina. Á uppvaxtarárum Jóns voru búskaparhættir með gamla laginu, unnið með handafli og hestafli þangað til meiri tækni- framfarir komu til. Það var Jóni minnisstæðast frá fermingardegi sínum að hann fékk far með vörubíl heim frá kirkjunni og var það í fyrsta sinn sem hann ferðaðist í bíl og þótti þetta ævintýri. Jón var 25 ára þegar faðir hans féll frá. Þá voru í heimilinu móðir hans, foreldrar mínir með tvo elstu synina, föðursystir Jóns og systurdóttir hennar, yngri en Jón. Á sumrin bættust sumar- dvalarbörn við og voru ærin verk- efni fyrir allar vinnuhendur en vegna annarra verkefna föður okkar hafði Jón fremur bústörfin á hendi uns elstu bræður mínir tóku við. 1950 kom fyrsti bíllinn á heim- ilið er faðir okkar keypti Dodge Weapon og var hann um tíma eini bíllinn á innbæjum, þ.e. í Svína- felli og Skaftafelli. Það kom yf- irleitt í hlut Jóns að sjá um að bíll- inn væri í lagi þó að þeir keyrðu hann báðir eftir því hvernig á stóð. Þetta var fyrir uppbyggingu nútíma vega og brúa og sam- komuhald á vetrum útheimti yf- irleitt könnunarleiðangur á undan til að finna út hvernig fara mætti yfir árnar, hvort þær væru á haldi eða rynnu kannski á milli skara. Þá fór Jón oft af stað með járn- karlinn og klofstígvélin til að finna bestu leiðir þó að stundum þyrfti að fara smákróka. Oft var þröngt í bílnum á leiðinni á mannamót en iðulega kátt á hjalla og gjarnan sungið, a.m.k. á heim- leiðinni. Þá var Jón oft bílstjóri en það hefti hann ekki í að taka undir sönginn. Vélar og tæki höfðuðu vel til Jóns og hann las sér til um gagn- semi þeirra og sótti sér fyrir- myndir um notkun þeirra. Það var sama hvaða tæki komu á heimilið, Jón var alltaf sá sem setti saman og í gang og stundum leituðu aðrir til hans þegar þannig stóð á. Ég man hvað það var mik- ill munur þegar mjaltavélin kom, rafdrifinn mótor við skilvinduna og strokkinn, sjálfvirkar þvotta- vélar á heimilið og fleiri nútíma tæki. Þetta átti nú við Jón og var hann alveg opinn fyrir að kaupa fleiri tæki, sagði okkur t.d. frá raf- magnsbuxnapressu og mörgu fleiru sem ekki var þó keypt en í gegnum tíðina hafði hann kynnt sér eða prófað mörg tæki. Seinni hluta ævinnar var Jón í auknum mæli í vinnu í Reykjavík og lengst hjá Málmsteypu Þor- gríms Jónssonar. Þar mynduðust þau vináttutengsl við Þorgrím og hans fjölskyldu sem aldrei rofn- uðu og Jón vann þar uns hann hætti sökum aldurs. Þó að Jón hefði á þessu ævi- skeiði komið sér fyrir í Reykjavík kom hann mjög oft heim að Svína- felli þegar hann átti frí og nánast alltaf um hátíðar. Samskipti hans við okkur öll og ekki síst börnin voru ævinlega full af væntum- þykju, gamansemi og góðvild. Jón flutti að Klausturhólum ár- ið 2009 og átti þar sín síðustu ár. Innilegar þakkir frá okkur að- standendum hans fyrir þá um- hyggju og alúð sem hann naut þar. Blessuð sé minning Jóns okk- ar. Pálína Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Fáein minningarorð um Jón Pál Pálsson móðurbróður minn. Jón vann við hefðbundin bú- skaparstörf í Austurbænum í Svínafelli á sínum yngri árum. Það var mikil bylting að fá Far- mal Cub-dráttarvélina um 1952. Jón sló túnin með henni meðal annars stóran hluta af bröttu tún- unum, keyrði þá þvert á túnið með sláttuvélargreiðuna á móti brekkunni. Hann þekkti vel kennileiti hvort sem var á sléttlendi eða til fjalls. Það var gott að hafa hans leiðsögn um hinar ýmsu leiðir í Fjallinu. Þegar Guðjón tók við fjárbúinu fór Jón að vinna meiri vélavinnu, einkum tengda Vega- gerðinni. Hann