Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 53
glampinn í augunum og góðlát- legt grín var þinn fylgifiskur alla tíð. Þú varst einstök barnagæla og hafðir ótakmarkaða þolinmæði gagnvart öllum börnum. Og þú ræddir við okkur eins og fullorðið fólk, tókst mark á því sem við höfðum að segja og gafst þér tíma til að hlusta og ræða málin. Best féll þér að hafa nóg fyrir stafni. Í minningunni varst það þú sem dyttaðir að hlutunum, varst sá handlagni sem kom í fríum heim í Svínafell, þar sem þú gekkst oft í þau verk sem heima- fólk hafði ekki haft tíma til að sinna. Þér féll illa að vera að- gerðalaus, síðustu árin þegar kraftarnir fóru dvínandi, fannst þér erfitt að geta ekki tekið þátt í hversdagslífinu heima í sveitinni. Þá reikaði hugurinn eflaust aftur í tímann, þegar orkan var óþrjót- andi og viljinn sterkur. Þú varst ekki mikið fyrir að láta á þér bera, en komst það sem þú ætlaðir þér. Lítil saga sem okkur finnst svo lýsandi fyrir þig, sem „strák- arnir“ (móðurbræður okkar) rifj- uðu upp á góðri kvöldstundu fyrir nokkrum árum. Á þínum yngri árum var eitt sinn þrjóskur sauður sem átti að vera í útihúsi úti í Söndum – og sama hversu oft hann var settur þangað, þá kom hann alltaf aftur heim að bæ. Á endanum fékkst þú nóg, tókst sauðinn, settir hann í stóran sekk og hjólaðir með hann á bakinu út í Sanda (sem eru nokkrir kílómetrar). Sauðurinn kom aldrei óboðinn heim aftur. Þessi saga vakti mikla kátínu þeg- ar hún var sögð – en á einhvern hátt finnst mér hún endurspegla þinn innri mann, sterkan, úr- ræðagóðan en jafnframt alltaf sniðugan. Nú er komið að kveðjustund, elsku Nonni okkar. Það verður skrítið að hætta að stoppa á Klausturhólum eins og við höfum gert undanfarin ár. Það var svo gott að vita af þér þar, hjá ynd- islegu starfsfólki og úr stólnum þínum hafðir þú dásamlegt útsýni yfir jökulinn heima. Alltaf gott að koma til þín og drekka með þér góðan kaffibolla. Þú sagðir okkur að stúlkurnar kölluðu þig „kaffi- karlinn“ svo vel kunnirðu að meta sopann. Á árum áður var þinn uppáhaldssvaladrykkur kalt kaffi úr glerflösku. Það er dæmi um það hvernig þú fórst ekki endi- lega troðnar slóðir. En þú varst góður frændi og við munum aldrei gleyma þér. Þínar frænkur úr Suðurbæn- um – Sigrún Svafa, Dóra Guðrún og Steinunn Björg. Þegar ég settist að í Svínafelli vorið 1990 bjó Jón í Reykjavík en átti sitt herbergi í Austurbænum þar sem hann ólst upp og bjó framan af ævi. Hann kom alltaf heim í fríum svo að smám saman tókust með okkur kynni. Ég man eftir fyrstu jólagjöfinni sem hann gaf okkur Jóa, en það var stór 10 lítra stálpottur. Ég man líka hvað ég hugsaði þegar ég tók hann upp: Ja hérna hér. Hvað á ég að gera við svona stóran pott? Jón vissi alveg upp á hár hve gagn- legur stór pottur var. Ég var ung og sá ekki fyrir öll sviðin, slátrin, kæfuna og sultuna sem ég síðan hef soðið í pottinum. Jón sagði margar skemmtileg- ar sögur sem voru af raunveru- legum atburðum. Ein er minnis- stæð. Jón og Maggi í Svínafelli fóru í eftirleit í Hvannadal 12. desember 1965, sem er dalur austan í Svínafellinu. Þeir gengu eftir Virkisjökli og er þeir voru rétt ókomnir á fast land rann Tryggur, hundur úr Austurbæn- um, ofan í jökulsprungu. Sprung- an var svo þröng að ekki var hægt að síga eftir hundinum. Jón reyndi að kasta bandi til hans og snara hann, en þar sem sprungan var mikið innundir sig gekk það ekki vel. Að lokum gáfust þeir upp og urðu að halda heim því dagur var skammur. Jóni leið ekki vel að þurfa að skilja hundinn