Morgunblaðið - 18.01.2013, Side 30

Morgunblaðið - 18.01.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2013 ✝ Ágúst Guð-jónsson fæddist í Rifshalakoti, Ása- hreppi, Rang- árvallasýslu hinn 1. ágúst 1929. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja hinn 8. jan- úar 2013. Foreldrar Ágústs voru hjónin Mar- grét Guðmunds- dóttir, f. 27.9. 1888, d. 25.1. 1980, og Guðjón Einarsson, f. 25.7. 1884, d. 16.7. 1966. Mar- grét og Guðjón eignuðust 13 börn og 10 komust til fullorð- insára. Þau eru: Páll, Guðrún, Ólafur, Guðmundur, Guðríður, Ragnar, Þórður, Skarphéðinn, Hermann og Ágúst sem var þeirra yngstur. Eftirlifandi systkin eru Guðríður og Þórð- ur. Ágúst kvæntist Huldu Guð- mundsdóttur, f. 17.10. 1927, hinn 21. janúar 1956. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ólafsdóttir, f. 29. ágúst 1899, d. 7. mars 1981, og Guðmundur Benónýsson, f. 25. júní 1892, d. flust hafði þangað þegar þau hjónin Margrét og Guðjón slitu samvistum. Ágúst var ávallt duglegur til vinnu og mikill listasmiður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lærði blikksmíði hjá Litlu blikksmiðj- unni, starfaði síðan hjá Samein- uðum verktökum á Keflavík- urflugvelli til ársins 1957 þegar hann stofnaði sína eigin blikk- smiðju, Blikksmiðju Ágústar Guðjónssonar á Hringbraut 78 í Keflavík. Ágúst rak þessa blikk- smiðju alla sína starfsævi og fékk skiljanlega viðurnefnið Gústi blikk og bar það nafn stoltur alveg til dauðadags. Ágúst var mikill áhugamaður um ferðalög, fyrst um landið okkar, vegi og vegleysur en síð- ar um hinn stóra heim. Ágúst stofnaði ásamt vinum sínum Björgunarsveitina Stakk þar sem hann vann margar stundir af óeigingirni við uppbyggingu og björgunarstörf. Sumarhúsa- bakterían fangaði hann og hans heittelskuðu upp úr miðjum aldri og voru gleðistundirnar margar við að byggja, moka mold, gróðursetja og fylgjast með ávexti erfiðisins koma í ljós hjá þeim í sælureitnum í Gríms- nesinu fram á elliárin. Útför Ágústs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. jan- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. 11. ágúst 1974. Börn Ágústs og Huldu eru: 1) Guð- mundur, f. 3. mars 1949, sem Hulda átti áður, kvæntur Sigríði V. Árna- dóttur, f. 1951. Þau eiga eina dóttur, Huldu Karen, f. 1983. Maki hennar er Hjálmar Vatnar Hjartarson, f. 1983, þau eiga eina dóttur, Söndru Karen. 2) Margrét, f. 19.6. 1956, gift Árna Ásmundssyni, f. 1951. Sonur þeirra er Ágúst Páll, f. 1976, kvæntur Birtu Rós Arn- órsdóttur, f. 1976, og eiga þau þrjú börn, Dagnýju Höllu, Mar- gréti Örnu og Hildi Hrafn. 3) Skúli, f. 6.9. 1957, kvæntur Stellu Maríu Thorarensen, f. 1960, og eiga þau þrjú börn, Ragnar Má, f. 1982, unnusta hans er Ester Ósk Hilm- arsdóttir, f. 1985, Eddu Rós, f. 1987, og Ástrós, f. 1991, unnusti hennar er Birkir Már Árnason, f. 1987. Ágúst ólst upp sín bernskuár hjá móðir sinni í Reykjavík, sem Kallið er komið. Elskulegur tengdafaðir minn hefur lokið sinni jarðvist, Ágúst, eða eins og flestir sem hann þekktu kölluðu ávallt Gústa „blikk“. Hann stofn- aði fyrirtækið sitt Blikksmiðju Ágústar Guðjónssonar árið 1957 og fékk þar með þetta viðurnefni. Það þykir tíðindum sæta í dag að fyrirtæki á Íslandi eigi svona langa sögu en sum fyrirtæki eru bara betur rekin en önnur og hans fyrirtæki hefur alla tíð verið vel rekið. Gústi var alla tíð harðduglegur maður