Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Norræn erfðarétt- arráðstefna var haldin í Ósló 24. október sl. að tilstuðlan og með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. Þar komu saman fræðimenn, dómarar og fólk úr stjórnsýslu landanna sem vinnur með einum eða öðrum hætti við framkvæmd erfðalaga og skipti á dánarbúum eða við kennslu og fræðistörf. Tilefnið var ekki síst að skapa umræðu um lagabreytingar á þessu sviði og ræða norrænt samstarf en sl. sumar var undirritaður samn- ingur um breytingar á Norður- landasamningi frá 19. nóvember 1934, um arf og skipti á dán- arbúum. Á þessari dagsráðstefnu voru bornar saman réttarreglur erfðalaga í ríkjunum fimm og litið til þeirra milliríkjasamninga sem eru í gildi á þessu sviði, norræna samningsins og nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins, sem varðar dóma og stjórnsýsluákvarðanir á sviði erfða. Samningar þessir hafa að geyma lagavalsreglur, m.a. um skipti á dánarbúum og um erfða- skrár einstaklinga sem hafa tengsl við fleiri en eitt samningsríki. Markmið þessara reglna er að tryggja öryggi einstaklinga í samn- ingsríkjunum. Í Danmörku voru sett ný erfðalög árið 2007 og í Nor- egi er sjö manna nefnd að vinna að gerð frumvarps til nýrra erfðalaga og skal hún ljúka störfum næsta sumar. Við endurskoðun erfðalaga var í báðum ríkjunum lögð áhersla á að langt væri um liðið frá því erfða- lög voru sett þar, eða árið 1963 í Danmörku og árið 1972 í Noregi. Rík þörf var talin vera á nýrri löggjöf, sem tæki m.a. mið af þeim miklu samfélagsbreyt- ingum sem orðið hafa á hálfrar aldar tíma- bili. Fjölskyldu- hugtakið hefur breyst með nýjum fjöl- skyldugerðum, fólk giftir sig oftar en einu sinni, á barn með fleirum en einum og sambúð er mun algengari. Þá hefur lífaldur manna hækkað og félagslegur hreyfanleiki er einnig miklu meiri í dag. Nefna má hér að innan Norður- landanna flytja um 40.000 manns árlega, vegna vinnu eða náms. Vel- ferðarsamfélagið leiðir einnig til þess að eignir til skipta eru al- mennt meiri í dag þó fjárskuldbind- ingar búa séu einnig meiri. Í Dan- mörku var réttarstaða maka styrkt í nýjum erfðalögum bæði með auknum lögarfi maka úr 1/3 í 1/2 arfs, sem og einnig með því að auka ráðstöfunarheild arfleifanda, sem nú getur ráðstafað helmingi eigna sinna með erfðaskrá. Með rýmri arfleiðsluheimild hefur skylduarfur maka og barna að sama skapi minnkað. Þá var einnig aukinn arfs- hlutur maka með því að lágmarks- arfur maka er nú 650.000 d.kr. Í athugasemdum með dönsku lögunum er vikið að þeim tilgangi laganna að með þessum breytingum verði fólki í samsettum fjölskyldum gefinn kostur á að jafna arf sér- barna og sameiginlegra barna. Á Norðurlöndum annars staðar en á Íslandi eru reglur í erfðalögum sem varða sambúðarfólk. Hugmyndin um lögarf sambúðarmaka varð þó ekki ofan á við setningu dönsku lag- anna. Sameiginleg og gagnkvæm erfðaskrá sambúðarfólks veitir hins vegar sambúðarmaka möguleika á setu í óskiptu búi í Danmörku. Íslensk erfðalög eru frá árinu 1962 og án efa er tímabært að huga að endurskoðun ýmissa reglna lag- anna sem ekki hafa sætt efnislegum breytingum frá árinu 1989. Hér er þó ekki jafn rík þörf á að vernda langlífari maka, m.a. vegna þess að samþykki stjúpbarna er ekki nauð- synlegt skilyrði fyrir setu í óskiptu búi eins og er bæði í Danmörku og Noregi. Samkvæmt íslenskum lög- um getur arfleifandi ákveðið heim- ild maka til setu í óskiptu búi með erfðaskrá. Reglur