Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 Dómur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður hennar, á blaðamannafundi um Icesave í gær. Árni Sæberg Sveitarstjórnarlögin eru skýr, þegar kemur að samráði við heimamenn um ákvarðanir stjórnvalda sem varða einstök landsvæði. „Ráðuneyti og op- inberar stofnanir skulu ávallt leita umsagnar hlutaðeigandi landshlutasamtaka um stefnu- mótun eða ákvarðanir sem varða viðkomandi landsvæði sér- staklega.“ Þannig segir í 97. grein sveitarstjórnarlaga. Skýr- ara getur það ekki verið. Nú á síðustu árum hafa verið teknar miklar og stefnumótandi ákvarðanir, sem hafa haft mjög neikvæð áhrif á einstakar byggðir og svæði. Niðurskurður í heilbrigðisstofnunum, menntastofnunum, löggæslu og ýmiss konar annarri grunnþjónustu, eru dæmi um þetta. Þessar aðgerðir hafa vitaskuld fyrst og fremst bitnað á íbúunum, með lakari þjónustu, en einnig í færri störfum og lakari atvinnutækifærum. Tökum Skagafjörð sem dæmi. Þar hefur verið tekið saman að að opinberum störfum hefur fækkað um nær 15% frá árinu 2008. Op- inber störf í Skagafirði voru um 330 árið 2008, en voru í fyrra 282. Í heilbrigðisstofnuninni einni hef- ur verið fækkað um 33 stöðugildi eða um 28%, af heildargilda. Þetta er ekki einstakt dæmi, heldur dæmi um það sem gert hefur verið á síðustu fjórum ár- um. Deila má auðvitað um ástæður þessa. En hitt er óumdeilanlegt, að lög kveða mjög skýrt á um að stjórnvöldum beri að leita umsagnar viðkomandi landshlutasamtaka, þegar stjórnvöld grípa til ráðstafana sem varða viðkomandi landsvæði sérstaklega. Óumdeilt hlýtur það að vera að aðgerðir af þeim toga og af þeirri stærðargráðu sem hér hefur verið rakið hljóta að falla undir 97. grein sveitarstjórnarlaganna og varða viðkomandi landshluta sérstaklega. Hefur það verið gert? Leituðu stjórnvöld umsagna landshlutasamtakanna þegar þau ákváðu þetta? Hafa stjórnvöld fylgt eftir þeirri lagalegu skyldu sem á þau hefur verið lögð? Við munum að heimamenn alls staðar á landinu, kvörtuðu mjög undan skorti á samráði þegar gripið var til aðgerða eins og þeirra sem að undan hafa verið rakin. Áform stjórnvalda birtust heimamönnum, líkt og okkur þing- mönnum, þegar fjárlagafrumvarpið var lagt á borð okkar; sem sagt eftir að ákvörðunin hafði verið tekin. Nú hefur stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sent bréf til allra ráðu- neyta þar sem athygli þeirra er að gefnu tilefni vakin á fyrrnefndu ákvæði í nýjum sveitar- stjórnarlögum. Sjálfur tók ég þetta mál upp á Alþingi sl. miðvikudag, gerði grein fyrir efni málsins og ég beindi orðum mínum til Ög- mundar Jónassonar innanríkisráðherra, sem fer með málefni sveitarfélaga í stjórnsýslunni. Spurningarnar sem ég lagði fyrir ráðherrann voru eftirfarandi: Hefur ráðuneyti hans með einhverjum hætti komið að því máli í ljósi þess sem ég vitnaði til? Hyggst hæstvirtur ráð- herra bregðast við í ljósi þess að erindi um það hafa borist ráðuneyti hans og öðrum ráðu- neytum? Það verður forvitnilegt að sjá hverju ráð- herrar svara sveitarstjórnarmönnum á Norð- urlandi vestra. Tilefni bréfaskrifta þeirra til ráðuneytanna eru ærin og brýn. Lagabókstaf- urinn er skýr, en það virðist blasa við að hann hafi ekki verið virtur þegar stjórnvöld gripu til aðgerða á árunum 2008 til 2012, sem höfðu mikil áhrif í einstökum landsvæðum. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Lagabókstafurinn er skýr, en það virðist blasa við að hann hafi ekki verið virtur þeg- ar stjórnvöld gripu til aðgerða á árunum 2008 til 2012. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Sniðgengu stjórnvöld sveitarstjórnarlögin? Kjördæmið Reykja- vík norður er strand- hérað og lífæð þess er og hefur verið Reykja- víkurhöfn. Fyrir ná- kvæmlega 100 árum hófst ein stærsta fram- kvæmd landsins fram að þeim tíma – gerð hafnar í Reykjavík. Menn voru framsýnir og keyptu lestir og lögðu járnbrautarteina um bæinn, frá suðri til norðurs. Grjótið í þessi feikimiklu mannvirki var að mestu flutt með lestar- vögnum frá Öskjuhlíð niður til sjáv- ar. Framkvæmdin stóð í fjögur ár og hefur staðist vel tímans tönn. Hlut- verk hafnar er að veita skipum skjól og aðstöðu. Við bryggjur sem liggja að hinum hundrað ára gamla Grandagarði er stærsta fiskihöfn landsins, þar er fiskinum landað og hluti hans unninn. Sundahöfnin hef- ur hins vegar tekið við sem aðal inn- og útflutningshöfn landsins. Fisk- urinn er þar líka í að- alhlutverki sem helsta útflutningsvara Ís- lendinga. Gegnum aldirnar var vorskipum fagnað, þegar landinn hafi þraukað veturinn en var orðinn langeygður