og kallaði ekki allt ömmu sína. Sérhlífni var ekki til í hans orðabók, ef það þurfti að vinna verk þá var það gert við fyrsta mögulega tækifæri. Hann var af- ar mikill náttúruunnandi og elsk- aði Ísland. Þær voru ófáar ferð- irnar sem hann og tengdamóðir mín fóru um fjöll og firnindi og nutu íslenskrar náttúru eða allt þar til þau byggðu sér sumarbú- stað á Miðfelli við Þingvallavatn og síðar í Þrastaskógi, Gríms- nesi. Þá breyttust áhugamálin aðeins. Sá bústaður var nefndur Hulduhof og þar undu þau sér best í seinni tíð. Það er ekki orð- um aukið að segja að bústaðurinn hafi verið þeirra unaðsreitur og var ávallt gott að koma til þeirra. Samband tengdaforeldra minna var alveg einstakt og má segja að orðatiltækið „maður og kona eru eitt“ eigi svo sannar- lega við þau, því þau gerðu allt saman. Á vormánuðum í fyrra fékk Gústi þá vitneskju að sjúkdóm- urinn sem hann bar væri kominn á skrið og hann gerði sér fulla grein fyrir því verkefni. En æðruleysið og jákvæðnin sem hann sýndi var alveg einstakt. Í hvert sinn sem hann var spurður hvernig hann hefði það var alltaf sama svarið: „Ég hef það ljóm- andi fínt.“ Hann naut einstakrar umönnunnar á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja þá mánuði sem hann dvaldi þar og var hann og fjölskyldan afar þakklát því góða fólki sem annaðist hann, hafi þau þökk fyrir. Tengdafaðir minn var ekki maður margra orða og vildi ekki miklar skrautlýsingar og allra síst um sig sjálfan og kveð ég hann með þremur erindum úr texta í laginu Kveðja eftir Bubba Morthens. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt. Kveðja, Stella María. Það er komið að kveðjustund, stund sem er svo sár og endan- leg. Hann Ágúst var tengdafaðir minn og hluti af lífi mínu í hart- nær 40 ár. Það er sárt til þess að hugsa að heyra ekki lengur hlát- ur hans eða skemmtilegu og hnyttnu tilsvörin sem aldrei vöfð- ust fyrir honum. Hann háði sína baráttu við illvígan sjúkdóm á sama hátt og hann lifði lífi sínu af æðruleysi og með reisn, það var aldrei kvartað – það var einfald- lega ekki hans stíll. Tengdafor- eldrar mínir hafa búið í Keflavík alla sína hjúskapatíð, fyrst reistu þau sér hús við Hringbrautina og stofnuðu þar fyrirtæki sitt. Síðar byggðu þau sér hús við Ásgarð 4 og hafa búið þar síðan. Það var vel haldið á spöðunum í blikksmiðjunni og fyrirtækið óx og dafnaði og er farsælt fjöl- skyldufyrirtæki í dag. Tengda- pabbi fékk viðurnefnið blikk sök- um starfs síns og gekk undir nafninu Gústi blikk og þannig þekkja hann flestir. Ótrúlega duglegur og framtakssamur maður sem ávallt var hægt að leita til, öll aðstoð hversu mikil eða lítil sem hún var var fram- kvæmd með gleði og jafnan stutt í hláturinn. Tengdaforeldrar mínir áttu afar farsælt hjóna- band og auðnast ekki mörgum hjónum að vera slík heild sem þau voru. Það var yfirleitt alltaf talað um þau bæði í einu – þau voru eiginlega órjúfanlega heild. Þau hjónin voru dugleg að ferðast, sér í lagi um hálendi Ís- lands og eru ekki margar ár, vötn, sprænur, þúfur eða hólar sem þau ekki þekktu eða höfðu ekið þar um. Enda var oft á tíð- um leitað ráða hjá Gústa þegar halda átti út í óvissuna á fjöllum því þar fengum við hjónin alltaf góð ráð og yfirleitt nokkur gull- korn sem fylgdu með. Sælureitur tengdaforeldra minna er án efa sumarhúsið þeirra sem þau byggðu sér í Þrastarskóginum. Þar