eftir þarna og fór því aftur upp á jökul daginn eftir og nú voru Maggi, Lulli og Guðjón með í för. Þegar þeir komu að sprungunni fór Jón eins langt niður í hana og hann komst og reyndi að snara hund- inn. Hann reyndi margoft en allt kom fyrir ekki, bandið kom upp en enginn hundur. Þeir voru við það að gefast upp eftir margítrek- aðar tilraunir. Þá hvöttu sam- ferðamennirnir Jón til að reyna einu sinni enn, því enginn þeirra gat hugsað sér að láta hundinn daga þarna uppi og ekki var hægt að skjóta hann af því að sprungan var þannig. Jón lagaði lykkjuna á bandinu og henti því niður og byrjaði að toga ofur varlega og viti menn, bandið þyngdist og upp kom hundur með lykkjuna utan um bláendann á skottinu. Trygg- ur flaðraði upp um alla í ofsakæti og bæði menn og hundur héldu heim glaðir í bragði. Ég spurði Jón hvar hann hefði fengið svona þjált band til að kasta niður í sprunguna. Hann sagði ofur rólega að það hefði hann fengið inni í Hvanna- dal. Það þótti mér skrýtið, því þar eru engar búðir. Jú, hann sagði að í seinni heimsstyrjöldinni hefðu Svínfellingar séð silfraðan loft- belg svífa til jarðar og þeir sáu hvar hann lenti í Dalnum. Menn fóru að vitja um loftbelginn skömmu síðar og þar var þetta þjála band, sem Jón notaði við björgunina á hundinum. Efnið úr loftbelgnum var það mikið að hægt var að skipta því á milli bæja í sveitinni og saumuðu kon- ur verjur úr því, þ.e.a.s. regnföt. Jón giftist aldrei. Hann sagði eitt sinn að það væri helst einu sinni á ári sem hann saknaði þess að eiga ekki konu og það væri þegar hann þyrfti að skrifa jóla- kortin. Við kveðjum mætan mann og dreng góðan, sem skilur eftir sig ótal góðar minningar. Hafdís. MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Ester Guð- jónsdóttir ✝ Ester Guð-jónsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. apríl 1934. Hún lést á Sjúkra- húsinu í Stykk- ishólmi 2. des- ember 2012. Útför Esterar fór fram frá Stykkishólmskirkju 8. desember 2012. Emilía Lilja. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Þingvallavatn. Pabbi var á bakkanum en Matti settist með stöngina sína í bátinn og svamlaði út í. Hann mátti þakka fyrir að komast aftur í land því hann var orðinn ansi dofinn í neðri hluta líkamans og þurfti pabbi að draga hann upp á bakkann. Einu sinni komu þeir vinirnir saman í bústað við Apavatn. Þegar Matti var búinn að fá kaffi sagðist hann ætla að skreppa út í vatn með flugu- stöngina sína og kasta nokkr- um sinnum. „Það er ekkert hægt að veiða hér fyrir fram- an, víkin er svo grunn og þú sekkur bara niður“ var honum sagt. „Sjáum til“ sagði hann og viti menn, hann kom með tvo að landi. Matti kom oft við hjá mömmu og pabba og oftar en ekki hitti hann einhverja af bræðrunum og þá var skipst á veiðisögum, metist um hver átti bestu græjurnar og hver hafði veitt meira hér og þar. Síðustu ár voru Matta mjög erfið, hann var veikur og lengi vel vissi hann ekkert hvað væri að sér. Hann hringdi stundum í mömmu og hún í hann, undir lokin átti hann erfitt með að tala og í síðasta símtalinu þeirra þá talaði hún bara og talaði og hann hlust- aði. Við systkinin heimsóttum hann alltaf þegar við fórum vestur og þótti honum sérstak- lega gaman að fá að fylgjast með byggingarframkvæmdun- um í Grunnavík. Í fyrrasumar gaf hann okkur koníaksflösku til að hafa með okkur og það er ennþá eftir smá lögg í henni til að skála fyrir honum næsta sumar. Við vitum að það er góður vinur sem tekur á móti honum. Sigrún, Gísli, Einar, Guðbjörn og Ragnar. ✝ Gunnar