Morgunblaðið - 29.01.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 29.01.2013, Síða 1
Pétur Blöndal, Andri Karl, Skúli Hansen, Hólmfríður Gísladóttir, Hörður Ægisson, Hjörtur J. Guðmundsson og Baldur Arnarson Einni erfiðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar lauk þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði Íslandi í vil í Icesave-deilunni í gær. Er hið mikla deilumál, sem kallaði á tvær þjóðaratkvæða- greiðslur og hatrömm pólitísk átök, því úr sögunni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka og einn forsvarsmanna Indefence-hópsins, sagði að þótt niðurstaðan markaði ekki endilega tímamót hvað snerti efna- hagshorfur á Íslandi væri ljóst að áhrifin væru jákvæð. „Það sem mestu máli skiptir er að með sigri Íslands í þessu máli hefur óvissu um skuldbind- ingar ríkissjóðs verið eytt,“ segir Sigurður og bendir á að bæði AGS og lánshæfismatsfyrir- tækin hafi talið „mögulegan kostnað ríkisins vegna Icesave verulegan áhættuþátt fyrir ís- lenska hagkerfið“. Leiti ekki sökudólga Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði að allir ættu að fagna á þessari stundu „en ekki leita að sökudólgum“. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra lofaði framgöngu málflutningsmannsins Tims Wards og teymis hans. Málflutn- ingurinn væri „meistaraverk“. Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður vill að rykið verði dustað af tillögu sem hann flutti á þingi um að rannsókn verði gerð á framgöngu íslenskra stjórn- valda í deilunni. Þau hafi gert allt til að keyra málið í gegn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði af sér sem heil- brigðisráðherra vegna kröfu forsætisráðherra í málinu. „Strax vorið 2009 urðu miklar deilur um málið í okkar röðum. Ég vildi ekki samþykkja Icesave-samninginn sem kynntur var í ríkisstjórn í júníbyrjun og í þingflokki VG vildi þingflokks- formaðurinn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og nokkrir fleiri þing- menn ekki heldur samþykkja samninginn án skoðunar. For- sætisráðherra lýsti því yfir opinberlega að innan ríkis- stjórnarinnar yrðum við að tala einum rómi í Icesave. Það varð þess valdandi að ég ákvað að segja af mér,“ segir Ögmundur. Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  23. tölublað  101. árgangur  ÉG VIL FREKAR HLAUPA HRATT EN LANGT DREYMDI UM OFURBÍL FIMM ÁRA LÍF OG FJÖR Á ÁRLEGU STÓRMÓTI ÍR ÖKUÞÓRINN BÍLAR NÆR 800 KEPPENDUR ÍÞRÓTTIRUPPISTANDI FÓRNAÐ 10 Fullnaðarsigri fagnað  Já-hópar lokuðu síðum. »4  Hvað segir almenningur? »4  Sökudólgar benda á sig. »8  Ekki skuldbindingar... »8  Málflutningurinn... »16  Athyglisverður dómur »17  Geta lært margt... »17  Icesave allt til enda »18-19  Yrðum Kúba norðursins »18  Alþingi skipi rannsókn »19  Óvissu aflétt... »20  Þjóðin vann... »24 TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Fjölmenni var á fögnuði sem fulltrúar Indefence- og Advice-hópanna fóru fyrir á Slippbarnum við Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær. Þingmenn úr flestum flokkum litu inn og samglöddust samherjum í deilunni. Þeir sem báru hitann og þungan af kynningu málstaðarins fengu hamingjuóskir og klapp á bakið frá gestum. Sigurður Hannesson, einn stofnenda Indefence, sagði að- spurður í samtali við Morgunblaðið að dagurinn væri einn sá stærsti sem hann hefði lifað. »15 Morgunblaðið/Kristinn Einstök stemning á sigurhátíð Baráttufólk gegn Icesave-samningunum lyfti glösum á Slippbarnum í gærkvöldi 213 Kostnaður við Svavars- samninginn í milljörðum 64 Kostnaður við Buchheit- samninginn í milljörðum ‹ STÓRAR TÖLUR › » „Það er gott að fá staðfestingu á að við brutum engar alþjóðlegar skuldbindingar,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í um- ræðum um dóminn á Alþingi í gær. Bjarni rifjaði upp málavöxtu og sagði Íslendinga lítinn hljómgrunn hafa átt hjá ESB og hinum lönd- unum á Norðurlöndum. Það sama gilti um AGS. „Að þessu leytinu stóðum við ein, en smám sam- an rann upp ljós fyrir þeim sem stóðu utan hins pólitíska hráskinnsleiks,“ sagði Bjarni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist „ennþá næstum því meyr“ þegar hann steig í ræðu- stól. „Ég get ekki hafið mál mitt öðruvísi en að segja: Til hamingju Ísland.“ Morgunblaðið/Golli Á Alþingi Össur fylgist með ræðu Bjarna. „Smám saman rann upp ljós“ ÞJÓÐARSIGUR  Forsætisráðherra telur að fagna beri sigri en ekki leita að sökudólgum í Icesave-deilunni  Icesave-deilunni lýkur með fullnaðarsigri eftir að EFTA- dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil  Einn af forsvarsmönnum Indefence segir málið aflétta óvissu um skuldir ríkissjóðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.