ræktuðu þau allt sem nöfnum tjáir að nefna og ef einhver plantan var eitthvað lasleg var bara skellt upp einu stykki gróðurhúsi til að sjá til þess að plantan yxi og dafnaði – og það gerði hún und- antekningarlaust. Það var gaman að koma í sælureitinn þeirra allt- af heitt á könnunni, og oft var skellt upp mínígolfmóti við mjög svo vafasamar aðstæður. Hús- ráðendur höfðu yfirleitt betur í slíkum keppnum þar sem þau þekktu vel allar aðstæður á „vell- inum“. Og svo var helgið hátt og mikið að óförum gestanna. Minningabrotin eru mörg og dýrmæt. Dvölin hjá okkur hjón- um í Svíþjóð hér á árum áður svo og vikuferð til Garda-vatnsins sem farin var fyrir nokkrum ár- um. Skemmtileg ferð þar sem Gústi naut sín vel með Huldu sinni og góðum ferðafélögum. Það er svo margt sem ber að þakka – sér í lagi að hafa ávallt verið mér góður tengdafaðir og afi sem afabörnin gátu alltaf leit- ið til. Ég bið þess að við megum öll finna styrk og halda utan um hvert annað og þá sér í lagi utan um hana Huldu þína og minnast þín eins og þú varst pínulítill grallari með ótrúlega seiglu og kraft alveg þar til þú mættir ofjarli þínum. Hvíl þú í friði, Gústi minn, og takk fyrir sam- fylgdina í gegnum tíðina. Tengdadóttir þín, Sigríður V. Árnadóttir (Sirrý.) Ég kveð þig, elsku afi minn, og get ekki annað en verið sáttur við allan þann tíma sem við áttum saman. Þú fórst oft með mig í bíltúr þegar ég var bara ungbarn og var eitthvað órólegur þar sem ég bara steinsofnaði þegar það var rúntað með mig um bæinn. Þú varst mér alltaf svo góður, og tókst mig með þér svo margt sem þú varst að fara t.d. á rjúpu þar sem ég fékk iðulega að keyra bílinn allt frá því ég bara náði niður á bensíngjöfina og brems- una. Ég var svo heppinn að fá að vinna þér við hlið og lærði af þér margt sem nýtist mér í lífi og starfi. Ég fékk mjög oft að fara með ykkur ömmu upp í sumarbústað þar sem þið unduð ykkur alltaf svo vel og mér fannst svo gaman að sniglast í kringum ykkur hvort sem það var verið að gróð- ursetja tré og plöntur eða að dytta að bústaðnum. Seinna fengu börnin mín að gera slíkt hið sama með langafa sínum og langömmu. Minning- arnar eru endalausar og ég mun ylja mér við þær um ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku afi. Þinn, Ágúst Páll. Elskulegur afi Gústi, duglegi maðurinn sem aldrei lét á neinu bera þó að heilsunni væri farið að hraka. Sá sem stofnaði eitt elsta fyrirtæki á Suðurnesjum, Blikk- smiðju Ágústs Guðjónssonar, og það í bílskúrnum heima hjá sér. Vinnusami maðurinn sem byggði sumarbústað og bætti við hann og breytti alveg þangað til hann var lagður inn á spítalann. Helsti ókosturinn við það að vera lagður inn fannst afa sennilega að geta ekki keyrt lengur fína jeppann sinn. Honum þótti fátt skemmti- legra en að bjóða ástinni sinni, ömmu Huldu, í bíltúr. Það að skreppa á Selfoss í matvörubúð var hið minnsta tiltökumál, svo framarlega sem hann fékk að vera við stýrið og með sólgler- augun. Ég dáðist að þér, afi minn, fyr- ir að vera svona jákvæður síð- ustu mánuðina og alltaf var stutt í húmorinn þó að þú værir ekki maður margra orða. Í hvert sinn sem ég spurði hvernig þú hefðir það, svaraðir þú á sama hátt: „Al- veg ljómandi!