vann á veghefli í rúman áratug. Hann sá einnig um vatnadrekann um árabil, sem kom í sveitina 1964 og var notaður til að ferja bíla, fólk og varning yf- ir Skeiðará. Jón fékk fyrsta vöru- bílinn vorið 1972. Átti fjóra vöru- bíla hvern á eftir öðrum og var mikið í vegavinnu ásamt fleirum, fjárflutningum á haustin og keyrði steypumöl fyrir sveitung- ana þegar framkvæmdir voru í gangi. Jón var lagtækur í vélavið- gerðum og úrræðagóður að bjarga málum fyrir sjálfan sig og aðra, þar sem vélar voru annars- vegar. Mig langar að nefna eitt dæmi. Það var verið að smala Skeiðarár- sand fyrir mörgum árum. Við fór- um nokkrir á dráttarvél sem Jak- ob í Skaftafelli átti og kölluð var Gamla Rauðka út í Ytrimela og stoppuðum við skipbrotsmanna- skýlið þar. Þegar við ætluðum að fara á stað aftur fór vélin ekki í gang. Nú voru góð ráð dýr. Þá sáum við að Jón var farinn að tjakka upp annað afturhjólið, síð- an var fundið langt band og vafið marga hringi utan um dekkið. Jón settist á dráttarvélina hafði hana í gír og stóð á kúplingunni. Hann sagði okkur að taka í bandið og hlaupa með það frá vélinni. Við fórum eftir þessu og við það snér- ist hjólið. Jón sleppti kúplingunni og vélin fór í gang! Jón keypti sér íbúð í Reykjavík og vann í mörg ár í Málmsteypu Þorgríms Jónssonar, fyrst yfir vetrarmánuðina en síðar allt árið, en kom oft austur að Svínafelli í fríum. Síðustu æviárin bjó Jón á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri þar sem hann naut mjög góðrar umönnunar. Fjölskyldan á Nýjatúni þakkar allar samverustundirnar og ekki síst þá gleði sem Jón veitti börn- unum í gegnum árin með nær- veru sinni. Jóhann Þorsteinsson, Svínafelli Frændi minn og sumarfóstri kvaddi þennan heim að morgni Maríumessu, laugardaginn átt- unda desember að Klausturhól- um á Kirkjubæjarklaustri. Síðustu ár ævi sinnar hafði hann búið þar, á stað sem tengdist honum með margvíslegum hætti. Þaðan sá hann yfir Sandinn, sveit- ina sína í skjóli Öræfajökuls. En þar hafði hann fæðst og dvalið flesta áratugi lífs síns. Þar stund- aði hann búskap með systur sinni og mági. Og frá Klaustri var stutt á heimaslóðir. Jón var þar líka í þjóðbraut og hans fólk átti auð- velt með heimsækja hann, þegar það átti leið þar um, til eða frá höfuðstaðnum. Landbrotið var líka steinsnar fyrir sunnan Klaustur, en þaðan kom langafi hans og nafni, Jón Pálsson frá Arnardrangi. En sá kvæntist heimasætunni í Aust- urbæ Svínafells í Öræfum, Ljót- unni Þorsteinsdóttur og gerðist bóndi þar. Séra Jón Steingríms- son var svo langafi þessa Jóns Pálssonar. Bróðir þess fyrr- nefnda, Þorsteinn Steingrímsson aftur á móti langafi Jóns Þor- steinssonar, langafa þess sem þessar línur ritar. Svona geta lilj- ur vallar þessa lands legið. Og þessi forfaðir Jóns Páls, Eldmessuklerkurinn, hafði stöðv- að eldflóðið, fyrir vestan Klaustur við Systrastapa, með kynngi- magnaðri ræðu sinni í kirkjunni á Klaustri, þegar hraunið var á leið niður farveg Skaftár og stefndi á bæinn. Í sex sumur dvaldi maður hjá frændfólki ömmu, Þorgerði Þor- gilsdóttur, í Svínafelli, en hún hafði fæðst þar. Faðir hennar var frá Fossi á Síðu, sem er í augsýn frá Klaustri. Þessi tími sem mað- ur dvaldi í Svínafelli hefur senni- lega mótað mann meira en nokk- ur annar fyrr eða síðar, enda var maður þar eins og blómi í eggi og Jón Páll fyrirmynd manns í flestu. Þegar systrasynir Jóns Páls urðu stálpaðir dvaldi Jón Páll oft vetrarlangt í Reykjavík, en var gjarnan á sumrin í Svínafelli. Svo fór að lokum að hann var allt árið í Reykjavík, en var þó alltaf með annan fótinn á sínum fornu heimaslóðum. Síðasta aldarfjórð- unginn vann hann í málmsteypu móðurbróður míns, Þorgríms Jónssonar, sem hefur oft sagt Jón einn vandaðastan mann sem hann hafi kynnst og hæfasta starfs- kraft sem hjá honum hafi unnið. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég nú frænda minn og vin. Í Öræfum munu grös gróa á leiði hans, eins og þau gera á öðru leiði á Systrastapa. Sigurður V. Sigurjónsson. Ég ætla að skrifa örfáar línur um Jón frænda minn og tipla hér á fáeinum minningabrotum úr hans lífi. Þegar ég var barn að alast upp í Austurbænum þá var það Jón sem að miklu leyti sá um bústörfin á bænum til dæmis skepnuhirðingu á veturna þar sem faðir minn hafði öðrum verk- um að sinna. En þegar árin liðu og við systkinin urðum eldri þá færð- ust bústörfin meira á hendur eldri bræðra minna og Jón fór að sinna meira öðrum verkefnum ekki síst það sem sneri að vélum og tækj- um. Einnig fór hann oft í vinnu til Reykjavíkur hluta úr vetrum en kom svo aftur heim að vori eins og svo margir aðrir Öræfingar sem fóru á vertíð eða í vinnu til höf- uðborgarinnar. Jón var áhuga- maður um vélar og tæki og ég held að það sé ekki ofsögum sagt að hann hafi verið með það sem kallast bíladella. Ég var ekki hár í loftinu þegar Jón leyfði mér að standa fyrir framan sig á Cubnum og lét hann mig þá alltaf stýra þó svo ég næði varla upp á stýrið. Þetta var góð- ur ökuskóli því það er enginn eðl- ismunur að stýra Farmal Cub og öðrum og stærri ökutækjum. Vor- ið 1972 keypti Jón sinn fyrsta vörubíl, Benz 1413 og var hann með hann í vegavinnu ásamt öðr- um tilfallandi verkefnum. Einu sinni þegar Jón var í vinnu með bílinn þá eyðilagðist stimpill í mótornum. Hann átti varastimpil sem hafði fylgt með í kaupunum og Jón dreif sig í að gera við bílinn og var úti undir beru lofti við verkið. Fyrir klukkan sjö um morguninn var bíllinn tilbúinn og Jón var mættur í vinnu á réttum tíma og aldrei man ég eftir að það þyrfti að koma meira að þessu verki meðan hann átti bílinn. Sama var upp á teningnum þegar kúplingin hrundi í Landróvernum hjá pabba og seinna í hans eigin Landróver. Það var byrjað að gera við að kvöldi og bílarnir stóðu tilbúnir að morgni. Ein- hvers staðar hefur hann lumað á varahlutum í þessum tilfellum því ekki gat hann skroppið út í búð og keypt það sem vantaði. Jón stundaði vörubílaútgerð um árabil og átti hann samtals fjóra vörubíla. Um miðjan sjö- unda áratuginn tók Jón við Vatnadrekanum sem notaður var til að ferja bíla og fleira yfir Skeiðará sem þá var óbrúuð. Ég gleymi aldrei þegar hann kom í fyrsta skipti á drekanum heim, stoppaði við réttina og við krakk- arnir á bæjunum hlupum út að rétt að skoða gripinn. Ég man enn lyktina af útblæstrinum frá þess- um sjö strokka flugvélastjörnu- hreyfli. Ég man hvað ég leit upp til Jóns að hann skyldi kunna og geta stjórnað þessu tryllitæki. Á níunda áratugnum byrjaði Jón að vinna hjá frændum okkar sem reka Málmsteypu Þorgríms Jóns- sonar og þar vann hann lengi eða þar til hann hætti að vinna vegna aldurs. Þegar heilsunni fór að hraka flutti Jón á dvalar- og hjúkrunarheimilið Klausturhóla og naut þar góðrar umönnunar. Þar lést hann aðfaranótt laugar- dagsins 8. desember síðastliðinn. