Morgunblaðið - 15.12.2012, Page 39

Morgunblaðið - 15.12.2012, Page 39
39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Gjugg í borg Fjölmargir leggja leið sína í bókabúðir þessa dagana og það getur verið skemmtileg iðja að fara þar í feluleik, koma kannski einhverjum á óvart handan við horn. Golli Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 16. nóvember síðastliðinn eftir Song Tao, varaut- anríkisráðherra Kína með málefni Evrópu að sérsviði, eru nokkr- ar staðreyndavillur í umfjöllun hans um Senkaku-eyjarnar, sem hann kallar Dia- oyu Dao-eyjaklasann. Þótt hann haldi því fram að Senkaku-eyjarnar hafi ver- ið órjúfanlegur hluti kínversks land- svæðis sem Kína hafi haft óvefengj- anlegt forræði yfir, þá er engin af þeim röksemdum sem kínversk eða taívönsk stjórnvöld hafa sett fram sem söguleg, landfræðileg eða jarð- fræðileg rök, gild sönnun sam- kvæmt alþjóðalögum til stuðnings fullyrðingum Kínverja. Sem dæmi má nefna að samkvæmt al- þjóðalögum telst eyjafundur eða landfræðileg nálægð ein og sér ekki vera sönnun á yfirráðum yfir land- svæði. Song Tao segir í grein sinni að Japanir hafi hertekið eyjaklasann og innlimað með ólögmætum hætti í fyrra kínversk-japanska stríðinu í lok 19. aldar. Frá 1885 höfðu japönsk stjórn- völd látið gera ítarlegar athuganir á Senkaku-eyjunum með atbeina Ok- inawa-héraðs og með öðrum hætti. Athuganir þessar leiddu í ljós að Senkaku-eyjarnar höfðu ekki aðeins verið óbyggðar, heldur báru þær engan vott um að hafa verið undir stjórn Kína. Á grundvelli þessarar niðurstöðu ákvað ríkisstjórn Jap- ans, hinn 14. janúar 1895, að reisa merki á eyjunum í því augnamiði að fella þær formlega undir japanskt yfirráðasvæði. Þessar aðgerðir voru gerðar í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar aðferðir við að öðlast yfirráð yfir landsvæði samkvæmt al- þjóðalögum (eign- arhald á terra nullius). Hann heldur því einnig fram að Jap- önum hafi verið gert að skila Kínverjum hinum herteknu land- svæðum, þar með töld- um Diaoyu Dao- eyjaklasanum, sam- kvæmt Kaíró-yfirlýsingunni, Potsdam-yfirlýsing- unni og öðrum bind- andi alþjóðasamningum. Staðhæfing hans stenst engan veginn. Rétt er að benda á að öflun yfirráða Japana yfir Senkaku-eyjunum tengist seinni heimsstyrjöldinni á engan hátt. San Francisco-friðarsáttmál- inn, sem skilgreindi yfirráðasvæði Japana eftir seinni heimsstyrjöld- ina, og aðrir sáttmálar sem skipta máli litu á Senkaku-eyjarnar sem hluta af því landsvæði sem þegar hafði tilheyrt Japan. Nánar tiltekið afsalaði Japan sér yfirráðarétti yfir Formosa (Taívan) og Pescadores, sem Kína hafði látið af hendi eftir kínversk-japanska stríðið, í samræmi við 2. gr. (b) San Francisco-friðarsáttmálans. Sam- kvæmt sáttmálanum er ljóst að Sen- kaku-eyjarnar voru ekki hluti af „Formósu og Pescadores“, enda fóru Bandaríkin í raun með stjórnarfarsleg réttindi yfir Sen- kaku-eyjunum sem hluta af Nansei Shoto-eyjunum í samræmi við 3. gr. San Francisco-friðarsáttmálans. Þessi stjórnarfarslegu réttindi féllu Japönum aftur í skaut árið 1972 í samræmi við samning milli Japans og Bandaríkjanna varðandi Ryuku- eyjarnar og Daito-eyjarnar. Þá ber að nefna að fyrir 8. áratug síðustu aldar hafði Kína ekki komið fram með neinar mótbárur, þar með talið gegn þeirri staðreynd að Senkaku- eyjarnar væru undir stjórn Banda- ríkjanna samkvæmt 3. gr. sáttmál- ans. Song Tao staðhæfir ennfremur í grein sinni að sú spenna sem nú ríkir vegna Diaoyu Dao sé aðeins til komin vegna ögrunar japanskra stjórnvalda, sem í september síðast- liðnum hafi horfið