“ Þú varst svo ánægður með matinn á sjúkra- húsinu og hafðir gaman af æfing- unum sem þú varst látinn gera. Alltaf talaðir þú um að starfsfólk- ið væri að stjana við þig, enda varstu útnefndur jákvæðasti sjúklingurinn. En það voru ekki bara starfs- mennirnir sem stjönuðu við þig, heldur var amma Hulda alltaf þér við hlið. Hún laumaði til þín nýbökuðum pönnukökum eftir síðdegiskaffið og smurði handa þér hið fínasta rúgbrauð með síld um jólin. Já, þið amma hafið átt einstakt hjónaband, elsku afi. Það var alltaf eins og þið væruð nýtrúlofuð og ég man ekki eftir að hafa séð ykkur í sitthvoru lagi frá því ég fæddist. Þessi ást ykk- ar á milli er eitthvað sem alla dreymir um að eiga og ég vona innilega að ég fái að upplifa slíka ást. Nú þegar þú ert farinn er það í okkar höndum að hugsa vel um ömmu og því get ég lofað afi minn, að það munum við gera af bestu getu. Upp er komin stundin sem allir kviðu, að líkaminn fengi nóg. Þau voru tæp níutíu árin sem liðu, og fyrir viku hann dó. Hann kvaddi okkur öll með hjartslætti sterkum, í leit að innri frið. Eftir við sitjum með grátstaf í kverkum, en nú getur þér betur liðið. (Edda Rós.) Ég kveð þig nú, elsku afi Gústi, og veit að þú ert kominn á betri stað. Á sama tíma vil ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, hvort sem það voru bústaðaferðirnar, sunnudagsspjallið við eldhús- borðið á Bragavöllunum eða spilastundirnar í Ásgarðinum og síðar meir á spítalanum. Hvíldu í friði, afi minn, Edda Rós Skúlad. Thorarensen. Fallinn er frá Ágúst Guðjóns- son, heiðursfélagi Félags blikk- smiðjueigenda. Hann stofnaði blikksmiðju undir eigin nafni árið 1956 og rak hana með miklum dugnaðar- og myndarbrag næstu áratugina. Faglegur metnaður var honum ávallt efst í huga hvort heldur verkin voru stór eða smá í sniðum. Slíkir menn hafa ávallt stuðlað að því að efla virð- ingu fyrir sínu fagi með verkum sínum og framgöngu allri. Ágúst var ennfremur meðvit- aður um að starfsmenn og fyr- irtæki í greininni þurfa ávallt að standa saman um framgang þeirra málefna sem mestu skipta fyrir fagið í heild. Ein og ein smiðja megnar lítið en samtaka- mátturinn hefur margsannað gildi sitt í þessum efnum. Þess vegna var hann virkur félagi í Félagi blikksmiðjueigenda og lagði þar sín lóð á vogarskálarnar hvort heldur var á fagfundum eða þegar menn gerðu sér daga- mun með mökum sínum. Af þessu öllu var Ágúst gerður að heiðursfélaga enda naut hann mikillar virðingar innan félags- ins. Nú horfir Félag blikksmiðju- eigenda á eftir góðum félaga og liðsmanni. Honum er þökkuð samfylgdin og samstarfið í gegn- um áratugi. Félagið vottar nán- ustu ættingjum samúð við fráfall heiðursmanns. Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda. Kveðja frá ferðahópnum Ferðafélagi okkar og vinur hann Gústi blikk er látinn. Hann var einn ötulasti og ósérhlífnasti ferðamaðurinn í okkar hóp, vandamál og torfærur voru ekki að vefjast fyrir honum heldur gengið beint til verks, málin leyst og torfærurnar yfirunnar hver af annarri. Gústi var einn af stofn- endum Björgunarsveitarinnar Stakkur og starfaði með henni af miklum krafti til fjölda ára. Þeg- ar sveitin hófst handa við upp- byggingu fyrsta björgunarbíls síns bauð Gústi fram krafta sína og aðstöðu við það starf og var öll yfirbygging björgunarbílsins endursmíðuð inni í blikksmiðju hans. Voru þær stundir ófáar sem hann lagði fram við það verk. Gústi var góður og traustur fé- lagi hvort sem var, innan sveit- arinnar eða utan. Hann var búinn að ferðast með okkur um