Morgunblaðið - 15.12.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 15.12.2012, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 9 dagar til jóla Jólabær var opnaður á Ingólfstorgi í Reykjavík í gær og verður hann opinn fram að jólum daglega frá klukkan 12-18 og til klukkan 23 á Þorláksmessu. Í jólabænum er boðið upp ýmis- konar gjafavöru og margháttaða matvöru, bæði þjóðlega og al- þjóðlega. Fram kemur í tilkynningu að jólaborgin Reykjavík haldi áfram sínu flugi í desember en borgin hafi verið ríkulega skreytt þetta árið auk þess sem tíu jólavættir lífgi upp á borgina. Hægt sé að fara í fjöl- skylduvænan ratleik í miðborginni og fræðast meira um jólavættirnar en ratleikinn megi nálgast í Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Aðal- stræti og í fjölmörgum verslunum í miðborginni. Upplýsingar um við- burði má finna á jólaborgarvefnum www.visitreykjavik.is/jolaborgin. Jólabær á Ingólfstorgi um helgina Morgunblaðið/Golli Jólaþorp hefur verið opnað á Ingólfstorgi. Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliða- vatn verður opinn 11-16 í dag og á morgun. Þar verða til sölu jólatré af ýmsum stærðum og gerðum auk fjöl- breytts úrvals af íslensku handverki. Hestar verða á jólamarkaðnum milli kl. 14 og 15 báða dagana og verður teymt undir börnum sem þess óska. Sérstök barnastund verður í Rjóðrinu kl. 14 á laugardag og sunnudag. Þar verður lesið úr barnabókum, kveikt upp í varðeldi og jólasveinninn lítur við. Rithöfundar lesa upp úr bókum í Rjóðrinu milli klukk- an 13 og 14 báða dagana. Í dag munu Einar Már Guð- mundsson og Eiríkur Örn Norðdal lesa úr nýútkomnum bókum sínum milli klukkan 13 og 14 og á morgun lesa Stefán Máni og Ein- ar Kárason. Tónlistarflutningur verður á markaðnum kl 14.30. Jólamarkaður við Elliðavatn Jólasveinar við Eilliðavatn. Jólaþorpið á Thorsplani í Hafn- arfirði verður opið um helgina. Að auki verður hátíð Hamarkotslækjar haldin en hún minnir á starf Jó- hannesar Reykdal, sem fyrstur kveikti rafljós á Íslandi hinn 12. desember árið 1904. Hægt er að sjá dagskrá helg- arinnar á vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is. Meðal þeirra sem koma fram í jólaþorpinu eru Mar- grét Eir söngkona, Margrét Arn- ardóttir harmonikkuleikari og tríó- ið After Hours. Þá mun sýningar- hópur Listdansskóla Hafnarfjarðar sýna á sunnudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í jólaþorpinu er fjöldi sölubása með ýmiss konar handverk og annan jólavarning. Jólaþorpið opið í Hafnarfirði Jólasýning skautadeildar Aspar og Special Olympics á Íslandi verður í Skautahöllinni í Laugardal í dag klukkan 18.15. Á sýningunni verða frumsýnd keppnisatriði íslenskra keppenda sem hafa verið valdir til þátttöku í listhlaupi á skautum á alþjóðaleikum Special Olympics í Suður-Kóreu í jan- úar. Þrír Íslendingar, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Þórdís Erlingsdóttir og Júlíus Pálsson, öll í skautadeild Aspar, verða fulltrúar Íslands á leikunum en þau keppa í listhlaupi á skaut- um. Börn og unglingar úr skautadeild Aspar munu einnig koma fram á sýn- ingunni en um 20 börn og unglingar æfa nú með skautadeild Aspar. Jólasýning skautadeildar Aspar Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir sinni árlegu jólatrjáa- sölu í Hamrahlíðarskógi við Vest- urlandsveg um helgina. Opið verður frá klukkan 10 til 16 á laugardag og sunnudag. Jólasveinninn verður í skóginum kl. 12:30 báða dagana. Fram kemur í tilkynningu, að í skóginum geti fjölskyldan sagað sér alíslenskt jólatré fyrir jólin en einnig eru til söguð tré á staðnum. Í Hamrahlíð hafa verið ræktuð tré í rúm fimmtíu ár. Jólasveinninn í Hamrahlíðarskógi. Jólatrjáasala í Hamrahlíðarskógi Listmálararnir Kristín Gunn- laugsdóttir og Þuríður Sigurð- ardóttir leggja Barnaheillum – Save the Children á Íslandi lið í ár með því að leyfa afnot af verk- um sínum sem prýða jólakort samtakanna. Vilborg Davíðsdóttir rithöf- undur leggur samtökunum einnig lið með ljóði. Kristín Gunnlaugsdóttir á verk- ið María Guðsmóðir. Inn í kort hennar er prentað ljóð Vilborgar Davíðsdóttur, Í koti. Þuríður Sig- urðardóttir leggur til verkið Án titils, úr seríunni Glansmynd. Andvirði af sölu kortanna renn- ur beint til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Jólakortin er hægt að kaupa í ýmsum verslunum eða á skrif- stofu samtakanna á Suðurlands- braut 24. Listamenn leggja Barnaheillum lið Kristín Gunnlaugsdóttir og Þuríður Sigurð- ardóttir með jólakort Barnaheilla. Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík hófst nú í vik- unni og er á tveimur stöðum. Aðalsölustaður er í húsi sveit- arinnar við Flugvallarveg við rætur Öskjuhlíðar. Er opið kl. 10-22 um helgar og kl. 12-22 alla virka daga- til jóla. Einnig er sala um helgar við Grasagarðinn í Laugardal. Þar er opið kl. 13-17 alla laugardaga og sunnudaga til jóla. Viðskiptavinum er boðið upp á heitt kakó og kaffi og piparkökur. Til sölu er normannsþinur og ís- lensk stafafura og greni. Einnig eru seldir jólatrésfætur, fjórar teg- undir af greni og friðarljós. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er eina björgunarsveitin í Reykja- vík sem selur jólatré. Allur ágóði af sölunni rennur beint til björg- unarstarfsins. Flugbjörgunarsveitin selur jólatré Kertasníkir býr um jólatré. Fulltrúar Íslands í Suður-Kóreu. þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi veitingastaðurinn caruso kynnir kósýkvöld með eyfa 4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin- sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar. Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember ar t& co nc ep t > z- on e cr ea tiv e te am ph ot o > K am il S tru dz iń sk i ISON Sìmi 588 2272 Fæst aðeins á hársnyrtistofum fyrir hárið Mjúkt, glansandi... slétt eða krullað, aldrei aftur úfið. > Inniheldur lífræna Argan olíu frá Marocco > Inniheldur hvorki paraben né súlfat > þyngir ekki hárið Prófaðu þú finnur muninn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.