Björg-vin Sigmarsson fæddist á Seyð- isfirði 25. júní 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 5. desember 2012. Foreldrar Gunn- ars voru Sigmar Friðriksson bakari, f. 31. júlí 1901, d. 6. maí 1981, og Svava Svein- björnsdóttir húsmóðir, f. 25. október 1908, d. 15. desember 1983. Gunnar var sjöundi í röð tíu systkina en þau eru: Helgi Friðrik, f. 7. maí 1929, d. 17. desember 1990, Jóhann Ingvi Ingimundur, f. 28. maí 1930, d. 17. febrúar 1962, Sveinfríður, f. 1. september 1932, Sveinn f. 11. nóvember 1933, Sigríður Kolbrún Ása. Sigmar, f. 17. desember 1968, giftur Huldu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Gunnar Bergman og Sigrún Ása. Friðrik Már, f. 5. júní 1973, giftur Guðveigu Bjarnýju Guðmundsdóttur, börn þeirra eru Fannar Rósant og Hilmar Freyr. Dóttir Gunnars frá því fyrir hjónaband er Hildur, f. 30. nóvember 1965, barn henn- ar er Sigrún. Gunnar og Kolbrún hófu bú- skap sinn á Akranesi, þar bjuggu þau skamma hríð en héldu svo á heimahaga Gunn- ars til Seyðisfjarðar þar sem þau bjuggu fyrst á Sólbakka og síðan á Leirubakka 1 en þar bjuggu þau til dánardags. Ung- ur að aldri var Gunnar sendur í sveit bæði að Eyvindará í Eiðaþinghá og að Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Snemma hóf Gunnar að stunda sjó og vann síðan almenna verkamanna- vinnu tengda sjómennsku og sjávarútvegi alla tíð. Útför Gunnars fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 15. desember 2012, kl. 13.30. María, f. 21. júlí 1935, Hreiðar, f. 7. júní 1937, Har- aldur, f. 21. sept- ember 1940, Al- freð, f. 30. júlí 1946, og Helga, f. 15. febrúar, d. 14. október 1978. Gunnar kvæntist Jónu Kolbrúnu Ólafsdóttur frá Akranesi hinn 26. desember 1965. Kolbrún var dóttir Ólafínu Ólafsdóttur og Ólafs Helga Sigurðssonar en alin upp hjá fósturforeldrum, þeim Ásu Finsen og Ólafi Björnssyni. Gunnar og Kolbrún eignuðust þrjá syni, þeir eru: Björgvin Ólafur, f. 8. október 1965, giftur Ólöfu Jóhönnu Sigurðardóttur, börn þeirra eru Agnar Már, Gunnar Óli og Elsku pabbi okkar og afi. Það er með söknuði og þakk- læti fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú gafst okkur sem við kveðjum þig í dag. Í hug okkar og hjarta geymum við yndislegar minningar um þig og samverustundirnar með þér. Ávallt munum við minnast þess með bros á vör hversu röskur þú varst og ekkert að drolla með það sem gera þurfti, hvort sem það var að slá garð- inn, mála húsið eða skjótast snöggvast út í búð, þá var gönguferðin líka farin nokkuð rösklega og oft tvisvar á dag. Tíminn sem þú gafst þér með börnunum okkar var dýrmætur og dýrmætur í þeirra minningu líka, ferðirnar sem farnar voru með afa voru alltaf skemmti- legar og allt frá því að fara nið- ur á bryggju og henda steinum í sjóinn eða sjá þegar stóra skipið kom, til gönguferða á róluvöllinn eða á gervigrasvöll- inn í fótbolta því ávallt var hægt að fá afa til að sparka bolta með sér enda afi mikill áhugamaður um fótbolta. Enda var ánægjan hjá þér líka mikil þegar þú fórst út að sjá þinn fyrsta leik í ensku knattspyrnunni með strákunum þínum og Alfreð bróður þínum. Ósjaldan var hægt að sjá hversu vel þú lifðir þig inn í spennandi fótboltaleiki þegar fæturnir voru komnir á fleygi- ferð og gjarnan stokkið upp úr stólnum líka. Undanfarin jól höfum við fengið að hafa þig hjá okkur á aðfangadag og und- arlegt verður það nú að fá ekki að heyra létt grín, góðlátlegar ráðleggingar og aðstoð við rjúpnamatreiðsluna og á að- fangadagskvöldi að hafa þig ekki nærri og gleyma sér í góðu