Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Stundum er talað um að þessi eða hinn sé góður í íslensku. Það er jafnanmælt hinum sama til hróss enda þykir slíkt kostur á hverjum manni.Minna fer hins vegar fyrir því að það sé skýrt út svo óyggjandi séhvað það merkir að vera góður í íslensku. Í huga margra gæti slíkt merkt að umræddur stafsetji orðin rétt, beygi flest orð eftir reglum og kunni að segja og rita mig langar í stað mér langar og ég hlakka til í stað mig/mér hlakkar til. Líklega mun hinn góði íslenskumaður spara mjög við sig alls kyns erlendar slettur. Aðrir sem skilgreindu góðan málnotanda myndu fremur leggja þann skiln- ing í hugtakið að hann réði við fjölbreyttan texta sem hann gæti beitt í rituðu máli á áhrifaríkan hátt vegna góðrar þekkingar á orðaforða tungunnar, orðtök- um og málsháttum, kynni jafnvel að beita góðu myndmáli og öðrum stíl- brögðum svo sómi væri að. Ekki sakaði að hann væri vel lesinn í bókmenntum gömlum og nýjum, innlendum og erlendum, og léti það koma fram í textanum. Vissulega er þetta allt saman gott og gilt en samt er hér ekki vikið að þeim þætti málsins sem ekki skiptir minnstu máli, flutningi talaðs máls. Um þá sem flytja mál sitt vel er sjaldan sagt að þeir séu góðir í íslensku. Því er þannig varið með mig að ég hef mikið yndi af að hlusta á góða ræðu- menn, menn sem kunna þann galdur að koma fram fyrir áheyrendur og heilla þá með málflutningi sínum. Og það er sannarlega hægara sagt en gert. Ég hef það óþægilega á til- finningunni að þessari list málsins sé að hraka. Svo virðist sem fáir leggi áherslu á þennan þátt, einmitt á þann þátt sem um ótal aldir þótti prýða þá sem náðu tökum á honum, var raun- ar forsenda þess að þeir gætu komist til valda og metorða, svo sem hjá Grikkj- um til forna. Ekki er óhugsandi að þessum þætti málsins hafi hrakað sakir þess að ræðu- mönnum þykir ekki lengur þörf á honum. Þá ályktun dreg ég af þeim mann- fundum sem ég hef sótt á undanförnum misserum (og ég er satt að segja að gefast upp á). Á umræddum fundum hafa ræðumennirnir langoftast með sér húskarl, tölvu, og með hjálp kraftbendils (power point) í loftinu birtist ræðan í skötulíki (veggjakroti) á hvítum vegg eða tjaldi. Það verður síðan hlutskipti ræðu- mannsins að flytja ræðu sína, lesna að meira eða minna leyti, af veggnum. Húskarlinn hefur tekið völdin. Líkamsstaða flytjandans er gjarna óbjörguleg; hann snýr rassinum að hlustendum svo ekkert sést til talfæranna. Önnur al- geng staða ræðumannsins er sú að hann tekur sér stöðu við tölvuna aftast í sal og flytur mál sitt fyrir hnakka hlustenda sem mæna á vegginn og lesa með honum. Við þessar aðstæður er ekki mikils krafist af ræðumanni umfram það að kunna að lesa og fara ekki með fleipur. Þetta fullnægir mér ekki sem hlustanda og kannski fáum ef nokkrum, a.m.k. ekki þeim sem vanist hafa góðum ræðumönnum. Það sem við förum á mis við er tækni sem áreiðanlega tekur langan tíma að læra og æfa, þá tækni að koma fram fyrir áheyrendur, ná sambandi við þá með augunum, stilla röddina mörg- um stillingum og tónum, þagna þegar það á við o.s.frv. Það væri óbætanlegur skaði ef listin að flytja mál sitt vel glataðist með öllu en í stað þess sætum við uppi með krot á vegg og heldur daufa „lesara“. Veggjakrot flutt Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is Morgunblaðið/Ómar Það bryddir á eftirsjá að veröld sem var í þjóð-félagsumræðum. Kjarninn í þeirri veröld semvar voru hinir einkavæddu bankar sem vorusá miðpunktur sem atvinnulífið snerist um og þeir voru í mörgum tilvikum beinir aðilar að. Nú berast hvatningar úr ýmsum áttum um að þau fjármálafyr- irtæki sem komust í ríkiseigu við hrunið verði einka- vædd á ný og verði kannski kjarninn í nýrri uppygg- ingu á hlutabréfamarkaði. Og því er fagnað að bankar á Íslandi hafi kannski möguleika á að komast