Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 AKUREYRARKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Umsjón hafa sr. Sunna Dóra Möller, sr. Hildur Eir Bolladóttir, Hjalti Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja. Una og Eik Haraldsdætur leika á píanó og óbó. Jóla- söngvar kórs Akureyrarkirkju kl. 17 og 20. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefáns- syni guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna, sem annast samverustund sunnudagaskólans. Minnst verður sálma- skáldsins sr. Páls Jónssonar í Viðvík, í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans, og tekur sálmavalið mið af því. Kór Áskirkju syngur, organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi á eftir. ÁSTJARNARKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Barnakór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guð- mundsdóttur. Fríða og Bryndís segja sögu. Sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina. Veitingar á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Jólahátíð barnanna kl. 11. Sr. Hans Guðberg, Mar- grét, Karen Ösp, Fjóla og yngri leiðtogar leiða stundina og húsbandið Lærisveinar hans, leikur undir sönginn ásamt Bjarti Loga Guðnasyni organista. Börnin sem mæta flytja helgileikinn. BORGARNESKIRKJA | Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Barnakórinn syngur og flyt- ur helgileik. Söngur, sögur og bænargjörð. Organisti er Steinunn Árnadóttir og prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Kveikt á kertum, jóla- söngvar og leiksýning Stoppleikhópsins um Siggu og Skessuna í jólaskapi. Tekið verður á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkj- unnar. Glaðningur fyrir börnin og kaffi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar fjölskyld- unnar kl. 14. Börn úr Fossvogsskóla sýna jólaguðspjallið í helgileik. Jólalögin sungin. Barnakórar kirkjunnar leiða sönginn. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Jólastund fjölskyldunnar kl. 14. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngja gömul og ný aðventu- og jólalög, stjórnandi er Hrönn Helgadóttir. Stundin miðast fyrst og fremst við sönginn. Veitingar á eftir. Tónlistarmenn leiða stundina ásamt prestunum og org- anistanum Zbigniew Zuchowics. Sjá digra- neskirkja.is DÓMKIRKJAN | Norsk messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári Þor- mar. Kl. 17, dagskrá undir stjórn Sveins Ein- arssonar leikhússtjóra. Leikhópurinn Bandamenn flytur „Lilju“ Eysteins Ásgríms- sonar. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir prédikar en ásamt henni þjóna sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson. Bræðrabandið sér um tónlistina. FELLA- og Hólakirkja | Jólaskemmtun kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson og organisti er Guðný Einarsdóttir. Gengið í kringum jólatréð og sungnir jólasöngvar. Pét- ur Ragnhildarson og Hreinn Pálsson leiða stundina. Kannski koma rauðklæddir gestir úr fjöllunum? FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Jólaball í Jóla- þorpinu á Thorsplani kl. 11. Hljómsveit kirkj- unnar leiðir sönginn. Grýla og jólasveinn koma. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Jólaskemmtun kl. 14. Stutt helgistund í kirkjunni og gengið í kringum jólatré í safnaðarheimilinu. Jóla- sveinninn kemur í heimsókn með glaðning handa börnunum. Veitingar. Heilunarguðs þjónusta kl. 17. Sálarrannsóknarfélag Ís- lands, Fríkirkjan og Kærleikssetrið. Umsjón hafa Friðbjörg Óskarsdóttir og sr. Hjörtur Magni. Gunnar Gunnarsson leikur á píanó og Sigurður Flosason á saxófón. GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Jólasveinar koma í heimsókn í sam- vinnu við hjálparstarf kirkjunnar. Prestur er sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Píanóatriði frá Tónskól- anum í Grafarvogi. Borgarholtsskóli Fjölskyldumessa kl. 11. Jólasveinar koma í heimsókn. Hanna Björt Stefánsdóttir (ein af jólastjörnum Björgvins) syngur. Tónlistaratriði frá Tónskóla Grafar- vogs. Prestur er sr. Guðrún Karls Helgudótt- ir,Vox populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Jólasamvera barnanna kl. 11. Jólaskemmtun í safnaðar- heimilinu eftir stundina, umsjón hafa Nanda María og Helga. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messu- hópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá félags fyrrum þjónandi presta. Sr. Guðrún Edda Gunn- arsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá sr. Bryndísar Valbjarnardóttur og Ægis Arnars. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson. Kirkju- vörður Ólafur Hjálmarsson formaður sókn- arnefndar. Kaffisopi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Barnastarf kl. 11 hefst í kirkjunni. Málað á piparkökur í Strandbergi. Veitingar. Jólavaka við kertaljós kl. 20. Ræðumaður er Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Barbörukórinn og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju flytja aðventu- og jóla- tónlist. Stjórnendur Guðmundur Sigurðsson organisti, Helga Loftsdóttir kórstjóri og Anna Magnúsdóttir píanóleikari. Gunnar Gunnars- son leikur á flautu. Prestur er. Þórhildur Ólafs. Veitingar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og hópi messuþjóna. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar. Organisti Hörður Ás- kelsson. Christmas Carols and Nine Les- sons/enskir jólasálmar og ritningarlestrar kl. 14. Orgeltónleikar kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson flytur jólaorgelverk. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Arnar og Sólveig Ásta taka á móti börnunum. Kirkjukór Háteigskirkju syngur undir stjórn Kára Allanssonar org- anista. Prestur er Tómas Sveinsson. Að- ventusöngvar við kertaljós kl. 20. Biskup Ís- lands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, flytur hugleiðingu. Kirkjukór Háteigskirkju syngur, organisti og kórstjóri er Kári Allansson. Veit- ingar í lokinni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Jólalofgjörð kl. 11. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og leikur jólatónlist. Fríða Rún Frostadóttir og Tara Sóley Mobee leika jólalög á hörpu. Prestur er Sigfús Kristjánsson. Jólaball sunnudagaskólans kl. 13. Sjá hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Að- ventusamkoma kl. 17. Jólin sungin inn. HVALSNESSÓKN | Aðventuhátíð í safnað- arheimilinu í Sandgerði kl. 17. Bjarni Arason syngur, söngsveitin Víkingarnir, barnakór grunnskólans, tónskólans og kirkjunnar, at- riði frá tónlistarskólanum, fermingarbörn lesa ritningarlestra, almennur söngur og kertaljósin tendruð. Hugvekju flytur Anna El- ísabet Gestsdóttir kennari. Tónlistarstjórar Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Steinar Guð- mundsson. Prestur er sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Aðventuhátíð á Garðvangi kl. 15.30. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30 með lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram heldur áfram að tala um lækningar fyrir bæn. Barnastarf á sama tíma. Kaffi á eftir. KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstu- daga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Jólaball sunnudaga- skólans kl. 11, hefst í kirkjuskipinu. Kveikt á kertum og sungin aðventulög. Dansað í kringum jólatré og jólasveinar koma í heim- sókn og allir fá góðgæti. Sr. Erla Guðmunds- dóttir og leiðtogarnir í barnastarfinu leiða stundina. Aðventustund kl. 20 í kirkjuskip- inu. Kórinn syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14. Sr. Hjálmar Jónsson, sr. Bryndís Valbjarnardóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni annast þjón- ustuna. Þorvaldur Halddórsson sér um tón- listina. KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11 á 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar. Sóknarprestur og djákni Kópavogskirkju þjóna fyrir altari ásamt fyrrum sóknarprest- um Kópavogskirkju, sóknarpresti Digranes- safnaðar og prestum, sem tengjast Kópa- vogskirkju með ýmsum hætti. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová. Guðmundur Hafsteinsson tromp- etleikari og fiðluleikararnir Guðný Guð- mundsdóttir og Herdís Mjöll Guðmundsdóttir flytja tónlist. Sunnudagaskóli í Borgum undir stjórn Þóru Marteinsdóttur og Sólveigar Ara- dóttur. Móttaka á eftir í Borgum í boði Kárs- nessafnaðar. Einnig opna í Borgum sýningar Morgunblaðið/Ómar Kópavogskirkja. ORÐ DAGSINS: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11) Í minningu um Íslandsvinina og heiðurshjónin Bergljótu og Svend Haugaard en Svend lést 2. mars 2003 og Bergljót í október á þessu ári. Bergljót var norsk að uppruna en giftist ung Svend Haugaard kennara og síðar skólastjóra við Store Rest- rup á Norður-Jótlandi. Á árunum 1949-1966 var undir þeirra stjórn rekinn sumarskóli í hússtjórn og bóknámsfögum fyrir stúlkur. Sóttu yfir 100 stúlkur frá Íslandi úr öllum landshlutum þennan skóla á sinni tíð með styrk frá Norræna félaginu hér á landi. Skólasetur þetta hafði áður verið herrasetur og var umhverfi hans einkar fallegt. Öllum bar saman um að hinn góði andi og bragur sem ríkti í skólanum mætti rekja til stjórnenda skólans, þeirra Bergljót- ar og Svend Haugaards. Þau voru bæði tvö miklir persónuleikar sem nemendur og kennarar báru mikla virðingu fyrir. Seinna var Svend Haugaard kjör- inn á þjóðþing Dana og var hann mikill baráttumaður og beitti sér fyrir því að við Íslendingar fengum handritin heim enda vissi hann hve handritin voru okkur Íslendingum mikilvæg. Bergljót og Svend voru alla tíð miklir Íslandsvinir og komu margoft til landsins og oft í tengslum við Norðurlandaþing sem hann mætti á sem þingmaður til margra ára. Voru þau einkar fróð um landið, bæði um menn og málefni og alltaf lögðu þau sig fram um að fræðast sem mest um landið og voru vel að sér í sögu þess og miðluðu þau þekk- ingu sinni til annarra og komu m.a með hópa hingað til lands. Þau höfðu alla tíð haldið góðum tengslum við ís- lensku nemendurna og voru ávallt fagnaðarfundir þegar hópurinn kom saman með þeim hér á landi. Einnig heimsóttu margir fyrrum nemendur þeirra þau, á þeirra fallega heimili í Skive. Við „Restrup-pigerne“ þökkum þeim heiðurshjónum þann vinarhug og tryggð sem okkur var sýndur alla tíð. Við minnumst þeirra með hlýju og þakklæti. Ebba Lárusdóttir. Íslandsvinirnir Bergljót og Svend Haugaard . Svend Haugaard og eignikona hans Bergljot mbl.is alltaf - allstaðar Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband Kristnibraut 8 – 113 Reykjavík OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 16. DESEMBER MILLI KL. 14:00-14:30 Stór glæsileg 143,4 m² 4ra herbergja íbúð á 4. hæð (efstu) í góðu lyftuhúsi ásamt 26,7 m² bílskúr. Einstakt útsýni, þaksvalir. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, 3 herbergi, stofu, borðstofu, bað, eldhús og sólstofu. Mjög vandaðar innréttingar. Tvennar svalir. Ótrúlegt útsýni. Verð 49 millj. Sölumaður verður á staðnum. Laugavegur 66 • 101 Reykjavík • Sími 511 3101 • Fax 511 3909 • www.101.is Löggiltur fasteignasali Leifur Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.