spjalli langt fram á jóla- nótt. Elsku pabbi okkar og afi, síð- ustu dagarnir þínir voru þér erfiðir, við viljum trúa því að nú sértu kominn á betri stað, að þér líði betur og sért með hana Kollý þína þér við hlið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku pabbi okkar og afi, hjartans þakkir fyrir allt. Hvíl í friði. Friðrik Már, Guðveig Bjarný, Fannar Rósant og Hilmar Freyr. Elsku yndislegi pabbi og tengdapabbi, ekki veit ég hvar ég á að byrja, þú sem varst alla tíð svo heilsuhraustur og hress, fórst í langa göngutúra á hverj- um degi og horfa svo upp á þig veikjast og glíma við þennan hörmulega sjúkdóm, sem er svo ósanngjarnt, þú sem stóðst eins og klettur við hlið Kollýjar þinnar þegar hún var að berj- ast við þennan sama sjúkdóm. Það var mjög sérstök stund þegar Björgvin fór með Agnar Má með sér inn á líknardeild og ég var á leiðinni að ná í hann og tók Gunnar Óla og Kolbrúnu Ásu með mér, svo þegar við komum inn í herbergið varst þú að kveðja þennan heim, það var alveg eins og þú hefðir verið að bíða eftir okkur. Það er svo margs góðs að minnast um þig og margs að sakna. Heimsóknirnar austur til þín og hvað það verður skrítið að hafa þig ekki á Leirubakkanum í húsinu þínu og þegar þú komst til okkar í Hafnarfjörð- inn í heimsókn. Eins þegar þú komst að passa barnabörnin þín þegar við fórum til útlanda, þau elskuðu að hafa þig hjá sér. Söknuðurinn er mikill hjá okkur og tómarúm. Björgvin og Ólöf. Elsku afi, mér finnst mjög skrítið að geta ekki komið til þín og verið í herberginu mínu, það var svo rólegt og gott að vera hjá þér, alltaf góður mat- ur, alltaf svo góður við mig, þú verður alltaf hjá mér í hjarta. Bið að heilsa ömmu Kollý. Agnar Már. Elsku besti afi minn, mér líð- ur svo illa að hafa þig ekki lengur hjá mér, mér fannst allt- af svo gaman að hafa þig hjá mér, þú varst alltaf hress og skemmtilegur og góður, horfðir á mig keppa í fótbolta. Mér finnst svo ósanngjarnt að sjá þig ekki aftur, ég get ekki hætt að hugsa til þín. Gunnar Óli. Elsku afi minn, ég er með stórt sár í hjarta mínu. Þú hafðir gaman af því að stríða mér, samt varstu alltaf svo skemmtilegur og góður við mig, mér þótti svo vænt um þig, ég mun alltaf sakna þín mjög sárt, trúi því ekki að þú sért farinn. Hafðu það gott hjá ömmu Kollý, elsku afi minn. Kolbrún Ása. Það er alltaf sárt að kveðja. Í dag kveðjum við Gunnar tengdaföður minn. Ég kynntist honum fyrst árið 1992. Árið sem við Simmi hófum okkar samband. Um svipað leyti starfaði ég með honum um tíma hjá SR-mjöl. Það sem ein- kenndi tengdaföður minn var óendanlegur dugnaður og sam- viskusemi, hann gekk í verkin af miklum krafti og unni sér sjaldan hvíldar fyrr en hann var búinn að skila af sér því sem hann ætlaði sér. Hann var bóngóður og jákvæður, til stað- ar fyrir þá sem þurftu á honum að halda en vildi lítið láta hafa fyrir sér. Hann var ósérhlífinn og stóð með sínu fólki, gott dæmi um það er hvernig hann á sinn einstaka hátt stóð við hlið Kollýjar heitinnar í hennar erf- iðu veikindum. Eitt af aðal- áhugamálum Gunnars var fót- bolti, það var einstaklega gaman að upplifa innlifun hans þegar hann horfði á fótbolta- leik. Mér er minnisstætt þegar hann var að horfa á leik með Gunnar Bergmann nokkurra mánaða í fanginu, fögnuðurinn var svo einlægur þegar liðið hans Manchester United skor- aði að litla nafna hans dauðbrá. Á seinni árum þegar barna- börnin byrjuðu að keppa í fót- bolta lagði Gunnar sig fram um að mæta á völlinn og hvetja þau áfram. Áttum við meðal annars