Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Lauslega farið með staðreyndir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Hinumegin Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Hádegisleiðsagnir Alla föstudaga kl. 12:05 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Laugardagur 15. desember: Grýla og Þvörusleikir heimsækja safnið kl. 11 Terry Gunnell heldur fyrirlestur á ensku um íslenskar jólahefðir kl. 12 Sunnudagur 16. desember: Pottaskefill heimsækir safnið kl. 11 Jólsýningar og jólaratleikurinn Hvar er jólakötturinn? Fjölbreytt úrval gjafavöru í safnbúð Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11. - 31.12. 2012 SAMTAL VIÐ LISTAVERK - 16. DES. KL. 14 - Anna og Olga segja frá tilurð verksins REK. VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013 HÆTTUMÖRK 19.5. – 31.12. 2012 SAFNBÚÐ JÓLAGJAFIR LISTUNNANDANS - Allt að 70% afsláttur af eldri útgáfum safnsins KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. NJÓTIÐ AÐVENTUNNAR OG VERIÐ VELKOMIN Í LISTASAFN ÍSLANDS! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 • OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 2914 • Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 Jóladagatal Norræna hússins 2012 Jóladagatal Norræna hússins fer nú fram í fimmta sinn og er svo sannarlega orðin ómissandi hefð á jólunum. Jóladagatalið er gjöf Norræna hússins til gesta sinna og er ókeypis á allar uppákomurnar. Úr einu í annað Þórey Eyþórsdóttir sýnir vefnað og textílverk í anddyri Norræna hússins undir yfirskriftinni "Úr einu í annað". Titill sýningarinnar vísar í að verkin eru unnin yfir langt tímabil og með ólíkri tækni. GIERDU Samísk listasýning GIERDU sýnir verk frá RiddoDuottarMuseat-safninu í Karasjok í Noregi. Safnið á eitt af áhugaverðustu söfnunum af samískri samtímalist á Norðurlöndunum. Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Síðasta sýningarhelgi ársins Sunnud. 16. des. kl.13-15 SMÍÐUM JÓLATRÉ - listasmiðja Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður leiðbeinir Safnið er lokað 17. des.-17. jan. Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Þessi inngangsbók um heim-speki eftir Richard Prechtvarð metsölubók í Þýska-landi þegar hún kom út árið 2007, og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Er ekki að undra að bókin hafi selst vel, því að hún er auðlesin og skemmtileg. Höfund- urinn kafar að vísu ekki sérlega djúpt í þær spurningar sem hann fæst við í bókinni, en við því er heldur ekki að búast í riti af þessu tagi – markmiðið er fremur að vekja lesendur til um- hugsunar og láta þá halda leitinni áfram upp á eigin spýtur. Í innganginum að bókinni greinir Precht frá því hvernig hann á náms- árunum varð fyrir vonbrigðum með faglega einangrun þeirrar heimspeki sem kennd er sem fræðigrein í há- skólum. Hann lýsir eftir því að heim- spekingar fari í meira mæli út fyrir sitt þrönga svið í leit að viðfangs- efnum – að þeir taki raunverulega af- stöðu til vísindalegra rannsókna og niðurstaðna og noti þær til að upp- ljóma hefðbundin heimspekileg vandamál á ferskan hátt. Sjálfur virðist Precht vera sér- staklega heillaður af taugalíffræði, þróunarsálfræði og tengdum fræðigreinum. Ein helsta afleið- ing þessa er að hann reynir án af- láts að beita nið- urstöðum heila- rannsókna á bæði þekking- arfræðileg og sið- fræðileg vanda- mál. Nöfn taugafræðinga eins og Ramón y Cajal og Rizzolatti koma nær jafn oft fyrir og nöfn hefðbundinna heimspekinga eins og Nietzsche, Kant og Schopen- hauer. Stundum er þetta upplýsandi og áhugavert, en oftar en ekki er það því miður yfirborðskennt og varpar engu nýju ljósi á hinar eiginlegu (þ.e. heimspekilegu) spurningar. Þetta er líklega megingalli bókarinnar, sem að öðru leyti er prýðileg sem inngangs- rit og léttur lystauki. Þýðing Arthurs Björgvins Bolla- sonar er lipur og læsileg. Við prentun og bókband er ekkert að athuga, en hins vegar spillir það fyrir að próf- arkalestri er nokkuð ábótavant. Læsilegt inngangsrit Fræðibók Hver er ég - og ef svo er, hve margir? bbbnn Richard David Precht: Hver er ég - og ef svo er, hve margir? Heimspekilegt ferðalag. Íslensk þýðing eftir Arthur Björgvin Bollason. Ormstunga, Reykja- vík 2012. 