frá fyrra sam- komulagi sínu við Kínastjórn um að leggja ágreiningsmál til hliðar og gripið til svokallaðra þjóðnýting- araðgerða varðandi Diaoyu Dao sem fela í sér að breyta lagalegri stöðu eyjanna. Þetta er einnig fjarri sanni. Af- staða Japans er sú að ekki sé til staðar málefnalegur ágreiningur er varðar yfirráð yfir Senkaku- eyjunum sem beri að útkljá. Í við- ræðum um sameiginlega yfirlýsingu Japans og Kína árið 1972 og Sátt- mála friðar og vináttu milli Japans og Kína árið 1978, viðurkenndi Jap- an ekki tilvist málefnis sem biði úr- lausnar varðandi yfirráð yfir Sen- kaku-eyjunum. Þessari afstöðu Japans hefur með skýrum hætti verið komið á framfæri við Kína við margs konar tilefni, þar með talið í viðræðum um Sáttmála friðar og vináttu árið 1978. Þar af leiðandi er ekki rétt að gert hafi verið sam- komulag við Kínverja um að „leggja til hliðar“ eða „viðhalda óbreyttu ástandi“ varðandi Senkaku- eyjarnar. Á undanförnum árum hefur Kína gripið til ögrandi aðgerða kringum Senkaku-eyjarnar. Skip í ríkiseigu og bátar aðgerðasinna hafa farið inn í landhelgi Japans nokkrum sinnum og hefur það valdið vaxandi áhyggj- um í Japan. Við þessar kringumstæður áform- aði borgarstjórn Tókýó að kaupa Senkaku-eyjarnar til að byggja þar upp fjölbreytta aðstöðu. Enginn vafi er á að Senkaku-eyjarnar eru hluti af yfirráðasvæði Japans í ljósi sögu- legra staðreynda og á grundvelli al- þjóðalaga, en í víðu samhengi og í viðleitni við að lágmarka neikvæð áhrif á tvíhliða tengsl þjóðanna, ákvað ríkisstjórn Japans að kaupa þrjár af Senkaku-eyjunum (Uotsuri- eyju, Kitakojima-eyju og Minamiko- jima-eyju) og yfirfærði þannig eign- arrétt yfir eyjunum frá einkaaðila til sjálfs sín á grundvelli innlends einkamálaréttar í september 2012. Eignarréttur yfir eyjunum þrem- ur var áður á hendi ríkisstjórnar Japans, þ.e. fram til ársins 1932, þegar japanskur ríkisborgari keypti eyjarnar. Ákvörðun ríkisstjórnar Japans um að öðlast eignarrétt yfir þeim á ný hefur þýtt afsal á land- areign samkvæmt innlendum lög- um, sem er ekki meiriháttar breyt- ing frá núverandi ástandi. Ennfremur hefur ríkisstjórn Japans ávallt haldið eignarrétti yfir Tais- hoto-eyju, sem einnig er hluti af Senkaku-eyjunum. Ætlun ríkisstjórnar Japans með kaupunum á eyjunum þremur er að halda áfram að tryggja friðsæla og stöðuga umsjón og stjórnun yfir þeim til lengri tíma, auk þess að sinna viðeigandi aðgerðum varðandi sjóöryggi á og umhverfis eyjarnar. Einungis er um að ræða yfirfærslu á eignarrétti innan japansks yfir- ráðasvæðis frá einkaaðila til ríkis- stjórnar Japans á grundvelli lög- bundinnar málsmeðferðar samkvæmt japönskum landslögum, og ætti þannig ekki að skapa nein vandamál í öðrum löndum eða svæðum. Eins og Song Tao bendir rétti- lega á er friðsæld og stöðugleiki As- íu- og Kyrrahafsríkja hagsmunamál allra ríkja heims. Uppbygging- arhlutverk Kína er mikilvægt fyrir stöðugleika og velsæld á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu. Japan hefur skyldum að gegna hvað varðar að styrkja samstarf í þá átt að gera Austur-Kínahaf að „hafi friðar, sam- vinnu og vináttu“ með því að stuðla að gagnkvæmum skilningi og trausti milli siglingayfirvalda þess- ara tveggja ríkja. Eftir Masayuki Takashima » Afstaða Japans er sú að ekki sé til staðar málefnalegur ágrein- ingur er varðar yfirráð yfir Senkaku-eyjunum sem beri að útkljá. Masayuki Takashima Höfundur er sendiherra Japans á Íslandi. Staðreyndir um Senkaku-eyjar Kína Japan Tævan Okinawa Senkaku-eyjar Kyrrahaf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.