á ný í sam- band við alþjóðlega fjármálamarkaði og afla fjár þar til útlána. Er þetta sjálfsagt og eðlilegt? Nei. Ekki fyrr en að undangenginni víðtækri og ít- arlegri þóðfélagsumræðu um það, hvernig koma eigi í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Það hafa engar raunverulegar umræður farið fram um fjármálafyrirtækin eftir hrun. Getur verið að þau séu enn of stór í sniðum? Getur verið að starfs- mannafjöldi þeirra sé enn of mikill og þar með sá kostnaður sem þau leggi á fyrirtæki og heimili til að standa undir hugsanlega of mikl- um rekstrarkostnaði? Brezka dagblaðið Financial Times upplýsti fyrir nokkrum dögum, að nokkur hundruð þús- und bankastarfsmenn hefðu misst vinnu sína á alþjóðavett- vangi frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008. CitiGroup, einn stærsti banki heims, tilkynnti uppsögn 11 þúsund starfsmanna fyrir nokkrum dögum. Þeim hefur nú þegar fækkað um 113 þúsund frá árinu 2007. Það sama er að gerast hjá öðrum stórum alþjóðlegum bönkum. Það er svo mál út af fyrir sig að þessir bankar, hver á fætur öðrum, eru að samþykkja að borga gífurlegar sektir fyrir að veita fíkniefnabarónum og hryðjuverka- mönnum þjónustu, sem er auðvitað ekkert annað en glæpastarfsemi, sem þeir viðurkenna með greiðslu sektanna. Það vandamál er ekki til staðar hér. En hefur farið fram einhver úttekt á því hver staða fjármálakerfis okkar er í samhengi við þarfir atvinnu- lífsins og þjóðfélagsþegna? Er það kannski enn of stórt? Það hafa engar raunverulegar umræður farið fram um það, hvort æskilegt sé að einkavæða öll fjármálafyr- irtæki á ný í ljósi fenginnar reynslu. Getur t.d. verið skynsamlegt að Landsbanki Íslands, sem er að mestu í eigu íslenzka ríkisins, verði það áfram um sinn og að hlutur ríkisins í honum verði ekki seldur að svo komnu máli? Það eru margvísleg rök fyrir því. Hvaða takmarkanir á að setja á svigrúm banka til að sækja erlent fé til útlána á alþjóðlegum fjármálamark- aði? Það hafa engar umræður farið fram um það. Hvers vegna ekki? Á að aðskilja starfsemi viðskiptabanka og fjárfesting- arbanka með lögum? „Hin ráðandi öfl“ í bankakerfinu, þ.e. einstakir talsmenn bankanna og Fjármálaeftirlitið, eru að sameinast um að það eigi ekki að gera án þess að færa nokkur efnisleg rök fyrir þeirri niðurstöðu. Það eitt að þessir tilteknu aðilar skuli vera sammála um þetta efni er nægilegt tilefni til að málið verði skoðað af aðilum sem eiga ekki sömu hagsmuna að gæta, auk þess sem fram þurfa að fara ítarlegar almennar um- ræður um málið. Nátengt umræðum um stöðu og þróun bankakerf- isins er auðvitað þróun atvinnulífsins í heild. Það var hið einkavædda bankakerfi sem gerði þá uppstokkun í atvinnu- og viðskiptalífi sem hér varð árin fyrir hrun mögulega og endaði með ósköpum. Hvernig á að koma í veg fyrir að nýtt einkarekið bankakerfi geti endurtekið þann leik? Hinn kaldi veruleiki okkar sem búum á þessari fjar- lægu eyju er sá, að aftur og aftur lenda íslenzkir neyt- endur í klóm einokunarhringja í flestum greinum við- skipta og verða fórnarlömb þeirra. Hefur fólk veitt því at- hygli að fermetrafjöldi undir verzlanir á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið minnkað frá hruni? Hvað veldur? Hver borgar? Það eru auðvitað neytendur sem borga í hærra vöruverði og eiga enga undankomuleið. Um síðustu aldamót reyndi Morgunblaðið að fá áheyrn fyrir þau sjónarmið að það þyrfti að takmarka með lögum samþjöppun í viðskiptalífinu. Á það hlustaði ekki nokkur maður og enginn sýndi slíkum hug- myndum áhuga. Það má ekki skerða frelsi markaðarins! En að fenginni reynslu ætti fólki að vera orðið ljóst að það er óhjákvæmilegt að setja slíka löggjöf til þess að koma í veg fyrir að einokunarveldin rísi upp á ný. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin, að einokun einkafyr- irtækis er ekki betri en einokun ríkisfyrirtækja eða fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfingarinnar eins og einu sinni var algengt í einstökum byggðarlögum og einstökum atvinnugreinum. Umræður af þessu tagi verða að fara fram áður en í alvöru er rætt um að einkavæða þau fjármálafyrirtæki sem enn eru í ríkiseigu og áður en fjármálageiranum er á ný gefinn laus taumur um umsvif á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Það eru liðin fjögur ár frá hruni. Hvernig stendur á því að þessar umræður fara ekki fram? Hvernig stendur á því, að enginn alþingismaður hef- ur tekið þetta brýna umfjöllunarefni til umræðu á Al- þingi? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa ekki haft forgöngu um að gera ítarlega úttekt á stöðu fjármála- fyrirtækjanna og hlut þeirra í atvinnu- og viðskiptalífi? Hvernig stendur á því, að enginn stjórnmálaflokkur, hvorki gamall né nýr, hefur gert það að forgangsverk- efni á stefnuskrá sinn að taka þessi málefni fjár- málakerfisins og atvinnulífsins föstum tökum? Getur verið að eftirsjá að veröldinni sem var sé svona mikil? Er eftirsjá að veröld sem var? Er sjálfsagt og eðlilegt að einkavæða fjármálafyrirtæki í ríkiseigu á ný? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ein meginkenningin í nýútkom-inni bók Guðmundar Magnús- sonar sagnfræðings, Íslensku ætt- arveldin. Frá Oddaverjum til Engeyinga, er, að nokkrar voldugar og auðugar ættir hafi stjórnað Ís- landi frá öndverðu. Eitthvað er ef- laust til í þessari kenningu, en hitt gerist líka stundum, að öflugir menn hafa styrk hver af öðrum, til dæmis Thors-bræður og Engeyjarbræður, og er þá ættarveldið frekar afleiðing af eðlilegum frama þeirra en orsök hans. Margt hefur skemmtilegt verið sagt um íslenskar ættir. Guðrún Pétursdóttir frá Engey var eitt sinn beðin um að lýsa sonum sínum og Benedikts Sveinssonar, sem lengi voru hér áhrifamiklir, sérstaklega Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra, laukur Engeyjarættarinnar. Hún svaraði: „Bjarni er stórgáfaður, Pétur stórskemmtilegur og Sveinn stór.“ Pétur Benediktsson var tengda- sonur Ólafs Thors forsætisráðherra, sem kunnastur var Thorsaranna. Dóttir Péturs (og dótturdóttir Ólafs) var alnafna ömmu sinnar. Guðrún Pétursdóttir hin yngri var mjög andvíg smíði ráðhúss við Tjörnina, sem hófst 1987, og bað þess vegna um viðtal við Davíð Oddsson, þáver- andi borgarstjóra. Hún hóf viðtalið á að spyrja: „Veistu, hverra manna ég er?“ Davíð svaraði: „Já, ég veit það. En veistu, hverra manna ég er?“ Guðrún sagði: „Nei.“ Davíð sagði þá: „Þarna sérðu.“ Davíð ólst upp hjá einstæðri móð- ur sinni og ömmu, tveimur fátækum konum. En hann var í framætt Briemari, skyldur Hannesi Haf- stein, Davíð Stefánssyni frá Fagra- skógi og Gunnari Thoroddsen. Briemarar eru afkomendur Gunn- laugs Briems sýslumanns. Margir frammámenn eru síðan af Reykjahlíðarætt, þar á meðal ráð- herrarnir Haraldur Guðmundsson, Geir Hallgrímsson, Jón Sigurðsson (Alþýðuflokksmaður) og Áki Jak- obsson. Sú ætt er komin af Jóni Þor- steinssyni, presti í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit, sem sagði eitt sinn: „Með Guðs hjálp hef ég komist yfir allar húsfreyjur í mínum sóknum nema tvær.“ Ættfræðingur einn, Har- aldur Bjarnason, var einu sinni spurður um Reykjahlíðarættina. Svar hans varð fleygt: „Það var einu sinni ungur bílstjóri í einni af fyrstu ferðum sínum úr Mývatnssveit til Húsavíkur. Hann ók fjórum sinnum út af og hvolfdi tvisvar, en hann hélt alltaf áfram. Það er Reykjahlíð- arættin.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Íslensku ættarveldin Act Heildverslun - Dalvegi 16b 201 kópavogur - 577 2150 - avon@avon.is Remington herrarakvélar síðan 1937 Hágæða rafmagnsrakvélar fyrir daglegan rakstur Útsölustaðir um allt land merkið sem fólkið treystir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.