395 bls. BALDUR A. KRISTINSSON BÆKUR Skemmtileg Bók Richard David Precht er bæði auðlesin og skemmtileg. Ljósmynd/Raimond Spekking Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við fórum saman sem hópur í Logaland í Borgarfirði í ágúst sl. og vorum þar í fimm daga að taka upp eigið efni. Ætlunin var að vinna að og taka upp þriðju plötuna okkar, en fljótlega varð ljóst að plöturnar myndu verða tvær,“ segir Ómar Guðjónsson, gítar- og bassaleikari hljómsveitarinnar ADHD sem sent hefur frá sér diskana AHDH 3 og ADHD 4. Með Ómari í hljóm- sveitinni eru Davíð Þór Jónsson sem leikur á hammond orgel, flygil, gítarbassa og gítar, Magnús Trygvason Eliassen sem leikur á trommur og Óskar Guð- jónsson sem leikur á saxofón. „Í hljómsveit eins og okkar er mjög gott að fara svona út úr bæn- um til að vinna saman. Það er eig- inlega best ef það er ekki síma- samband á staðnum. Það er eitthvað við það að vakna saman, elda saman, skemmta sér saman og skapa tónlist saman. Þetta snýst um það að eiga samskipti bæði í músík og í lífinu eða hversdeginum, að skilja hver annan og finna fyrir því að þessi fjögurra manna hópur sé eins og ein fjöl- skylda,“ segir Ómar þegar hann er spurður hvers vegna hljómsveitin hafi valið að fara út úr bænum til að vinna tónlistina sína. Tónlistin okkar er ferðalag Spurður hvers vegna hljómsveitin hafi valið að gefa út tvo diska segir Ómar nokkrar ástæður fyrir því. „Við erum auðvitað engir markaðs- fræðingar og allir markaðsmenn hefðu áreiðanlega ráðlagt okkur að geyma annan diskinn í ár í stað þess að gefa þá báða út á sama tíma og keppa þannig um athyglina. En tón- listin okkar er ferðalag og hljóm- sveitin er í þessu ferðalagi núna. Þegar við fórum að skoða efnið þá sáum við að við áttum það margar mínútur af efni sem okkur langaði að koma frá okkur að við gætum ekki komið því á aðeins einn disk. Auk þess áttum við mjög auðvelt með að skipta efninu niður á tvær plötur konseptlega séð,“ segir Ómar og bendir á að ADHD 3 sverji sig í ætt við plötuna ADHD 1 og sé því í ró- legri og mýkri kantinum meðan ADHD 4 minni á plötuna ADHD 2 þar sem tempóið sé meira. „Þetta eru því tvær mismunandi stemn- ingar á plötunum tveimur.“ Hljómsveitin fór nýverið í hring- ferð um landið til að kynna plöturnar tvær og var það þriðja hringferð Ómars á stuttum tíma. „Við áttum frábært ferðalag þar sem við spil- uðum sjö gigg til að fylgja plötunni eftir. Það má segja að ég sé orðinn sérfræðingur í að fara í tónleikaferð- ir um landið enda á síðustu vikum búinn að túra með Jónasi Sig vini mínum, Óskari bróður mínum og ADHD,“ segir Ómar. Hljómsveitin hefur enn ekki kynnt plöturnar á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn Ómars stendur það til bóta. „Við munum leika á Friðarhátíð Spessa sem haldin er á veitingastaðnum Gló 22. desember. Þetta er fallegt konsept sem við vildum taka þátt í.“ Ljósmynd/Spessi Félagar Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson, Davíð Þór Jónsson og Magnús Trygvason Eliassen á göngu. „Best ef það er ekki síma- samband á staðnum“  Hljómsveitin ADHD sendir frá sér tvær breiðskífur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.