Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 49
gleymdar og að alúðlegur sóma- maður, sem öllum vildi gott gera, sat fyrir innan skrifborðið. Við slík tækifæri heilsaði Þór gjarnan glaðbeittur með glettinni kveðju, sem hreinsaði andrúmsloftið af spennu og tortryggni á svip- stundu. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Þór. Hann gekk jafnan glaðvær og hress til verka og hafði skýrar og ákveðnar skoðanir á þeim verkefnum sem úrlausnar biðu. Sveitarstjórnarmenn verða oft fyrir óvæginni gagnrýni. Þá þarf að umbera það sem manni finnst ósanngjarnt. Þór kunni þá list. Þegar ég svo flutti í næsta hús við Þór var ég þakklátur Guði í hjarta mínu því að ég vissi að betri nágrannar en Þór Hagalín og hans indæla kona Sigríður væru vandfundnir og sú varð líka raun- in. Þakklátur er ég fyrir að hafa fengið að kynnast Þór og sú eina frásögn sem ég segi hér er bara ein af mörgum sem ég gæti sagt og skýrir hvers vegna þakkir eru mér efst í huga. Nítján árum eftir að ég flutti til Reykjavíkur lést mamma og eftir það bjó Kalli bróðir einn. Hann var oft mjög heilsulaus og ég hafði miklar áhyggjur af honum. Þegar ég vissi að hann var veikur og svaraði ekki í símann hringdi ég í Þór og Siggu. Það voru ófáar ferðirnar sem Þór hljóp, fyrir mig, yfir til nágrann- ans til að aðgæta hvernig heilsu hans væri háttað. Glaður hringdi hann svo í mig og sagði mér að allt væri í lagi með Kalla sem oft svaf þá eða heyrði ekki í símanum af öðrum ástæðum. Miðnættið var stundum ekki langt undan þegar ég hringdi og aldrei mætti ég öðru en elskulegu viðmóti af hálfu þeirra hjóna. Í Orðskviðunum kafla 27 segir að betri sé nábúi í nánd en bróðir í fjarlægð og svo sannarlega uppfyllti Þór þennan biblíuboðskap gagnvart mér og Kalla bróður. Vinur er kvaddur, blessuð sé hans minning. Kæra Sigga, við Eygló vottum þér og þínum okkar innilegustu samúð og biðjum aðstandendum öllum Guðs friðar. Ársæll Þórðarson. Þið búið bara hjá okkur Siggu. Fyrstu kynni okkar af Þór Hagalín voru þegar við komum á Eyrarbakka til að kenna við Barnaskólann, Þór var þá sveitar- stjóri staðarins. Það var nokkurra vikna bið eftir húsnæði á Bakk- anum. Þá kom Þór með þessa snilldarlausn, að við flyttum bara heim til hans og Siggu á Háeyr- arvellina. Salóme Huld dóttir okk- ar var þá ársgömul og Unnur Huld tveggja ára. Áður en við fluttum inn á heimili Þórs og Siggu þekktum við ekki Þór en Siggu þekktum við lítils háttar frá því úr Versló. Við bjuggum svo öll saman í sátt og samlyndi í nokkrar vikur á heimili þeirra hjóna og höfum verið perluvinir síðan. Og þó að það sé komin ný eldhúsinn- rétting á Háeyrarvöllunum hög- um við okkur enn eins og heima hjá okkur þegar við erum þar. Þór kenndi okkur og Siggu að spila bridds og það voru margar ánægjustundirnar sem við áttum saman yfir spilum. Þó að við flytt- um af Bakkanum héldum við upp- teknum hætti og keyrðum með börnin í aftursætinu yfir heiðina, oft mjög seint um nóttu eða gist- um bara í gamla herberginu „okk- ar“. Alltaf var jafn gaman hjá okk- ur en að lokum lögðust spilakvöldin af. Nú í haust höfðum við einmitt talað um að endur- vekja briddsklúbbinn, en því mið- ur ekki komið því í verk, og nú er það um seinan. Móttökurnar á Háeyrarvöllum hafa alltaf verið hlýjar og góðar og alltaf var rökrætt og spjallað. Þór var okkur fremri í að kynna sér mál og var alltaf tilbúinn að hlusta á önnur sjónarmið og ræða þau án þess endilega að verða sammála. Hann