Morgunblaðið - 29.01.2013, Page 26

Morgunblaðið - 29.01.2013, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2013 ✝ Jóhanna Krist-insdóttir fædd- ist í Keflavík 11. október 1929 og lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 21. janúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Jónsson f. 3. febr- úar 1897, d. 11. október 1982 og Kamilla Jónsdóttir f. 11. október 1904, d. 17. október 1958. Jóhanna var elst 7 systkina: Jón Marinó f. 21. sept. 1930, d. 1. apríl 2012, Júlíus Friðrik f. 26. september 1932, d. 7. apríl 1986, Sigurður Birgir f. 28. nóvember 1939, Eggert Valur f. 7. ágúst 1942, Sólveig María f. 28. maí 1947, Ingibergur Þór f. 18. des- ember 1949. Jóhanna giftist 2. apríl 1953 Jakobi Árnasyni, f. 4. júlí 1926, frá Stokkseyri. For- eldrar hans voru Árni Tómasson, f. 13. október 1887, d. 28. október 1971 og Magnea B. Einarsdóttir f. 2. nóvember 1890, d. 18. desem- ber 1975. Börn Jóhönnu og Jak- obs eru 1) Ísleifur Árni f. 11. des. 1952, maki Laufey Hrönn Þor- steinsdóttir. f. 27. nóv 1952, börn þeirra a) Jónheiður f. 6. júní Björn Kristinn, f. 9. apríl 1998. Jóhanna ólst upp í Keflavík og sýndi strax mikla drift og áhuga á félagsmálum. 14 ára að aldri var hún ein af stofnendum III. sveitar í Skátafélaginu Heið- arbúum. Hún fór á Húsmæðra- skólann að Laugalandi 1947-1948 og eignaðist sínar bestu vinkonur sem halda enn hópinn. Hún söng í Kirkjukór Keflavíkurkirkju og var ein af stofnendum Kvenna- kórs Suðurnesja og var fyrsti for- maður hans. Hún lærði söng hjá Guðrúnu Á. Símonar og Snæ- björgu Snæbjarnar og var söng- ur og tónlist hennar líf og yndi. Árið 1951 fór hún til starfa norð- ur í Laxárvirkjun í Aðaldal og kynnist þar eiginmanni sínum. Jóhanna var forstöðukona Skáta- skólans að Húsatóftum sumarið 1958. Hún vann í 10 ár hjá Pósti og síma á Keflavíkurflugvelli. Jó- hanna var mikill skáti og átti máltækið „Eitt sinn skáti ávallt skáti“ vel við hana. Hún tók virk- an þátt í starfi St. Georgsgild- isins og var meðal annars gild- ismeistari í Keflavík, landsgildismeistari og var í stjórn I.F.O.F.S.A.G. sem eru al- heimssamtök eldri skáta. Hún var m.a. í Málfreyjuklúbbnum Puffins og Soroptimistum. Gest- kvæmt var á heimili Jóhönnu og hún var höfðingi heim að sækja. Jóhanna verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 29. jan- úar 2013 og hefst athöfnin klukk- an 13. 1977, b) Bergrún f. 23. febrúar 1979, maki Helgi Isaksen, börn þeirra Embla, Júlía og Logi. c) Jakob Árni f. 30. mars 1983, maki Andrea Lísa Kjart- ansdóttir, börn þeirra Sara Maren og Dagur Elí. 2) Guðrún Sigríður, f. 1. apríl 1956, maki Gunnar I. Baldvinsson, f. 10. mars 1956, synir þeirra a) Bald- vin Ingi, f. 5. apríl 1988, sam- býliskona Dagmar Dögg Ágústs- dóttir. b) Tómas Árni f. 12. ágúst 1990. 3) Kristinn Þór, f. 27. apríl 1957, maki Ólöf Kristín Sveins- dóttir, f. 4. júní 1965, börn þeirra a) Unnur Ýr, f. 6. janúar 1988, sambýlismaður Ástþór Óðinn Ólafsson, dóttir þeirra Ólöf Hlín, b) Jóhanna María f. 18. október 1990 c) Sveinn Henrik 4) Ásdís Ýr f. 15. júlí 1963, maki Valur B. Kristinsson, f. 25. júlí 1960, son- ur þeirra Arnar Freyr f. 3. apríl 1992, fyrir á Valur Rakel, f. 8. mars 1977. 