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Þinn systursonur, Halldór Þorsteinsson. Elsku Nonni frændi! Við systurnar eigum margar minningar um þig, elsku frændi okkar. Fyrst er að nefna litla pok- ann, sem hékk alltaf fyrir ofan rúmið þitt í Austurbænum – í honum var alltaf eitthvert gotterí fyrir litla munna og enn í dag fær- ir lyktin af Nóasúkkulaði með rúsínum, mann á svipstundu heim í litla herbergið undir súðinni. Glettnin var aldrei langt undan, Jón Páll Pálsson ✝ Matthías Ragn-arsson fæddist 16. nóvember 1945. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 8. desember 2012. Foreldrar hans voru Kristín Alex- andersdóttir og Ragnar Maríasson. Matthías var einka- barn þeirra hjóna. Börn Matthíasar eru Unnur Ólöf (Lóa), Ragnar, Rannveig og Klara. Matthías vann við sjó- mennsku mestan hluta ævi sinnar. Auk þess gegndi hann ýmsum öðrum störfum. Hann var mikið náttúrubarn og stangveiðimaður af lífi og sál. Hann var auk þess verk- laginn og mjög góð- ur smiður. Matthías sigldi um heimsins höf á skútu sem hann smíðaði sjálfur. Útför Matthíasar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 15. des- ember 2012, kl. 14. Okkur langar í fáeinum orð- um að minnast hans Matta frænda okkar. Á okkar heimili var hann alltaf kallaður Matti bróðir, hann var í raun ekki bróðir pabba okkar en svona næstum því. Þeir höfðu þekkst frá unga aldri, Stína mamma Matta var bróðurdóttir Sillu ömmu okkar og voru þær mjög nánar. Þótt annar byggi á Ísa- firði og hinn í Reykjavík fylgd- ust þeir alltaf að. Þegar Matti kom í bæinn kom hann í Eski- hlíðina og pabbi okkar, Ingi Dóri, fór mörg sumur vestur og dvaldi þá hjá Stínu, Ragn- ari og Matta. Eftir að Matti flutti í bæinn kom hann oft við í Eskihlíð- inni. Þar átti hann mikla vin- konu sem var amma okkar og bar hann mikla virðingu fyrir henni. Amma okkar var hæg- lát kona, góður hlustandi og dæmdi ekki. Honum þótti af- skaplega vænt um hana og var það gagnkvæmt. Við munum fyrst eftir Matta í Eskihlíðinni í heim- sókn hjá Sillu ömmu og Einari afa. Hann hefur verið svona rétt yfir þrítugt, hár og mynd- arlegur og mikill töffari. Það var í raun ekki mikill sam- gangur á þessum árum þar sem við bjuggum á Hellissandi og hann annaðhvort fyrir vest- an eða í bænum en pabbi fylgdist þó alltaf með honum og eftir að við fluttum í bæinn lágu leiðir þeirra miklu oftar saman og þeir urðu miklir og nánir vinir. Pabbi fylgdist grannt með skútuævintýrinu mikla, þvílíkur listasmiður þar á ferð. Matti var með frekar stórar hendur en ótrúlega handlag- inn. Matti var forfallinn veiði- maður og pabbi fór oft með honum að veiða. Hann var mikill græjukarl og sérstak- lega þótti honum gaman að eiga flottar veiðigræjur. Einu sinni keypti hann sér beljubát (u-laga slanga sem setið er í) og þeir pabbi fóru að veiða við Matthías Ragnarsson ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, EGILS SIGURJÓNS BENEDIKTSSONAR, Brekkutúni 8. Guðrún B. Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. �irðin��eynsla � Þ�ónusta �l�an �ólarhrin�inn www.kvedja.is 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´ ✝ Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samhygð og stuðning í veikindum og við andlát okkar ástkæra ÁRNA SIGURÐARSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- lækningadeildar og líknardeildar Landspítalans sem annaðist hann af djúpri fagmennsku. Megi þið eiga friðsæla aðventu og gleðileg komandi jól. Ína Ólöf Sigurðardóttir, Selma Lind, Sigurður Bjarmi, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Árnason, Þorgerður, Margrét Ágústa, Sigurður Orri, Svala Sigurgarðarsdóttir, Sigurður Sigurðsson ásamt fjölskyldum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.