var hins vegar ekki maður hins léttvæga hjals, þegar það fór í gang dró hann sig í hlé og lét öðr- um eftir sviðið, þó að hann vekti iðulega yfir masinu. Hann var al- vöru maður og talaði um alvöru mál og var vandur að virðingu sinni. Hann var líka með afbrigð- um greiðvikinn og gerði mönnum oft greiða með þeim hætti að þeir tóku bara ekki eftir því, allt var rétt eins og þeir hefðu gert verkið einir og óstuddir. Það bar við að menn kæmu með pappíra til Þórs til að fá hann til að „líta yfir“ og fengju kaffi hjá Siggu á meðan þeir sátu við eldhúsborðið og Þór fór yfir. Þeir voru að kaupa bíl eða kaupa hús. Við komum líka með einhverja pappíra sem umbreytt- ust á eldhúsborðinu í kauptilboð og kaupsamning. Þannig vakti Þór yfir öllu tilbúinn til góðra verka í sértækum verkefnum jafnt sem stórum málum. Margar yndislegar stundir átt- um við saman á Bakkanum og tvisvar fórum við saman ásamt vinafólki í frábærar ferðir út fyrir landsteinana. Til Parísar, að skoða Eiffel-turninn, Signu og Louvre- safnið að utan því sólskinið og gróðurinn lokkuðu meira en mið- araðirnar og listin. Til Kaliforníu þar sem við skoðuðum risafurur og birni, vettvang Ægisgötu og strandir svo fátt eitt sé nefnt. Gleðina og ánægjuna af því að vera saman ber þó hæst. Þór var traustur vinur og félagi og við þökkum honum gleðiríka samferð. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldunni sem hann unni og átti sínar bestu stundir með. Elsku Sigga, Unnur, Þórhildur og Guðmundur, sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna ykkar. Ása og Þröstur. Í dag ætla ég að kveðja góðan mann. Mann sem fór skyndilega. Mann sem vildi öllum vel og var mikill öðlingur. Í dag ætla ég að kveðja Þór Hagalín. Kynni okkar hófust árið 1975 þegar leikskólinn Brimver á Eyr- arbakka var stofnaður. Þór var þá sveitarstjóri Eyrarbakkahrepps og réð mig í vinnu í leikskólanum. Þór var góður og skilningsríkur vinnuveitandi og vildi börnunum og starfssemi leikskólans það besta. Með tímanum lágu leiðir barna- og barnabarna okkar saman og myndaðist vinátta þeirra á milli sem enn er til staðar. Þór var afskaplega greiðvikinn og hjálpsamur maður og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það þegar hann leyfði dóttur okkar hjóna að vera samferða sér er- lendis í hennar fyrstu ferð þangað. Ég hef ávallt metið Þór mikils og mun áfram bera sérstaka virð- ingu fyrir honum. Við fjölskyldan vottum Siggu, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og stórfjölskyldunni allri innilegrar samúð og þökkum Þór fyrir góða viðkynningu og sam- fylgd í gegnum árin. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Auður Hjálmarsdóttir og fjölskylda. Enginn dagur líður svo, að maður heyri eða lesi ekki andláts- fregn. Það kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar fregnin er um ætt- ingja eða nákominn vin. Þegar okkur bárust fréttir af því að vinur okkar og kennari Þór Hagalín væri fallinn frá rifjuðust upp margar minningar og þær all- ar góðar. Þór Hagalín var kennari í Hér- aðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og þar lágu leiðir okkar saman. Hann kennari og við nemendur. Þór var ekki mikið eldri en við en við gerð- um okkur aldrei almennilega grein fyrir því, vegna þess hversu þroskaður og skynsamur hann var í kringum nemendur, allir báru virðingu fyrir honum og enginn óttaðist hann, allir gátu ávallt leit- að til hans og fengið úrlausn sinna mála. Það er ákveðið lag sem