Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 9 dagar til jóla Jólabær var opnaður á Ingólfstorgi í Reykjavík í gær og verður hann opinn fram að jólum daglega frá klukkan 12-18 og til klukkan 23 á Þorláksmessu. Í jólabænum er boðið upp ýmis- konar gjafavöru og margháttaða matvöru, bæði þjóðlega og al- þjóðlega. Fram kemur í tilkynningu að jólaborgin Reykjavík haldi áfram sínu flugi í desember en borgin hafi verið ríkulega skreytt þetta árið auk þess sem tíu jólavættir lífgi upp á borgina. Hægt sé að fara í fjöl- skylduvænan ratleik í miðborginni og fræðast meira um jólavættirnar en ratleikinn megi nálgast í Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Aðal- stræti og í fjölmörgum verslunum í miðborginni. Upplýsingar um við- burði má finna á jólaborgarvefnum www.visitreykjavik.is/jolaborgin. Jólabær á Ingólfstorgi um helgina Morgunblaðið/Golli Jólaþorp hefur verið opnað á Ingólfstorgi. Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliða- vatn verður opinn 11-16 í dag og á morgun. Þar verða til sölu jólatré af ýmsum stærðum og gerðum auk fjöl- breytts úrvals af íslensku handverki. Hestar verða á jólamarkaðnum milli kl. 14 og 15 báða dagana og verður teymt undir börnum sem þess óska. Sérstök barnastund verður í Rjóðrinu kl. 14 á laugardag og sunnudag. Þar verður lesið úr barnabókum, kveikt upp í varðeldi og jólasveinninn lítur við. Rithöfundar lesa upp úr bókum í Rjóðrinu milli klukk- an 13 og 14 báða dagana. Í dag munu Einar Már Guð- mundsson og Eiríkur Örn Norðdal lesa úr nýútkomnum bókum sínum milli klukkan 13 og 14 og á morgun lesa Stefán Máni og Ein- ar Kárason. Tónlistarflutningur verður á markaðnum kl 14.30. Jólamarkaður við Elliðavatn Jólasveinar við Eilliðavatn. Jólaþorpið á Thorsplani í Hafn- arfirði verður opið um helgina. Að auki verður hátíð Hamarkotslækjar haldin en hún minnir á starf Jó- hannesar Reykdal, sem fyrstur kveikti rafljós á Íslandi hinn 12. desember árið 1904. Hægt er að sjá dagskrá helg- arinnar á vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is. Meðal þeirra sem koma fram í jólaþorpinu eru Mar- grét Eir söngkona, Margrét Arn- ardóttir harmonikkuleikari og tríó- ið After Hours. Þá mun sýningar- hópur Listdansskóla Hafnarfjarðar sýna á sunnudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í jólaþorpinu er fjöldi sölubása með ýmiss konar handverk og annan jólavarning. Jólaþorpið opið í Hafnarfirði Jólasýning skautadeildar Aspar og Special Olympics á Íslandi verður í Skautahöllinni í Laugardal í dag klukkan 18.15. Á sýningunni verða frumsýnd keppnisatriði íslenskra keppenda sem hafa verið valdir til þátttöku í listhlaupi á skautum á alþjóðaleikum Special Olympics í Suður-Kóreu í jan- úar. Þrír Íslendingar, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Þórdís Erlingsdóttir og Júlíus Pálsson, öll í skautadeild Aspar, verða fulltrúar Íslands á leikunum en þau keppa í listhlaupi á skaut- um. Börn og unglingar úr skautadeild Aspar munu einnig koma fram á sýn- ingunni en um 20 börn og unglingar æfa nú með skautadeild Aspar. Jólasýning skautadeildar Aspar Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir sinni árlegu jólatrjáa- sölu í Hamrahlíðarskógi við Vest- urlandsveg um helgina. Opið verður frá klukkan 10 til 16 á laugardag og sunnudag. Jólasveinninn verður í skóginum kl. 12:30 báða dagana. Fram kemur í tilkynningu, að í skóginum geti fjölskyldan sagað sér alíslenskt jólatré fyrir jólin en einnig eru til söguð tré á staðnum. Í Hamrahlíð hafa verið ræktuð tré í rúm fimmtíu ár. Jólasveinninn í Hamrahlíðarskógi. Jólatrjáasala í Hamrahlíðarskógi Listmálararnir Kristín Gunn- laugsdóttir og Þuríður Sigurð- ardóttir leggja Barnaheillum – Save the Children á Íslandi lið í ár með því að leyfa afnot af verk- um sínum sem prýða jólakort samtakanna. Vilborg Davíðsdóttir rithöf- undur leggur samtökunum einnig lið með ljóði. Kristín Gunnlaugsdóttir á verk- ið María Guðsmóðir. Inn í kort hennar er prentað ljóð Vilborgar Davíðsdóttur, Í koti. Þuríður Sig- urðardóttir leggur til verkið Án titils, úr seríunni Glansmynd. Andvirði af sölu kortanna renn- ur beint til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Jólakortin er hægt að kaupa í ýmsum verslunum eða á skrif- stofu samtakanna á Suðurlands- braut 24. Listamenn leggja Barnaheillum lið Kristín Gunnlaugsdóttir og Þuríður Sigurð- ardóttir með jólakort Barnaheilla. Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík hófst nú í vik- unni og er á tveimur stöðum. Aðalsölustaður er í húsi sveit- arinnar við Flugvallarveg við rætur Öskjuhlíðar. Er opið kl. 10-22 um helgar og kl. 12-22 alla virka daga- til jóla. Einnig er sala um helgar við Grasagarðinn í Laugardal. Þar er opið kl. 13-17 alla laugardaga og sunnudaga til jóla. Viðskiptavinum er boðið upp á heitt kakó og kaffi og piparkökur. Til sölu er normannsþinur og ís- lensk stafafura og greni. Einnig eru seldir jólatrésfætur, fjórar teg- undir af greni og friðarljós. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er eina björgunarsveitin í Reykja- vík sem selur jólatré. Allur ágóði af sölunni rennur beint til björg- unarstarfsins. Flugbjörgunarsveitin selur jólatré Kertasníkir býr um jólatré. Fulltrúar Íslands í Suður-Kóreu. þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi veitingastaðurinn caruso kynnir kósýkvöld með eyfa 4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin- sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar. Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember ar t& co nc ep t > z- on e cr ea tiv e te am ph ot o > K am il S tru dz iń sk i ISON Sìmi 588 2272 Fæst aðeins á hársnyrtistofum fyrir hárið Mjúkt, glansandi... slétt eða krullað, aldrei aftur úfið. > Inniheldur lífræna Argan olíu frá Marocco > Inniheldur hvorki paraben né súlfat > þyngir ekki hárið Prófaðu þú finnur muninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.