óbyggðir og hálendi Íslands í mörg ár og margar voru þær leiðir sem við fórum saman sem enginn eða örfáir höfðu lagt leið sína um áður, en þar reyndi ein- mitt á dugnað, útsjónarsemi og dirfsku ferðamannsins. Þá voru flestar ár á hálendinu óbrúaðar og vegslóðar fáir en Gústi naut sín best er útlitið var sem verst og torfærurnar virtust óyfirstíg- anlegar. Gaman væri að rifja upp margar þessara ferða sem eru okkur ógleymanlegar en það yrði nokkuð langt mál í stuttri grein sem þessari. Eftir langt og gæfuríkt starf innan björgunarsveitarinnar tóku nokkrir félagar sig saman um að stofna ferðahóp til að við- halda tengslum og minningum um þá ánægjulegu tíma sem við erum búin að eiga saman í starfi og ferðum og voru þau Gústi og Hulda félagar þar frá fyrstu tíð. Síðastliðið haust hélt þessi hópur sem kallar sig 1313 upp á 30 ára ferðaafmæli, en því miður gátu þau hjónin, þessir góðu félagar okkar ekki tekið þátt þá vegna heilsubrests og söknuðum við þeirra mikið. Gústi var duglegur við að taka kvikmyndir á 8 mm tökuvél sína í ferðum okkar og hafa þær reynst okkur mikill fjársjóður minninga um ferðir okkar og starf í björg- unarsveitinni í gegnum árin. Við vorum svo lánsamir nokkrir ferðafélagar hans að geta náð að heimsækja Gústa á sjúkrahúsið nú fyrir skömmu til að skoða sumar þessara kvikmynda með honum, það varð okkur öllum ljúfur og góður tími. Við munum halda áfram að vinna með þessar myndir í samvinnu við afkom- endur Gústa til að minnast góðs drengs og félaga til margra ára. Nú þegar Gústi er lagður upp í nýja vegferð getur hann horft til baka yfir feril sinn í þessu jarðlífi og verið hreykinn af, við þykj- umst vita að á þeirri ferð verði ekki margar torfærur á vegi hans, allavega ekki meiri en þær sem hann sigraðist á í ferðum sínum í gegnum lífið. Við félagar hans í fjallaferðum og björgunarstarfi þökkum hon- um samfylgdina af heilum hug og munum sakna hans með djúpu þakklæti fyrir samstarfið, ánægjuna og lífsgleðina sem fylgdi honum í öllum okkar ferð- um. Okkar dýpsta samúð er hjá Huldu, börnum þeirra og fjöl- skyldum. Gústi, kæra þökk fyrir sam- fylgdina. Fyrir hönd Ferðahópsins 1313, Garðar Sigurðsson. Ágúst Guðjónsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og uppeldissystir, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Sigrid Renda, lést á sjúkrahúsi í Denver, Bandaríkjunum, föstudaginn 16. nóvember 2012. Útförin hefur farið fram í Denver. Christine Renda, David Sprouse, Matthew Renda, Stephanie Renda, Indíana Sólveig Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Eyþóra Elíasdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Inga Margrét Kristjánsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Matthildur Kristjánsdóttir, barnabörn í Bandaríkjunum og ættingjar á Íslandi. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR KRISTINN KLEMENZSON bóndi, Presthúsum í Mýrdal, lést laugardaginn 12. janúar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Útförin fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasjóð Hjallatúns í Vík. Hrefna Finnbogadóttir, Kristín Einarsdóttir, Sigurjón Rútsson, Elísa B. Adolfsdóttir, Klemens Árni Einarsson, Finnbogi Einarsson, Heiða Dís Einarsdóttir, Snorri Snorrason, Signý Einarsdóttir, Flosi Arnórsson, Haukur Einarsson, Sóley Rut Ísleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.