danskra og norskra laga um lágmarksarf, eða aukinn arfshlut maka, ættu ef til vill að koma til skoðunar hér, þegar langlífari maki velur að skipta búi. Efnislegar breytingar á erfðalögum lúta lögmáli stjórnmálanna og verð- ur ekki séð rík nauðsyn á laga- breytingum á íslenskum erfðalögum hvað þær varðar. Þess má til dæmis geta að arfleiðsluheimild hefur ávallt verið þrengri í íslenskum lög- um en í löggjöf hinna norrænu ríkjanna. Reglur erfðalaga um fyr- irframgreiddan arf eru hins vegar ekki í takt við nútímann. Bæði þarf að eyða óvissu um hverjir eru mót- takendur fyrirframgreidds arfs, en ekki er ljóst hvort það eru eingöngu niðjar eins og er í Danmörku og Noregi, eða hvort ákvæðið tekur til allra erfingja eins og er í Svíþjóð og Finnlandi. Þá eru reglur um frá- drátt arfs vegna fyrirframgreidds arfs heldur flóknar í framkvæmd við skipti á dánarbúi. Á Norð- urlöndum er verðmæti fyrirfram- greidds arfs miðað við móttöku arfsins, en samkvæmt íslenskum lögum ber einnig að framreikna verðmæti arfsins til þess tíma þeg- ar arfskipti fara fram. Sá fyrirvari er þó í íslenskum lögum að arfs- þega ber ekki að standa búinu skil á endurgreiðslu fái hann meira fé en erfðahlut hans nemur. Almennt er litið svo á að óraunhæft sé að stefna að réttareiningu á Norð- urlöndum á sviði erfðaréttar. Norð- urlandasamningurinn er hins vegar skuldbindandi og fyrirmynd að nýj- um lögum og hann nýtur und- anþágu í tilskipun Evrópusam- bandsins um skipti á dánarbúum. Í íslenskri löggjöf þarf í framtíð að huga betur að lagasamræmi, t.d. skiptalaga og laga um erfða- fjárskatt, erfðalaga og lögræðislaga og raunar endurskoða þá löggjöf sem á reynir við skipti á dánar- búum. Norræn erfðaréttarráðstefna Eftir Birnu Salóme Björnsdóttur » Íslensk erfðalög eru frá árinu 1962 og án efa er tímabært að huga að endurskoðun ýmissa reglna laganna sem ekki hafa sætt efnislegum breytingum frá árinu 1989. Birna Salóme Björnsdóttir Höfundur er lögfræðingur hjá Sýslu- manninum í Reykjavík. Aðventan á að vera okkur öllum tími íhug- unar um líf okkar og þeirra sem næst okk- ur standa. Að líta til hins liðna og gera upp þann tíma með hlið- sjón af væntingum okkar til framtíðar. Jólin koma til okkar með fagnaðarerindi fæðingar barns, sem kallar á vernd foreldra allt til full- orðinsára, en þó svo miklu meira, því sjálf fæðingin er mesta undur lífsins, sköpun og bænheyrsla um nálægð Guðs í lífi okkar. Aðventan núna er mjög mörgum heimilum erfið. Frásagnir eru um niðurlútt og jafnvel grátandi fólk í biðröðum eftir mat og hjálp. Upp- lýsingar frá Creditinfo segja að um tuttugu og átta þúsund ein- staklingar séu í verulegum greiðslu- erfiðleikum og áttatíu þúsund ein- staklingar eigi ekkert á banka- reikningum. Æ fleiri eru búnir að gefast upp við að greiða af lánum íbúða sinna, sem þeir eiga hvort sem er ekki lengur. Úrlausn skv. 110% leiðinni svonefndu er núna líklega orðin skuld upp á 20% um- fram eign hjá mörgum. Langflest yngra fólk að fimmtugu, sem keypti íbúðir fyrir hrun með eigin framlagi að 10 milljónum, oft með hjálp skyldfólks, á ekkert í dag nema skuldir. Til viðbótar eru óleiðréttar veðskuldir á eignum ættingja, sem sumar fjármálastofnanir hafa leið- rétt en aðrar ekki. Ranglætið birtist alls staðar í mismunun. Hæstiréttur hefur dæmt gengislánin ólögmæt og að vextir skv. sérstökum „Árna Páls“-lögum séu ólöglegir. Verð- tryggðu lánin eru hins vegar enn að hækka, nú t.d. um 3 milljarða vegna skattahækkana