5) Sigrún Björk, f. 23. maí 1966, maki Jón Björnsson, f. 16. janúar 1966, börn þeirra a) Kamilla Dóra, f. 23. apríl 1996 b) Í dag kveð ég móður mína Jó- hönnu Kristinsdóttur, en hún lést aðfaranótt 21. janúar sl. eftir stutt veikindi. Margar spurningar og minningar hafa sótt á hugann sl. tvær vikur. Spurningar um lífið, tilveruna, rétt manneskjunnar til lífsins, lífsgæði og fleira, spurn- ingalistinn er endalaus. Efst í huga mínum er þó þakk- læti fyrir allt sem mamma kenndi mér. Hún kenndi mér að vera heiðarleg, þegar ég var ung var betra að þegja en að segja ósatt ef ég gat eða vildi ekki segja henni sannleikann. Hún kenndi mér að vera bóngóð, gera hlutina strax og með brosi á vör. Hún kenndi mér að hugsa vel um fólk; systkini mín, vini og vinkonur, frændur og frænkur, vel um náungann og sér- staklega eldra fólk. Hún kenndi mér gestrisni og veislugleði. Hún kenndi mér að vera glöð og já- kvæð, trúa á almættið og vera þakklát fyrir allar gjafir lífsins. Hún kenndi mér að vera sjálfstæð og hafa trú á sjálfri mér. Hún kenndi mér að vera óhrædd við hið ókunna, ég gæti haldið áfram endalaust. Mamma var mikil félagsvera og myndarleg húsmóðir. Hún gekk systkinum sinum eiginlega í móð- urstað, frændsemi hennar og gestrisni var einstök. Æskuheim- ili okkar var oft kallað „hótel Mið- tún“ því þar var alltaf heitt á könn- unni og nýbakað bakkelsi á borðum. Hún lærði að syngja hjá Sigurði Dementz og var í kirkjukór Kefla- víkurkirkju og ein af stofnendum Kvennakórs Suðurnesja og fyrsti formaður kórsins. Hún var einnig í söngnámi hjá Guðrúnu Símonar og síðar Snæbjörgu Snæbjarnar. Það viðurkennist hér með að við systkinin kunnum ekki alveg að meta tónskala- og söngæfingarn- ar, þegar þær ómuðu út um glugga heimilisins yfir allt ná- grennið, en hún kenndi okkur að meta fallegan söng. Mamma var mikill skáti, fór með fjölskylduna á öll skátamót og þá vorum við í fjölskyldubúð- unum. Þar var kakóið hitað á prímusunum og pönnukökurnar bakaðar, ekki slegið af myndar- skapnum. Við systkinin kunnum ekkert sérstaklega að meta mynd- arskapinn, frekar en glaðværð hennar og vinsældir á kvöldvök- unum við varðeldinn. Það var alveg sama í hvaða fé- lagsskap mamma tók þátt í alls staðar var henni falið stjórnar- starf, helst formennska. Hún var svo mikill leiðtogi og frumkvöðull. Við systkinin ætluðum aldrei að verða eins og hún, en það skrítna er að, fyrir utan sönginn, erum við öll mjög lík henni og erum svo óendanlega þakklát fyrir allar gjafirnar hennar. Fram á síðustu stundu reytti hún af sér brandarana og ég er sannfærð um að hún vissi að Lolli og Nonni bræður hennar biðu hennar fagnandi, því var engu að kvíða. Lífskarfa hennar var full af góðverkum, náungakærleika, trú og þakklæti . Takk, takk, takk. Guðrún Sigríður. Það er ótrúlega erfitt að skrifa minningargrein um mömmu sína, minningarnar renna hjá sem svip- myndir. Mamma var sjálfstæð kona og sterk, hlý og umhyggjusöm mamma og amma, sem fylgdist vel með sínum stóra frændgarði og öllum öðrum líka. Hún var frumkvöðull, kom að stofnun margra félagasamtaka og aðeins 14 ára gömul kom hún að stofnun III. sveitar Skátafélags- ins Heiðarbúa sem var stúlkna- sveit og Heiðarbúar urðu þar með eina skátafélagið í heiminum sem var bæði skipað strákum og stúlk- um. Hún var stofnandi og fyrsti formaður Kvennakórs Suður- nesja, hún varð önnur konan til að verða landsgildismeistari St. Georgs-gildanna og var kosin í al- heimsstjórn sömu