Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Gjugg í borg Fjölmargir leggja leið sína í bókabúðir þessa dagana og það getur verið skemmtileg iðja að fara þar í feluleik, koma kannski einhverjum á óvart handan við horn. Golli Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 16. nóvember síðastliðinn eftir Song Tao, varaut- anríkisráðherra Kína með málefni Evrópu að sérsviði, eru nokkr- ar staðreyndavillur í umfjöllun hans um Senkaku-eyjarnar, sem hann kallar Dia- oyu Dao-eyjaklasann. Þótt hann haldi því fram að Senkaku-eyjarnar hafi ver- ið órjúfanlegur hluti kínversks land- svæðis sem Kína hafi haft óvefengj- anlegt forræði yfir, þá er engin af þeim röksemdum sem kínversk eða taívönsk stjórnvöld hafa sett fram sem söguleg, landfræðileg eða jarð- fræðileg rök, gild sönnun sam- kvæmt alþjóðalögum til stuðnings fullyrðingum Kínverja. Sem dæmi má nefna að samkvæmt al- þjóðalögum telst eyjafundur eða landfræðileg nálægð ein og sér ekki vera sönnun á yfirráðum yfir land- svæði. Song Tao segir í grein sinni að Japanir hafi hertekið eyjaklasann og innlimað með ólögmætum hætti í fyrra kínversk-japanska stríðinu í lok 19. aldar. Frá 1885 höfðu japönsk stjórn- völd látið gera ítarlegar athuganir á Senkaku-eyjunum með atbeina Ok- inawa-héraðs og með öðrum hætti. Athuganir þessar leiddu í ljós að Senkaku-eyjarnar höfðu ekki aðeins verið óbyggðar, heldur báru þær engan vott um að hafa verið undir stjórn Kína. Á grundvelli þessarar niðurstöðu ákvað ríkisstjórn Jap- ans, hinn 14. janúar 1895, að reisa merki á eyjunum í því augnamiði að fella þær formlega undir japanskt yfirráðasvæði. Þessar aðgerðir voru gerðar í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir við að öðlast yfirráð yfir landsvæði samkvæmt al- þjóðalögum (eign- arhald á terra nullius). Hann heldur því einnig fram að Jap- önum hafi verið gert að skila Kínverjum hinum herteknu land- svæðum, þar með töld- um Diaoyu Dao- eyjaklasanum, sam- kvæmt Kaíró-yfirlýsingunni, Potsdam-yfirlýsing- unni og öðrum bind- andi alþjóðasamningum. Staðhæfing hans stenst engan veginn. Rétt er að benda á að öflun yfirráða Japana yfir Senkaku-eyjunum tengist seinni heimsstyrjöldinni á engan hátt. San Francisco-friðarsáttmál- inn, sem skilgreindi yfirráðasvæði Japana eftir seinni heimsstyrjöld- ina, og aðrir sáttmálar sem skipta máli litu á Senkaku-eyjarnar sem hluta af því landsvæði sem þegar hafði tilheyrt Japan. Nánar tiltekið afsalaði Japan sér yfirráðarétti yfir Formosa (Taívan) og Pescadores, sem Kína hafði látið af hendi eftir kínversk-japanska stríðið, í samræmi við 2. gr. (b) San Francisco-friðarsáttmálans. Sam- kvæmt sáttmálanum er ljóst að Sen- kaku-eyjarnar voru ekki hluti af „Formósu og Pescadores“, enda fóru Bandaríkin í raun með stjórnarfarsleg réttindi yfir Sen- kaku-eyjunum sem hluta af Nansei Shoto-eyjunum í samræmi við 3. gr. San Francisco-friðarsáttmálans. Þessi stjórnarfarslegu réttindi féllu Japönum aftur í skaut árið 1972 í samræmi við samning milli Japans og Bandaríkjanna varðandi Ryuku- eyjarnar og Daito-eyjarnar. Þá ber að nefna að fyrir 8. áratug síðustu aldar hafði Kína ekki komið fram með neinar mótbárur, þar með talið gegn þeirri staðreynd að Senkaku- eyjarnar væru undir stjórn Banda- ríkjanna samkvæmt 3. gr. sáttmál- ans. Song Tao staðhæfir ennfremur í grein sinni að sú spenna sem nú ríkir vegna Diaoyu Dao sé aðeins til komin vegna ögrunar japanskra stjórnvalda, sem í september síðast- liðnum hafi horfið frá fyrra sam- komulagi sínu við Kínastjórn