á tóbaksvörum. - fyrir þá sem eiga minna en ekki neitt Mbl. greindi frá því, 12.12. sl., að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrinum 22-42 ára sé mínus 82 milljarðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega ríkinu skatt- tekjur til að sjá hinum eldri far- borða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Pétri Blöndal þykir miður að ungt fólk skyldi skuldsetja sig svona óvarlega. Hvers vegna, Pét- ur? Voru þeir sem stjórnuðu ekki fyrirmyndin, þeir sem settu leik- reglurnar, lögin og eftirlitið? Síðan komu þeir sem gátu spilað á kerfið óáreittir frá 2004 í fjögur ár, þar sem hvatt var til kaupa, sem áttu aðeins að geta gefið arð. Kynslóðin unga var skilin eftir meðan þeir sem sáu hrunið fyrir frá ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Pétri Blöndal alþingismanni hlýtur að þykja það miður og ætti fremur að fjalla um það að mínu mati. - leiðréttinga Úrræði ríkisstjórnarinnar eru ný- lega boðuð af velferðarráðherra. Íbúðalánasjóður ætti að stofna félag í eigu sjóðsins til að leigja út íbúðir, sem sjóðurinn hefur eignast og mun eignast á nauðung- aruppboðum. Getur verið að það sé einhver hjálp til þeirra fimm þúsund heimila, sem eru hætt að greiða af lánunum? Er það lausn, að þeim, sem eru búnir að tapa öllu sínu, verði boðið að leigja íbúðina á al- mennri markaðsleigu og þá í engu tekið mið af því sem tapaðist? Nú fyrst heyrist frá sama velferð- arráðherra eftir fjögurra ára bið íbúðareigenda, sem hafa vegna verðtryggingar mætt 400 millj- örðum í hækkun íbúðarlána, að það komi til greina að setja þak á verð- trygginguna, en það komi til með að kosta! Þegar tæpt er á lausnum, sem engar lausnir eru, þá er betra að segja ekkert. Hvað um hinn mælda hagvöxt? Getur verið, að þeir sem geta ekki greitt niður sín lán og jafnvel taka á móti vaxtaniðurgreiðslum, án þess að nýta til niðurgreiðslu lána, séu hluti af þessum litla hagvexti, sem þó mælist, þegar þeim fjármunum er eytt til að lifa af? Hvað um öll hin málin, sem bíða úrlausnar hjá Alþingi og ríkisstjórn, sem eru nær öll í miklum ágrein- ingi, því þau virðast engan vanda leysa hjá meirihluta þjóðarinnar, aðeins auka hann? Hvers má þá vænta í þeirri nánu framtíð, sem bíður þjóðarinnar nú á aðventu? Að jólin með sínum boð- skap nái til hvers og eins, einnig til alþingismanna um að þeir vinni saman um að verja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, afnemi gjaldeyrishöftin og komi arðbærum fjárfestingum af stað. Um að hætt verði við þær óarðbæru fram- kvæmdir sem rýra verðgildi gjald- miðilsins og valda enn meiri hækk- un vísitölunnar. Um að komið verði til móts við fyrirtæki og vinnandi fólk með lækkun skatta og hækkun launa. Um að afnema verðtryggingu húsnæðislána í vísitölu neysluverðs eða þá með annarri og réttmætari verðtengingu, ásamt því að lengja í lánum. Ef þetta er ekki hægt með sameinuðu átaki innanlands, verð- um við að leita hjálpar erlendis og vænta þannig nýrra lausna. Er það ef til vill það eina sem við getum vænst á þessari aðventu? Að vænta … Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Við væntum þess að hætt verði við óarð- bærar framkvæmdir, komið verði til móts við fyrirtækin og fólkið og að afnumin verði verð- trygging húsnæðislána. Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur í Holti og er í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. • verð frá 37.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.