ekki er öllum tamt, að geta verið stjórnandi, fræðari og vinur, þessa eiginleika hafði Þór. Þór var gamansamur og hafði sérstaka hæfileika til rökræðna, það eru nefnilega margar hliðar á hverju máli sagði hann, rökræðan snerist ávallt um málefnið en ekki persónur og hann hallaði aldrei á nokkurn mann. Þór var víðlesinn og auðveldaði það honum að ræða allt milli himins og jarðar. Hjálpsemi hans og greiðasemi var hans stærsti kostur, hann hafði ávallt tíma til að hjálpa þeim sem til hans leituðu, hvort sem það var að gera skattframtal eða skutlast með börn, barnabörn eða vini og kunningja. Á langri starfsævi kom Þór víða við, var blaðamaður, kennari, út- gerðarmaður, sveitarstjóri og framkvæmdastjóri, öll sín störf leysti Þór vel af hendi. Í Hávamálum stendur: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Samverustundir okkar hefðu mátt vera fleiri, en það stóð alltaf til að hittast betur og oftar. Á dag- skránni var að fara í júlí næstkom- andi á tónleika í Maastricht í Hol- landi, Þór var settur í að skipuleggja og hann stóð við það eins og annað, en það sjá ekki allir sinn vitjunartíma. Þórs verður sárt saknað, við Hugrún sendum Siggu, Unni, Þórhildi, Guðmundi Gísla og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur, hug- ur okkar er hjá þeim. Hugrún, Bernhard og fjölskylda. Kynni okkar Þórs Hagalín hóf- ust 1985, en hann var þá einn af þeim, sem stóðu að nýstofnuðu fyrirtæki á Eyrarbakka, Alpan ehf. Fyrirtækið keypti pönnu- verksmiðju í Danmörku og fyrir- hugað var að setja upp aðra svip- aða verksmiðju á Eyrarbakka í húsnæði sem áður hýsti fiskverk- un. Að félaginu stóðu nokkrir at- hafnamenn á Eyrarbakka og víðar á Suðurlandi og einnig frá Reykja- vík. Myndarlega var staðið að stofnfé félagsins og tæknikunn- átta og sambönd við vélaframleið- endur fengin frá hinu nýkeypta fé- lagi. Einnig átti að nýta markaðsþekkingu og reynslu hins danska félags til frekari stækkun- ar fyrirtækjanna. Ál var keypt frá ÍSAL öll fyrstu árin, en síðar frá framleiðendum í Evrópu. Þór var skrifstofustjóri félags- ins í nær 20 ár og minn helsti að- stoðarmaður fyrstu 9 árin. Þór var mikill áhugamaður um uppbygg- ingu á nýjum atvinnumöguleikum á svæðinu enda hafði hann verið sveitarstjóri á Eyrarbakka í fjölda ára og öðlast mikla reynslu í því starfi í samskiptum við opinbera aðila og fjármálastofnanir. Eld- móður hans og kappsemi í upphafi nýttist fyrirtækinu vel og eftir að framleiðsla hófst. Hann var þátt- takandi í markaðsstarfi í mörgum löndum, einkum Þýskalandi og Sviss. Hann setti sig vel inn í tæknileg mál ásamt verksmiðju- stjóranum og hafði puttana alls staðar þar sem það mátti koma að gagni. Þór var ljóngreindur og sökkti sér djúpt í að finna orsakir vandamála og lausnir til að bæta úr. Þór hafði mikinn áhuga á þjóð- málum og var lengi þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þór var víðlesinn og sinnti útgáfu bóka föður síns og tengdum verkefnum. Hann var rökfastur í öllum um- ræðum og fylginn sér, þegar berj- ast þurfti fyrir málstað byggðar og framfara. Hann var hlýr og ein- læg persóna og hjálplegur við alla, ef vandi steðjaði að. Við Halla þökkum Þór sam- fylgdina og sendum Siggu og börnunum Unni, Þórhildi og Guð- mundi okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hallgunnur og Andrés. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 ✝ Karl MagnúsJónsson fædd- ist í Klettstíu, í Norðurárdal, nú Borgarbyggð 19. febrúar 1918. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 8. desember 2012. Foreldrar hans voru Jón Jóhanns- son, bóndi, f. 7. des- ember 1884, d. 26. október 1973 og Sæunn Klemensdóttir, hús- freyja, f. 5. febrúar 1890; d. 7. apríl 1985. Karl var elstur fjög- urra bræðra. Bræður hans voru Klemenz Jónsson leikari, f. 29. febrúar 1920, d. 22. maí 2002. Eiginkona hans er Guðrún Guð- mundsdóttir. Jóhannes Jónsson, bóndi, f. 2. janúar 1923, d. 19. maí 1995, eiginkona hans er Erna Jónsdóttir. Elís Jónsson, hafa búið síðan. Börn Karls og Láru eru Jón Karlsson, f. 2. febrúar 1953, starfandi læknir. Eigninkona hans er Ingrid Karlsson, f. 8. febrúar 1956. Börn hans eru Áslaug Lára, f. 18. apríl 1978, Birgitta Sif, f. 13. mars 1981 og Louise, f. 28. júní 1993. Stjúpdóttir hans er Char- lotte Vadvik, f. 2. maí 1981. Geirþrúður Deisa Karlsdóttir, f. 1. október 1959, starfandi hjúkr- unarkona. Eiginmaður hennar er Tommy Holl, f. 22. júní 1956. Dóttir hennar er Hanna Närhi, f. 4. janúar, 1993. Karl hóf nám á farskóla í Norðurárdal, síðan á Alþýðu- skólanum í Reykholti í Borg- arfirði. Karl starfaði sem bóndi á æskuheimili sínu í Klettstíu, þangað til 1965, er hann flutti í Borgarnes og starfaði eftir það hjá Vegagerð ríkisins, þar til hann hætti störfum. Hann vann einnig sem vörubílstjóri, veghef- ilsstjóri og flokksstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Karl bjó við góða heilsu lengst af. Útför Karls fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 14. desember 2012. umdæmisstjóri hjá Vegagerð ríkisins, f. 3. apríl 1931, eig- inkona hans er Brynhildur Bene- diktsdóttir. Eiginkona Karls er Lára Margrét Benediktsdóttir, f. 4. febrúar 1925, á Egilsstöðum, Vopnafirði. For- eldrar hennar voru Benedikt Gíslason frá Hofteigi og Geirþrúður Bjarnadóttir. Lára fluttist með foreldrum sín- um að Hofteigi á Jökuldal og ólst Þar upp. Karl og Lára gengu í hjónaband hinn 30. október 1948. Þau bjuggu í Klettstíu, í Norðurárdal þangað til 1965, er þau fluttust í Borg- arnes og bjuggu þar þangað til 1995, er þau fluttu að Eiðismýri 30 á Seltjarnarnesi, þar sem þau Það er ekki létt að skrifa minningargrein um pabba sinn. Þessi litla vísa eftir hana mömmu lýsir svolítið hugarfari eldri borgara, þegar þau for- eldrar okkar, sitt hvorum megin við nírætt, ræddu um framtíð- ina, sem alltaf er óræð og nú hefur verið klippt á strenginn þinn. Hann pabbi er dáinn. Það er komið kul í mig kvíði haustsins frera. Hvað um mig og hvað um þig hvað eigum við að gera? Fyrir okkur hefur þú alltaf verið til, alltaf fundist, alltaf ró- legur og viðræðugóður. Okkur langar að kveðja þig, síðustu kveðjunni. Það er ekki létt að hugsa sér að þú sért ekki hér hjá okkur. Þú kemur aldrei meir til dyranna í Eiðismýrinni; þú vinkar ekki lengur til okkar í glugganum þegar við förum. Pabbi ólst upp í Norðurárdal, í Klettstíu. Hann var bóndi og hann undi sér vel sem bóndi. Samtímis að hugsa um búskap- inn keyrði hann vörubíl á sumr- in og vann við snjóruðning á veturna. Mörg voru þau kvöld og helgar sem hann var við vinnu, við munum eftir jólum þegar hann ruddi snjó á Bröttu- brekku, svo að aðrir kæmust heim. Hann var einstaklega ósérhlífinn. Hann kvartaði aldr- ei. Við munum vel hversu stolt við vorum af þér. Það var oft mjög gaman í sveitinni, margar góðar minningar t.d. frá hey- skapnum. En mest var gaman að vera með pabba í verkum, þá gekk allt undan. Pabbi, þú kenndir okkur svo ótal margt. Samt