eftir góðmeti eins og kaffinu. Jafnframt slæddist með skip- unum einn og einn forvitinn ferðalangur sem gladdist er landið reis úr hafi. Núna vakna ferðamenn í þúsunda tali um borð á stórum skemmtiferðaskipum er fjallasýn birtist eftir volkið yfir hafið. Menningartengd ferðaþjónusta Mikilvægt er að búa strandlengju okkar og hafnarsvæði þannig úr garði að ferðalanga af skemmti- ferðaskipum fýsi að staldra við í Reykjavík. Erfitt er að finna svæði sem býr yfir jafn gríðarlegum mögu- leikum varðandi ferðamennsku vegna sögu og fjölbreyttrar arfleifð- ar svæðisins. Íslandssögunni er unnt að kynnast í hnotskurn þegar ströndin er gengin frá Sundahöfn út á Granda. Viðey blasir við og frá Köllunarklettinum var kallað áður fyrr eftir ferjunni (bátnum) til að flytja ferðalanga milli lands og eyj- ar, en í Viðey var höfðingjasetur og á miðöldum klaustur. Í Laugarnes- inu er gröf Hallgerðar langbrókar, en einnig var þar biskupssetur á 19. öld og spítali í upphafi 20. aldar. Sólfarið er sennilega einn allra vinsælasti viðkomustaður í Reykja- vík. Frá Hörpunni út á Granda verð- ur hindrun á leið ferðalangsins. Slippurinn sker sundur þessa skemmtilegu gönguleið. Óneitanlega er það tignarleg sjón að sjá skip í slipp, en það er mengun af verstu gerð að botnhreinsa stór skip með mikilvirkum tækjum nánast inni í miðri borg. Örfirisey hefur löngum skipt sköpum í atvinnulegu tilliti. Dana- konungur taldi hana mikilvægari jörð en Reykjavík þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1786 og að Reykjavík þrifist illa án hennar. Hólmsverslun eða Hólmskaups- staður var úti í Eyju þ.e.a.s. dönsku kaupmennirnir höfðu verslunarhús og viðskipti sín þar. Þá var Örfirisey talin einn rómantískasti staðurinn í Reykjavík, en fjallasýnin er óvið- jafnanleg þaðan, ekki síst þegar kvöldsólin slær bleikum bjarma á umhverfið. Eyjan byggist á fornri frægð og sögu, þar stunduðu bæði Brynjólfur biskup og Skúli fógeti skipasmíðar. Blómlegt atvinnulíf Gríðarlegur fjöldi fyrirtækja er í Örfirisey í dag með fjölbreytta starf- semi. Eitt nýjasta er Sjávarklasinn – fyrirtæki sem tengjast nýsköpun í sjávarútvegi. Fullvinnsla sjávaraf- urða og nýjungar þeim tengdar eru metnaðarfullt verkefni, sem byggist á víðtækri tækniþekkingu. Jón Sigurðsson reyndi mikið að örva menn til dáða á 19. öld og leið- beindi um betri nýtingu sjávaraf- urða. Hann gaf út kverið „Lítil fiski- bók“ fyrir um 150 árum en þar kenndi hann m.a. verkun sundmaga til útflutnings. Nýlega kom fram í Mbl. að fyrirtæki í Grindavík vinnur að því að auka verkmæti þorskins um 130 milljarða með því að nýta til fullnustu fiskinn, þar á meðal sund- magann. Sjávarklasinn í Örfirisey og starfsemi frumkvöðlanna í Grindavík eru dæmi um verkefni sem okkur ber að styðja og styrkja. Standlengjan á að vera aðgengi- leg ferðalöngum, sem vilja nema á hverju við lifum. Blöndum saman fræðslu um söguna, eflingu full- vinnslu sjávarfangs og fjölgun ferða- langa. Það mun fjölga störfum, efla peningaflæði og við getum á nýjan leik treyst grunnstoðir þjóðfélagsins eins og heilbrigðisþjónustuna Eftir Sigrúnu Magnúsdóttur »Mikilvægt er að búa strandlengju okkar og hafnarsvæði þannig úr garði að ferðalanga af skemmtiferðaskipum fýsi að staldra við í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi og skipar 2. sæti Framsóknar- flokksins í Reykjavík norður. Fróðleikur, fiskur og ferðalangar Mér þóttu það góðar fréttir, að Orkuveita Reykjavíkur skyldi fá við- unandi tilboð í glæsihús sitt við Bæj- arháls. Ég gaf mér það að sú hugsun lægi þar að baki, að starfsemin yrði flutt í ódýrt atvinnuhúsnæði, sem nóg er af um alla Reykjavík. En það var nú síður en svo. Þess í stað ætlar Gnarr- listinn að taka glæsihúsið á leigu af kaupendunum, sem auðvitað áskilja sér góðan arð og fulla trygginu fyrir viðskiptunum. Síðan á almenningur í Reykjavík að borga brúsann með hærri orkureikningum. Orkuveitan hefur verið illa rekin í stórum dráttum síðan R-listinn komst til valda. Síðan hefur ekkert gerst sem straumhvörfum veldur um afkomu hennar þótt heita vatnið og rafmagnið hafi hækkað um 50%. Auðvitað vegna þess að enginn vilji er til þess að afla nýrra tekna með sölu á rafmagni til orkufreks iðnaðar. Ég átti tal við framkvæmdastjóra fyrirtækis úti á landi núna í vikunni og spurði hann af hverju hann hækkaði ekki verðið á framleiðslunni um 50% eins og Orkuveitan hefði gert. „Af því að ég á í harðri samkeppni,“ svaraði hann. Halldór Blöndal: Orkuveitan á að flytja í ódýrt húsnæði Höfundur er fyrrverandi ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.