samtaka. Hún skoraðist aldrei undan ábyrgð og tók hiklaust að sér stjórnarstöður og beitti sér fyrir fjölmörgum mál- um til eflingar samfélaginu í Keflavík. Hún var víðförul kona, bæði eins síns liðs, með pabba og í hóp- ferðum. Heimsótti rauða Kína löngu áður en það var opnað al- mennum ferðamönnum, fór í heimsreisu, skrapp til Bandaríkj- anna og hvar sem hún kom var hún á heimavelli, þekkti stóra al- þjóðaflugvelli eins og lófann á sér. Hún tók afa með sér og Stínu gömlu til Bandaríkjanna og það var fyrsta og eina utanlandsferðin þeirra beggja og dugði afa í enda- lausar sögur af skrýtnu fólki og fyrirbærum í westrinu. Mamma lærði dönsku af dönsku blöðunum og hikaði ekki við að halda ræður á mannamót- um á góðri skandinavísku og jafn- vel finnsku líka og sló í gegn þar í landi með því að tala á þeirra móð- urmáli – en hún hló þegar Finn- arnir komust að fátæklegri finnskukunnáttunni eftir að ræð- unni sleppti. En þannig var mamma, hún fann alltaf leiðina að hjarta fólks með orðum eða mat- seld eða pönnukökubakstri. Hún var gestrisin með afbrigð- um og tók öllum opnum örmum á Miðtúni 2 og síðar á Nesvöllum, átti alltaf með kaffinu og það voru lélegar móttökur ef það var ekki tekið á móti fólki með kleinum, pönnsum, eplaköku með eplum eða víðfrægri Bessastaðatertu og hvort sem það voru öskukallar en þeim var alltaf boðið í aðvent- umorgunkaffi, malbikunarflokkur sem malbikaði Miðtúnið, Miðtún 2 var eina húsið sem var malbikað að lóðarmörkum, eða starfsfólkið hjá Matta í bókabúðinni á að- ventu, Nástrandarættin eða virðu- legir erlendir gestir eða vinir okk- ar systra eða barnabörnin þá var boðið upp á eitthvað gott og heimagert af alúð. Mamma átti stóran faðm og stórt hjarta og með henni er geng- in einstök kona. Minning hennar lifir. Ásdís Ýr. Jóhanna Kristinsdóttir tengda- móðir mín var mikill skörungur og glæsileg kona. Hún tók mér strax opnum örmum þegar ég gerði hos- ur mínar grænar fyrir Sigrúnu og við áttum skap saman. Jóhanna hafði yndi af söng og hlustaði mik- ið á tónlist og var vel að sér í klass- ískri tónlist. Hafði sterkar skoð- anir á því hvað henni fannst gott í þeim efnum og hvað ekki. Hún lærði að syngja og söng í mörg ár í kórum. Söngurinn var sameigin- legt áhugamál okkar og hún átti mikinn þátt í því að efla þann áhuga enn frekar hjá mér. Tónlist- arhæfileikar hafa enda skilað sér til afkomenda hennar. Jóhanna reyndist okkur Sig- rúnu afar vel og hljóp oft undir bagga með okkur þegar að mikið lá við. Kom hún þá norður og tók við heimilishaldinu og Kamillu og Birni þótti það ekki slæm skipti að fá ömmu Jó í heimsókn. Í einum kosningaslagnum gekk svo langt að andstæðingar Sigrúnar sökuðu hana um að hafa ráðið sér ólöglega pólska vinnukonu en það var þá Jóhanna sem stóð vaktina. Hún hló dátt að þessari lygasögu og lét sér hvergi bregða. Var enda mikill jafnréttissinni og studdi Sigrúnu, jafnt sem aðrar konur í því að hasla völl í hverju því sem þeim datt í hug. Þegar Jóhanna kom norður bakaði hún kökur og pönnsur í ak- korði. Vandfundin var betri bakari og betri pönnukökur hef ég ekki smakkað og það var fljótt að ber- ast út. Amma Jóhanna var mætt á svæðið og eldhúsið fylltist af krökkum sem komu og fengu pönnukökur. Þær pönnukökur voru gerðar af ást og það skilaði sér. Jóhanna undi sér vel fyrir norðan og átti þar góðan vinahóp frá húsmæðraskólaárunum. Eins þekkti hún marga í gegnum skát- ana og var mjög ræktarsöm. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Jóhönnu. Ég veit að hún kveður sátt enda búin að skila frábæru dagsverki. Hennar verður sátt saknað, en hún er ekki langt undan og mun eftir sem áður fylgjast með og styðja við afkom- endur sína. Ég sendi Jakobi mínar innilegustu samúðarkveðjur sem og öllum afkomendum hennar og vinum. Blessuð sé minning Jóhönnu Kristinsdóttur. Jón Björnsson. Stórhuga, duglega, ákveðna, hugrakka, elskulega tengdamóðir mín Jóhanna er farin. Farin ferð- ina sem hún hræddist ekki, hún lifði lífinu til fulls en hún kveið ekki fyrir að fá kallið. Hún var trú- uð kona, trúði því að hún myndi hitta mömmu sína aftur. Að þær myndu hittast á góðum stað og fá tækifæri til að taka aftur upp þráðinn sem frá var horfið þegar móðir hennar dó, en hennar sakn- aði hún alla tíð. Okkar fyrstu kynni hófust fyrir 25 árum þegar ég fluttist ung til Keflavíkur og fór að búa með Kristni syni hennar. Hún tók mér strax með mikilli hlýju og hefur vinátta okkar alla tíð verið náin. Jóhanna sá aumur á mér ungri á nýjum stað og var dugleg að kynna mig fyrir heimabænum sín- um Keflavík. Á mínum fyrstu ár- um í Keflavík þekkti ég fáa, en oft var spurt hverra manna ég væri, þegar ég sagðist vera úr Reykja- vík var eins umræðuefnin væru ekki fleiri. Þá prufaði ég að svara, ég er tengdadóttir Hönnu Krist- ins, þá var nóg um að ræða enda þekktu hana allir. Í þessum samtölum kynntist ég hluta af ævi hennar allir höfðu sögu að segja. Hún hafði komið svo víða við. Ýmist verið stofnandi, formaður eða félagi í fjöldanum öllum af ólíkum félagsskap. Hún átti stóran hóp vinkvenna. Heim- ilið hennar var eins og miðstöð, þar streymdi inn fólk alla daga, vinir og ættingjar. Hlutverk Jó- hönnu var stórt í fjölskyldunni en hún var kletturinn. Þangað leituðu systkini hennar, mörg af börnum þeirra og stór frændgarður. Fljót- lega skynjaði ég að á Miðtúninu hjá Hönnu sló hjarta stórfjöl- skyldunnar. Jóhanna lét ekki gamlar hefðir og staðlaðir ímyndir hlutverka stoppa sig í að gera það sem hún vildi. Þegar við kynnt- umst var Jóhanna 57 ára nýbúin að taka bílpróf og kaupa sér bíl. Það var gaman að fylgjast með hvernig hún smátt og smátt öðl- aðist hugrekki til að keyra, há- punktinum var náð þegar hún keyrði um í Reykjavík og síðar til Akureyrar. Mikil þáttaskil urðu í hennar lífi fyrir nokkrum árum þegar hún datt og brotnaði, eftir það fóru fleiri kvillar að hrjá hana. Á örfá- um árum urðu miklar breytingar á hennar lífsgæðum. Með hjálp Jak- obs og fjölskyldu ásamt hennar eigin ákveðni tókst henni að aðlag- ast breytu lífi. Jóhanna var með ríka frásagnargáfu hún gat dregið upp einstakar myndir af atburð- um og fólki. Einn af mörgum hæfi- leikum Jóhönnu var húmor. Eng- um hef ég kynnst sem kunni eins vel og hún að nota hann sér til styrkingar og öðrum til gleði. En aldrei var honum beitt þannig að hann meiddi nokkurn mann. Oft þegar ég kom til hennar sagði hún, ég vissi að þú kæmir, ég var búin að biðja að þú yrðir send til mín og svo bar hún upp erindið. Með Jóhönnu lærði ég að tala um dauðan og eilífðina, að lifa inni- haldsríku lífi en hræðast ekki dauðann. Mikil huggun er falin í því að vita að hún er komin á góð- an stað og hefur hitt mömmu sína aftur. Jóhanna lauk sinni við- burðaríku ævi á sérstakan hátt, staldraði þó við auknablik til að allir í fjölskyldunni fengju tæki- færi til að kíkja við og kveðja. Vertu blessuð, Jóhanna Krist- insdóttir, og takk fyrir allt. Ólöf K. Sveinsdóttir. Elsku amma Jóhanna, þú varst okkur systkinunum alltaf svo góð og hlý. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa á Miðtúnið þar sem allaf var nóg af kökum og pönnukökum sem enginn gerði eins vel og þú. Margar af okkar uppáhalds æskuminningum eru einmitt frá Miðtúninu. Þegar þú fluttir svo á Nesvelli þótti okkur vægast sagt einkennilegt að sjá þig í þessu nýja umhverfi. En þú blómstraðir og við sáum það strax að þér leið vel og þá leið okkur vel. Við vorum vís til þess að gleyma stund og stað þegar við heimsótt- um þig þangað, því tíminn flaug í góðu spjalli um allt á milli himins og jarðar. Við gátum setið og hlustað á þig segja endalausar sögur af fjölskyldunni okkar sem þú elskaðir svo mikið. Þó svo að við værum búin að heyra þær svo til allar að minnsta kosti tvisvar. Við gátum líka alltaf stólað á að þú hlustaðir á okkar sögur og veittir okkur góð ráð eða slægir upp í grín með þínum einstaka húmor, sem okkur þykir svo vænt um. Það er sama hvað við höfum tekið okkur fyrir hendur í lífinu alltaf sýndir þú því áhuga og studdir okkur áfram í gegnum súrt og sætt. Þú hefur alla tíð og munt áfram verða fyrirmynd í okkar lífi. Fyrirmynd um það hvernig maður á að vera góður við aðra, hvernig maður á að elska fjölskylduna sína, vera jákvæður, hugrakkur og glaður. Þú ert okkur ómetanleg og við kveðjum þig með miklum söknuði í hjarta en við gleðjumst yfir því að nú færðu frið. Fallega, góða, söngelska og yndislega amma okkar þetta ljóð er til þín. Ég sé hana, hvar hún situr á sængurstokknum enn, með sálmabókina sína, sátt við Guð og menn. Svona sat hún forðum og söng með tár á brá. Ég hvíldi í kjöltu hennar í kyrrðinni og hlustaði á. Ég sé, hvar hún fóstra mín situr, og söng hennar heyri á ný. Úr glaumi og hávaða heimsins til hennar ég stundum flý. Hún syngur sálmana gömlu, er söng hún yfir mér, og grætur ennþá hið góða, sem grýtt og krossfest er. Hún syngur gömlu lögin og sefar hugan minn. Við barm hennar bleikan verð ég að barni í annað sinn. (Davíð Stefánsson.) Við elskum þig og munum alltaf gera. Unnur Ýr, Jóhanna María og Sveinn Henrik. Elsku Amma í Kefló. Þegar við vorum litlar þá sagðir þú okkur að það að pabbi þinn fékk að fara hefði verið besta af- mælisgjöfin. Við skildum það ekki þá, afhverju fótanuddtækið sem við gáfum þér var ekki miklu betri gjöf, en við gerum það núna því það var svo sannarlega gott að þú skyldir fá að fara á svona fallegan og friðsælan hátt. Þau eru ófá skiptin sem við systur höfum rifjað upp þegar við fengum að gista á Miðtúninu hjá þér og afa. Þú varst alltaf vöknuð á undan öllum og yfirleitt búin að baka eplaköku og Bessó og stafla af pönnukökum þegar við skriðum fram í kókópöffs með karamellu- jógúrti og hlupum svo fyrir þig út í Nonna og Bubba eftir því sem vantaði með kaffinu. Svo kenndir þú okkur að leggja kapal, en brýndir fyrir okkur að spilin í krúsinni væru bara fyrir þig og afa. Oftar en ekki var svo haldið út í bókabúð að kaupa litabækur og svo áfram í heimsókn til Stínu eða með kleinudeig til Ásdísar í Spari- sjóðnum. Þessar bæjarferðir