hafðir þú eiginlega ekki tíma. Mörgum árum seinna hafðir þú allan þann tíma sem þurfti fyrir stelpurnar okkar, sem voru alltaf augasteinarnir þínir, þú spurðir alltaf um þær, enginn var mikilvægari, hvað þær væru að gera, hvernig þeim gengi, hvenær þær væru vænt- anlegar. Svo liðu árin, 1965 fluttum við í Borgarnes. Þú byrjaðir að vinna hjá Vegagerðinni, þú varst stoltur af vinnunni, oft langt fram á kvöld, og helgar. Við unnum þar saman mörg sumur, þú varst fyrirmyndin. Margar góðar minningar, t.d. þegar við fórum að horfa á fót- bolta úti á Akranesi á sunnu- dögum. Við fórum til Reykjavíkur til skóla og síðan tóku við störf. Við fluttum bæði til Svíþjóðar til náms og starfa. Við búum þar enn og mörg ár eru liðin, marga vetur varstu ytra hjá okkur eft- ir að þú og mamma komust á eftirlaun. Við hittumst kannski sjaldnar, en það var alltaf eins gott að koma heim um helgar og á sumrin, bæði í Borgarvíkina og seinna í Eiðismýrina. Eftirlaunaaldur var ekkert fyrir þig. Það eru liðin mörg ár, við höfum svo margar góðar minningar. Það er svo margt sem okkur langar að þakka þér fyrir. Við erum samt viss um að stelpurnar okkar sakna þín allra mest. Á hverju kvöldi fórstu með bæn fyrir þær. Haustið er að sýna sig, súgur er í bænum. Það er á hlaði og hrellir mig hendir litnum grænum. Haustið talar heyrist mér hefur það að segja blærinn kólnar, birtan þver blómin eru að deyja. Haustið sem nú hvarf á brott heims að aldrar vegi, flestir töldu fremur gott fleira veit ég eigi. (Bendikt Gíslason frá Hofteigi.) Pabbi, við komum alltaf til með að sakna þín. Við viljum færa sérstakar þakkir til starfs- fólks Hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun síðustu vikurnar. Jón Karlsson og Deisa G. Karlsdóttir Holl. Karl Magnús Jónsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI SIGURGEIRSSON, Þrúðvangi 22, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 9. desember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 19. desember kl. 13.00. Sigrún Jóna Marelsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Þóranna Tryggvadóttir, Ingi Óskarsson, Jón Ásgeir Tryggvason, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, Líney Tryggvadóttir, Jónatan S. Svavarsson, Sigurgeir Tryggvason, Ásta S. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega frænka, GUÐLAUG ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Minna-Núpi, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Bólstaðarhlíð 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. desember. Útför hennar hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Við viljum þakka öllum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Starfsfólki á deild 21a á kvennadeild Landspítalans viljum við þakka einstaklega góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Guðmundsson, Helgi Númason, Kolbrún Guðmundsdóttir, Guðný H. Guðmundsdóttir, Hannes Jóhannesson, Svavar Jóhannesson, Elín J. Másdóttir, María Másdóttir, Guðný V. Másdóttir og fjölskyldur. ✝ Maðurinn minn og faðir okkar og afi, ADÓLF ADÓLFSSON, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu- daginn 20. desember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Monika Magnúsdóttir, Ragnheiður M. Adólfsdóttir, Brynjar Guðbjartsson, Magnús Már Adólfsson, Guðrún Jónsdóttir, Steinunn Adólfsdóttir, Valdemar S. Valdemarsson, Soffía Adólfsdóttir, Ólafur Sverrir Kjartansson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.