um að leggja ágreiningsmál til hliðar og gripið til svokallaðra þjóðnýting- araðgerða varðandi Diaoyu Dao sem fela í sér að breyta lagalegri stöðu eyjanna. Þetta er einnig fjarri sanni. Af- staða Japans er sú að ekki sé til staðar málefnalegur ágreiningur er varðar yfirráð yfir Senkaku- eyjunum sem beri að útkljá. Í við- ræðum um sameiginlega yfirlýsingu Japans og Kína árið 1972 og Sátt- mála friðar og vináttu milli Japans og Kína árið 1978, viðurkenndi Jap- an ekki tilvist málefnis sem biði úr- lausnar varðandi yfirráð yfir Sen- kaku-eyjunum. Þessari afstöðu Japans hefur með skýrum hætti verið komið á framfæri við Kína við margs konar tilefni, þar með talið í viðræðum um Sáttmála friðar og vináttu árið 1978. Þar af leiðandi er ekki rétt að gert hafi verið sam- komulag við Kínverja um að „leggja til hliðar“ eða „viðhalda óbreyttu ástandi“ varðandi Senkaku- eyjarnar. Á undanförnum árum hefur Kína gripið til ögrandi aðgerða kringum Senkaku-eyjarnar. Skip í ríkiseigu og bátar aðgerðasinna hafa farið inn í landhelgi Japans nokkrum sinnum og hefur það valdið vaxandi áhyggj- um í Japan. Við þessar kringumstæður áform- aði borgarstjórn Tókýó að kaupa Senkaku-eyjarnar til að byggja þar upp fjölbreytta aðstöðu. Enginn vafi er á að Senkaku-eyjarnar eru hluti af yfirráðasvæði Japans í ljósi sögu- legra staðreynda og á grundvelli al- þjóðalaga, en í víðu samhengi og í viðleitni við að lágmarka neikvæð áhrif á tvíhliða tengsl þjóðanna, ákvað ríkisstjórn Japans að kaupa þrjár af Senkaku-eyjunum (Uotsuri- eyju, Kitakojima-eyju og Minamiko- jima-eyju) og yfirfærði þannig eign- arrétt yfir eyjunum frá einkaaðila til sjálfs sín á grundvelli innlends einkamálaréttar í september 2012. Eignarréttur yfir eyjunum þrem- ur var áður á hendi ríkisstjórnar Japans, þ.e. fram til ársins 1932, þegar japanskur ríkisborgari keypti eyjarnar. Ákvörðun ríkisstjórnar Japans um að öðlast eignarrétt yfir þeim á ný hefur þýtt afsal á land- areign samkvæmt innlendum lög- um, sem er ekki meiriháttar breyt- ing frá núverandi ástandi. Ennfremur hefur ríkisstjórn Japans ávallt haldið eignarrétti yfir Tais- hoto-eyju, sem einnig er hluti af Senkaku-eyjunum. Ætlun ríkisstjórnar Japans með kaupunum á eyjunum þremur er að halda áfram að tryggja friðsæla og stöðuga umsjón og stjórnun yfir þeim til lengri tíma, auk þess að sinna viðeigandi aðgerðum varðandi sjóöryggi á og umhverfis eyjarnar. Einungis er um að ræða yfirfærslu á eignarrétti innan japansks yfir- ráðasvæðis frá einkaaðila til ríkis- stjórnar Japans á grundvelli lög- bundinnar málsmeðferðar samkvæmt japönskum landslögum, og ætti þannig ekki að skapa nein vandamál í öðrum löndum eða svæðum. Eins og Song Tao bendir rétti- lega á er friðsæld og stöðugleiki As- íu- og Kyrrahafsríkja hagsmunamál allra ríkja heims. Uppbygging- arhlutverk Kína er mikilvægt fyrir stöðugleika og velsæld á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu. Japan hefur skyldum að gegna hvað varðar að styrkja samstarf í þá átt að gera Austur-Kínahaf að „hafi friðar, sam- vinnu og vináttu“ með því að stuðla að gagnkvæmum skilningi og trausti milli siglingayfirvalda þess- ara tveggja ríkja. Eftir Masayuki Takashima » Afstaða Japans er sú að ekki sé til staðar málefnalegur ágrein- ingur er varðar yfirráð yfir Senkaku-eyjunum sem beri að útkljá. Masayuki Takashima Höfundur er sendiherra Japans á Íslandi. Staðreyndir um Senkaku-eyjar Kína Japan Tævan Okinawa Senkaku-eyjar Kyrrahaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.