eru í minningunni óskaplega langar því þú heilsaðir og talaðir við alla sem við mættum á leiðinni. Við vorum sannfærðar um það að þú hlytir að þekkja alla sem búa í Keflavík. Þegar við komum heim lituðum við svo með litunum úr stóra flotta litakassanum frá Ameríku sem geymdi alla heimsins liti og lékum með gömlu barbídúkkurnar henn- ar Sigrúnar. Í minningunni var alltaf kaffi- boð hjá þér, sama hvaða dagur var, alltaf var einhver sem kíkti við, því það var hvergi betra að vera en í stofunni þinni eða við borðstofuborðið. Það var alltaf svo gaman þegar við sátum öll stór- fjölskyldan við borðið hjá þér og afa og nutum þess að vera saman. Þá hlustuðum við á allar gömlu sögurnar um Jónheiði og hækj- urnar og Svenna og skyrturnar hans afa. Allir á sínum stað. Í seinni tíð höfum við svo notið þess að koma í kaffi til þín á Nes- vellina þar sem enn var drukkið úr rósabollum og lagt á kaffiborð og skrafað við gesti. Þú varst alltaf með allt á hreinu og fylgdist vel með þínu fólki, börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum og allir fengu afmælissöng á afmæl- isdaginn sinn. Elsku amma, við erum innilega þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með þér og allt sem þú gafst okkur er hluti af því hverjar við erum í dag. Við vitum að nú ertu komin heim. Þínar ömmustelpur, Jónheiður og Bergrún. Látin er í Keflavík mikil heiðurskona, Jóhanna Kristins- dóttir, gift móðurbróður okkar, Jakobi Árnasyni. Jóhönnu minn- umst við systkinin sem glaðlyndr- ar og skemmtilegrar konu. Hún var kankvís, fyndin, skarpgreind og höfðingi heim að sækja. Meðal okkar bestu minninga úr æsku eru afmæliskökurnar sem Jóhanna bakaði fyrir hvert eitt og einasta afmæli okkar systkinanna. Frá Keflavík komu dýrindis kökur þaktar nýstárlegu sælgæti – og kökurnar, grænn síðutogari, stelpukaka með rautt hár og járn- brautarlest eru meðal þess sem kemur í hugann. Það var ekki af- mæli á Rauðalæknum fyrr en komin var kaka frá Jóhönnu. Sem börn kunnum við mest að meta allt sælgætið en sem fullorð- in erum við þakklát í annað sinn, nú fyrir alla þá alúð, natni og elskusemi við okkur frændfólkið sem þessi kökubakstur sýndi. Það hafa örugglega ekki alltaf verið skemmtiferðir að hossast eftir Keflavíkurveginum á sjö- unda áratugnum í öllum veðrum til að mæta í barnaafmæli í Reykjavík en aldrei brást Jó- hanna. Við hugsum til hennar með gleði og þakklæti í huga. Blessuð sé minning hennar. Magnea, Hildur, Einar og Sólveig Einarsbörn. Trúr vinur er öruggt athvarf og auðugur er sá sem finnur hann. (Sirak.) Þegar við nú kveðjum hinstu kveðju Jóhönnu Kristinsdóttir skólasystur okkar frá Húsmæðra- skólanum, Laugalandi, Eyjafirði, árin 1947-48 koma upp í hugann fyrstu kynni af glaðlegri, síkátri Keflavíkurmey. Fljótlega komu í ljós forustu- hæfileikar hennar. Hún hreif alla með í söng og leik, enda skáti ávallt skáti. Það eru liðin 65 ár frá dvölinni á Laugalandi þar sem 32 ungmeyjar bundust tryggðaböndum, undir stjórn Svanhvítar Friðriksdóttur, skólastýru. Saumaklúbbur var stofnaður af sunnanmeyjum, með búsetu í öll- um bæjarfélögum við Faxaflóa. Komið var saman einu sinni í mán- uði öll þessi ár svo vináttuböndin voru orðin sterk og náin. Hanna átti gott með að kasta fram vísu, kvaddi ævinlega klúbb- Jóhanna Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.