eftirminnilegar stundir með honum á N1-mótinu á Akureyri í sumar, en Gunnar lét veikindi sín ekki aftra sér frá því að mæta og hvetja nafna sinn. Gunnar var alltaf heilsuhraust- ur og lagði sig fram um að halda sér í góðu formi, hann gekk og hjólaði langar vega- lengdir á hverjum degi. Gunnar Bergmann, sonur okkar Simma, naut góðs af því þegar við vor- um á Seyðisfirði, eitt af því fyrsta sem hann gerði á morgn- ana þegar við dvöldum þar var að fara yfir á Leirubakka til afa og fara í göngu með honum. Dýrmætar stundir sem þeir áttu saman sem munu án efa lifa í minningunni hjá honum. Börnunum fannst alltaf gott að koma á Leirubakkann og undu sér við að leika með dótið sem þar var, eða hafa það notalegt inni í stofu og horfa á mynd. Inni á milli fengu þau að lauma sér í kexskápinn, enda voru þau ekki há í loftinu þegar þau lærðu hvar kexskápurinn var. Sigrún Ása var sérstaklega lunkin við að fá afa sinn til að gefa sér snakk í skál eða ís sem hún gæddi sér á yfir Tomma og Jenna eða öðru barnaefni í sjónvarpinu. Kartöflugarðurinn hans afa hafði einnig mikið að- dráttarafl. Hápunkturinn var á haustin að fara í kartöflugarð- inn og fá að taka upp kartöflur til að taka með suður. Það er sárt að kveðja og margs að minnast. En með okkur lifir minning um góðan mann. Hulda Gunnarsdóttir. Nú þegar komið er að leið- arlokum kærs frænda okkar Gunnars Sigmarssonar þá leita minningar fyrri ára á hugann. Fyrstu minningar okkar um Gunnar eru úr Bláhúsinu þar sem hann ólst upp í stórum hópi systkina þar sem ætíð var mikið líf og fjör í stórum hópi. Gunnar byrjaði snemma að vinna eins og tíðkaðist í hans ungdæmi og var m.a. í sveit í Stakkahlíð í Loðmundarfirði og var oft gaman að heyra hann lýsa þeirri dvöl á sinn einstaka og hnyttna hátt, enda var hann grallari mikill og spaugsamur svo af bar. Til sjós fór hann svo ungur og á síldarárunum þá var hann ásamt mörgum bræðra sinna í hinu landsfræga Stúara- gengi á Seyðisfirði og enn í dag er maður spurður hvort maður þekki Simmalingana sem þar gerðu garðinn frægan svo tekið var eftir, segir það nokkuð um kraft og dugnað Gunnars og þeirra sem Stúaragengið fylltu á sjöunda áratugnum. Í einkalífi sínu var frændi gæfumaður og eignaðist með henni Kollý sinni þrjá syni; Björgvin, Sigmar og Friðrik, ásamt því að eignast Hildi áður, börnin hafa greinilega sótt eitt og annað í smiðju föður síns því þau eru sannir Simmalingar sem og eins barnabörnin átta sem voru mikið stolt Gunnars. Þegar maður lítur yfir farinn veg kemur það alltaf fyrst upp í hugann hversu léttur og hress Gunnar var alltaf og það var sama hvort maður hitti hann heima í Firðinum fagra, í Reykjavík eða átti við hann spjall í síma þá kvaddi maður hann alltaf léttur í lund hvort sem spjallað var um hans uppá- hald, Skagamenn og Manchest- er United eða um daginn og veginn því ekki vantaði að hann hefði skoðun þar né á öðrum dægurmálum sem fólk varðaði. Eftir að Gunnar veiktist hófst barátta sem hann tókst á við af miklum krafti og æðru- leysi og einstakt hversu já- kvæður og léttur hann var allt- af og í raun eins og öll hans lífsganga var þá tókst hann á við veikindin oftast með bros á vör og jákvæðni sem er okkur hinum til eftirbreytni. Að leiðarlokum vottum við börnum, barnabörnum og systkinum Gunnars innilega samúð og virðingu með von um að ljúfar minningar um frábær- an frænda okkar megi varða veg okkar hinna í söknuði okk- ar. Óttarr Magni og Sveinbjörn Orri. Gunnar Björgvin Sigmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.